Fréttablaðið - 15.07.2017, Síða 6
samgöngur Akstursbann hópbif
reiða og breyttra fjallabíla tók gildi
í dag. Um 90 athugasemdir bárust
þegar tillagan var lögð fram í byrjun
árs og voru langflestir á því að ekki
væri nógu langt gengið.
Hverfisráð Hlíða hefur þannig
óskað eftir að þegar ákvörðunin um
akstursbannið kemur til endurskoð
unar í haust verði skoðað að fara í
sams konar fyrirkomulag um rútu
bann inn í hverfi í Hlíðum, Holtum
og Norðurmýri og að skoðað verði
að koma upp sleppistæðum á völd
um stöðum.
Margrét M. Norðdahl, formaður
hverfisráðsins, segir að ferða
mönnum hafi fylgt margt jákvætt
en hún hefur áhyggjur af vaxandi
umferð. „Ferðamannastraumur
inn er byrjaður að teygja sig inn í
hverfið okkar og honum hefur fylgt
margt jákvætt eins og uppbygging
á verslun og þjónustu en um leið er
mikil aukning á umferð. Við í hverf
isráðinu viljum að það verði kannað
að koma upp fleiri sleppi stæðum en
í þeim radíus sem er búið að leggja
upp með.“
Þverpólitísk samstaða var um
ákvörðunina og var unnið með
samtökum ferðaþjónustunnar að
henni. Alls eru þrettán sleppistæði
í miðborginni og mega rútur vera
að hámarki fimm mínútur á þeim.
Er markmiðið með stæðunum
að vernda íbúabyggð fyrir óþarfa
umferð en um leið auka þjónustu
við rútufyrirtækin og gististaði
innan þeirra svæða þar sem tak
markanir eru á akstri stórra bíla.
benediktboas@365.is
Ofurjeppar og rútur
útlæg úr miðborginni
Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarð
stjóri hjá umferðardeild lögregl
unnar á höfuðborgarsvæðinu, segir
í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis
um bannið að akstur hópbifreiða
á ákveðnum svæðum hafi valdið
miklum óþægindum en bílarnir
hafi átt það til að festast í þröngum
götum og af þeim hafi stafað mikill
hávaði, oft um miðjar nætur. Hann
segir viðurlög við brotum á bann
inu verða í samræmi við umferðar
lög. Ökumönnum beri að virða
viðeigandi merkingar en umferðar
merki ættu að greina skilmerkilega
frá banninu á viðeigandi stöðum.
„Samkvæmt reglugerð um sektir
og önnur viðurlög vegna umferðar
lagabrota er 5.000 króna sekt við
því að virða ekki þessi merki sem
um er rætt,“ skrifar Guðbrandur.
Stjórnarmaður í FETAR, Félagi eigenda torfæruökutækja í atvinnurekstri, hefur
gagnrýnt ákvörðunina. Út sumarið munu svona bílar ekki sjást í miðborginni.
Íbúar fagna og telja jafnvel ekki nógu langt gengið. FRéTTAblAðið/EyþóR
Í dag tekur gildi bann
við akstri hópbifreiða
og fjallajeppa um mið-
borgina. Íbúar fagna og
kallað er eftir harðari
aðgerðum víðar í borg-
inni. En þeir sem aka
bílunum hafa gagnrýnt
ákvörðun borgarráðs.
Hverfisráð Hlíða hefur
óskað eftir að þegar ákvörð-
unin um akstursbannið
kemur til endurskoðunar
verði rútur einnig bannaðar
á fleiri stöðum.
Bir
t m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
r r
étt
til
le
iðr
étt
ing
a á
sl
íku
. A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fy
rir
va
ra
.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
83
0
46
Frá kr. 159.995 m/dagsferð og kveðjuhófi
Netverð á mann frá kr. 159.995 m.v. 2 í íbúð.
Innifalið: Flug, skattar, innrituð taska, gisting, akstur til og frá flugvelli,
jóga, hugleiðsla og vinnustofa, dagsferðin Helgistaðir & Elafonisi,
kvöldverður án drykkja á kveðjuhófi.
Heimsferðir bjóða upp á jógaferð til hinnar grísku eyju Krítar með Auði Bjarnadóttur jógakennara. Í þessari
ferð gefst tækifæri á að rækta líkama og sál við góðar
aðstæður í sólinni á þessari dásamlegu eyju. Krít lætur
engan ósnortinn með fegurð sinni, menningu, góðum mat
og yndislegum eyjaskeggjum!
Iðkun á hinni ævafornu hefð jóga nýtur sífellt aukinna
vinsælda. Við munum njóta lífsins við ástundun jóga og
slökunar á milli þess sem við leyfum sólargeislunum að
leika við líkamann eða skoðum okkur um á þessari fallegu
eyju; hvort sem er til að upplifa náttúruna eða fræðast um
sögu og menningu.
Jógakennari: Auður Bjarnadóttur
Í ferðinni verður boðið uppá morgunjóga, síðdegisjóga/
hugleiðslu ásamt kvöldhugleiðslu á fullu tungli. Þá verður
boðið upp á fyrirlestur um jógafræðin og vinnustofu
um leiðir til að finna vellíðan og jafnvægi í daglegu lífi.
Jafnframt verður farið í dagsferðina Helgistaðir & Elafonisi
sem er innifalin í ferðinni en unnt er að bóka á Krít
almennu kynnisferðirnar Hjarta Chania, Samariaglúfrið
og Santorini.
