Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.06.2017, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 17.06.2017, Qupperneq 28
ferðuðumst mikið um Bandaríkin á næstu árum og þá komumst við handan við galleríin – komumst út í senuna sjálfa áður en val galleríanna átti sér stað. Við fórum mikið í lista- háskólana, kynntumst ungum gagn- rýnendum sem voru að kynna sína kynslóð og fengum mjög breiða sýn á bandaríska samtímalist og keyptum samtímis gífurlega mikið magn af verkum. Í framhaldinu gerðum við ásamt Hans-Ulrich Obrist og Daniel Bierbaum stóra sýningu sem kallaðist Uncertain States of America – Amer- ican Art in the 3rd Millennium, með verkum þá þessara óþekktu lista- manna. Um 70-80% af þeim eru stór nöfn í listaheiminum í dag sem er merkilega hátt hlutfall. En það sem mestu skiptir er að með þessu var loksins komið á Norðurlöndunum safn af banda- rískri samtímalist. Markmiðið var að gefa almenningi raunverulega sýn á bandaríska samtímalist frá lokum áttunda áratugarins og fram til dags- ins í dag og þetta erum við enn að vinna með.“ Eitt verk borgaði allt Gunnar viðurkennir að vissulega fylgi því ákveðið frelsi að stýra einkasafni í samanburði við safn í opinberri eigu. „Við erum alveg laus við að sjá um listasögu Noregs en við erum norsk stofnun og við megum ekki gleyma því. Þar af leiðandi þá erum við með sýningar með norsk- um listamönnum. Að auki kaupum við líka verk norskra listamanna en á sömu forsendum, það er að segja, verk listamanna sem við teljum að skipti miklu máli fyrir norska og alþjóðlega myndlist.“ Gunnar bætir við að þessar norsku rætur skipti líka eigendur safnsins miklu máli og rætur safnsins liggi djúpt í norsku viðskiptalífi. „Hans Rasmus Astrup er erfingi að stóru skipafyrirtæki og bæði hans föður– og móðurfjölskylda áttu nokkur af stærstu skipafélögum Noregs í lok nítjándu aldar og upphafi þeirrar tuttugustu. Langalangalangafi hans stofnaði fyrirtækið um 1840 þegar hann byrjaði að selja fisk til Spánar. En fljótlega komst hann að því að það væri arðvænlegra að eiga skipin líka og þar með fór í gang uppbygg- ing á skipafélagi. Í upphafi tuttugstu aldar voru Norðmenn þriðja stærsta skipaveldi heimsins á eftir Bretum og Þjóðverjum en í fyrri heimsstyrjöld- inni, þegar þeir þurftu að sinna öðru, þá urðu norsku félögin þau stærstu í heimi. Þá streymdi hingað alveg gríðarlegur auður og á þessum tíma voru eigendur þessara skipafélaga farnir að fjárfesta í myndlist auk þess að eiga peninga á bankareikningum um allan heim. Þegar heimskreppan skall á verða peningar afar vafasamur og eigin- lega hálf ónýtur gjaldmiðill en þá hafði Stang-fjölskyldan, móðurfjöl- skylda Hans Rasmus Astrup, byggt upp gífurlegt listasafn af verkum Céz- anne, Renoir, Gauguin, stærsta safn Norður-Evrópu af impressjónistum á þessum tíma. Í borðstofunni hjá afa Hans Rasmusar hékk verk Gauguin: Hvaðan komum við, hvað erum við, hvert erum við að fara? Höfuðverk listasögunnar og ótrúlegur fjársjóður sem hangir nú uppi í Boston. Í krepp- unni hrundi svo skipaiðnaðurinn eins og annað en fjölskyldan gat borgað allar sínar skuldir, komið skipafélögunum á réttan kjöl, aðeins með því að selja þetta eina verk. Það er magnað en fyrir vikið er Hans Rasmus líka mjög meðvitaður um það hvað listasagan og listheim- urinn felur í sér og hvað þarf til. Hann hefur alltaf sinnt þessu af ástríðu og þetta er eina einkasafnið á Norður- löndum af þessari stærðargráðu og það eina sem hefur haft metnað til þess að byggja upp slíkt safn. Það eru auðvitað til margir ríkari menn hér um slóðir en þeir hafa bara ekki haft áhuga á þessu viðfangsefni eða skilning á möguleikunum.