Kvennaframboðið - 01.05.1982, Blaðsíða 2

Kvennaframboðið - 01.05.1982, Blaðsíða 2
2. SIÐA Mai 1982 Peysufatakór Kvennaframboðsins syngur alltaf ööru hvoru hér og þar um borgina. Hafið eyrun hjá ykkur. Framboðslíf Kvenna kvak Karlaklúbbar eru margir hér i borg og gegna flestir þvi hlut- verki (væntanlega) að gefa karl- mönnum kost á að hittast, borða og drekka saman og spjalla, auk þess sem ýmis konar góðgerðar- starfsemierá dagskrá, Haldið þið ekki lesendur góðir að Kvenna- framboðinu hafi verið boðið á fund hjá Kiwanisklúbbnum Heklu til að kynna baráttumálin. bað var merkileg reynsla. Eftir fram- söguræðu rigndi yfir okkur spurn- ingum, bæði um einstök mál sem varða borgina og einnig um konur almennt. T.d. kom sú spurning hvort konurnar i Kvennafram- boðinu væru ekki allar búnar að bita af sér mennina sina!!!!Þá vildu karlarnir ekki samþykkja að það væru kon-urnar sem endanlega bæru ábyrgðina á börnum og heimili, en kannski liggur skýringin i þvi að þeir skilji ábyrgðsem fjárhagslega ábyrgð, annað sé ekki nein ábyrgð sem vert er að nefna? Kiwanismenn eftir fundinn að þetta væri hressilegasti fundur sem haldinn hefði verið i félaginu og einn þeirra sagði að Kvennaframboðið hefði greinilega sannað gildi sitt með þeim viðbrögðum sem það kallaði fram þetta kvöld. Aður en lauk var kveðin til okkar visa: Þrálátt konur þöndu lungu þær sem vildu taka tak. Lára, Kristfn og Sigrún sungu sönginn bliða, kvenna kvak. Vikur sögunni nú að 1. mai. Þann dag fóru Kvennaframboðs- konur á stúfana og héldu útifund á Hallærisplaninu eftir að öðrum Kvinnurnar á Islandi eru á gosi Hótel Vik 5. mai 1982 Klukkan yfir versiun úrsmiðs- ins segir mér að hádegi sé i nánd. Útifyrir setur fólk upp kryppu og brýst áfram i kuida og blæstri. Hér inni eru rafmagnsofnar komnir i gang, þvi þetta gamla timburhús sendir strauma Hita- veitunnar beint út i geiminn þegar vindar gnauða. Ritnefnd Kvcnnaframboðiðsins krefst skýrsiu af starfsmönnum: Hvað hafið þið verið að gera? Hvað hefur gerst i Kvennaframboðinu frá þvi að siðasta blað kom út? — Hvað hefur gerst? Það er svo margt að ég veit ekki á hverju skal byrja. Siminn hringir stöðugt, konur koma og fara, það er verið að skipuleggja hverfa- fund i Vesturbænum. Það vantar merki Kvennaframboðsins, efni i biaðið streymir að, prófarkir biða leiðréttingar, stuðningsmenn koma til að gera upp happdrættið, eða til að kaupa póstkort, aðrir til að spjalla. Hvað hefur gerst, það er hreinlega ekki friöur til að hugsa hér á þessum erilsama stað. Þó veröur þaö að gerast. Radíó Ellen Kosningabarátta okkar hófst fyrir löngu, eiginlega strax og umræðan byrjaði i fyrra, en þegar stefnuskráin og framboðs- listinn voru að fæðast fundum við á hjartslættinum og fiðringnum i maganum að eitthvað mikilvægt var að gerast. Siðan hefur verið unnið og unnið innan dyra i Vik sem utan. Fundir og fleiri fundi, viötöl við erlenda blaðamenn, greinaskrif og alls konar verk- efni sem krefjast úrlausnar á hverjum degi. Einn daginn birtist fyrirvaralaust kona frá sænska útvarpinu. Hún býr i Luleá lengst uppi i Norður-Sviþjóð. Hún annast vikulegan þátt sem hún kallar Radio Ellen. Hann er sendur út beint og fjallar ein- göngu um kvennamál. Reynslan sýndi að fúll þörf var á þætti þar sem konur fengu að tjá sig og segja frá, þvi i Sviariki gilda sömu Vogmá‘1 og á íslandi: Það sem konur fást við þykir ekki ýkja merkilegt og hreint ekki fréttnæmt. Sænska útvarpinu þótti ómaksins vert að kynna stöðu kvenna á Islandi og þegar hingað var komið lá beinast við að banka uppá hjá Kvennafram- boðinu, þessu fyrirbæri sem er- lendum fréttamönnum þykir stórmerkilegt, en hinir islensku reyna að segja sem minnst um af skiljanlegum ástæðum. Kvenna- framboðskonur sátu heilan morgun i upptöku og sögðu væntanlegum hlustendum Radió Ellen frá stöðu kvenna á tslandi og hvers vegna væri gripiö til þess ráðs að bjóða fram áér- stakan kvennalista. t annað sinn sat skipulagshópur Kvennaframboösins á