Fréttablaðið - 15.07.2017, Side 34

Fréttablaðið - 15.07.2017, Side 34
Viggó Magnús- son er stoltur pabbi leik- manns númer fjögur, Glódísar Perlu Viggós- dóttur. Hér hampar Glódís, fyrirliði fjórða flokks HK, bikar fyrir sigur á Íslands- móti kvenna innanhúss árið 2006. Ósvikin gleði á Pæjumóti 2008. Glódís Perla Viggósdóttir knattspyrnukona sýnir tilþrif á Símamótinu 2008. Fótboltinn kom inn í lífið þegar fjölskyldan flutti til Hor-sens í Danmörku en þá var miðbarnið, Glódís, átta ára. „Við settum þær systurnar á námskeið í júdó en krakkarnir í skólanum voru mikið í boltanum, handbolta á veturna og fótbolta á sumrin, og hún prófaði að fara á æfingu með vinkonum sínum,“ segir Viggó og rifjar upp hvernig Glódís fékk fyrstu skóna sína. „Þetta bar allt frekar brátt að og það vildi svo vel til að nágrannar okkar voru mikið fótboltafólk og áttu stelpu sem var aðeins eldri en Glódís. Svo þegar hún var að byrja þá labbaði ég yfir í næsta hús og spurði hvort þau ættu nokkuð skó sem þau gætu lánað okkur, svona á meðan hún væri að prófa því við vildum ekki fara út í stórar fjárfestingar ef henni myndi svo ekki líka við þetta. Það hittist svo á að þau voru nýbúin að henda mjög fínum Adidas Predator-skóm sem voru orðnir of litlir á dóttur þeirra svo þeir voru veiddir upp úr ruslinu og það voru fyrstu skórnir sem Glódís spilaði í.“ Glódís var svo næstu tvö árin á fullu í bæði handbolta og fótbolta og þegar fjölskyldan flutti aftur til Íslands var farið beint út á völl. „Um leið og við komum heim aftur þegar hún var tíu ára röltum við saman út í Fagralund, íþrótta- hús HK, þar sem var mjög vel tekið á móti þeim systrum og Glódís spilaði með HK þangað til hún var sextán ára.“ Pabbahjartað slær hraðar foreldrastarfi HK, varð formaður í barna- og unglingaráði og seinna virkur í samstarf HK og Víkings og hefur verið síðan. Hann var ekkert í íþróttum sem barn og heldur ekki móðir Glódísar. „Þetta er hálfgerð stökkbreyting,“ segir hann og hlær við. Systur Glódísar æfðu báðar um tíma. „Elsta dóttir okkar fór upp í annan flokk hjá Víkingi en hún varð fyrir meiðslum og hætti þess vegna og sú yngri hætti líka frekar snemma.“ Glódís þurfti að lokum að velja milli handboltans og fót- boltans. „Þegar var búið að velja hana í bæði U16 og U19 landslið- in í báðum íþróttum þurfti hún að fara að velja því þetta var farið að rekast á. Og hún valdi fótboltann. Ég veit ekki hvað réð þeirri ákvörðun en það spilaði inn í að U17 liðið fór mjög langt í Evrópukeppninni 2011, komst í úrslitakeppni á Evrópumótinu og hún var í þeim hópi sem fór út þá. Svo skemmdi ekki fyrir að KSÍ sá mjög vel um sín landslið og við fjölskyldan þurftum ekki að fara í fjáröflun eða leggja út stórar fjárhæðir.“ Ánægð atvinnukona 2011 flutti fjölskyldan aftur til Danmerkur og Glódís hóf þá æfingar með Horsens SIK. „Hún var ekki ánægð með að flytja aftur út enda voru allir vinirnir hérna heima og það var ákveðið bráð- lega að þær mæðgur færu Hálfgerð stökkbreyting Lífið snerist um HK á þessum árum „Þær vinkonurnar gengu um í HK-búningum og það var meira að segja erfitt að fá hana til að fermast í einhverju öðru en HK-búningi. Frá því við flytjum heim og til dagsins í dag er boltinn hennar aðalmál.