Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.06.2017, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 17.06.2017, Qupperneq 4
1 7 . j ú n í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R4 f R é t t i R ∙ f R é t t A B L A ð i ð Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði að sér fyndist eðlilegt að borgar- yfirvöld væru upplýst um það fyrirfram þegar ákveðið væri að sérsveitarmenn yrðu með sýnileg vopn á fjöldasamkomum í Reykjavík. Vitneskja um það hefði borist honum í gegn um fjölmiðla. Lykilatriði væri að ef um breytt hættumat væri að ræða yrðu borgaryfirvöld látin vita. Aníta Hinriksdóttir frjálsíþróttakona sló Íslandsmetið í 800 metra hlaupi á Dem- antamóti Ósló í Noregi þegar hún kom í mark á 2:00,05 mínútum. Aníta bætti eigið Íslandsmet, sem hún setti á Ólympíuleikunum í Ríó í fyrra, um níu sekúndu- brot. Aníta sló þarna sitt annað Íslandsmet á aðeins fimm dögum en á sunnudaginn sló hún 30 ára gamalt Íslandsmet í 1.500 metra hlaupi á móti í Hollandi. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra  kvaðst hafa gefið „ónákvæmt og jafnvel rangt svar“ við óundirbúinni fyrirspurn á Alþingi 31. maí. Ráðherrann svaraði að enginn hefði sett sig í sam- band við fjármálaráðuneytið með ósk um að kaupa Leifsstöð. Í færslu á Facebook sagði hann síðan að svarið hefði jafnvel verið rangt. Hann hefði ekki vitað að fjárfestar hefðu sýnt áhuga. Þrjú í fréttum Skotvopn, hlaup og rangt svar  töLUR vikUnnAR 11.06.2017 tiL 17.06.2017 49 milljörðum nemur hluta- bréfaeign almennings í skráðum fé- lögum. Heildar- markaðsvirði þeirra er um 1.200 millj- arðar króna. 759 milljónir króna var hagnaður IKEA á Íslandi á síðasta rekstrarári. Hagnaðurinn hefur aukist um 222 pró- sent á síðustu sex árum. 20 milljóna króna auka- greiðslu fékk Herdís Dröfn Fjeldsted, fram- kvæmdastjóri Framtaks- sjóðs Íslands, frá sjóðnum í fyrra vegna starfa sinna þar undanfarin fjögur ár. 10,6% mannfjöldans var hlutfall innflytjenda á Íslandi 1. janúar 2017. Þeir voru þá 35.997. 135 þúsund tonn var fiskafli íslenskra skipa í maí sem var 27% meira en heildaraflinn í maí 2016. 30 prósenta fækkun er á ferða- mönnum á Vest- fjörðum í júní miðað við sama mánuð í fyrra.  veRsLUn „Það mun gerast á næstu dögum eða vikum,“ segir Brett Vigelskas, verslunarstjóri Costco á Íslandi, aðspurður hvenær vöruúr- val verslunarinnar í Kauptúni í Garðabæ verði aftur jafn mikið og það var fyrstu vikur eftir opnun. Brett segir fyrirtækið hafa tekið á móti gámum með vörum í vikunni og að von sé á fleiri sendingum á næstunni. „Við erum nú að taka á móti miklu af vörum og þá sérstaklega síðustu tvær nætur [aðfaranótt fimmtudags og föstudags]. Svo er miklu meira á leiðinni,“ sagði Brett áður en hann sagðist vera upptek- inn allan daginn í gær og kvaddi blaðamann. Þegar ljósmyndara Fréttablaðs- ins bar að garði á fimmtudag voru fjölmargar hillur verslunarinnar tómar og ljóst að í mörgum vöru- flokkum mátti finna færri vöruteg- undir en þegar verslunin var opnuð þann 23. maí. Sem dæmi má nefna að gostegundum og hreinlætisvör- um á borð við klósettpappír hefur fækkað talsvert. Brett hefur bent á að eftirspurnin eftir vörum Costco hafi farið fram úr björtustu vonum og að búðir bandaríska verslunarrisans verði ekki  jafn tómlegar undir venju- legum kringumstæðum.  