Fréttablaðið - 01.06.2017, Síða 40

Fréttablaðið - 01.06.2017, Síða 40
Á heildina litið verður áherslan á fallega, ljómandi húð, sólarpúður, eyeliner í björtum lit, plómuliti á varir og kinnar og pastel- liti í augnförðun. Gervi- augnhárin eru einnig alltaf vinsæl. Kremvörur verða einnig meira áber- andi. Fanney Skúladóttir Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@365.is Fanney fylgist vel með nýjum straumum og stefnum í förðunartískunni en hún hefur vakið mikla athygli fyrir skemmtileg myndbönd um förðun á Snapchat og á vefsíðunni fanneymua.com. Fanney fékk áhuga á förðun þegar hún var fremur ung en byrjaði ekki að farða sig af neinu viti fyrr en í framhaldsskóla. „Áhuginn jókst með árunum en það var ekki fyrr en í janúar 2015 sem ég byrjaði í förðunarnámi en ég kláraði diploma í förðunarfræði frá Reykjavík Makeup School,“ segir Fanney, sem einnig er með BA-gráðu í stjórnmálafræði og MA-gráðu í stjórnsýslufræðum. Hún hefur þó nær eingöngu unnið í tengslum við förðun undanfarin misseri, og þannig látið gamlan draum rætast. Spurð hvar hún fylgist með nýjum straumum og stefnum í förðunarheiminum segist Fanney aðallega fá innblástur í gegnum Instagram þar sem hún fylgir fjöl- mörgum förðunarfræðingum. „Það er enginn einn í uppáhaldi þar sem hver og einn hefur sinn stíl en mér finnst sérstaklega gaman að fylgjast með íslenskum förðunar- fræðingum,“ segir Fanney og bætir við að undirstaðan að fallegri förðun sé vel nærð húð. „Það er mjög mikilvægt að hugsa vel um húðina og nota viðeigandi húð- vörur svo förðunin njóti sín sem best,“ segir hún. Kremförðunarvörur vinsælar Í sumar verður létt sumarförðun allsráðandi, að sögn Fanneyjar. „Förðunartískan gengur í hringi og nú er glossið aftur orðið vinsælt. Kremförðunarvörur eru einnig að verða meira áberandi, eins og kremkinnalitir, krembronser og ljómakrem. Á heildina litið verður áherslan á fallega, ljómandi húð, sólarpúður, eyeliner í björtum lit, plómuliti á varir og kinnar og past- elliti í augnförðun. Gerviaugnhárin eru einnig alltaf vinsæl, hvort sem þau eru við létta förðun eða dramatíska förðun. Svo er fallegt að leyfa freknunum að njóta sín í gegnum förðunina. Ég nota því mjög léttan farða og sem minnst af púðri á sumrin.“ Kvöldförðunin er heldur drama- tískari en dagförðunin. „Þegar ég farða mig fyrir daginn legg ég meiri áherslu á fallega ljómandi húð, vel mótaðar augabrúnir og léttar varir en fyrir kvöldförðunina huga ég meira að augnförðun- inni þar sem augnskuggi, eyeliner og augnahár ráða ríkjum.“ Hyljari er þarfaþing Þegar Fanney er spurð hvað leynist í snyrtiveskinu hennar kemur í ljós að þar er margt spenn- andi að finna. „Ég er með allt mögulegt en það sem verður hvað mest notað í sumar er Fit Me hyljarinn frá Maybelline, Kiss&Blush Duo Stick frá YSL, Give Me Sun sólarpúður frá MAC, kinnalitur frá Milani í litnum luminoso, augabrúnapenni frá Maybelline, varalitur frá NYX í litnum candy buttons og ekki má gleyma því sem setur alltaf punktinn yfir i-ið í förðun eða raka- spreyið Fix+ frá MAC. Ef ég ætti bara að velja eina vöru sem ég mætti nota þá væri það hyljari en það er hægt að gera svo ótrúlega margt með hyljara og er hann því nauðsynlegur í snyrti- veskið. Þá þykir mér einnig augabrúna- penni, sólarpúður og varalitur vera algjör nauðsyn, ásamt góðu rakaspreyi.“ Undanfarið hafa dökkar og vel mótaðar augabrúnir verið í tísku. Fanney segir að hingað til hafi sér fundist augabrúnatískan ótrúlega falleg en hún er hrifin af náttúru- legum augabrúnum. „Dökkir litir eru ekki jafnáberandi og áður en það hefur verið vinsælt að fylla inn í brúnirnar með augabrúna- pennum sem gefa náttúrulegt form ásamt því að greiða í gegn með augabrúnageli þannig að hárin fái að njóta sín.“ En hvaða mistök skyldu konur gera þegar kemur að förðun? „Algeng mistök eru að farða sig í rangri birtu en það er langbest að farða sig í dagsljósi svo förðunin verði sem fallegust. Önnur algeng mistök eru að nota ekki réttan lit í farða,“ segir Fanney. Glossið vinsælt Glossið er komið í tísku á nýjan leik og sumarförðunin einkennist af björtum plómu- og pastellitum, að sögn Fanneyjar Skúladóttur förðunarfræðings. Fanney lét gamlan draum rætast og lærði förðun eftir háskólanám. MYND/ERNIR Augnumgjörðin verður björt í sumar. NORDICPHOTOS/GETTY Plómulitir á varir eru málið í sumar. NORDICPHOTOS/ GETTY Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Robell Gallabuxur Kr. 12.900.- Str. 36-52 Litir: Hvítt, ljósblátt, dökkblátt, svart Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Opið virka daga kl. 11–18 laugardaga kl. 11-15 Flottar gallabuxur Verð 12.900 kr. - einn litur - stærð: 34 - 48 - 2 skálmasnið: slim og regular - háar í mittið 333 krá dag* 365.is Sími 1817 *9.990.- á mánuði. 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 . j ú n í 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R 0 1 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C F C -7 E 5 8 1 C F C -7 D 1 C 1 C F C -7 B E 0 1 C F C -7 A A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 7 2 s _ 3 1 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.