Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.06.2017, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 17.06.2017, Qupperneq 34
Líf Magneu- dóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu ásamt stúdentum. Elín Albertsdóttir elin@365.is Það verður fjör á Jómfrúnni í dag þegar Raggi Bjarna stígur á svið og flytur nokkur svinglög við undirleik djasshljóm- sveitar Sigurðar Flosa- sonar. Stórtónleikar verða í Hljóm-skálagarðinum sem hefjast kl. 14 með Stuðmönnum. Emmsjé Gauti kemur fram kl. 17.15. Það verður reyndar ekki eini staðurinn þar sem hann treður upp í dag. „Ég verð með tónleika á þremur stöðum,“ svarar hann þegar við spurðum hvernig hann ætlar að eyða deginum. „Á milli tónleika ætla ég að reyna að hitta elsku afa minn, Gunnlaug Einars- son, en hann á afmæli í dag. Loks er ég á leiðinni í brúðkaup þar sem ég ætla að horfa á ástina innsiglaða af guði sjálfum,“ segir rapparinn Emmsjé Gauti sem heitir reyndar Gauti Þeyr Másson. Hann mun örugglega flytja hið vinsæla lag Reykjavík er okkar, já hún er okkar í Hljómskálagarðinum fyrir gesti þjóðhátíðar. Gæsapartí í Kramhúsinu Sirkus Íslands verður við gos- brunninn í Hljómskálagarðinum í dag Þar geta börn og fullorðnir spreytt sig á alls kyns sirkúskúnst- um. Margrét Erla Maack ætlar hins vegar að sleppa þeim sýningum og heimsækja foreldra sína sem búa í miðbænum. „Sautjándi júní hjá mér hefur ekki verið frídagur í 13 ár. Núna kenni ég í nokkrum gæsapartíum í Kramhúsinu. Venju- lega hef ég dressað mig upp og farið í bæinn í kringum gigg, annað- hvort í fánalitunum eða í upphlut (eða bara með skotthúfuna). Ég veit samt ekki hvort ég er stemmd fyrir því að fara í bæinn að skemmta mér innan um skotvopn, svo ætli ég verði ekki bara með fjölskyld- unni,“ segir Margrét Erla. Frá Berlín í pylsuveislu Tónlistarmaður Daði Freyr vakti mikla athygli í Söngvakeppni Sjón- varpsins í vetur. Hann býr í Berlín en er kominn til Íslands og mun án efa fá marga til að syngja með sér í Hljómskálagarðinum í dag. „Ég verð að spila á fjórum stöðum í dag, í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Hveragerði og á Selfossi. Svo reyni ég að fá mér eina með öllu ein- hvers staðar þarna á milli,“ segir hann. Líklega er langt síðan Daði fékk sér íslenska pylsu. Svingað með Ragga Bjarna Sigurður Flosason tónlistarmaður hefur skipulagt sumardjass á Jómfrúnni í meira en 20 ár. Engin breyting verður á því í dag. „Ég ætla að spila skemmtilegt sving á Jómfrúnni á milli kl. 15-17 ásamt einvalaliði tónlistarmanna. Að auki kemur fram stórstjarnan Ragnar Bjarnason. Það er yfir- leitt fullt hjá okkur alla laugar- daga og ég á ekki von á öðru en að Raggi hafi mikið aðdráttarafl,“ segir Sigurður. „Þetta veltur auðvitað allt á veðrinu en Jómfrúin býður öllum teppi og svo mæta menn með regnhlíf ef þarf. Alltaf gaman að fá sér einn kaldan, ákavíti og smurbrauð yfir ljúfri tónlist í garði Jómfrúarinnar,“ segir Sigurður sem stefnir síðan á að borða góðan mat með fjölskyldunni í kvöld. „Ég hef átt frábært samstarf með eigend- um Jómfrúarinnar gegnum árin og þetta er alltaf jafn gaman.“ Leggur blómsveig hjá Jóni Þjóðhátíðardagurinn getur líka verið annasamur fyrir stjórn- málamenn. Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, þarf að vakna snemma. Hún mun leggja blómsveig að leiði Jóns Sigurðs- sonar í Hólavallakirkjugarði ásamt stúdentum og heiðra minningu hans og sjálfstæði Íslendinga, eins og hún orðar það. „Eftir það fer ég líklega með börnin mín á milli leiktækja og sælgætissala. Svo fer ég heim að baka pönnu- kökur og kíkja á hægeldaða lærið í ofninum,“ segir Líf. „Í kvöld ætla ég svo að knúsa manninn minn og horfa á bíómyndina Með allt á hreinu í sjónvarpinu. Þetta verður góður dagur.“ Reykjavík hún rokkar Það er nóg að gera hjá tónlistar- fólki í dag. Sumir ætla að troða upp á mörgum stöðum enda skemmtanir um allt land. Svo er hátíðar- stund hjá stjórn- málamönnum. Síðast seldist upp á ferna tónleika! ELDBORG HÖRPU 20. DESEMBER KL. 18 OG 20.30 HARPA.IS/SISSEL · SENA.IS/SISSEL 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 7 . j ú n í 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 1 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 9 6 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 D -9 C 0 8 1 D 1 D -9 A C C 1 D 1 D -9 9 9 0 1 D 1 D -9 8 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 9 6 s _ 1 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.