“ Verkfæri og vinnukúltúr Þessi alþjóðlegi listheimur er gríðar- lega stór en skyldi það hafa mótað Gunnar að koma úr litlu samfélagi út í þennan stóra heim? „Já, kannski,“ segir Gunnar hugsi. „Þetta hefur að gera með sjálfsmyndina. Þú ert hluti af litlu samfélagi og færð ákveðna viðurkenningu frá því og í litlu lista- samfélagi eins og heima er maður afskaplega nálægt listalífinu og hluti af því öllu. Það getur verið gott að koma úr litlu samfélagi þar sem maður fær tækifæri til þess að vinna með öll verkfærin, hvort sem er í tengslum við listina, listamennina, fjölmiðla, stjórnsýsluna og svo fram- vegis. Þannig að það að starfa heima reyndist mér vera gífurlega mikill og góður lærdómur þó svo skalinn væri allt annar því inntakið og mekaníkin er í raun sú sama. Veikleikinn aftur á móti er að maður kemur nýr inn í listasamfélag sem maður þekkir ekki og samsetn- ingin er miklu flóknari hér. Þannig að maður þarf að læra að skilja hvernig allt gengur fyrir sig og sérstaklega er mikill munur á vinnukúltúr. Á Íslandi er alltaf sterk tilhneiging, og ég var engin undantekning á því, að vinna meira eins og einræðisherra. Hér hins vegar er miklu láréttari strúktur í samfélaginu og í stofnunum. Miklu meira samtal og áhugi á því að finna sameiginlegan flöt. Þannig að þegar ég legg fram mitt plan hér þá þarf ég að vinna það meira út frá ákveðnu samþykki og sameiginlegri sýn fleiri aðila. Ég hef mína stjórn sem hefur ráðið mig til verksins en inni í stofnuninni sjálfri er lögð áhersla á að allir séu með og það er ákveðið lýðræði í vinnukúltúrnum hér og því þarf að nálgast allt út frá þeirri sam- ræðuhefð.“ Gunnar segir að það skipti líka máli í þessu samhengi að á Íslandi séu bókmenntirnar móðurskipið innan listheimsins. „Bókmenntaheimurinn og -fræðin heima á Íslandi er komin mun lengra innan háskólanna og er búin að framleiða miklu meiri þekk- ingu en listfræðin en þetta hefur breyst mikið á síðustu tuttugu árum. Við Íslendingar þurfum ekki að gera annað en að líta á okkar skólagöngu til þess að sjá hversu sterk staða bók- menntanna er og hefur verið lengi. Skólakerfið á Íslandi hefur aldr- ei sinnt listasögu eða myndlist að nokkru marki. Meira að segja var það þannig með mig sem var alinn upp á vinnustofu myndlistarmanns að þær umræður um myndlist sem ég tók þátt í með föður mínum og hans kollegum voru mjög takmarkandi. Hann sem abstrakt listamaður hafði í raun takmarkaða orðræðu til þess að útlista sínar ætlanir sem hann hafði þó ótvírætt eins og maður sér vel þegar verkin eru skoðuð. Hans verk voru mjög hugsuð en hann hafði fá verkfæri til þess að lýsa sínum ásetn- ingi. Ég minnist þess þegar ég sat og hlustaði á pabba og Þorvald Skúlason þá var þetta á stundum hálfgerður hugsanaflutningur því þessar sam- ræður voru leitandi.“ Gunnar segir að tungumálið og staðbundin menning, hvernig maður upplifir heiminn, setji sín mörk á það sem við hugsum og gerum og þess vegna skipti þetta miklu máli. „Ákveðin birtingarmynd þessa er að það má vel sjá móta fyrir sérkennum listamanna út frá tungumálinu þrátt fyrir þá alheimsvæðingu myndmáls sem hefur átt sér stað í listinni á síðustu áratugum. Þannig að ef við myndum skoða vel verk eftir Ragnar Kjartansson, Erró og marga íslenska listamenn þá kæmum við til með að geta einangrað ákveðin samfélagsleg og menningarleg fyrirbæri og þá jafn- vel í tengslum við tungumálið. Það er það sem gefur þessum listamönnum ákveðna sérstöðu þó svo þeir séu líka hluti af stærri heild. Í dag er enginn einn samnefnari í myndlistarheim- inum, heldur er hann samsettur og jafnvel kakófónía, af ólíkum hug- myndum sem í raun eiga rætur í ólíkri menningararfleifð. Það leiðir til þess að í þessum alþjóðlega myndlistar- heimi er ekki lengur neitt stigveldi.