Kiwanisfréttir - 01.03.1972, Síða 15

Kiwanisfréttir - 01.03.1972, Síða 15
fatlaðra á Akureyri, til að koma upp end- urhæfingamiðstöð. Vígsluhátíð þessarar stofnunar var haldin þann 11. október 1970, en við höfðum samþykkt að halda aðstoð áfram eins og efni og ástæður leyfa. T. d. var samþykkt fyrir stuttu að gefa sérstakan bekk til meðhöndlunar á bak- veiku fólki. Þá hafa klúbbfélagar skipzt á að aka öldruðu fólki til kirkju sam- kvæmt óskum þess. Hefur þetta mælzt mjög vel fyrir og hafa bæði mörg og hlý þakklætisorð og jafnvel peningar borizt okkur af þessu tilefni. Nokkrar ferðir voru farnar af bæði lærðum og leikum til að hjálpa við að inn- rétta rannsóknarstofu að Víkurbakka, en rannsóknarstöð þessi hefur hlotið nafnið Katla og verið getið í fjölmiðlum. Er hér um algjört áhugamannaframtak að ræða. Þá má einnig nefna að smá jólaglaðn- ingur var færður geðveikum, sem dvelja í sérstakri deild sjúkrahússins á Akureyri. Fyrir hönd Kiwanisklúbbsins Kaldbaks á Akureyri sendi ég beztu kveðjur öllum Kiwanisfélögum í íslenzka umdæminu, með þökk fyrir alla viðkynningu. Ritari Kaldbaks. KIWANIS-FRÉTTIR Útgefandi: ÍSLENZKA UMDÆMIÐ Ritstjóri: EYJÓLFUR SIGURÐSSON Prentun: HAGPRENT HF. Sjúkrahúsi Akraness gefin tæki Svæðisþing Eddu var haldið á Akranesi 3.—4. sept., sem flestum er í fersku minni og sá Þyrill um undirbúning. Laugardag- inn 4. sept. 1971 boðaði stjórn Þyrils eig- inkonur félaga á fund og kynnti þar Lo- vísa Marinósdóttir starfsemi Sinawik í Reykjavík. Arangur þessa fundar varð stofnun Sinawik á Akranesi þann 7. sept. Formaður er Ragnhildur Theódórsdóttir. A síðasta starfsári var ákveðið m. a. að gefa Sjúkrahúsi Akraness eitt rúm fyrir hjartasjúklinga og súrefniskassa fyrir böm, sem fæðast fyrir tímann. Súrefnis- kassinn er sérstaklega gerður til þess að flytja börnin í honum, en þau eru ætíð flutt til Reykjavíkur. Tæki þessi kosta ca. kr. 165.000, og voru afhent föstudagsinn 29. okt. 1971. Konukvöld var laugardaginn 30. okt. Stjórnarskipti fóru fram 4. okt. og er nýja stjórnin þannig skipuð: Forseti: Ásgeir Guðmundsson, kjörfor- seti: Guðmundur Vésteinsson, ritari: Ing- ólfur A. Steindórsson, erl. ritari: Ásmund- ur Ólafsson, féhirðir: Pétur Elíasson, gjaldkeri: Torben Asp., meðstjórnendur: Ársæll Jónsson, Guðjón Elíasson, Ólafur Theódórsson. K-FRÉTTIR — 15

x

Kiwanisfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.