Kiwanisfréttir - 01.10.1977, Qupperneq 37
Þorbjörn Karlsson:
Hvað er framundan í
Erindi flutt á 7. þingi íslenska umdæmisins
22.-23. apríl 1977.
Inngangur:
Hvað er framundan? Það er ekki lítið
verkefni, sem undirbúningsnefnd þingsins
fær mér í hendur, og að öllum líkindum
væri ég ekki hér, ef ég gæti svarað þessari
spurningu, heldur sæti væntanlega í troð-
fullri stofu einhvers staðar úti í bæ og
rýndi þar í mína krystalskúlu fyrir forvitna
og óþolinmóða íslendinga til að ráða þeirra
lífsgátu. En sem betur fer er okkur ekki
gefin sú gáfa að geta sagt fyrir um fram-
tíðina — ég segi sem betur fer, því hrædd-
ur er ég um, að heldur væri lífið dauft og
tilbreytingalaust, ef við vissum alltaf, hvað
framtíðin ber í skauti sínu. Hitt getum við
svo alltaf gert og stundum þá iðju reyndar
óspart að gera framtíðaráætlanir og setja
okkur einhver ákveðin markmið fyrir kom-
andi ár að keppa að. í þessu augnamiði
horfum við gjarnan um öxl, reynum að
læra af fenginni reynslu, hvað horfir til
bóta og hvað við hefðum betur látið ógert,
því að „til þess eru Vítin að varast þau”
(þetta hefði Kröflunefnd átt að vita).
Horft um öxl.
Við skulum byrja á því að líta aðeins
yfir farinn veg og athuga, hvaða lærdóm
við getum af því haft. Á mynd 1 er sýnt,
hvernig þróunin í stofnun nýrra klúbba
hefur verið hér á landi allt frá því er
Kiwanisklúbburinn Hekla var stofnaður
snemma á árinu 1964. Við sjáum að
hreyfingin fer hægt af stað. Næsti klúbbur,
K-FRÉTTIR
sem er Katla, var ekki fullgiltur fyrr en
rúmum tveimur árum á eftir Heklu. Síðan
kemur Helgafell í Vestmannaeyjum á síðari
helmingi ársins 1967 og Askja á Vopna-
firði rétt í ársbyrjun 1968. Þá er Kaldbak-
ur, Akureyri, síðla árs 1968, þannig að á
fyrstu fimm árunum eru stofnaðir jafn-
margir eða 5 klúbbar. Eftir þetta tekur
þróunin mikinn fjörkipp, þannig að í dag
eru klúbbarnir orðnir 32 og hefur þeim
því fjölgað um 27 á tæpum 9 árum eða
um þrjá til jafnaðar á ári. Fjöldi meðlima
í klúbbunum hefur að meðaltali verið rúm-
lega 30, og sýnir því klúbbaaukningin
nokkurn veginn fjölgun Kiwanisfélaga á
landinu, sem nú mun vera nokkuð yfir
1000.
Þessi þróun hreyfingarinnar hér á landi
er nokkuð, sem við getum allir verið hreykn-
ir af, enda má með sanni segja, að Island
sé mesta Kiwanislandið í heiminum. Ég
ætla ekki að þylja hér neina tölfræði þess-
ari staðhæfingu minni til stuðnings, en vil
þó aðeins nefna, að í heimalandi hreyf-
ingarinnar, Bandaríkjunum, ætti að vera
yfir 1 milljón Kiwanismanna, ef þeir væru
hlutfallslega jafn fjölmennir og við á ís-
landi. Staðreyndin er hins vegar sú, að þcir
eru innan við þriðjungur af þeim fjölda.
Ef litið er á Evrópu eina, er samanburður-
inn okku enn hagstæðari, því að í ljós
kemur, að íbúafjöldi á íslandi er innan við
þúsundasta hluta af íbúum Kiwanislanda
Evrópu, en meðlimafjöldinn hér er yfir
12% af heildarmeðlimafjölda í Evrópu.
Hlutfallslegur fjöldi Kiwanisfélaga hér á
37