Kvennaframboðið - 01.05.1982, Blaðsíða 23

Kvennaframboðið - 01.05.1982, Blaðsíða 23
 V itamiih «1 <'í* miih THlt'u. M; Mai 1982 SÍÐA 23 Alst iic/in de zon nioet nii.SvSen staatTotaaI30 op tafel uni fullorðinsfræðslu Orð og staðreyndir Langt er nú siðan islensk lög mæltu svo fyrir, að allir landsins þegnar ættu jafnan rétt til náms. En jafn réttur og jafnir mögu- leikar er alls ekki eitt og hið sama, þó svo að horft sé fram hjá mismunandi námshæfileikum. Þar ber margt til, svo sem: bú- seta, efnahagur, viðhorf og félagsleg vandkvæði af ýmsum toga. Það gefur auga leið, að þau ungmenni sem búa fjarri fram- haldsskólum, eiga að öðru jöfnu miklu erfiðara með að sækja sér menntun, heldur en þau, sem búa nærri þeim stofnunum er bjóða framhaldsnám. Bæði er það, að kostnaður við skólagönguna verður minni, ef nemendur geta búið heima og svo hitt að nálægð . skólastofnunarinnar er i sjálfu sér hvatning fyrir nemandann þvi að þá eru meiri likur til þess að félagar og vinir sæki umræddan skóla. Efnahagur hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á skólagöngu fólks. Fólk með þröngan fjárhag veigrar sér oft við þvi að fara út i langt skólanám, þó svo að hugur þess standi til þess. Stúlkur fá lægri laun en piltar og eiga þvi erfiðara með að safna fé til vetrarnáms heldur en þeir og enn i dag er það nær útilokað fyrir stúlkur að fá svo góðar sumar- tekjur að nægi til að greiða fyrir dvöl á heimavistarskóla. Þær eru þvi mjög háðar aðstandendum ef þær ætla i langt nám, oft skortir lika mikið á að þær séu hvattar til slikrar ráðabreytni. Viðhorf þeirra sem eru i nánasta umhverfi fólks hafa einnig mikil ahrif á það, hvort fólk fer til náms eða ekki. Fyrir 20 til 30 árum var það álitið sjálfsagt að piltar öfluðu sér starfsmennt- unar svo að þeir væru færir um að sjá konu og börnum farborða og er svo enn. öðru máli var að gegna um stúlkur, þær áttu fyrst og fremst að verða góðar hús- mæður og mæður og sist skal það vanmetið. Fáir sáu fram á þær breytingar, sem nú eru öllum ljósar. Kona getur ekki vænst þess að verða eingöngu móðir og Þá er að geta þess hóps, sem nú fer sifellt vaxandi: þeirra sem vegna heimilis og fjölskylduað- stæðna lenda tilfinningalega á köldum klaka og detta út úr námi fyrr en seinna. 1 Reykjavik nú- timans fjölgaf þeim óðfluga, sem ekki ná fótfestu i tilverunni vegna öryggisleysis og sambandsleysis og fiosna þvi upp af námsbraut- mni. Eftir Guðrúnu Halldórsdóttur "... að fullorðið fólk eigi kost á námi sem er sniðið að þroska þess og áhuga- málum, en veitir sambæri- leg réttindi og hefðbundið skólanám". úr stefnuskrá Kvennaframboðs. húsmóðir, til þess hrökkva tekjur alls almennings ekki. Húsmóðirin verðurað leita út á vinnumarkað- inn, til þess að við getum uppfyllt þær kröfur, sem við gerum til húsnæðis, fæðis og fata og mennt- unar barna okkar. Og þvi miður lenda þessar mæður og hús- mæður, sem alls góðs eru mak- legar, i erfiðustu störfunum og oft um leið þeim sem verst eru borguð. Flöskuháls Grunnskólapróf er eitt þeirra fyrirbrigða, sem fundin hafa verið upp á siðari árum og átt hafa að bæta og jafna aðgang nemenda að framhaldsnámi. Ekki eru þó allar rúsinur jafn- góðar i þeirri jólaköku. I