Fréttablaðið - 01.06.2017, Page 8

Fréttablaðið - 01.06.2017, Page 8
EVRÓPUmál Hver þingmaður á Evrópuþinginu fær sem sam­ svarar um 483 þúsund íslenskum krónum skattfrjálst á mánuði til að halda skrifstofu í heimalandi sínu. Hópur rannsóknarblaðamanna frá Evrópusambandslöndunum hefur nú sýnt fram á að margar þessara heimaskrifstofa eru í rauninni ekki til. Um sé að ræða svokallaðar draugaskrifstofur. Fénu á að verja til almennra útgjalda eins og til dæmis sím­ reikninga, kostnaðar vegna tölvu­ búnaðar og síma auk annars sem þingmenn á Evrópuþinginu þurfa í daglegu starfi sínu, að því er greint er frá í Sænska dagblaðinu. Stór hópur þingmannanna, sem eru 751 talsins, greiðir sínum eigin stjórnmálaflokki peningana, sem er klárt brot á reglunum, eða stingur þeim í vasann. Í sumum tilfellum voru heimilisföng skrifstofanna, sem stjórnmálamennirnir gáfu upp þegar rannsóknarblaðamennirnir leituðu svara, ekki til. Þingmenn á Evrópuþinginu hafa sent féð sem á að fara til skrifstofu­ halds til eiginkvenna sinna, barna og annarra ættingja í heimalöndum sínum. Starfsmenn Evrópuþingsins, sem ekki vilja koma fram undir nafni, segja að margir þingmann­ anna líti á féð til skrifstofuhalds sem bónusgreiðslu. Marine Le Pen, fyrrverandi for­ setaframbjóðandi í Frakklandi, er sökuð um að hafa styrkt flokk sinn, National Front, með fénu. Breski stjórnmálamaðurinn Nigel Farage var nýlega sakaður um að hafa stungið sem nemur um 2,3 milljónum íslenskra króna af heimaskrifstofufénu í eigin vasa. Hann svaraði, og það réttilega, að honum væri ekki skylt að gera grein fyrir útgjöldunum. Evrópuþingið krefst ekki kvittana fyrir þeim. Sumir sænskir þingmenn á Evr­ ópuþinginu kváðust aðspurðir hafa notað fé til kaupa á kaffi og ávöxt­ um fyrir skrifstofuna, til ferða og gistingar auk annars. Aðeins þing­ menn umhverfisflokksins hafa það sem stefnu að framvísa kvittunum og skila fé sem ekki hefur verið notað. Krafist hefur verið meira gagn­ sæis en þingmenn hafa verið and­ vígir því. Síðast nú í apríl höfnuðu þingmenn því í atkvæðagreiðslu að þeir gerðu grein fyrir útgjöldunum. – ibs Evrópuþingmenn stinga fé til skrifstofuhalds í eigin vasa Nigel Farage, þingmaður á Evrópu- þinginu, er sakaður um að hafa stungið sem nemur 2,3 milljónum króna í eigin vasa af fé sem átti að fara til heimaskrifstofu. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 99 kr.stk. Croissant, nýbakað Ný- baka ð! Ódýrt Samfélag Þingsályktunartillaga þess efnis að tryggja verði jafnræði með foreldrum í skráningu hjá Þjóð­ skrá var samþykkt á Alþingi í gær. Með henni er dómsmálaráðherra falið að setja reglugerð þar sem „afnumin verði sú mismunun sem á sér stað gagnvart mæðrum í sam­ kynja hjúskap eða sambúð“. Fréttablaðið greindi ítarlega frá mismununinni í september 2015. Þá kom fram að öllum lesbískum mæðrum bæri skylda til að skila inn vottorði til Þjóðskrár, þess efnis að barn þeirra væri getið með gjafa­ sæði. Hið sama gilti ekki um gagn­ kynhneigð pör þar sem barn væri getið með gjafasæði. Kona í sambúð eða hjónabandi með konu, sem ól barn, var ekki sjálfkrafa skráð móðir barns ólíkt því sem tíðkaðist í gagn­ kynhneigðum hjónaböndum. Væri barn getið með öðrum hætti en með gjafasæði hjá heilbrigðisstofnun er gerð krafa um að barn sé feðrað. Þá sagði Margrét Hauksdóttir, for­ stjóri Þjóðskrár, að stofnunin vildi gjarnan að reglunum væri breytt en til þess þyrfti breytingu á barnalög­ um. Í greinargerð þingsályktunar­ tillögunnar segir að Þjóðskrá hafi ekki sýnt neina tilburði til að breyta verklagi sínu. Ekki verði fallist á þau sjónarmið sem haldið hefur verið fram af hálfu stofnunarinnar. – snæ Ber að laga mismunun lesbía bRUni Bátasmiðjan Seigur á Akureyri brann til kaldra kola í fyrrinótt og er tjónið líklega upp á hundruð millj­ óna króna. Húsnæðið, sem er um tvö þúsund fermetrar að stærð, er ónýtt ásamt öllu sem inni í því var. Slökkviliði Akureyrar barst til­ kynning um eld í bátasmiðjunni klukkan 00.39 aðfaranótt miðviku­ dagsins. Þegar ljóst var að um stór­ bruna var að ræða voru allar vaktir ræstar hjá slökkviliðinu og fenginn