Auður Bjarnadóttir, sem rekur Jógasetrið, mun bjóða
upp á fjölbreytt jóga, hugleiðslu og slökun undir berum
himni. Auður hefur kennt jóga síðan árið 2000 og státar
af mörgum kennaraprófum í jóga, þ.á.m. Hatha/Ashtanga-
jóga, Kundalini-jóga ásamt Yoga Nidra og Yoga Therapíu.
Auður elskar að kenna en líka að læra og lítur á sig sem
eilífan nemanda í jóga, og að lifa lífinu lifandi.
Krít er afar sjarmerandi staður fyrir ferð sem þessa, enda
er eyjan þekkt fyrir náttúrfegurð og kyrrð. Eyjan státar af
fjölbreyttum og fallegum strandlengjum, kristaltærum sjó
og stórkostlegu fjalllendi. Dvalið verður á íbúðahótelunum
Omega Apartments 3* og Toxo Apartments 3* sem bæði
eru staðsett á/við Platanias svæðið.
JÓGA á Krít
28. ágúst í 10 næturFrá kr.159.995
m/dagsferð og
kveðjuhófi
– fáðu meira út úr fríinu
HELGISTAÐIR & ELAFONISI SANTORINI
595 1000
heimsferdir.is
Frakkland „Ekkert mun nokkurn
tímann aðskilja okkur,“ sagði Emm
anuel Macron, forseti Frakklands,
við blaðamenn í gær eftir að hafa sótt
hátíðahöld á Bastilludeginum með
Donald Trump, forseta Bandaríkj
anna. Macron var þó ekki að vísa til
vinasambands síns við Trump heldur
sambands ríkja þeirra.
Forsetarnir sátu saman og klöpp
uðu ákaft þegar 63 flugvélar, 29
þyrlur, 241 hestur og 3.720 hermenn
fóru fram hjá þeim á hersýningu á
ChampsElysées í París.
Þakkaði Macron Bandaríkjunum
sérstaklega fyrir þátttöku þeirra í
fyrri heimsstyrjöldinni en í gær voru
hundrað ár liðin frá því að Bandaríkja
menn hófu þátttöku í stríðinu. Af því
tilefni gengu bandarískir hermenn
fremstir í flokki, sumir hverjir klæddir
í búninga frá því í fyrri heimsstyrjöld.
Ljóst er að forsetana tvo greinir
á um margt. Til að mynda studdi
Trump mótframbjóðanda Macrons,
Marine Le Pen, dyggilega í frönsku
forsetakosningunum. Þá hefur
Macron hæðst að slagorði forseta
framboðs Trumps, „Gerum Banda
ríkin glæst á ný“ og notað slagorðið
„Gerum hnöttinn glæstan á ný“ í
kjölfar þess að Trump tilkynnti um
úrsögn Bandaríkjanna úr Parísar
samkomulaginu.
Hins vegar virtist samband þeirra
hafa batnað í gær. Sáust þeir spjalla
saman nær linnulaust öll hátíðar
höldin og tísti Trump því að það
hefði verið mikill heiður að hafa
fengið að vera fulltrúi Bandaríkjanna
á hátíðarhöldunum. Óskaði hann
Macron jafnframt til hamingju og
sagði samband ríkjanna aldrei hafa
verið betra. – þea
Trump heimsótti Macron
þessir harðduglegu hestar og knappar tóku þátt í sýningunni. NoRdicphoToS/AFp
sjávarútvegur Þörf er á að endur
skoða reiknireglu um útreikning
veiðigjalda sem hefur verið í gildi
síðustu þrjú ár, að mati Heið
rúnar Lindar Marteinsdóttur, fram
kvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í
sjávarútvegi.
Ný reglugerð um veiðigjald fyrir
komandi fiskiveiðiár var birt í fyrra
dag. Samkvæmt henni eiga veiðigjöld
að skila allt að ellefu milljörðum í
ríkiskassann. Það er sex milljarða
hækkun milli ára. Við útreikning
veiðigjalda 2017/2018 er miðað við
afkomu greinarinnar árið 2015 sem
var mjög góð.
„Við höfum talað fyrir því að það
sé miðað við ár sem er þá nær í tíma.
Það eykur auðvitað bara óvissu
þegar þú ert að gera áætlanir að það
sé verið að reikna veiðigjöld tvö ár
aftur í tímann,“ segir Heiðrún. Þetta
var síðasta árið sem reiknireglan var
í gildi.
Undir þetta tekur Ægir Páll Frið
bertsson, framkvæmdastjóri Brims.
„Þetta byggist á gömlum tölum og
kemur sér þess vegna mjög illa þegar
sveiflur eru miklar í greininni.“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
sjávarútvegsráðherra segir að á
meðan sáttanefnd skoði veiðigjöld
sjái hún ekki fram á miklar breyting
ar. En hugsanlega megi flýta skilum
til skattsins svo Hagstofan geti útbúið
gögnin fyrr. „Þannig væri hægt að
flýta uppgjörinu um eitt ár.“ – sg
Kallað eftir
breyttri
reiknireglu
Aksturinn veldur óþægindum
1 5 . j ú l í 2 0 1 7 l a u g a r d a g u r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð
1
5
-0
7
-2
0
1
7
0
4
:1
2
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
9
K
-
n
ý.
p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
5
2
-D
7
8
8
1
D
5
2
-D
6
4
C
1
D
5
2
-D
5
1
0
1
D
5
2
-D
3
D
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
1
0
4
s
_
1
4
_
7
_
2
0
1
7
C
M
Y
K