prófinu er þess vænst að allir nemendur, sem komnir eru á vissan aldur þ.e. um það bil 15 ára hafi jafnan þroska og standi að þvi’ leyti jafnt að vigi i prófum. Þessu fer fjarri og verður það aldrei brýnt of vel fyrir fólki, að nemandi sem nær ekki tilskyldum árangri á grunn- skólaprófi getur öðlast góða námsmöguleika með auknum lifs- og starfsþroska. Margt annað mætti nefna um grunnskólapróf, sem all ógeðfellt má telja. T.d. það að prófið er samkeppnispróf, þar sem fram- farir eins þýða fall annars, þvi að aðeins viss hluti nemenda má fá framhaldseinkunn samkvæmt ,.normalkúrfukenningunni”. Leið úr vanda Margir sem átt hafa við ein- hvern framangreindra erfiðleika að etja, eða e.t.v. fleiri en einn þeirra, þvi að oft eru þeir sam- tvinnaðir, hafa fundið sér náms- braut eigi siður. Þeir hafa lagt út á þessa braut eftir að hinni venju- bundnu skólagöngu hefði átt að ljúka. Fullorðinsfræðslan eða fullorðinsnám er ekki nein ein tegund náms heldur nám, sem stundað er eftir að táningsdögum er lokið. Námið getur farið fram i bréfaskóla, i kvöld-og helgar- skóla, sumarskóla eða sem sjálfs- nám einvörðungu. Hlutur sjónvarps og útvarps i fullorðinsfræðslu er mikill er- lendis, en ekki að sama skapi stór hér á landi enn sem komið er. En á þeim vettvangi eru ótal mögu- leikar ónýttir. Helstu námstækifæri fullorð- inna i Reykjavik i dag eru i Námsflokkum Reykjavikur, sem bjóða fristundanám, prófnám og starfsnám, öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlið sem býður prófanám á mennta- skólastigi, öldungadeild Fjöl- brautaskólans i Breiðh. er býður Mynd: Gerla. prófanám á vissum sviðum lram haldsskólans, Húsmæðraskóli Reykjavikur býður verknám og málaskólar bjóða lrjálst tungu- málanám. Málaskólinn Mfmir býður lika einkaritaranám. Bréfaskólinn býður einnig lrjálst nám i mörgum greinum og er nú að undirbúa kennslu til stúdents- prófs. Iðnskólinn i Reykjavik býður endurmenntun i ýmsum faglegum greinum. Ekki er kálið alltaf sopið.... Eitt höfuðvandamál fullorðins- fræðslu er „brottfallið”, þ.e. hve margir hætta námi af einhverjum ástæðum eftir að þeir hafa inn- ritast i fullorðinsfræðslu. Margar ástæöur geta verið fyrir þessu. Hinn fullorðni hefur e.t.v. bundið sér of marga og þunga bagga, fjárhagslega og félags- lega. Enn fremurer hann oft ,,of” samviskusamur en sjálfstraustið i lágmarki, vegna fyrri ósigra. Hvatning og skilningur um- hverfisins er honum þvi mikil nauðsyn og getur samstaða fjöl- skyldunnar skipt sköpum um námsferilinn. Símenntun Svo lengi lærir sem lifir: segir máltækið. Aldrei hafa þessi orö - átt betur við. Nýjar upplýsingar og ný þekking, sem ryður gömlum sannindum af stalli dynja yfir okkur dag hvern. Viö verðum sifellt að vera við þvi bú- in að laga okkur að breyttum aðstæðum, skipta um vinnu, endurmenntast i sömu störfum og við höfum haft eða flytja bú- ferlum og aðlagast nýju um- hverfi. Allt þetta og raunar margt fleira veldur þvi að nútima- maðurinn verður aldrei fullnuma. Rvk. 30/4 1982 Guðrún Halldórsdóttir.

x

Kvennaframboðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennaframboðið
https://timarit.is/publication/1266

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.