Kiwanisfréttir - 01.10.1977, Qupperneq 24

Kiwanisfréttir - 01.10.1977, Qupperneq 24
Fréttirfra Geysi Hinn 10. des. 1975 var Kiwanisklúbb- urinn Geysir stofnaður í Mosfellssveit. Stofnfélagar voru 29. Aðdragandi að stofnun þessa klúbbs var sá, að hingað í sveit höfðu flust, á undan- förnum árum mikill fjöldi góðra manna, þótt svo að góðir menn hafi verið fyrir, og komu þar með Kiwanismenn annars staðar að af landinu. Fyrsta forseta okkar, Sturla Þorgeirsson, fengum við frá Vestmannaeyjum. Var hann áður starfandi í Kiwanisklúbbnum Helgafell. Fyrir hans atbeina og annarra manna, náðist í 29 stofnfélaga. Við byrjuðum á að sækja fundi hjá öðr- um móðurklúbb okkar, Heklu. Við feng- um þar smá innsýn í störf Kiwanis. Eftir að haldnir höfðu verið 3 undirbúningsfund- ir hér í sveit, voru allir pappírar komnir erlendis frá, og kom þá umdæmisstjóri Ásgeir Guðlaugsson, ásamt forseta Heklu, Jóni K. Ólafssyni og forseta Nes, Jóni V. Guðjónssyni og fleiri góðum gestum til að ganga fullkomlega frá stofnun Geysis. Þá fóru nokkrir félagar á 200. fund Nes og var það mjög skemmtileg og fróðleg för fyrir svona nýgræðinga eins og okkur. Geysisfélagar tóku að sér sölu á jóla- trjám fyrir jólin 1975, og var ákveðið að styrkja björgunarsveitina Kyndil til kaupa á talstöð í nýjan björgunarsveitarbíl. Þessi jólatréssala gerði það mögulegt að stöðin var keypt og er komin í bílinn. Aðrar fjáraflanir voru ekki á því ári, enda varla von, þar sem klúbburinn starfaði ekki nema í tæpan mánuð á árinu. Miklar umræður hafa verið um að fara sér hægt af stað, og höfum við fengið 24 ábendingar um slíkt frá Kiwanisfélögum úr öðrum klúbbum. En eftir því sem ég hef best hlerað hjá styrktarnefnd, þá held ég að slíkar ábendingar fari forgörðum að töluverðu leyti. Upp úr áramótunum 1975-1976, var hafinn undirbúningur að vígslu klúbbsim og fór hún fram í lok janúar við mikinn fögnuð allra viðstaddra. Sem fullgildir Kiwanisfélagar, fórum við að líta í kring- um okkur eftir fleiri verkefnum til fjáröfl- unar og niðurstaðan varð auglýsingarit með símaskrá sveitarinnar og byggðakorti af þéttbýliskjörnum hreppsins. Þetta rit var kannski verkefni við vöxt, en það leystist vonum framar og erum við Geysisfélagar mjög stoltir af því. I endaðan maí, var farið í ferð til Vest- mannaeyja og Kiwanisklúbburinn Helga- fell heimsóttur. Tókst sú ferð í alla staði mjög vel. Eiga Helgafells-menn þakkir skilið fyrir góðar móttökur og samveru- stundir. Mætingar á fundum i vetur hafa verið frá 50 - 85%. Menn eru svona að átta sig á hvað Kiwanis er og má búast við að eitthvað þynnist stofnfélagatalan eftir fyrsta. veturinn, en við erum samt bjartsýnir á framhaldið. Eftir rólegheit sumarins, var byrjað aft- ur í september af miklum krafti. Stjórnar- skipti fóru fram 6. október og þar með hófst annað starfsár Kiwanisklúbbsins Geysis. Nú var Geysir ekki lengur klúbbur í mótun, hann var orðinn klúbbur í starfi. Fyrsta verkefni nýju stjórnarinnar, var að ganga frá dagskrá starfsársins. Var hún tilbúin prentuð á stjómarskiptafundi. Fjár- K-FRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.