Kvennaframboðið - 01.05.1982, Blaðsíða 9

Kvennaframboðið - 01.05.1982, Blaðsíða 9
Vörður um viðhorf kvenna — Ræða Magdalenu Schram á framboðsfundi í sjónvarpssal 9. maí Ekki verður hjá þvi komist að fara hér nokkrum orðum um við- brögð stjórnmálaflokkanna við óháðu, óflokksbundnu sérfram- boði, — i þessu tilfelli kvenna. Svo virðist sem engum leyfist hér að hafa skoðun á borgar- málum, landsmálum, án þess þeim hinum sama sé samstundis kippthægra eða vinstra megin út fyrir einhver skynsemismörk sem flokkarnir búa sjálfir til. Alþýðubandalagið eignar sér hvern þann, sem berst fyrir friði, bættum kjörum láglaunafólks, jafnrétti kynjanna, afslöppunar- námskeiðum og byggð uppi undir Hengli, Sjálfstæðisflokkurinn eignar sér þann, sem trúir á frelsi einstaklingsins fleiri bilastæði i miðbænum, frjálsa samkeppni og byggð niðri i fjöru. Er þá nema von að erfiðlega gangi að dilk- draga fólk, sem vill kannski frið og fleiri bilastæði, bætt kjör og frjálsa samkeppni og hefur meiri áhuga á hvernig hús á að byggja en hvar? Ágætt dæmi um þessa reglu- stikuaðferð er tilraun Sjálfstæðis- flokksins til að klína komma- stimpliá Kvennaframboð. I grein i Morgunblaðinu laugardaginn 8. maí stendur m.a. þetta: „Stefnu- skrá kvennaframboðs inniheldur punkta, sem allir jafnréttissinnar geta fallist á — en þar fyrir utan markast hún af rikishyggju, sðsíalisma. Það er m.a. talað um samfélagslega þátttöku i uppeldi barna og féiagslegar lausnir i húsnæðismálum”. Litum á þessa voðalegu ásökun i ljósi stefnu- skrár, sem segir: „Leggja ber áherslu á að foreldrar geti skipt með sér uppeldisstarfi og fyrir- vinnu, enda tryggir það aukið jafnrétti og stuðlar að auknum þroskamöguleikum barna”. Nei, þetta er ekki úr stefnuskrá Kvennaframboðs heldur Sjálf- stæðisflokksins. Fróðlegt væri að fá að heyra hvernig Sjálfstæðis- flokkurinn hyggst tryggja að for- eldrar geti skipt með sér upp- eldisstarfi og fyrirvinnu án „samfélagslegrar þátttöku" og ,,'félagslegra lausna”. En hver er hún þessi hægri lausn sem Sjálf- stæðisflokkurinn getur sætt sig við? Á e.t.v. að afskrifa skóla vegna þess að þeir falla undir rikishyggju? Ein lausn Kvennaframboðsins er meiri og betri dagvistun fyrir börn, fleiri hlutastörf og sveigjanlegur vinnutimi fyrir konur og karla. Slik lausn væri aukin trygging á frelsi einstakl- ingsins, frelsi konunnar til að taka jafnan þátt i lifi og starfi utan heimilis, frelsi karlmanns- ins til að taka jafnan þátt i lifi og starfi innan heimilis. Fullkomin dagvistun og samfelldur skóla- timi er algjör forsenda fyrir frjálsræði flestra kvenna og öryggi barna, en dagvistunarmál og skólamál er þó ekki meðal þeirra málaflokka, sem Sjálf- stæðisflokkurinn sér ástæðu til að nefna, þegar hann birtir nokkur atriði úr stefnuskrá sinni tveimur vikum fyrir kosningar. E.t.v. værulausnir dagvistunarvandans 'óf félagslegar og vinstri sinnaðar til að hægri flokkurinn geti verið bendlaður við þær? Látum þetta nægja um skil- greiningar gömlu flokkanna á þvi hvað við konur erum að hugsa, snúum okkur að einhverju, sem skiptir máli — t.d. konum. Kvennaframboð er pólitisk að- gerð, sem mun vinna markvisst að þvi að auka hlut kvenna á öll- um sviðum, pólitisk aðgerð til að vekja athygli á þvi að reynsla og viðhorf kvenna sé jafn mikilsverð og viðhorf karla. Þvi Kvenna- framboð heldur hiklaust fram að þau störf og hlutverk sem konur hafa unnið og skipað allt fram á þennan dag hafi mótað þær kyn- slóð fram af kynslóð og að hin svonefnda mannlega reynsla, sem mótar byggingu samfélags- ins i dag, sé fyrst og fremst reynsla karlmanna. Þvi berst kvennaframboð hiklaust fyrir frelsi konunnar, ekki aðeins frelsisins vegna heldur vegna þess aðsá skerfur sem konur geta lagt i þjóðarbúið, er gagnlegur mikils virði og nauðsynlegur. Og einmitt þess vegna þarf það að gerast fyrr en