Fréttablaðið - 15.07.2017, Síða 8

Fréttablaðið - 15.07.2017, Síða 8
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Ég hef lesið eina sjálfshjálparbók um ævina. Það reynd-ist ein hættulegasta lesning lífs míns.Hver er lykillinn að velgengni? Fjölmargir telja sig hafa svarið. Joanna Coles, fyrrverandi ritstjóri Marie Claire og Cosmopolitan sem nú er deildarstjóri hjá Hearst fjölmiðlasamsteypunni, tjáði sig um það á dögunum að hún sparaði tíma með því að klæðast hælaskónum sínum á hlaupabrettinu og horfa á sjónvarpsþætti á tvöföldum hraða. Harriet Green, stjórnandi hjá IBM og fyrrverandi framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Thomas Cook, sefur aðeins þrjár til fjórar klukkustundir á nóttu. Þrisvar í viku vaknar hún klukkan fimm á morgnana til að æfa með einkaþjálfara. „Fólk borðar of mikið og sefur of mikið,“ sagði hún í viðtali við The Times. Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla, er meistari í að gera margt í einu. Hann sinnir viðskiptum í símanum sínum á meðan hann situr fundi og svarar tölvupóstum á sama tíma og hann fer yfir reikninga. Svo þétt er dag- skráin hjá honum að hann skiptir deginum niður í fimm mínútna einingar. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, klæðist sömu fötunum á hverjum degi svo hann þurfi ekki að eyða of löngum tíma við fataskápinn. Fástíska smáa letrið Kraftaverk í morgunsárið, eða The Miracle Morning, hét bókin sem breytti lífi mínu. Loforðin voru stór, leikregl- urnar einfaldar: Til að verða hamingjusamari, njóta meiri velgengni í starfi, verða heilbrigðari, klárari, ríkari og orkumeiri – til að verða betri útgáfa af sjálfri mér – þurfti ég aðeins að sofa skemur. Bókin boðaði að lesendur vöknuðu klukkutíma fyrr á hverjum morgni til að skipu- leggja daginn og framtíð sína, hugleiða, hreyfa sig og loks lesa bók. Mér láðist hins vegar að lesa Fástíska smáa letrið. Undirstaðan að öllu „Svefn er ein af undirstöðum hamingju okkar, velferðar og langlífis,“ fullyrðir Matthew Walker, prófessor við Berke- ley háskóla sem rannsakað hefur áhrif svefns í tuttugu ár en bók með niðurstöðum hans kemur út í haust. „Allir helstu sjúkdómar sem hrjá manninn tengjast að hluta svefnvenjum: Alzheimer, offita, sykursýki og geðsjúk- dómar.“ Matthew segir svefn mikilvægari en mataræði og hreyfingu. „Ef einstaklingi er bannað í einn sólarhring að stunda líkamsrækt, borða og sofa, hvað veldur mestum skaða? Skortur á svefni.“ Leikur að eldi Kraftaverkið í morgunsárið breyttist fljótt í martröð í morgunsárið. Sjálfshjálparbókin boðaði töfralausn sem – eins og svo margar slíkar bækur – virti að vettugi raunverulegar rannsóknir á því hvað stuðlar að hamingju, vellíðan, orku og hæfni til að einbeita sér að verkefnum dagsins. Þeir sem telja sig ekki hafa tíma til að skipta um skó áður en þeir stíga á hlaupabretti ættu að eiga samtal við hnén á sér; þeir sem horfa á sjónvarpið á tvöföldum hraða ættu að íhuga að sleppa því einfaldlega að horfa á sjón- varpið; þeir sem eru stöðugt í símanum er þeir sitja fundi með öðru fólki eru klárlega fávitar; þeir sem sofa aðeins þrjá tíma á nóttu til að afkasta meiru leika sér að eldi. Talið er að meðalmaðurinn þurfi að sofa tæpa átta tíma á nóttu. Eftir viku af skertum svefni í boði sjálfshjálpar- bókarinnar var ég orðin önug, komin með krónískan hausverk, var sljó og sinnulaus. Æ fleiri rannsóknir sýna að skortur á svefni er stór- hættulegur. Svefnleysi getur skert hæfni okkar til að aka bíl jafn mikið og áfengi. Svefnleysi veldur því að greindar- vísitala einstaklinga lækkar. Tilraunir á rottum leiddu í ljós að þær drápust eftir tíu til þrjátíu daga af svefnleysi. Þeir sem selja uppskriftir að velgengni fylla heilu