Fréttablaðið - 17.06.2017, Page 34

Fréttablaðið - 17.06.2017, Page 34
Líf Magneu- dóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu ásamt stúdentum. Elín Albertsdóttir elin@365.is Það verður fjör á Jómfrúnni í dag þegar Raggi Bjarna stígur á svið og flytur nokkur svinglög við undirleik djasshljóm- sveitar Sigurðar Flosa- sonar. Stórtónleikar verða í Hljóm-skálagarðinum sem hefjast kl. 14 með Stuðmönnum. Emmsjé Gauti kemur fram kl. 17.15. Það verður reyndar ekki eini staðurinn þar sem hann treður upp í dag. „Ég verð með tónleika á þremur stöðum,“ svarar hann þegar við spurðum hvernig hann ætlar að eyða deginum. „Á milli tónleika ætla ég að reyna að hitta elsku afa minn, Gunnlaug Einars- son, en hann á afmæli í dag. Loks er ég á leiðinni í brúðkaup þar sem ég ætla að horfa á ástina innsiglaða af guði sjálfum,“ segir rapparinn Emmsjé Gauti sem heitir reyndar Gauti Þeyr Másson. Hann mun örugglega flytja hið vinsæla lag Reykjavík er okkar, já hún er okkar í Hljómskálagarðinum fyrir gesti þjóðhátíðar. Gæsapartí í Kramhúsinu Sirkus Íslands verður við gos- brunninn í Hljómskálagarðinum í dag Þar geta börn og fullorðnir spreytt sig á alls kyns sirkúskúnst- um. Margrét Erla Maack ætlar hins vegar að sleppa þeim sýningum og heimsækja foreldra sína sem búa í miðbænum. „Sautjándi júní hjá mér hefur ekki verið frídagur í 13 ár. Núna kenni ég í nokkrum gæsapartíum í Kramhúsinu. Venju- lega hef ég dressað mig upp og farið í bæinn í kringum gigg, annað- hvort í fánalitunum eða í upphlut (eða bara með skotthúfuna). Ég veit samt ekki hvort ég er stemmd fyrir því að fara í bæinn að skemmta mér innan um skotvopn, svo ætli ég verði ekki bara með fjölskyld- unni,“ segir Margrét Erla. Frá Berlín í pylsuveislu Tónlistarmaður Daði Freyr vakti mikla athygli í Söngvakeppni Sjón- varpsins í vetur. Hann býr í Berlín en er kominn til Íslands og mun án efa fá marga til að syngja með sér í Hljómskálagarðinum í dag. „Ég verð að spila á fjórum stöðum í dag, í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Hveragerði og á Selfossi. Svo reyni ég að fá mér eina með öllu ein- hvers staðar þarna á milli,“ segir hann. Líklega er langt síðan Daði fékk sér íslenska pylsu. Svingað með Ragga Bjarna Sigurður Flosason tónlistarmaður hefur skipulagt sumardjass á Jómfrúnni í meira en 20 ár. Engin breyting verður á því í dag. „Ég ætla að spila skemmtilegt sving á Jómfrúnni á milli kl. 15-17 ásamt einvalaliði tónlistarmanna. Að auki kemur fram stórstjarnan Ragnar Bjarnason. Það er yfir- leitt fullt hjá okkur alla laugar- daga og ég á ekki von á öðru en að Raggi hafi mikið aðdráttarafl,“ segir Sigurður. „Þetta veltur auðvitað allt á veðrinu en Jómfrúin býður öllum teppi og svo mæta menn með regnhlíf ef þarf. Alltaf gaman að fá sér einn kaldan, ákavíti og smurbrauð yfir ljúfri tónlist í garði Jómfrúarinnar,“ segir Sigurður sem stefnir síðan á að borða góðan mat með fjölskyldunni í kvöld. „Ég hef átt frábært samstarf með eigend- um Jómfrúarinnar gegnum árin og þetta er alltaf jafn gaman.“ Leggur blómsveig hjá Jóni Þjóðhátíðardagurinn getur líka verið annasamur fyrir stjórn- málamenn. Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, þarf að vakna snemma. Hún mun leggja blómsveig að leiði Jóns Sigurðs- sonar í Hólavallakirkjugarði ásamt stúdentum og heiðra minningu hans og sjálfstæði Íslendinga, eins og hún orðar það. „Eftir það fer ég líklega með börnin mín á milli leiktækja og sælgætissala. Svo fer ég heim að baka pönnu- kökur og kíkja á hægeldaða lærið í ofninum,“ segir Líf. „Í kvöld ætla ég svo að knúsa manninn minn og horfa á bíómyndina Með allt á hreinu í sjónvarpinu. Þetta verður góður dagur.“ Reykjavík hún rokkar Það er nóg að gera hjá tónlistar- fólki í dag. Sumir ætla að troða upp á mörgum stöðum enda skemmtanir um allt land. Svo er hátíðar- stund hjá stjórn- málamönnum. Síðast seldist upp á ferna tónleika! ELDBORG HÖRPU 20. DESEMBER KL. 18 OG 20.30 HARPA.IS/SISSEL · SENA.IS/SISSEL 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 7 . j ú n í 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 1 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 9 6 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 D -9 C 0 8 1 D 1 D -9 A C C 1 D 1 D -9 9 9 0 1 D 1 D -9 8 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 9 6 s _ 1 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.