“ Gestirnir vilja læra Myndlistin hefur alla tíð verið Gunnari ástríða og hann segir að vissulega felist ákveðin forréttindi í því að fá að starfa við áhugamál sitt. „En það er mér líka ástríða að byggja upp þetta safn og einkasafn á borð við þetta verður að geta sýnt fram á ákveðna þekkingarframleiðslu og ekki láta staðar numið við að vera flottur búðargluggi. Fyrir mig per- sónulega var mjög mikilvægt að fá stjórnina til að skilja að þetta er ekki bara spurning um að kaupa myndlist og sýna heldur sé það ekki síður mikilvægt að hafa hér fagfólk og framleiða þekkingu og kunnáttu. Við þurfum líka að vera meðvituð um þá þróun sem hefur verið að eiga sér stað í Evrópu síðasta áratuginn þar sem samtímalistin er komin með nýja stöðu hjá almenningi. Það hefur orðið gríðarleg aukning á listsýningum almennt og í Ósló er þetta sérstaklega áberandi því hér hefur orðið bylting í því sem kalla má borgarmenningu. Þegar ég kom hingað fyrir tuttugu árum var Ósló frekar grá og leiðinleg borg en svo smám saman hefur vaxið hér fram skýr borgarmenning með kaffi- húsum, útiveitingahúsum og fyrsta flokks veitingastöðum. Söfnin eru þær stofnanir sem hafa notið hvað mest þessarar breyttu borgarmenn- ingar því þau eru svo aðgengileg almenningi. En við fundum líka að kröfurnar til safnsins breyttust og létum framkvæma skoðanakönnun fyrir tveimur árum til þess að átta okkur betur á þessu. Spurðum aðeins einnar einfaldrar spurningar: Af hverju kemurðu í listasafn? Svo greindum við þetta eftir alls konar hópum en í öllum þessum hópum voru yfir 75 prósent sem svöruðu ein- faldlega: Ég kem í listasafnið til þess að læra um list. Þetta var í senn óvænt og ánægju- legt. Við áttum alls ekki von á þessu en söfnin eru einu stofnanirnar sem framleiða og miðla þekkingu með þessum hætti og svo áttaði fólk sig líka á því hversu alþjóðlegt þetta safn er. En þetta er auðvitað alveg eins og með tónlistina þar sem fólk vill fá fjölbreytni og hlusta á alþjóðlega tón- list og þetta sýndi okkur að fólk hefur áhuga á alþjóðlegri myndlist.“ Gunnar segist líka hafa fundið fyrir bæði undrun og hrifningu á meðal gesta yfir því að þetta sé einkasafn. „Þetta þykir fólki sérstakt í þessu sósíaldemókratíska kóngaríki sem Noregur er þar sem menningin og samfélagið er ríkisrekið frá a til ö. En þetta er hluti af því að auka fjöl- breytnina, rétt eins og í fjölmiðlum og öðru, því það er mikilvægt að það séu margar raddir sem eru að segja okkur allar þessar ólíku sögur, hvort sem það er um heimsmálin eða sam- tímalist. Þannig að við höfum mark- visst komið inn með raddir sem segja almenningi sögur frá bandarískri samtímalist, kínverskri samtímalist og alls konar erlendum listamönn- um. Þetta hefur orðið til þess að fólk nýtur þess að koma hingað og sjá eitt- hvað annað, fjarlægt og spennandi og það gleður okkur mikið.“ Ávöxtur menningarpólitíkur Það er annað í þessu samhengi sem er mjög mikilvægt að nefna, ekki síst í tengslum við íslenska lista- senu, sem er að hér í Noregi hefur verið rekin gífurlega öflug og með- vituð menningarpólitík síðastliðin 20 ár. Þessi menningarpólitík er núna að bera ávöxt en hún byrjaði með því að í samvinnu við samtök listamanna áttaði pólitíkin sig á því að menningin er burðarstólpi í samfélaginu og að menningar- heimurinn og myndlistin líkt og aðrar listgreinar þyrfti að geta notið góðs af þeim auði sem þjóðin ætti í olíupeningunum. Þá kemur snemma fram hugmynd um að búa til kerfi sem er eins konar borgaralauna- kerfi, þar sem fólk hefur alltaf sína grunnframfærslu. Þetta gerir það að verkum að nánast allir listamenn í Noregi eru á 50 til 100% launum og auk þess njóta ný gallerí