Fréttablaðið - 01.06.2017, Síða 36

Fréttablaðið - 01.06.2017, Síða 36
Í meira en áratug hefur BS-nám með áherslu á markaðssam-skipti á Bifröst verið í sérflokki á Íslandi með fjölbreyttu úrvali markaðsfræðiáfanga og þetta hefur verið vinsælasta BS-námið á Bifröst. Þá hefur ferðaþjónustan blómstrað á Íslandi og er mikil- vægt að viðhafa fagmennsku þar á öllum sviðum. ,,Með BS-námi með áherslu á ferðaþjónustu erum við því að þjóna kalli markaðarins og leggja af mörkum til meiri fagmennsku þar sem það er lífs- spursmál að okkur takist vel til á þessu sviði. Þessi áhersla hefur verið í boði í nokkur ár og námið hefur vaxið og styrkst mikið,“ segir Sigurður Ragnarsson. Í BS-námi í viðskiptadeild er einnig boðið upp á sérhæfingu á sviði þjónustu- fræða en þessi námslína er fyrir þá sem vilja sérstaklega sérhæfa sig og helga sig þjónustufræðum og þar er í mörg horn að líta. ,,Í dag er ekki hægt að stunda viðskipti án þess að bjóða upp á þjónustu og þess vegna skiptir öllu að þessir hlutir séu í lagi og séu vel skipulagðir og alls ekki tilviljana- kenndir. Í þessu eins og öðru skilar fagmennska og metnaður árangri,“ bætir Sigurður við. Ég mæli með námi í viðskiptafræði með áherslu á ferðaþjónustu fyrir þá sem vilja starfa og stjórna innan ferðaþjón- ustu. Mörg góð stjórnun- arfög eru innan námsins sem er kannski lykill að því að okkur takist að gera góða ferðaþjónustu enn betri. Fjarnámið hefur reynst mér vel og við nemendur eigum í góðum samskiptum við kennarana, sem hafa mikla þekkingu og hugsjón fyrir ferðaþjón- ustunni. Unnur Steins- son, hótelstjóri Hótel Fransiskus og nemandi í viðskiptafræði með áherslu á ferða- þjónustu „Nemendur geta annaðhvort búið á Bifröst í afar fallegu og nærandi umhverfi eða verið í fjarnámi,“ segir Sigurður Ragnarsson, forseti viðskiptadeildar. Flestir nemendur við Háskól-ann á Bifröst stunda nám við viðskiptadeildina en í BS-náminu er bæði boðið upp á staðnám og fjarnám. Nemendur geta því annaðhvort búið á Bifröst í afar fallegu og nærandi umhverfi eða verið í fjarnámi og notið þá Bif- rastar á sérstökum vinnuhelgum. Staðnám og fjarnám er þó samþætt með þeim hætti að fyrirlestrar og kennsluefni í hverju námskeiði er aðgengilegt á kennsluvef og þannig geta nemendur skipulagt tíma sinn mun betur,“ segir Sigurður Ragn- arsson, forseti viðskiptadeildar. „Námið er kennt í sjö vikna lotum og vendikennslan sem við bjóðum upp á hentar bæði stað- og fjarnemum. Allir nemendur fá sömu fyrirlestrana sem birtast á kennsluvef og því eru staðnáms- tímar sem og vinnuhelgar nýttar sérstaklega til að vinna með efnið. Margir BS-nemar stunda námið með vinnu enda geta þeir stýrt sínum námshraða og valið hvað þeir taka mörg námskeið hverju sinni. Bakgrunnur nemenda er afar fjölbreyttur og mikið er lagt upp úr hópavinnu sem skilar sér í verð- mætri reynslu sem hjálpar einnig til við tengslamyndun.