“ Á sama tíma hóf Viggó þátttöku í heim aftur,“ segir Viggó. Um svipað leyti bauðst Glódísi að leika með Stjörnunni. „Og eftir tveggja ára far- sælan feril þar hafði umboðsmaður samband sem spurði hvort Glódís hefði ekki áhuga á verða atvinnu- kona í fótbolta og okkur leist ágæt- lega á það.“ Skömmu síðar fékk Glódís tilboð sem hún þurfti því miður að hafna enda var hún samn- ingsbundin Stjörnunni en þegar sá samningur var útrunninn var Glódís Perla fékk fyrstu fótbolta­ skóna beint upp úr ruslinu en er nú ómissandi leik­ maður landsliðs­ ins. Pabbi hennar, Viggó Magnús­ son, hlakkar til EM en segist oft vera stressaður fyrir stóra leiki umboðsmaðurinn búinn að tengja hana við Eskilstuna og úr varð að hún réð sig þangað. „Það var ekkert auðvelt að sleppa henni út,“ viður- kennir pabbinn. „Hún hefur alltaf verið sterk og sjálfstæð en hún verður nú samt alltaf litla stelpan manns. Þetta var 2014 og þegar hún fór var búið að græja íbúð sem hún átti að leigja með liðsfélaga sínum frá Svíþjóð. Svo þegar hún kom var íbúðin langt frá æfingasvæðinu og afskekkt og hún var ekkert sérstak- lega kát. Sem gerði það að verkum að það var erfitt að skilja hana eftir. En það rættist úr og hún er mjög ánægð núna,“ segir Viggó og bætir við: „Það hefur alltaf gengið vel hjá henni að falla inn í hóp og dvölin í Eskilstuna hefur verið mikið ævin- týri og þótt þær hafi aldrei unnið titil þá hefur munað litlu.“ Pabbar verða mjög stressaðir En hvernig skyldi pöbbum líða þegar EM nálgast? „Pabbar verða mjög stressaðir,“ segir Viggó brosandi, „en mjög spenntir líka. Ég gerði þau mistök að fara ekki á EM þegar U17 liðið fór til Frakk- lands, það var aðeins of stór biti fyrir okkur þá en ég sé alltaf eftir því. Og ég sór þá að ég myndi aldrei láta þetta gerast aftur. Svo ég fór með henni á fyrsta stórmótið hennar í Svíþjóð og það var æðis- legt. En hjartað barðist ansi hratt í brjóstinu á manni þegar hún kom inn á í fyrsta leiknum á móti Noregi og síðan var hún í byrjunarliði á móti Þýskalandi og þá var hún bara 17 ára. Hún svo sem stóð það af sér og gekk vel. Í Svíþjóð vorum við 30-50 manna hópur sem ætlaði á alla leikina og svo slæddist fólk inn svo þetta voru kannski 100 manns í allt. En núna er búið að selja 10.000 miða og það er allt öðruvísi til- finning. Meiri meðbyr en líka meiri væntingar og pressan meiri.“ Fjöl- skyldan fer út 16. júlí og ætlar að sjálfsögðu á alla leikina. „Sem pabbi er ég náttúrlega stoltur af stelpunni en ég er líka ofsalega stoltur af liðinu og mér finnst æðislegt hvað kvennaknattspyrnan er a mikilli siglingu núna. Stelpurnar hafa líka sýnt að þær eru virki- lega þess virði að fylgjast með þeim. Ég held að það fari ekkert minni hrollur um mig núna en þegar hún kom inn á í fyrsta mótinu sínu.“ brynhildur@365.is 12 ÁfraM ÍSland 1 5 . j ú l í 2 0 1 7 l aU G a r daG U r 1 5 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :1 2 F B 1 0 4 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 5 2 -F F 0 8 1 D 5 2 -F D C C 1 D 5 2 -F C 9 0 1 D 5 2 -F B 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 0 4 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.