Fréttablaðið - 13.07.2017, Side 16
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000,
ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson
magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Þorbjörn
Þórðarson
thorbjorn@frettabladid.is
Draumaferð fyrrverandi þingmanns og ráðherra Sjálfstæðisflokksins til Svíþjóðar varð að fjöl-miðlaefni fyrir skömmu. Þangað fór hún í fimm
manna hópi í liðskiptaaðgerð. Svo vildi til að Klíníkin
skipulagði ferðina en þar er forstjóri og aðaleigandi
gömul samstarfskona og flokkssystir ferðalangsins. Með-
eigendur fyrirtækisins eru úr fjölskyldu forsætisráðherra.
Allir farþegarnir voru af biðlista Klíníkurinnar, enginn
hafði verið á bið hjá Landspítala, á Akureyri eða Akra-
nesi. Stofa þessi hefur verið að reyna að brjóta sér leið
að opinberum sjóðum til að veita heilbrigðisþjónustu.
Sérkennilegt hvernig þetta ber allt að, kannski óheppileg
tilviljun í samhengi hlutanna.
Ferðinni lýsti ráðherrann fyrrverandi af tilfinninga-
móð í viðtölum. Hámarki sælunnar virtist náð þegar
rennt var í hlað spítalans góða og henni tjáð að þetta
væri einkarekið sjúkrahús sem að eigin sögn kom algjör-
lega flatt upp á hana. Allt voru þetta mikil undur og
dásemdin ein.
Ferðin var farin á grundvelli EES-tilskipunar um heil-
brigðisþjónustu yfir landamæri. Sú heimild er ein afurð
þess ágæta samstarfs sem jafnaðarmenn knúðu í gegn
fyrir 25 árum. Draga þurfti Sjálfstæðisflokkinn með,
bæði tregan og klofinn. Það er ánægjulegt að flokksmað-
urinn skuli hafa fengið að upplifa kosti þessa sambands
svo jákvætt á eigin skinni.
Hún rakti himinlifandi í viðtölum að ríkið greiddi
allan kostnað. Um þessar ferðir gilda ákvæði reglugerðar
nr. 484/2016 sem Sjúkratryggingar Íslands framfylgja
skv. settum skilyrðum.
Það er skömm að bið eftir brýnum aðgerðum skuli
vera svo löng á Íslandi, og ástæðan er mannanna verk.
Ráðandi öfl í samfélaginu úr hópi Svíþjóðarfarans hafa
ljóst og leynt svelt opinberar heilbrigðisstofnanir en alið
við brjóst sér einkareknar heilbrigðisstofur sem leika
lausum hala á kostnað annarra þátta.
Samfylkingin er með fullbúnar tillögur um stóraukið
fé til heilbrigðisþjónustunnar, einkum Landspítala og
annarra sjúkrahúsa og nálgast þar með Norðurlönd.
Með því yrði hægt að taka á biðlistum og draga úr
greiðslum fyrir dýrar aðgerðir erlendis.
Himnesk þjónusta
Guðjón
Brjánsson
alþingismaður
Ráðandi öfl í
samfélaginu
úr hópi
Svíþjóðar-
farans hafa
ljóst og leynt
svelt opin-
berar heil-
brigðisstofn-
anir.
Kjötneysla
mannsins og
framleiðslu-
hættir í
landbúnaði
eru miklu
veigameiri
þáttur í
loftslagsbreyt-
ingum en
bensínknúin
ökutæki.
Íslensk paprika, gúrkur, tómatar
og jarðarber í miklu úrvali.
-30%
Jákvætt skref
Samgönguráðuneytið ætlar
að fjölga leigubílaleyfum á
höfuðborgarsvæðinu um
níutíu á næstunni. Þá munu
leyfin verða 650 talsins eftir
breytinguna. Takmörkun á
fjölda leigubílaleyfa skapar
markað fyrir svokallaða
harkara, sem aka fólki fyrir
fé án þess að gefa tekjur
sínar upp til skatts. Best væri
því að gefa öllum þeim sem
vilja aka fólki fyrir fé fullt
leyfi til þess með því skilyrði
að þeir gefi upp tekjur sínar.
Þegar ferðamönnum fjölgar
um 40 prósent á ári er í það
minnsta full ástæða til að
slaka á þeim takmörkunum
sem gerðar eru. Þetta skref
samgönguráðherrans er því
jákvætt skref.
Hvað með okkur hin?
Kári Stefánsson er ekkert
á leið að setjast í helgan
stein þótt hann sé kominn
fast að sjötugu. Hann segist
vorkenna fólki sem hleypur
á eftir hvítum boltum.