liðsauki frá slökkviliðinu á Akur­ eyrarflugvelli. Aðeins sextán mínútur liðu frá því fyrsta útkall barst þar til allar aukavaktir voru komnar út úr húsi til að ráða niðurlögum eldsins. Að sögn Ólafs Stefánssonar, slökkviliðsstjóra á Akureyri, tókst vel að ná tökum á aðstæðum þótt húsið hafi orðið alelda mjög fljótt. Líkur benda því til þess að eldur hafi logað í húsinu í töluverðan tíma áður en hans varð vart. „Við áttum í töluverðum erfið­ leikum þar sem þakið hafði fallið niður og lokað leið okkar að eld­ inum sjálfum. Síðar um nóttina fengum við krabbakló frá Hring­ rás sem gerði okkur auðveldara um vik að rjúfa þakið og komast að eldinum,“ segir Ólafur. „Þegar mest lét voru 15 einstaklingar að störfum frá okkur um nóttina auk lögreglu sem lokaði svæðið af. Við nýttum allan okkar bílaflota, þar með talið gamla dælubíla, til að eiga við þetta.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti á árinu sem eldur kemur upp í húsinu. Í janúar kom einnig upp eldur á sama stað. „Þá varð sjálfsíkveikja í tusku sem olli nokkrum skemmdum á húsinu.“ Bátasmiðjan Seigur hét áður báta­ smiðjan Seigla. Það fyrirtæki var tekið til gjaldþrotaskipta síðastliðið haust. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaðamanns náðist ekki í forsvars­ menn fyrirtækisins við vinnslu fréttarinnar. sveinn@frettabladid.is Stórbruni er bátasmiðja brann til kaldra kola Iðnaðarhúsnæði sem hýsti bátasmiðjuna Seig á Akureyri brann til grunna í fyrrinótt. Fimmtán slökkviliðsmenn tóku þátt í slökkvistarfi. Tjónið er metið á hundruð milljóna króna. Eldur kom einnig upp í húsinu í janúar síðastliðnum. Dómsmálaráðherra er falið að breyta reglugerð svo að lesbískar mæður þurfi ekki að ráðast í óþarfa skriffinnsku lengur. NoRDIcPhoTos/AFP húsið er gjörónýtt eins þessi drónamynd sýnir. FRÉTTABLAÐIÐ/AuÐuNN Við áttum í tölu- verðum erfiðleikum þar sem þakið hafði fallið niður og lokað leið okkar að eldinum sjálfum. Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri Hópur rannsóknarblaða- manna hefur sýnt fram á að fé til skrifstofuhalds Evrópu- þingmanna fer oftar en ekki í eitthvað allt annað. STJÓRNSTÖÐ FERÐAMÁLA REKSTRARLEG AFKOMA RÍKIS OG SVEITARFÉLAGA AF FERÐAÞJÓNUSTU Opinn kynningarfundur Föstudaginn 2. júní 2017 Klukkan 13.00 – 15.00 Grand Hótel Reykjavík Stjórnstöð ferðamála auglýsir opinn kynningarfund þar sem niðurstöður greininga Deloitte á beinum tekjum og kostnaði ríkis og sveitarfélaga af ferðaþjónustu verða kynntar. Þá munu ráðgjafar Deloitte kynna aðferðafræði við að greina óbein og afleidd áhrif atvinnugreina á ríki og sveitarfélög. DAGSKRÁ ÁVARP Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála KYNNING Á NIÐURSTÖÐUM Björn Ingi Victorsson og Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir, Deloitte ÓBEIN OG AFLEIDD ÁHRIF FERÐAÞJÓNUSTUNNAR MÆLD Majbritt Skov, Deloitte PALLBORÐSUMRÆÐUR Skráning á fundinn fer fram á stjornstodin@stjornstodin.is Stjórnstöð ferðamála Fundurinn verður sendur út á netinu. Slóðin verður birt á vefsíðu Stjórnstöðvar ferðamála www.stjornstodin.is áður en fundur hefst. afganiStan Sprengjuárás sem felldi að minnsta kosti níutíu í Kabúl, höfuðborg Afganistans, var merki um heigulshátt. Þetta sagði Ashraf Ghani, forseti landsins, í gær. Um fjögur hundruð særðust í árásinni. Engin samtök hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni og hafa talib­ anar þvertekið fyrir að hafa staðið að henni. Nýverið hafa bæði talib­ anar og hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki gert sprengjuárásir á borgina. Flestir þeirra sem fórust í árás gærdagsins voru afganskir ríkis­ borgarar en í ljósi staðsetningar voru útlendingar einnig á meðal fórnarlamba. Særðist til að mynda fjöldi starfsfólks þýska sendiráðs­ ins. – þea Segir árásina heigulshátt 1 . j ú n í 2 0 1 7 f i m m t U D a g U R8 f R é t t i R ∙ f R é t t a b l a ð i ð 0 1 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C F C -8 8 3 8 1 C F C -8 6 F C 1 C F C -8 5 C 0 1 C F C -8 4 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 7 2 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.