Kiwanisfréttir - 01.10.1977, Page 20

Kiwanisfréttir - 01.10.1977, Page 20
hverju umdæmi og í því voru umdæmis- stjórar einnig, það er að segja þetta er sama fyrirkomulag og við nú höfum í Evrópuráði Kiwanis. Tveir þessara þriggja funda voru sóttir af 16 til 17 mönnum og voru haldnir á þrem ólíkum tungumálum. Miðfundurinn var einungis fyrir þá, sem í Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins starfa, þekkt í dag sem Evrópustjóm Kiw- anis og á fundum þeirra hefur verið gerð til með að nota einungis eitt tungumál, enskuna. Augljóslega hefur miklum tíma verið eytt á hverjum fundi í þýðingar. Árangur þess er sá, að afrakstur starfsins var ekki í hlutfalli við tímann sem eytt var til starfsins. Und- anfarin tvö ár hefur starf Evrópustjómar verið unnið í samræmi við núverandi stofn- skrá og lög Evrópusambandsins og síðast- liðið ár var ákveðið, að Evrópuráð Kiwanis haldi aðeins fundi meðan á Evrópuþingi stendur. Reynslan hefur sýnt, að upphaf- lega ákvörðunin frá 1968, að Evrópuráð samanstandi af þrem mönnum frá hverju umdæmi, er óhentugt fyrirkomulag. Reynslan hefur einnig sýnt okkur, að það er ráðlegt fyrir framtíðar forseta Evrópu- sambandsins, að hafa minnst þriggja ára reynslu við störf í Evrópustjóm, áður en þeir taka við embætti sínu. Stjóm Evrópu- sambandsins er engu ónauðsynlegri en stjórn klúbbs eða umdæma. Innan stjómar Evrópusambandsins er nauðsyn fyrir alla, að skilja vel hugsunarhátt Kiwanismanna frá mörgum mismunandi umdæmum. Evrópa er margskipt eftir viðhorfum, venj- um og menningu þjóðanna sem álfuna byggja. Evrópustjóm ákvað þetta starfsár, að útnefna ráðgjafa fyrir hvert umdæmi. Þess- ir ráðgjafar em allir í Evrópustjóm. Þessi ákvörðun átti að gefa þeim kost á að vinna með umdæmisstjórnum, öðmm en í þeirra eigin umdæmi, til þess að koma á betra sambandi og samvinnu milli Evrópustjórn- ar og umdæmisstjómanna. Ég vonast til þess að þessi ákvörðun reynist mikilvæg í framtíðarstörfum Kiwanishreyfingarinnar. Allir viljum við sameinaða Evrópu inn- an Kiwanis og við eigum enga betri leið til að ná þessu markmiði en þá, að kjósa alltaf reyndustu mennina frá umdæmun- um í Evrópustjóm, burt séð frá því hvaða hluta umdæmis þeir kunna að vera frá og þá ekki síður með því, að gefa þeim tæki- færi til þess að kynnast að fullnustu störf- um Evrópusambandsins, svo að þeir geti starfað sem virkir byggjendur hreyfingar- innar innan Evrópustjómarinnar. Til þess að þetta sé mögulegt, verða þessir full- trúar að vera kosnir til starfa sinna til meira en eins eða tveggja ára. Starfsáætlun B, sem stofnað var til við byrjun þessa starfsárs, hefur nú verið lokið. Þátttaka klúbbanna í FYRSTA ÞÆTTI var nokkuð góð, eða 155 klúbbar, sem eru 54% þeirra, sem svömðu spumingunum. í ÖÐRUM ÞÆTTI tóku þátt 125 klúbb- ar, eða 42% og í ÞRIÐJA ÞÆTTI tóku þátt 109 klúbbar, eða 37°/°. Samkvæmt niðurstöðum úr fyrsta þætti, virðist þátt- taka félaga í klúbbstörfum vera góð. Sam- kvæmt niðurstöðum úr þætti tvö kom í ljós, að 68 af hundraði klúbba hafa haft til heimsóknar ræðumenn, sem ræddu byggðamálefni á þessu tímabili, 43% unnu með æskunni, 60% unnu fyrir fatlaða, 58% unnu fyrir aldraða og 33% unnu að öðr- um verkefnum. 72% klúbbanna unnu að fjáröflun og 44% unnu að þjónustustörf- um, án fjáröflunar, en þátttaka félaga í þessum störfum var mismunandi, frá 10% til 100%. Tímabilið 1. október til 31. marr 1977 voru 135 byggðarlög heimsótt með K-FRÉTTIR 20

x

Kiwanisfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.