Eins og flestum er kunnugt
hefur Kári helgað sig rann-
sóknum á erfðum og í gær
var tilkynnt að honum muni
hlotnast verðlaun banda-
ríska mannerfðafræðifélags-
ins. Mikið væri gott fyrir
okkur hin ef hægt væri að
finna letigenið.
jonhakon@frettabladid.is
Hægt væri að ná meiri og hraðari árangri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum á jörðinni ef mannfólkið væri tilbúið að breyta neyslumynstri sínu þegar matvæli eru annars vegar sem myndi síðan leiða til breytinga á landbúnaði.
Búfénaður í landbúnaði, sem samanstendur af naut-
griparækt, svínarækt, sauðfjárrækt og kjúklingarækt,
ber ábyrgð á 18 prósentum af allri losun gróðurhúsa-
lofttegunda í heiminum eða meira en samanlagðri
losun allra vélknúinna ökutækja á jörðinni, sem nemur
um 13 prósentum af heildarlosun, eins og kemur fram
í hinni sláandi heimildarmynd Cowspiracy: The Sus-
tainability Secret. Tölfræðin byggir á gögnum frá Mat-
vælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Hér er um að ræða
öll vélknúin ökutæki, loftför og sjóför sem eru í notkun
á jörðinni. Ef hliðarafurðir landbúnaðarins eru teknar
með í reikninginn fer hlutfall heildarlosunar upp í 51
prósent. Það er dálítið merkilegt að þegar öll áherslan
í baráttunni gegn loftslagsbreytingum virðist vera á
endurnýjanlega orkugjafa í framleiðslu og notkun á
öðrum orkugjöfum en jarðefnaeldsneyti, þegar sam-
göngur eru annars vegar, þá er stærsta vandamálið fyrir
framan nefið á okkur í matnum sem við borðum.
Metan er mjög öflug gróðurhúsalofttegund og talið
er að metan hafi 86 sinnum meiri áhrif á loftslags-
breytingar á 20 ára tímabili en koltvísýringur. Metan-
losun nautgripa er öllu meiri en hjá sambærilegum
villtum tegundum vegna fóðurs. Talið er að það séu 1,5
milljarðar nautgripa á jörðinni en hver og einn losar
um 100-500 lítra af metan á sólarhring. Eyðileggingar-
máttur metans er 25-100 sinnum meiri en koltví-
sýrings á 20 ára tímabili. Það er algjörlega út úr kú að
að hugsa til þess að stærsta mengunarvandamálið á
jörðinni sé bókstaflega út úr kú.
Talið er að losun landbúnaðarins á gróðurhúsa-
lofttegundum muni vaxa að óbreyttu um 80 prósent
fyrir árið 2050. Þetta er skuggalegt þegar haft er í huga
hversu miklum tíma og peningum mannfólkið ver í
fjárfestingu og þróun á nýrri umhverfisvænni tækni í
baráttunni gegn loftslagsbreytingum.
Kjötneysla mannsins og framleiðsluhættir í
landbúnaði eru miklu veigameiri þáttur í loftslags-
breytingum en bensínknúin ökutæki. Fólk gæti
þannig haft miklu meiri jákvæð áhrif á baráttuna gegn
loftslagsbreytingum með því að sleppa því að borða
hamborgara og sniðganga mjólkurvörur en að keyra
Nissan Leaf.
Það getur verið mjög erfitt fyrir fólk að breyta neyslu-
venjum sínum. Sérstaklega ef þær eiga sér margra
áratuga sögu. Hér skal heldur ekki fullyrt að fólk eigi
að hætta að borða kjöt. Það er auðvitað val hvers og
eins. Það er þægilegt að réttlæta kjötneyslu með vísan
til þess að kjöt er gott og lífið er stutt. Er eitthvað sem
getur komið í staðinn fyrir góðan hamborgara? Það
er samt ágætt að vita hvar vandamálið liggur þegar
loftslagsbreytingar eru annars vegar. Það er mikilvægt
að skilja afleiðingar eigin neyslu og orsakasambandið á
milli landbúnaðar og loftslagsbreytinga.
Út úr kú
1 3 . j ú l í 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R16 s k o ð U n ∙ F R É T T A B l A ð I ð
SKOÐUN
1
3
-0
7
-2
0
1
7
0
4
:1
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
4
F
-1
E
9
8
1
D
4
F
-1
D
5
C
1
D
4
F
-1
C
2
0
1
D
4
F
-1
A
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
5
6
s
_
1
2
_
7
_
2
0
1
7
C
M
Y
K