Fréttablaðið - 17.06.2017, Side 20
Það skiptir miklu máli að börn fái smá aðlögunartíma,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir Everestfari um hvað beri að hafa í huga fyrir fyrstu tjald
útilegu barna með fjölskyldunni.
„Það getur verið sniðugt að prófa að
tjalda í garðinum fyrst. Að leyfa þeim
að prófa að sofa í svefnpoka og hafa
gaman í tjaldi,“ mælir Vilborg Arna
með.
Vilborg Arna lumar á ótal góðum
ráðum hvað varðar útivist fyrir fjöl
skylduna. Nýverið kom út bókin Úti
lífsbók fjölskyldunnar hjá Forlaginu
þar sem er að finna hugmyndir og ráð
hvað varðar útivist allt árið um kring.
En meira um fyrstu tjaldútileguna
sem margir stefna á í sumar.
„Það skiptir miklu máli að hlusta
á börnin, leyfa þeim svolítið að ráða
ferðinni. Hafa gaman, það er það
sem öllu máli skiptir,“ bendir Vil
borg Arna á. „Ef þau eru á göngu
og kvarta undan því að meiða sig í
skónum, þá þarf að bregðast strax
við. Þá er kannski hægt að koma í veg
fyrir sársaukafulla blöðru á fæti. Það
er alltaf hægt að bregðast einhvern
veginn við og færa til betri vegar,“
segir hún.
Vilborg Arna mælir með því að
fólk velji sér vel tjaldstæði og fari
rétt útbúið í fyrstu tjaldútileguna.
Hugarfarið skipti hins vegar mestu
máli þegar kemur að því að gera
útivistina spennandi fyrir börnum.
„Mér finnst gaman að tjalda úti í
náttúrunni og það er alltaf spenn
andi að finna góðan stað. Mér finnst
gott að geta gengið og sótt mér vatn
í læk og að hafa rjóður í grenndinni.
Fólk ætti síðan að festa tjaldstæðið
sem punkt, í GPStækinu eða appi í
símanum. Þannig að þegar farið er í
göngu eða slíkt, sé létt að finna aftur
tjaldið. Svo bara að hafa það í for
gangi að skemmta börnunum, gera
allt sem viðkemur tjaldútilegunni,
gönguferðum og öðru skemmtilegu.
Það er góð hugmynd að stinga upp á
leikjum ef það er komin þreyta í þau
yngstu,“ segir Vilborg. „Þetta má ekki
verða kvöl og pína, ef börn eru ekki
í stuði eða þreytt þá verður að taka
mið af því.“
Vilborg minnir þá sem huga á
tjaldútilegu að gæta að gróðrinum og
vera vakandi fyrir umhleypingum í
veðri. „Það þarf alltaf að vera klæddur
miðað við aðstæður og alltaf gott að
sofa með húfu og í ullarsokkum þegar
sofið er í tjaldi.“
Tjaldið fyrst í garðinum heima
Vilborg Arna Gissurardóttir Everestfari mælir með því að leyfa börnum fyrst að prófa að tjalda í garðinum. Hún
hefur ásamt Pálínu Ósk Hraundal gefið út Útilífsbók fjölskyldunnar þar sem leynast gagnleg ráð fyrir útiveruna.
Vilborg Arna segir mikilvægt að leyfa börnunum að ráða svolítið för. FréttAblAðið/Eyþór
búnAður
l Tjald
l Dýna
l Svefnpoki
l Klósettpappír í plast-
poka
l Eldspýtur eða
kveikjari
l Höfuðljós/Vasaljós
l Sólarvörn
l Sólgleraugu
l Skyndihjálpartaska
l Matur
Gátlisti fyrir tjaldútilegu Tveir góðir útileikir
FAtnAður
l Ysta lag (skel)
l Þykkir sokkar
l Þykk peysa
l Miðlag (flíspeysa)
l Innsta lag
(þunnur ullar-
bolur, föðurland)
l Stuttbuxur (ef
spáin er góð)
l Góðir skór
l Vatnsflaska
l Ævintýrabók/
Hljóðbók
l Uppáhaldsbangs-
inn
l Brauðpokar (frá-
bærir ef skórnir
eru orðnir blautir
og verjast þarf
frekari bleytu)
Punktur og króna
Fyrir þennan leik þarf að finna góðan stað þar sem
einn þátttakandi grúfir við staur, vegg eða álíka á
meðan hinir í hópnum fela sig. Hópurinn þarf að
ákveða í sameiningu upp á hvaða tölu á að telja.
Yfirleitt er ekki farið yfir töluna 100. Þegar sá sem
er hann er búinn að telja segir hann hátt og skýrt
síðustu töluna svo allir viti að nú fari hann af stað.
Þá hefst leitin að öllum í hópnum. Þegar hann svo
hefur komið auga á einhvern úr hópnum reynir hann
að komast fyrstur að starunum og segir: Punktur og
króna fyrir (nafn) einn, tveir og þrír. Ef sá sem var í
felum kemst fyrr að staurnum segir hann hátt og
skýrt: Punktur og króna fyrir mér, einn, tveir og þrír.
Hlaupa í skarðið
Hópurinn myndar hring. Einn þátttakandi er fenginn til
þess að standa fyrir utan hringinn og hlaupa réttsælis í
kringum hann. Hann velur sér svo einn úr hringnum og
slær í bakið á honum og þá þarf sá að hlaupa í gagn-
stæða átt. Þessir tveir keppast svo um að ná í skarðið
sem er í hringnum. Sá sem er á undan fær þann stað í
hringnum en snýr bakinu inn í hringinn og ekki má láta
hann hlaupa aftur. Svona heldur leikurinn áfram þangað
til allur hópurin hefur fengið að hlaupa.
Fólk ætti síðAn Að
FestA tjAldstæðið sem
punkt, í Gps-tækinu eðA
Appi í símAnum.
1 7 . j ú n í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R20 H e L G i n ∙ F R É T T A B L A ð i ð
helgin
1
7
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:2
2
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
6
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
1
D
-6
A
A
8
1
D
1
D
-6
9
6
C
1
D
1
D
-6
8
3
0
1
D
1
D
-6
6
F
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
9
6
s
_
1
6
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K