Eins og Fréttablaðið greindi frá í byrjun júní eru vísbendingar um að velta í Costco hafi verið meiri en velta Bónuss fyrstu daga eftir opnun verslunarinnar í Kauptúni. Sam- kvæmt upplýsingum sem byggja á kortaveltu var sala Costco á þeim tíma 32 prósent af heildarveltunni á dagvörumarkaði en markaðs- hlutdeild Bónuss var 28 prósent. Síðarnefnda fyrirtækið rekur 32 verslanir um allt land og þar af 20 á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt nýrri könnun MMR, sem framkvæmd var dagana 6. til 14. júní, hafa rúm 43 prósent Íslendinga farið í Costco. Um 95 prósent Sjálfstæðismanna hafa annaðhvort heimsótt verslunina eða hyggjast gera það við tækifæri. Þá eru þeir yngri og þeir sem búa á tekjuhærri heimilum líklegri en aðrir til að hafa heimsótt verslun- ina. Heldur fleiri konur en karlar höfðu farið í Costco og var hlut- fallið 47 prósent á móti 40. haraldur@frettabladid.is Gæti tekið vikur að fylla Costco Verslunarstjóri Costco á Íslandi segir útlit fyrir að það taki nokkra daga eða jafnvel vikur að koma vöruúr- vali verslunarinnar í svipað horf og það var fyrstu vikur eftir opnun. Fjölmargar hillur í Costco eru tómar.   Vöruúrval í Costco hefur minnkað síðustu vikur en enn er nóg til af Diet Pepsi. Fréttablaðið/Eyþór Við erum nú að taka á móti miklu af vörum og þá sérstaklega síðustu tvær nætur. Brett Vigelskas, verslunarstjóri Costco á Íslandi Tilvalið atvinnutækifæri Verð 4.3 miljónir. Bíllinn er til sölu og sýnis á Bílasölu Guðfinns, Stórhöfða 15, Rvík. s. 5621055 Til sölu alhliða matsöluvagn með öllum búnaði, tilbúinn til notkunar stjóRnmáL „Þetta var bara góður fundur. Þessi fundur hefði bara mátt eiga sér stað fyrr. Það kom fram skýr ósk frá ríkislögreglustjóra um að við myndum oftar funda svo betri upplýsingagjöf okkar á milli væri til staðar,“ segir Nichole Leigh Mosty, varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar og þingmaður Bjartrar framtíðar. Í gær hélt þingnefndin fund með Haraldi Johann- essen ríkislögreglustjóra og Sigríði Björk Guð- jónsdóttur, lögreglustjór- anum á höfuðborgar- svæðinu, þar sem v o p n a b u r ð u r l ö g r e g l u n n a r var ræddur en ríkislögreglu- stjóri hefur ákveðið að vopnaðir sér- sve i t a r m e n n séu í viðbragðsstöðu á fjöldasam- komum miðbæjarins í sumar. „Það var mikið rætt um traust og upplýsingagjöf. Ekki eingöngu upp- lýsingagjöf fyrir þing og borgaryfir- völd heldur líka hvernig við upp- lýsum almenning svo almenningi þurfi ekki að líða illa  yfir þessari ákvörðun og viti að hér er bara um að ræða ákvörðun til að vernda öryggi borgaranna,“ segir Nichole.   Möguleg hryðjuverkaógn kom einnig til tals á fundinum. „Það eru ákveðnar upplýsingar sem  um ríkir mikill trúnaður en var ekki hægt að veita. Manstu eftir myndinni með Jack Nicholson og Tom Cruise? You can’t handle the truth [A few good men].  það eru ákveðnar upplýsingar sem við þurf- um að treysta lögreglu fyrir. Þetta er svo vandmeðfarið, þessi þunna lína um hvaða upplýsingar við fáum og hvað við megum ekki vita,“ segir Nichole Leigh Mosty. – snæ Sumar upplýsingar lögreglu viðkvæmar Haraldur Johannessen ríkislögreglu- stjóri lögreglustjór- arnir Haraldur Johannessen og Sigríður björk Guð- jónsdóttir Það eru ákveðnar upplýsingar sem við þurfum að treysta lögreglu fyrir. Nichole Leigh Mosty, varafor- maður allsherjar- og menntamála- nefndar 43% Íslendinga eru talin hafa litið inn hjá Costco síðan verslun fyrirtækisins var opnuð fyrir 25 dögum. 1 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 0 9 6 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 D -6 0 C 8 1 D 1 D -5 F 8 C 1 D 1 D -5 E 5 0 1 D 1 D -5 D 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 9 6 s _ 1 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.