Fréttablaðið - 15.07.2017, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 15.07.2017, Blaðsíða 28
Amsterdam er heillandi borg sem Íslendingar þekkja að góðu einu. Trúlega verða þeir margir í borginni þegar leikir íslensku stúlknanna fara fram í Hollandi. Fyrsti leikur íslenska liðsins er í Til- burg en með lest frá Amsterdam tekur klukkutíma og fimmtán mínútur að komast þangað. Annar leikur fer fram í Doetinchem en þangað er 1 tími og 40 mínútur með lest frá Amsterdam. Þriðji leikurinn fer fram í Rotterdam en þangað er 1 klukkustund og 15 mínútur í lest frá Amsterdam. Vel er því hægt að fylgjast með öllum leikjum þótt búið sé í stórborginni. Amsterdam er afar litrík borg. Síkin setja svip á hana og bryggjur eru fjölmargar. Áhugaverðir staðir sem flestir ferðamenn heimsækja eru safn Önnu Frank, Van Gogh safnið og eini fljótandi blómamarkaðurinn í heimi. Takið hjól á leigu og njótið þess að hjóla um hverfin meðfram síkjunum. Hjólastígar eru alls staðar. Þá gæti verið óvenjulegt að búa í húsbát í stað gistihúss. Hótel ætti að bóka með góðum fyrirvara því ferðamanna- straumur er mikill til borgarinnar. Menningarflóran er afar fjöl- breytt í borginni að ekki sé talað um fjölbreytileika mannlífsins. Að setjast niður á einu af þúsundum útikaffihúsa og virða fyrir sér fólkið á götunum er mikil upplifun. Miðbæinn í Amsterdam er best að skoða fótgangandi en samgöngur eru auðveldar og þægilegar. Má þar nefna jarðlestir, sporvagna, lestir og strætó. Að kvöldi er skemmtilegt að fara í báts- ferð um síkin, jafnvel með kvöldverði og upplifa borgina í myrkrinu. Bókið slíka ferð á netinu með góðum fyrir- vara, það er ódýrara. Mörg frábær veit- ingahús eru í Amsterdam, til dæmis í kringum Westerstraat. Vinsælir barir eru í kringum Noorder markt. Margar verslunargötur eru í borginni og má nefna Kalverstraat og Leisestraat sem eru aðalversl- unargöturnar. Rétt við Damtorgið í miðbænum er ein stærsta versl- unarmiðstöðin. Rétt við miðbæinn er De Negen Straatjes en gengið er fram hjá konungshöllinni með- fram síkinu og þá má finna vinsælar verslanir, litlar hönnunarbúðir og fallegar tískubúðir. Í götunni eru sömuleiðis mörg veitinga- og kaffihús. Flestir vilja skoða Rauða hverfið þegar þeir koma í fyrsta skipti til Amsterdam. Athuga skal að það er stranglega bannað að mynda konur sem sitja í gluggum vændishúsanna. Ekki ætti að fara með börn inn í þetta hverfi. Nauðsynlegt er að kíkja á Leidse- plein (torg) en þar er iðandi mannlíf og alls kyns listamenn að sýna listir sínar. Á kvöldin breytist torgið því þá streymir að fólk í leit að nætur- fjöri. Diskótek og barir eru þarna allt í kring. Fyrir þá ævintýragjörnu er upplagt að borða á Ctaste en þar er borðað í myrkri. Ekki er ætlast til að fólk komi spariklætt en matseðillinn á að koma á óvart. Prófið samt súkku- laðifondú í myrkrinu. Það mun vera virkilega skemmtileg og rómantísk upplifun. Einn frægasti markaðurinn í Amst- erdam heitir Albert Cuyp Market. Hann er opinn sex daga vikunnar. Þarna er hægt að fá allt frá ávöxtum og grænmeti upp í rafmagnstæki, fatnað eða minjagripi. Flottur staður til að kaupa sér ekta hollenska mat- vöru, til dæmis osta eða smakka hina frægu stroop wafel sem er heimsfræg hollensk vaffla með karamellusírópi. Fyrir bjórþyrsta má geta þess að heimsókn í Heineken bjórverk- smiðjuna er vinsæl. Best er að kaupa miða á netinu áður en haldið er til Hollands því oft er mikil traffík í verksmiðjuna. TripAdvisor vefurinn getur verið hjálplegur þegar leita þarf að veit- ingahúsi á ókunnugum slóðum þar sem maturinn er á góðu verði. elin@365.is Litríka og fagra Amsterdam Holland er lítið land. Frá Amster- dam er stutt til allra átta. Landið hefur upp á margt skemmti- legt og spenn- andi að bjóða. Hollendingar eru gestgjafar EM- kvenna 2017. Síkin setja mikinn svip á Amsterdam. nordicphotoS/getty Mjög skemmtilegt er að fara í bátsferð um síkin í Amsterdam. 6 áfrAM íSLAnd 1 5 . j ú L í 2 0 1 7 L AU g A r dAg U r Ekki missa af marki! Dragðu úr tíðni klósettferða meðan á leik stendur Minna mál með SagaPro 1 5 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :1 2 F B 1 0 4 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 5 2 -D C 7 8 1 D 5 2 -D B 3 C 1 D 5 2 -D A 0 0 1 D 5 2 -D 8 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 0 4 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.