Kiwanisfréttir - 01.10.1977, Side 22
Kiwaniskveðskapur
Allir Kiwanismenn kannast við þá lesn-
ingu, sem svæðisstjórinn flytur nýjum em-
bættismönnum á sjórnarskiptafundum í
klúbbunum á haustin. Þessi lesning mun
hafa verið sett saman á fyrstu starfsárum
hreyfingarinnar hér á landi, og þá væntan-
lega þýdd úr ensku eða skandinavisku, Jiví
að í byrjun var ísland hluti Norden-um-
dæmisins. Lesningin hefur síðan gengið frá
einum svæðisstjóra til annars og eiga því
embættismenn allra hérlendra Kiwanis-
klúbba að vera settir inn í sín embætti
samkvæmt sömu formúlunni.
í lok svæðisstjómartíðar undirritaðs,
starfsárið 1975—1976, riðlaðist svæðaskipt-
ing Kiwanis á Islandi vemlega, og má
segja, að gamla Eddusvæðið hafi skipst í
tvö svæði, þ. e. Þórssvæðið í Reykjavík og
nágrenni ásamt ísafirði og Eddusvæðið á
Vesturlandi. Eitthvað mun unrirritaður
hafa orðið seinn fyrir að koma stjórnar-
skiptarullunni til verðandi svæðisstjóra hins
nýja Eddusvæðis, Hjartar Þórarinssonar,
þannig að þegar fyrsta stjómarskiptafund-
inum kom, en hann mun hafa verið í Þyrli
á Akranesi, hafði nýi svæðisstjórinn enga
lesningu í höndunum. Ekki dó þó Hjörtur
ráðalaus heldur útbjó sína eigin lesningu
og hana í bundnu máli. Þar sem margir
og líklega allflestir íslenskir Kiwanismenn
hafa ekki heyrt þessa nýju lesningu Hjartar,
er hún nú birt hér á eftir.
Þorbjöm Karlsson
Innsetningarstef nýrrar stjórnar
eftir Hjört Þórarinsson.
Skyldur embættismanna:
Skyldum ykkar skal ég hérna skilin gera,
ítarlega það á að vera
eins og lögin með sér bera.
Meðstjórnendur:
Við leysum störfin léttar en í lögum stendur,
að færa þau á fleiri hendur
og finnum góða meðstjórnendur.
Fráfarandi forseti:
Fráfarandi forseti nú feginn andar
en vertu þeim áfram innan handar,
ef einhver nýliðanna strandar.
Gjaldkeri:
Gjöld innheimtir, gætir vel og gír ó tengir.
Væntanlega vilja engir
vera nefndir trassadrengir.
Erlendur ritari:
Erlend bréf, sem enginn skilur áttu að þýða,
sist af öllu svar má bíða,
sú er þrautin við að stríða.
Féhirðir:
Við fjárreiðurnar féhirðirinn frómur situr,
með ávísanir enginn kritur.
Á aðalfundi skýrslu flytur.
22
K-FRÉTTIR