Fréttablaðið - 17.06.2017, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 17.06.2017, Blaðsíða 32
Við leikhúslistakonur 50+ erum búnar að starfa saman í tvö ár og höfum gert ótal- margt skemmtilegt undir verndar- væng Margrétar Rósu Einarsdóttur, framkvæmdastjóra Iðnó, sem hefur haldið utan um okkur og veitt okkur húsaskjól,“ segir Edda Björgvinsdóttir, ein þeirra sem til- heyra hópnum. Hann skipa tíu leikhúskonur. Ein þeirra er Helga Björnsson sem á að baki glæstan búningaferil bæði hér heima og erlendis. „Við höfum leikhúslesið, sett upp leikrit og ljóðalesið en fengum þá æðis- legu hugmynd að fara í gegnum tísku liðinnar aldar enda hæg heimatökin með Helgu í hópnum. Við göntuðumst með þetta í fyrstu en fengum svo hana Ingveldi E. Breiðfjörð í búningadeild Þjóð- leikhússins til liðs við okkur og komumst þannig yfir ótrúlega flott dress og búninga sem einkenna hvern áratug frá 1890 til 1980,“ upplýsir Edda. Hún segir um að ræða allt frá krínólíni til rasspúða, frá efnislitlum Charleston-kjólum til tjullkjóla og frá litla svarta kjólnum til Hagkaupssloppsins, sem önnur hver kona átti á sjöunda áratug síðustu aldar.“ Edda verður sögumaður og mun leiða gjörninginn áfram, í sloppnum. Leikkonurnar munu ganga fram á sviðið hver á fætur annarri og hver áratugur á eftir öðrum undir einkennandi tónlist. „Inni á milli verða svo pínulitlar senur en fyrst og fremst er þetta þó hugsað sem veisla fyrir augu og eyru,“ segir Edda. Hún segir einvalalið standa að sýningunni. „Elín Edda Árna- dóttir gerði sviðsmyndina með Helgu Björnsson, Kjartan Darri Kristjánsson sér um lýsinguna og leikstjórarnir María Sigurðardóttir og María Reyndal hjálpuðu okkur að pússa þetta til. Þá munu stelpur frá Krafti hjálpa okkur að hafa fataskipti, nemendur í No name förðunarskólanum sjá um förðun og Guðrún Þorvarðar um hár,“ upplýsir Edda. Hún segir mikla vinnu liggja að baki sýningunni og að vilji sé til þess að halda fleiri. „Þetta eru hins vegar allt svo önnum kafnar konur þó stóru leikhúsin hafi flest fyrir löngu hafnað umsóknum frá þeim, eins og almennt þekkist með leik- konur á þessum aldri. Okkur tókst því ekki að finna lausan dag fyrr en í október og mögulega tvö kvöld þess utan,“ segir Edda og hlær. Reykjavíkurborg stendur að baki sýningunni í dag og er ókeypis inn. Hún hefst klukkan 16 og stendur í tæpa klukkustund. Edda lofar miklu fjöri og býður alla vel- komna. Vera Einarsdóttir vera@365.is Framhald af forsíðu ➛ Þetta eru hins vegar allt svo önnum kafnar konur þó stóru leikhúsin hafi flest fyrir löngu hafnað umsóknum frá þeim, eins og almennt þekkist með leikkonur á þessum aldri. Leikhúslista- konurnar kynna tísku hvers ára- tugar fyrir sig. Allt frá 1890 til 1980. Edda segir verkefnið um- fangsmikið og skemmtilegt og að vilji sé til þess að efna til annarrar sýningar í haust. Í dag, 17. júní, er sýningin öllum opin. MYNDIR/EYÞÓR Glæsilegar konur í flottum fötum og með hatta. FRÁBÆR KÍNVERSKU R VEITINGAST AÐUR Í MEIRA EN 30 ÁR Krakkar að 5 ára aldri borða frítt 5 -12 ára börn 1.200kr. HLAÐBORÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 11:00 - 14:00 Verð kr. 2.100 Veglegt hlaðborð með fjölbreyttum og bragðgóðum réttum Tilvalið fyrir fjölskyldur! Opið alla daga vikunnar frá kl. 11:00 - 22:00 NÝBÝLAVEGI 20 SÍMI 554-5022 8 rétta hlaðborð í hádeginu TILBOÐ KR. 1.590.- OPIÐ KL. 11:00-14:00 Hlaðborðið er alla virka daga. ekki um helgar. Kínahofið veitingahús l Nýbýlavegi 20 l 200 Kópavogi www.kinahofid.is l kinahofid@kinahofid.is l Sími 554 5022 www.kinahofid.is 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 7 . j ú n í 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 1 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :2 2 F B 0 9 6 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 D -5 1 F 8 1 D 1 D -5 0 B C 1 D 1 D -4 F 8 0 1 D 1 D -4 E 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 9 6 s _ 1 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.