Kiwanisfréttir - 01.10.1977, Page 25

Kiwanisfréttir - 01.10.1977, Page 25
Örn Egilsson afhendir Birni Baldvinssyni fyrrv. forseta, stjórnina á klúbbnum í október 1976. hagsáætlun var tilbúin á fyrsta fundi ný- kjörinnar stjórnar og ársgjald ákveðið kr. 10.000,- Fundir voru hjá Geysi sem fyrr, annan hvern miðvikudag, og stjómarfundir með formönnum nefnda, annan hvem sunnu- dag. A vetrinum var reynt að hafa smá fjöl- breytni í starfi, með ræðumönnum, spila- vist og skemmtunum. Haldinn var einn fjölskyldufundur og mættu á hann um hundrað manns. Er hann af mörgum tal- inn eftirminnilegasti fundur vetrarins. Heimsóknir til annarra kltibba voru nokkrar, t. d. heimsóttum við Esju og Nes og einstaka félagar sóttu heim marga aðra klúbba. Til okkar komu i heimsókn Esja, Nes og Jörfi. K-FRÉTTIR Sturla Þorgeirsson, fyrsti forseti Geysis að þjón- ustustarfi fyrir klúbbinn. Jólatréssala var aftur um þessi jól, og einnig seldum við jólatrésgreinar. Aftur var hafist hand um útgáfu á blað- inu góða, og kom það út fyrst í júní. Þau verkefni sem klúbburinn hefur stutt með fjárframlagi og vinnu, eru dagheimili, Ungmannafélagið Afturelding, Björgunar- sveitin Kyndill, Iþróttahúsið, og farið var með vistmenn á Reykjalundi í dagsferð. Einn félagi Geysis, Sturla Þorgeirsson, tók að sér kennslu á bridge, í nafni klúbbsins, við Gagnfræðaskólann. Góðir Kiwanisfélagar, það hefur verið stiklað á stóru, það eitt og hálft ár, sem Geysir hefur starfað. Við erum ánægðir með þann stutta tíma, sem við höfum ver- ið í hreyfingunni, og þökkum við þau góðu kynni sem við höfum eignist vítt og breitt um landið. Með Kiwaniskveðju. 25

x

Kiwanisfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.