Fréttablaðið - 15.07.2017, Page 28
Amsterdam er heillandi borg sem Íslendingar þekkja að góðu einu. Trúlega verða þeir
margir í borginni þegar leikir íslensku
stúlknanna fara fram í Hollandi.
Fyrsti leikur íslenska liðsins er í Til-
burg en með lest frá Amsterdam tekur
klukkutíma og fimmtán mínútur að
komast þangað. Annar leikur fer fram
í Doetinchem en þangað er 1 tími og
40 mínútur með lest frá Amsterdam.
Þriðji leikurinn fer fram í Rotterdam
en þangað er 1 klukkustund og 15
mínútur í lest frá Amsterdam. Vel
er því hægt að fylgjast með öllum
leikjum þótt búið sé í stórborginni.
Amsterdam er afar litrík borg.
Síkin setja svip á hana og bryggjur eru
fjölmargar. Áhugaverðir staðir sem
flestir ferðamenn heimsækja eru safn
Önnu Frank, Van Gogh safnið og eini
fljótandi blómamarkaðurinn í heimi.
Takið hjól á leigu og njótið þess að
hjóla um hverfin meðfram síkjunum.
Hjólastígar eru alls staðar. Þá gæti
verið óvenjulegt að búa í húsbát í stað
gistihúss. Hótel ætti að bóka með
góðum fyrirvara því ferðamanna-
straumur er mikill til borgarinnar.
Menningarflóran er afar fjöl-
breytt í borginni að ekki sé talað
um fjölbreytileika mannlífsins. Að
setjast niður á einu af þúsundum
útikaffihúsa og virða fyrir sér fólkið á
götunum er mikil upplifun.
Miðbæinn í Amsterdam er best að
skoða fótgangandi en samgöngur eru
auðveldar og þægilegar. Má þar nefna
jarðlestir, sporvagna, lestir og strætó.
Að kvöldi er skemmtilegt að fara í báts-
ferð um síkin, jafnvel með kvöldverði
og upplifa borgina í myrkrinu. Bókið
slíka ferð á netinu með góðum fyrir-
vara, það er ódýrara. Mörg frábær veit-
ingahús eru í Amsterdam, til dæmis í
kringum Westerstraat. Vinsælir barir
eru í kringum Noorder markt.
Margar verslunargötur eru í
borginni og má nefna Kalverstraat
og Leisestraat sem eru aðalversl-
unargöturnar. Rétt við Damtorgið
í miðbænum er ein stærsta versl-
unarmiðstöðin. Rétt við miðbæinn
er De Negen Straatjes en gengið er
fram hjá konungshöllinni með-
fram síkinu og þá má finna vinsælar
verslanir, litlar hönnunarbúðir
og fallegar tískubúðir. Í götunni
eru sömuleiðis mörg veitinga- og
kaffihús.
Flestir vilja skoða Rauða hverfið
þegar þeir koma í fyrsta skipti til
Amsterdam. Athuga skal að það er
stranglega bannað að mynda konur
sem sitja í gluggum vændishúsanna.
Ekki ætti að fara með börn inn í
þetta hverfi.
Nauðsynlegt er að kíkja á Leidse-
plein (torg) en þar er iðandi mannlíf
og alls kyns listamenn að sýna listir
sínar. Á kvöldin breytist torgið því
þá streymir að fólk í leit að nætur-
fjöri. Diskótek og barir eru þarna allt
í kring.
Fyrir þá ævintýragjörnu er upplagt
að borða á Ctaste en þar er borðað
í myrkri. Ekki er ætlast til að fólk
komi spariklætt en matseðillinn á að
koma á óvart. Prófið samt súkku-
laðifondú í myrkrinu. Það mun vera
virkilega skemmtileg og rómantísk
upplifun.
Einn frægasti markaðurinn í Amst-
erdam heitir Albert Cuyp Market.
Hann er opinn sex daga vikunnar.
Þarna er hægt að fá allt frá ávöxtum
og grænmeti upp í rafmagnstæki,
fatnað eða minjagripi. Flottur staður
til að kaupa sér ekta hollenska mat-
vöru, til dæmis osta eða smakka hina
frægu stroop wafel sem er heimsfræg
hollensk vaffla með karamellusírópi.
Fyrir bjórþyrsta má geta þess að
heimsókn í Heineken bjórverk-
smiðjuna er vinsæl. Best er að kaupa
miða á netinu áður en haldið er til
Hollands því oft er mikil traffík í
verksmiðjuna.
TripAdvisor vefurinn getur verið
hjálplegur þegar leita þarf að veit-
ingahúsi á ókunnugum slóðum þar
sem maturinn er á góðu verði.
elin@365.is
Litríka og fagra Amsterdam
Holland er lítið
land. Frá Amster-
dam er stutt til
allra átta. Landið
hefur upp á
margt skemmti-
legt og spenn-
andi að bjóða.
Hollendingar eru
gestgjafar EM-
kvenna 2017.
Síkin setja mikinn svip á Amsterdam. nordicphotoS/getty
Mjög skemmtilegt er að fara í bátsferð um síkin í Amsterdam.
6 áfrAM íSLAnd 1 5 . j ú L í 2 0 1 7 L AU g A r dAg U r
Ekki missa
af marki!
Dragðu úr tíðni klósettferða
meðan á leik stendur
Minna mál með SagaPro
1
5
-0
7
-2
0
1
7
0
4
:1
2
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
5
2
-D
C
7
8
1
D
5
2
-D
B
3
C
1
D
5
2
-D
A
0
0
1
D
5
2
-D
8
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
1
0
4
s
_
1
4
_
7
_
2
0
1
7
C
M
Y
K