seinna að konur verði með i ákvarðanatöku sem varðar karla, konur og börn. En þetta er auðvitað barátta allra jafnréttissinna og já, stefnu- skrá Kvennaframboðs inniheldur punkta sem allir jafnréttissinnar geta fallist á. Munurinn á stefnu- skrá Kvennaframboðs og allra hinna jafnréttissinnanna er kannski helstur sá, að Kvenna- framboð hefur frelsi og jafnstöðu á oddinum ekki aðeins upp á punt. Þess vegna er Kvennaframboð ekkert venjulegt framboð! — Það er fyrir konurnar sem héldu að hægt væri að sameina það að búa með ástvini, eiga börn og hafa metnað i starfi bæði heima og heiman — það er fyrir konurnar, sem þegar hafa alið önn íyrir fjöl- skyldu og sjá margra ára starfs- reynslu einskis metna i stjórn- sýslu og á vinnumarkaði. — fyrir konur sem ekki hafa valið heldur verða að vinna utan heimilis — fyrir konurnar sem vinna púlsvinnu allan daginn til að geta borið 6000 krónur heim i mán- aðarlok. — Kvennaframboð er fyrir allar konur, sem krefjast frelsis og jafnstöðu, sjálfum sér og öðr- um til handa. Og það er fyrir alla karlmenn, sem skilja jafnréttis- kröfu kvenna og hafa tileinkað sér þau viðhorf sem ein duga svo jafnstaða verði i raun. Kvenna- framboð mun aldrei vikja og öllu voga til að sú jafnstaða náist. Kvennaframboð mun vinna að samstöðu kvenna i borgarstjórn i þeim málum sem bæta hag kvenna, það mun jafnvel leita samstarfs við þær konur sem ekki hafa geð i sér til að viðurkenna að hag kvenna þurfi að bæta sér- staklega og að konur verði að gera það sjálíar. Kvennaframboð hefur i vetur endurvakið umræðuna um stöðu kvenna og þaö mun sjá til þess að sú umræða lifi áfram, að hún verði ekki bara kosningabóla. Það hlýtur að vera i allra þágu að hafa slíkan vörð um viðhorf kvenna i stjórn höfuðborgar- innar. Vandið valið veljið V. Helga Torberg skrifar Hvers vegna ég tók heljarstökk á sveif með Kvennaframboðinu — og er ég þó engin íþróttamanneskja Ég veit ekki hvort það er til siðs að gera grein fyrir veru sinni (játningu) i 13. sæti á lista til borgarstjómarkosninga/ en eitthvað verður að standa I blaðinu okkar og/ eða ég tek sjensinn á þvf að vera rosa hail- ærisleg nú/ eða ég slæ i gegn. Ef ekkert af þessu, þá á ég það bara eftir. Þegar þær fréttir flugu um borgina að til stæði að bjóða fram sérstakan kvennalista til borgarstjórnarkosninga I vor, sagði ég við elsku mig, þetta er málið, þarna vil ég vera. Þetta hlýtur að vera leiðin i dag. Þessu máli vil ég leggja lið. Ég var löngu farin að kapp- ræða þessi mál áður en fram- boðið var orðið að löglegum veruleika. Ég var orðin óþol- andi á vinnustað, heimili, í fjöl- skylduboðum, bönkum, á götum úti, i biðröðinni við kassann ræðandi um Kvennaframboðið. Ég var orðin skíthrædd um að stelpurnar væru hættar við þeg- ar loksins var boðaður opinn fundur á Borginni i haust. Við Edda besta vinkona min, grófum upp shiffonblússurnar og palliettutöskurnar og vorum fyrstar á staðinn. Siðan hafa stelpurnar i Kvennaframboðinu ekki losnað við mig, hvort sem þeim hefur likað betur eða verr. Ég gaf kost á mér i allar nefnd- ir, alsæl. Mér fannst með tilkomu Kvennaframboðsins boðuð al- ger bylting á hugarfari gagn- vart konum. Loksins gátu konur komið fram á sjónarsviðið sem KONUR og einmitt af þvi við er- um konur. Konur með okkar sérstökulifsreynslu að baki, allt okkar daglega amstur sem hver okkar og ein hefur kúldrast með Isinu horni. Þarna var leið til að sameina þessa reynslu, beina henni i einn farveg til mótunar á þetta þjóðfélag sem við lifum i öllum einstaklingum þess til góða. Þvi skyldi reynsla kvenna við að halda heimili og láta enda ná saman ekki nýtast við ákveðna rekstrarþætti borgarinnar? Þvi skyldi reynsla kvenna við aðskipuleggja vinnutima sinn á heimiliog utan, innkaup, barna- gæslu, hreingerningar og fl. ekki nýtast innan ákveðinna skipulagsþátta borgarinnar? Þvi