kvöldfundi þegar inn streymdi hópur danskra og færeyskra blaða- manna sem vildu fá að vita allt um framboðið. Út úr þvi kom meðal annars þessi setning i fær- eyska blaðinu Sosialurinn: Kvinnurnar á tslandi eru á gosi! Meö Davíð og þríeykinu Fundir með öðrum frambjóð- endum hafa verið nokkrir, þó færri en æskilegt hefði verið. Það virðist úr sögunni að frambjóð- endur leiði saman hesta sina i borginni á opnum fundum, það er einkum i skólum sem slikt gerist. Einn slikan fund sátum við i Menntaskólanum i Hamrahlið. Þar kom Guðrún Jónsdóttir efsta kona á V-listanum fram i fyrsta sinn og þurfti ekki að spyrja að hún lagði salinn að fótum sér, sem þýðir þó ekki að aðrir hafi staðið sig illa, andinn var einfald- lega Kvennaframboðinu i hag. I byrjun april héldu ibúasamtök Vesturbæjar syöri,fund i Tjarnar- biói þar sem fulltrúar flokkanna og við mættu til leiks, en svo illa vildi til að veður var með ein- dæmum gott og þvi höfðu flestir þeir sem annars hefðu mætt valið biltúr eða skiðaferð. Fundurinn var þvi fámennur en beindist að mestu að frambjóðenda Kvenna- framboðsins, enda i fyrsta sinn sem Daviö og þrieykinu vinstra Kvennaframboðinu (á aðra fundi mættu alltaf kvenframbjóð- endur! þó hvorki Guðrún H. né Sjöfn). Næst er að nefna að fimm efstu konum á listanum var boðið i heimsókn til útideildarinnar sem kynnti starfsemi sina i borginni. Var samdóma álit þeirra sem þangað fóru að málefni unglinga þyrftu svo sannarlega úrlausna við og að fleiri aðilar mættu kynna starfsemi sina á þennan hátt. Þegar hér var komið sögu nál- gaðist sumardagurinn fyrsti og þótti timi til kominn að gera eitt- hvað fyrir blessuð litlu börnin. Opið hús var boöað á Borginni þar sem ætlunin var að fagna sumri, drekka kaffi og sprella. Auðvitað þurfti veðrið aö vera með leiðin- iegra móti, skitakuldi og gjóla, þannig að fólk hélt sig inni við. Þó mættu margir I kaffið og börnin skemmtu sér konunglega. , útifundum lauk. Enn voru veður- guðirnir gustmiklir og kuldinn nistandi, en það kom ekki i veg fyrir mjög vel heppnaðan fund og hressilegan.Sólrún Gisladóttir flutti ávarp, en i þann mund sem Helga Thorberg ætlaði að hefja mál sitt varð hún fyrir óvæntri truflun frá konu sem vildi ræða við hana um Kvennaframboðið og fleira gott. Sú kona var algjörlega ópólitisk en féllst á að syngja ásamt peysufatasöngsveitinni nokkur lög. Á eftir var svo drukkið kaffið inni á hótel Vik með kleinu og flatkökum (getið þið hugsað ykkur það þjóð- legra?), húsið gat þvi miður ekki rúmað þann mannfjölda sem streymdi inn en vonandi gátu flestir yljað sér á sopa eftir svalann utan dyra. Nálgast nú dagurinn i dag og aðeins eftir að nefna að fundir hafa veriö haldnir um húsnæðis- mál, skipulagsmál og launa- og atvinnumál kvenna með gestum sem gjöla mega þekkja ástand mála. Fundirnir voru til þess haldnir að fræða og spyrja spurn- inga sem og varð raunin. Þá er siðast en ekki sist að nefna það sögulega augnablik þegar framboðslistinn var af- hentur yfirkjörstjórn við hátið- legt tækifæri. Það gerðist 20. apr- íl. Umboðsmaður listans Lára V. Júliusdóttir gekk ásamt undir- ritaðri inn i hús Hæstaréttar við Lindargötu og afhenti þar tilskilin gögn, sennilega fyrst kvenna. Næsta dag var haldinn fundur i kjörstjórninni og þar var Kvennaframboðinu úthlutað listabókstafnum V (auðVitað), eftir að Kommúnistasamtökin höfðu mótmælt þvi að við og stall- systur okka r á Akureyri fe ng jun K. Þegar þessi orð eru skrifuð er lokaorrustan að hefjast, fram- undan eru kynningar i útvarpi og sjónvarpi, fundur með kvenfram- bjóðendum á Hótel Borg 15. mai boðaður af Kvenréttindafélaginu og eflaust á fleira eftir að dúkka upp þessar tæpu tvær vikur sem eftir eru til kosninga. Við sendum baráttukveðjur héðan frá Hótel Vik — Veljum V-listann! Kristin Ástgeirsdóttir

x

Kvennaframboðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennaframboðið
https://timarit.is/publication/1266

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.