Fréttablaðið - 17.06.2017, Side 32

Fréttablaðið - 17.06.2017, Side 32
Við leikhúslistakonur 50+ erum búnar að starfa saman í tvö ár og höfum gert ótal- margt skemmtilegt undir verndar- væng Margrétar Rósu Einarsdóttur, framkvæmdastjóra Iðnó, sem hefur haldið utan um okkur og veitt okkur húsaskjól,“ segir Edda Björgvinsdóttir, ein þeirra sem til- heyra hópnum. Hann skipa tíu leikhúskonur. Ein þeirra er Helga Björnsson sem á að baki glæstan búningaferil bæði hér heima og erlendis. „Við höfum leikhúslesið, sett upp leikrit og ljóðalesið en fengum þá æðis- legu hugmynd að fara í gegnum tísku liðinnar aldar enda hæg heimatökin með Helgu í hópnum. Við göntuðumst með þetta í fyrstu en fengum svo hana Ingveldi E. Breiðfjörð í búningadeild Þjóð- leikhússins til liðs við okkur og komumst þannig yfir ótrúlega flott dress og búninga sem einkenna hvern áratug frá 1890 til 1980,“ upplýsir Edda. Hún segir um að ræða allt frá krínólíni til rasspúða, frá efnislitlum Charleston-kjólum til tjullkjóla og frá litla svarta kjólnum til Hagkaupssloppsins, sem önnur hver kona átti á sjöunda áratug síðustu aldar.“ Edda verður sögumaður og mun leiða gjörninginn áfram, í sloppnum. Leikkonurnar munu ganga fram á sviðið hver á fætur annarri og hver áratugur á eftir öðrum undir einkennandi tónlist. „Inni á milli verða svo pínulitlar senur en fyrst og fremst er þetta þó hugsað sem veisla fyrir augu og eyru,“ segir Edda. Hún segir einvalalið standa að sýningunni. „Elín Edda Árna- dóttir gerði sviðsmyndina með Helgu Björnsson, Kjartan Darri Kristjánsson sér um lýsinguna og leikstjórarnir María Sigurðardóttir og María Reyndal hjálpuðu okkur að pússa þetta til. Þá munu stelpur frá Krafti hjálpa okkur að hafa fataskipti, nemendur í No name förðunarskólanum sjá um förðun og Guðrún Þorvarðar um hár,“ upplýsir Edda. Hún segir mikla vinnu liggja að baki sýningunni og að vilji sé til þess að halda fleiri. „Þetta eru hins vegar allt svo önnum kafnar konur þó stóru leikhúsin hafi flest fyrir löngu hafnað umsóknum frá þeim, eins og almennt þekkist með leik- konur á þessum aldri. Okkur tókst því ekki að finna lausan dag fyrr en í október og mögulega tvö kvöld þess utan,“ segir Edda og hlær. Reykjavíkurborg stendur að baki sýningunni í dag og er ókeypis inn. Hún hefst klukkan 16 og stendur í tæpa klukkustund. Edda lofar miklu fjöri og býður alla vel- komna. Vera Einarsdóttir vera@365.is Framhald af forsíðu ➛ Þetta eru hins vegar allt svo önnum kafnar konur þó stóru leikhúsin hafi flest fyrir löngu hafnað umsóknum frá þeim, eins og almennt þekkist með leikkonur á þessum aldri. Leikhúslista- konurnar kynna tísku hvers ára- tugar fyrir sig. Allt frá 1890 til 1980. Edda segir verkefnið um- fangsmikið og skemmtilegt og að vilji sé til þess að efna til annarrar sýningar í haust. Í dag, 17. júní, er sýningin öllum opin. MYNDIR/EYÞÓR Glæsilegar konur í flottum fötum og með hatta. FRÁBÆR KÍNVERSKU R VEITINGAST AÐUR Í MEIRA EN 30 ÁR Krakkar að 5 ára aldri borða frítt 5 -12 ára börn 1.200kr. HLAÐBORÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 11:00 - 14:00 Verð kr. 2.100 Veglegt hlaðborð með fjölbreyttum og bragðgóðum réttum Tilvalið fyrir fjölskyldur! Opið alla daga vikunnar frá kl. 11:00 - 22:00 NÝBÝLAVEGI 20 SÍMI 554-5022 8 rétta hlaðborð í hádeginu TILBOÐ KR. 1.590.- OPIÐ KL. 11:00-14:00 Hlaðborðið er alla virka daga. ekki um helgar. Kínahofið veitingahús l Nýbýlavegi 20 l 200 Kópavogi www.kinahofid.is l kinahofid@kinahofid.is l Sími 554 5022 www.kinahofid.is 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 7 . j ú n í 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 1 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 0 9 6 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 D -5 1 F 8 1 D 1 D -5 0 B C 1 D 1 D -4 F 8 0 1 D 1 D -4 E 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 9 6 s _ 1 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.