skyldi reynsla kvenna af að fæða og ala upp börn ekki nýtast i skólakerfinu t.d. varð- andi námsefni og námstilhögun og hvað þá í dagvistarmálum? Með tilkomu Kvennafram- boðsins opnaðist leið til að gera reynslu okkar kvenna að sér- stökum verðmætum sem nýta má til áhrifa i þágu betra þjóð- félags. Reynsla sem þjóðfélag- inu er nauðsynleg en við konur höfum ekki verið til staðar til að hún hafi verið metin að verð- leikum. Hvað með öll þau störf sem við konur ynnum af hendi á vinnumarkaðnum? Af hverju eru þau lægst metin? Við verð- um sjálfar að breyta þvi mati. Karlmaður getur ekki skynjað hvernig það er að lifa i okkar þjóðfélagi sem einstæð móðir með t.d. 2 börn. Og það sem meira er, hann á aldrei eftir að upplifa þaö. Þvi þó svo hann verði einstæður faðir, þá fær hann aldrei laun iðnverkakonu til að lifa af. Mér finnst með tilkomu Kvennaframboðsins boðuð frelsun fyrir konur. Nýtt hugar- far sem frelsar okkur undan þvi „gerfikarlshlutverki” sem við höfum verið að leika i nokkuð mörg ár. Við höfum sagt og reynt að trúa því að það sé eng- inn munur á konum og körlum (fyrir utan liffræðilegan mun), að við séum alveg eins, alveg jöfn og ekkert öðruvisi, sem auðvitað er ekki rétt. Konur hugsa öðruvisi en karl- ar, tala öðruvisi, hafa annað verðmætamat og aðra reynslu. Þetta er ekki svo litið. Mikið lif- andis skelfing erégfegin aðláta af þessu hlutverki og fá að vera kona, ekki starfskraftur — held- ur bara kona og vera stolt af þvi. Þvi' þó svo ég hafi 4 ára leik- listarmenntun að baki, tókst mér aldrei sérlega vel upp i þessu „karlhlutverki eða kraftahlutverki” minu. Enda við nánari eftirgrennslan kom i ljðs að hlutverk karimanna i þessu þjóðfélagi er ekkert eftir- sóknarvert. Þar þarf mikil breyting að verða á en karl- menn verða að koma auga á nauðsyn þess sjálfir. Karlmenn hafa mótað viðtekna imynd á karihlutverkinu sem full þörf er á að þeir taki til endurskoðunar, þó ekki væri nema sona sinna vegna. Karlar verða að beita sér fyrir þvi að þeim gefist þess kostur. Karlar verða að beita sér fyrir þvi að þeir geti tekið stærri þátt i uppeldi og umönn- un barna sinna og er stuðningur kvenna I þeirri baráttu vis. Það er engin krafa i þjóðfélaginu til karlmanna að vera góðir feður eða að þeir eyði meiri tima á heimilunum með börnum sinum (flestir eru reyndar að þræla sér út). Margir ,,athafnamenn” hafa látið eftir sér hafa að þeir hafi nú litinn ti'ma til að vera með börnum og fjölskyldu — i þessu felst: sko hvað ég er dug- legur. Og allt þjóðfélagið tekur þetta sem viðurkenningu. En guð hjálpi þeirri „athafnakonu” sem léti þessi sömu ummæli frá ser fara. Og er ekki undarlegt að um mann sem tekur virkan þátt i' uppeldi og axlar ábyrgð- ina til jafns við móðurina á börnunum, um hann er sagt: „hann er svo góður við konuna sina”. Ég held það sé full þörf á að endurskoða slíkt mat. Þó læðist að manni sá grunur að endurskoðaö mat haldist i hend- urviðefnahagslegt mat, þ.e.a.s. þegar það skiptir ekki lengur máli launalega hvort hjónanna vinni Uti. Með tilkomu Kvennafram- boðsinser reynslaokkar kvenna orðin að sérstökum verðmæt- um, verðmætum sem aðeins hefur gætt innan veggja heimil- anna — þar sem við erum nú sjaldnastmargar hverjar — þar erum við saman komnar og vilj- um skila þessari reynslu til áhrifa á þjóðfélagið. Með aukn- um áhrifum kvenna i þjóðfélag- inu almennt færum við með okkur nýtt mat á okkur sjálfum og þeim störfum sem við höfum innt af hendi innan veggja heimilanna, störf sem þjóðfé- lagið hefur ekki metið að verð- leikum og við þess vegna ekki heldur. Með Kvennaframboðið sem valkost finnst mér ég vera að kjósa í alvöru i fyrsta skipti.

x

Kvennaframboðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennaframboðið
https://timarit.is/publication/1266

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.