stuðnings fyrstu tvö árin. Í kjölfarið á þessum grunni byrj- uðu þeir að efla listasöfnin vítt og breitt um landið og bjuggu til kerfi utan um það. Þetta nýttist okkur vel þegar ég var í Bergen og þar fengum við fjárframlag til að styrkja þekk- ingarsköpun safnanna og til að safna listaverkum. Þriðji þátturinn er svo uppbygging á nýjum listasöfnum og menningarhúsum. Þetta hefur gert það að verkum að núna höfum við hér listaverka- markað, því þetta hefur líka aukið til- vist safnara og okkar tilvist hefur líka smitað, en það er sagt að það séu um 200 safnarar í Noregi og þar af einir tíu af alþjóðlegum gæðum. Í Ósló núna eru kannski ein fimm gallerí sem kalla má alþjóðleg og eru að selja alþjóðlega og norska myndlist. Þetta þýðir að norskir myndlistarmenn hafa öðlast allt aðra tilvist í þessum alþjóðlega heimi og í dag eru að minnsta kosti tíu norskir myndlistar- menn sem eru komnir á ólíka staði í þessu stóra alþjóðlega listkerfi. Það er gríðarlega mikið fyrir ekki stærri þjóð en þarna erum við að tala um afsprengi þessarar menningarpólitík- ur sem ákvað að gefa listamönnunum tækifæri, lífsviðurværi og möguleika á því að þróa sína listsköpun.“ Dreifing auðsins Gunnar segir að þetta sé honum sér- staklega hugleikið þessa dagana í ljósi þess sem er að gerast á Íslandi. „Ég sá það í blöðunum um daginn að listamenn heima á Íslandi eru að berjast fyrir því að fá borgað fyrir það að verkin þeirra séu sett upp á sýn- ingar,“ segir Gunnar og nú er honum mikið niðri fyrir. „Hér eru það bara lög. Ef ég sýni verk eftir norskan lista- mann verð ég að borga honum laun fyrir það. Annað er galið.“ En er þetta ekki bara eitthvað sem moldrík olíuþjóð getur leyft sér? „Nei, þetta er byggt á flottri framtíð- arsýn og það þarf að sjá langt fram í tímann til þess að hrinda slíku í fram- kvæmd. Þetta hefur nefnilega ekki bara að gera með olíuna heldur ein- faldlega þá staðreynd að norskt sam- félag er gagnsætt og þannig byggt upp að auðnum er dreift út í samfélagið – út til almennings. Tökum Frakkland sem dæmi því það er líkast til mun ríkara land en skipting verðmætanna og dreifing er bara miklu minni. Á Íslandi getum við horft til þess að ef sjávarútvegurinn væri þjóðnýttur á sama hátt og olían er þjóðnýtt hér, þá væri auðvitað grundvöllur ríkissjóðs allt annar. Núna fara þessir peningar bara til einhverra einstaklinga, á örfá- ar hendur. Þetta er stóri munurinn. Hér er ekkert yfirdrifið en allt sam- kvæmt ákveðinni þörf og hvort sem þú ert til hægri eða vinstri í pólitík þá er fólk sammála um ákveðin grund- vallargildi. Menningarpólitíkin hér er ljós- lifandi afleiðing af þessari dreifingu auðsins og eitt af því flottasta sem maður getur talað um í norsku sam- félagi. Þetta er einstök framtíðar- sýn. Við á Astrup Fearnley erum líka þátttakendur og mikilvægur hlekkur í þessari stóru menningarlegu sókn Norðmanna og það skiptir okkur miklu máli.“ Jeff Koons, Michael Jackson og Bubbles, 1988, eitt af þekktustu verkunum í eigu Astrup Fearnley samtímalistasafnsins. MynD/Astrup FEArnlEy MusEEt Ef ég sýni vErk Eftir norskan listamann vErð ég að borga honum laun fyrir það. annað Er galið. þEtta hEfur orðið til þEss að fólk nýtur þEss að koma hingað og sjá Eitthvað annað, fjarlægt og spEnnandi. ↣ 1 7 . j ú n í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R28 H e L G i n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 1 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 9 6 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 D -7 9 7 8 1 D 1 D -7 8 3 C 1 D 1 D -7 7 0 0 1 D 1 D -7 5 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 9 6 s _ 1 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.