bækurnar af ráðum um hvernig við eigum að gera meira og hvílast minna. Rannsóknir sýna hins vegar svart á hvítu hvernig má auka afköst, hamingju og vellíðan. Ráðið er einfalt – og ókeypis: Gera minna, hvílast meira. Njótið sumarsins! Martröð í morgunsárið 1 5 . j ú l í 2 0 1 7 l A U G A R D A G U R8 s k o ð U n ∙ F R É T T A B l A ð i ð SKOÐUN Phillipu York þekkja fáir. York hét áður Robert Millar og var heimsfrægur hjól-reiðamaður. Hann vann þrjár dagleiðir í Tour de France keppni, sem er stórkostlegt íþróttaafrek.Meðan hún gekk enn undir nafninu Robert Millar var hún gríðarlega öflugur klifrari á hjól- inu. Árið 1984 var hún besti klifrarinn á Tour de France, og fékk að launum hina frægu rauðdoppóttu treyju. Fjallaleiðir í Tour de France eru með því erfiðasta sem íþróttafólk leggur á sig. Stundum er farin 200 kílómetra dagleið með um eða yfir fjögur þúsund metra hækkun. Keppnin varir heilar þrjár vikur. Erfitt er að átta sig á slíku þrekvirki. Einmitt við þær aðstæður var Phillipa York í essinu sínu. Hún allt að því flaug upp fjallvegina með takt- föstum hreyfingum og skildi keppinauta sína eftir í reyk. Þegar stigið var af hjólinu var hún fáskiptin og hæglát og keppinautum sínum og liðsfélögum mikil ráðgáta. Þrátt fyrir að Robert Millar væri á þeim tíma besti hjólreiðamaður Breta frá upphafi og nyti gífurlegrar virðingar sem slíkur, sótti hann ekki í sviðsljósið, gaf örsjaldan færi á viðtölum og átti það til að vera stuttara- legur við aðdáendur sína. Þegar ferlinum lauk hvarf Robert Millar nánast af sjónarsviðinu. Hann skrifaði reglulega greinar í hjól- reiðatímarit, en allar myndir voru frá frægðardögunum. Annars kom hann aldrei fram opinberlega þrátt fyrir mikla eftirspurn. Millar sneri baki við þeim fáu vinum sem hann eignaðist á hjólreiðaferlinum. Enginn vissi hvar hann var og allar ályktanir, sem dregnar voru, byggðust á sögusögnum. Orðrómur var um að hann hefði farið í kynleiðrétt- ingu. Blaðamenn sem töldu sig hafa heimildir fyrir því tjölduðu við heimili hans og freistuðu þess að fá söguna staðfesta, en varð ekki kápan úr því klæðinu. Því var við hæfi að ævisaga Millars, sem kom út fyrir tíu árum og hann tók engan þátt í, héti: „Leitin að Robert Millar“. Hin raunverulega saga er hins vegar sú í stuttu máli, að Robert Millar er kona sem heitir Phillipa York. Orð- rómurinn var réttur. York tilkynnti á dögunum að hún hefði undanfarin fimmtán ár lifað sem kona. Hún sagði að fyrst nú væri umheimurinn reiðubúinn til að taka á móti henni, og hennar fólk búið undir þá athygli sem óhjákvæmilega fylgir breytingunni. Viðbrögðin hafa verið jákvæð. Gamlir félagar hafa tekið York opnum örmum og hún var í snarhasti ráðin sem sérfræðingur hjá bresku ITV sjónvarpsstöðinni. Hún hefur gegnt því hlutverki nú meðan Tour de France stendur yfir og staðið sig vel. Sagan af Phillipu York er til marks um miklar fram- farir í málefnum minnihlutahópa. Engu að síður þarf hugrekki til og það hefur York, rétt eins og í fjöllunum forðum daga. Þrátt fyrir þetta er enn furðulega lítil umræða um stöðu minnihlutahópa í afreksíþróttum. Vonandi stendur það til bóta. Fyrirmynd Phillipu York auðveldar fólki í slíkum sporum eftirleikinn. Betri tímar Sagan af Phillipu York er til marks um miklar framfarir í málefnum minnihluta- hópa. Engu að síður þarf hugrekki til og það hefur York, rétt eins og í fjöllunum forðum daga. Hönnun&Merkingar 1 5 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :1 2 F B 1 0 4 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 5 2 -E B 4 8 1 D 5 2 -E A 0 C 1 D 5 2 -E 8 D 0 1 D 5 2 -E 7 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 0 4 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.