“ Snýst um að láta drauma sína rætast „Háskólinn á Bifröst hefur haft það sem meginmarkmið frá stofnun að mennta ábyrga leiðtoga fyrir atvinnulíf og samfélag. Við erum með frábæra kennara og starfs- fólk til að aðstoða og vinna með nemendum til að þeir geti eflt sig og aukið færni sína. Ég segi að þetta snúist um að láta drauma sína rætast. Við viljum hjálpa fólki til að ná þangað sem það stefnir og í raun fylgja því út lífið því það hefur sýnt sig að Bifrestingar standa saman áfram og tengslanetið sem myndast á Bifröst er ómetanlegt. Í þessu samhengi er mikilvægt að nemendur fá afburðagott nám á Bifröst og persónulega þjónustu þar sem hver og einn fær tækifæri til að blómstra,“ segir Sigurður. Býr nemendur undir ábyrgðar-, forystu- og stjórnunarstörf Útgefandi: 365 miðlar Veffang: Visir.isHáskólinn á Bifröst: www.bifrost.is Sölumaður auglýsinga: Atli Bergmann, atlibergmann@365.is, s. 512 5457 Námið nýtist mikið í minni vinnu, sama hvort það er á blogginu eða í sjón- varpinu. Það er gríðar- lega mikilvægt fyrir mig að geta nálgast og lært af kennurum sem hafa menntun og reynslu í faginu og geta nýtt mér það í mínum daglegu störfum. Fjarnám er frábær leið til að geta stundað bæði vinnu og nám, þetta er alveg gerlegt þannig að ég hvet alla til að mennta sig. Eva Laufey Kjaran Hermanns- dóttir, dagskrár- gerðarkona og nemandi í viðskiptafræði með áherslu á markaðssamskipti BS-nám í við- skiptafræði í staðnámi eða sveigjan- legu fjarnámi Ólíkar áherslur Við viðskiptadeild Háskólans á Bif- röst er í boði BS-nám með þrenns konar ólíkum áherslum; markaðs- samskipti, ferðaþjónustu eða þjónustufræði. Fjölbreytt úrval markaðsfræðiáfanga Afar hagstæður leigumarkaður er á Bifröst og alla helstu þjónustu er að finna í nærumhverfinu. Háskólinn á Bifröst er í fararbroddi í fjarnámi og er slíkt frábær kostur fyrir þá sem vilja verða sér úti um hag- nýta menntun hvar sem þeir eru staddir á lífsleiðinni. Um leið gefst nemendum einnig kostur á að búa í fallegu og hlýlegu umhverfi háskólaþorpsins með samheldn- um hópi einstaklinga. Afar hag- stæður leigumarkaður er á Bifröst og alla helstu þjónustu er að finna í nærumhverfinu s.s. líkamsrækt, verslun, bókasafn og skóla. Markmiðið með öllu námi við Háskólann á Bifröst er að mennta samfélagslega ábyrga leiðtoga og búa nemendur sem best undir atvinnulífið með hagnýtum verk- efnum og hópavinnu. Allt nám við Háskólann á Bifröst er kennt í lotubundinni vendikennslu sem er þannig uppbyggð að nemendur fá fyrirlestra á rafrænu formi og sækja síðan umræðu- og verkefnatíma með kennurum. Eitt af aðalsmerkjum BA- og BS- náms við Háskólann á Bifröst eru misserisverkefni sem nemendur vinna að í hópum tvisvar sinnum á námsferli sínum. Verkefnin eru unnin þvert á fagsvið og fá nem- endur í tengslum við þau kennslu í verkefnastjórnun og viðeigandi faglega handleiðslu sérfræðings. Áhersla er lögð á að tengja verk- efnin við raunverulegar áskoranir atvinnulífs og samfélags. Samfélagslega ábyrgir leiðtogar 2 KYNNINGARBLAÐ 1 . j ú n í 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R 0 1 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C F C -6 5 A 8 1 C F C -6 4 6 C 1 C F C -6 3 3 0 1 C F C -6 1 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 7 2 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.