Kvennaframboðið - 01.05.1982, Blaðsíða 5

Kvennaframboðið - 01.05.1982, Blaðsíða 5
« Alþýðubandalagskonur i hverju horni. A að fella vinstri meirihlut- ann, segir vinstri meirihlutinn. Það gefur auga leið, að hreyfing sem býður fram ætlar sér að fá atkvæði og fær þau, en hvaðan þau atkvæði koma veit hún ekki og ber ekki ábyrgð á þvi. Fólk ber sjálft ábyrgð á þvi hvað það kýs. Algengt er að heyra sagt að nú sé Kvennaframboð búið að gera sitt gagn, konum hafi fjölgað á listum flokkanna, þvi sé ekki hætt við þetta framboð áður en það fari að láta illt af sér leiða, t.d. að raska þvi kerfi, þvi jafnvægi sem nú rikir ? Héldu menn virkilega að Kvennaframboðskonum væri ekki meira niðri fyrir en svo, að nokkrar konur til viðbótar á listum stjórnmálaflokkanna breyttu þar nokkru um! Flokkarnir virðast lika hafa áhyggjur af þvi, að Kvennafram- boðskonur haldi að allar konur séu eins, reynsla þeirra allra sameiginleg, hvar i stétt sem þær standa. Þetta er einföldun á mál- flutningi Kvennaframboðs og til þess eins ætlað að gera það tor- tryggilegt. Kvennaframboð hefur aðeins haldið þvi fram, að við núverandi ástand i karlstýrðu þjóðfélagi, sé fleira sem sameini konur en sundri. Það má minna á, að þetta á að mörgu leyti lika við um karla. Þeir geta sameinast um ótrúlega margt, þvert á flokksbönd. En af hverju ekki að vinna með karlmönnum innan flokkanna? Geta sjónarmið karla og kvenna ekki farið saman? Jú, oft gætu þau það sjálfsagt. Á það hefur bara svo sjaldan reynt. Konur hafa ekki verið til staðar þegar og þar sem ákvarðanir eru teknar. En hafa konur þá aðra sýn en karlmenn? Það er alls staðar viðurkennt og hafið yfir allan vafa, að uppeldi, umhverfi, búseta, menntun og at- vinna séu meðal þeirra þátta sem móti fólk. Það er hiklaust talað um sjónarmið og hagsmuni t.d. bænda, sjómanna, stúdenta, at- vinnurekenda, verslunarmanna og þá gengið út frá einhverjum sér sjónarmiðum og reynslu sem séu sprottin úr starfi. Konur eru þær einu sem ekki er hægt að viðurkenna að búi yfir sérstakri reynslu, sem beri að taka tillit til. Reynslu byggða á eigin lifi, eigin vinnu. Það er gengið svo hart fram i að ræna þær viður- kenningu á þessari reynslu, að jafnvel sumar konur afneita henni. En hversu mikið sem þær kunna að reyna að afneita eigin reynslu, sitja þær uppi með hana. Sitja uppi með þær kvaðir og skyldur, sem fylgja þvi að vera kona. Sumar hverjar mjög ljúfar skyldur og sjálfsagðar, aðrar mjög erfiðar og óréttlátar. Jafnvel ljúfustu skyldur eins og að ala börn og annast, geta snúist upp i andhverfu sina, þegar erfið- ið verður of mikið, ábyrgðin of þung að axla og enginn til að deila erfiðinu og þunganum með. Og það er þvi miður blákaldur veru- leiki margra kvenna, ekki bara einstæðra mæðra, þó þeirra sé byrðin oft þyngst. Konur sitja oft einar uppi með alla ábyrgð á börnum og heimilishaldi, velferð fjölskyldunnar, skipulagningu og framkvæmd daglegs lifs. Og svo á að halda þvi fram að þetta sé engin reynsla, að þetta móti konur ekki. Nú kann þetta að hljóma eins og reynsla kvenna sé einungis nei- kvæð og að þær vilji vera án hennar. Þvert á móti. Þetta, að bera ábyrgð á lifi og velferð ann- arra er sjálfsagt jákvæðasta reynsla sem um getur og konur vilja ekki losna við hana. Bara að deila henni niður á fleiri. Ekki bara til að losna sjálfar, lika til að fleiri njóti góðs af. Þjóðfélagið verður að koma til móts við konur, og karlmenn, sem einstak- lingar, verða að gera það lika. Konur axla svo sannarlega sinn hluta i rekstri þjóðfélagsins og af hefðbundinni ábyrgð karlmanna. Konur vinna utan heimilis, þær afla tekna fyrir þjóðarbúið og heimilin og borga skatta. Þær vikjast á engan hátt undan, nema — þær ku ekki vilja axla ábyrgð. Þá er nú fyrst til að taka, að það er ekkert verið að nauða i konum á hverjum degi að taka að sér það sem kallað er „ábyrgðarstöður”. Og i öðru lagi. Hvernig i ósköp- unum ættu þær að geta það? Hvar er timinn, aðstaðan, menntunin og allt sem til þarf? Inn i þetta allt saman kemur lika skilgrein- ingin á þvi hvað er ábyrgð og hverjir ráða þeirri skilgreiningu. Fyrir nú utan að það hljómar hálfhlægilega að bjóða konum ábyrgðarstöðu. Þær hafa hana flestar fyrir! En hvar er þá ábyrgð karl- manna, fyrst konur axla hana svona mikla? Jú, jú, vissulega bera þeir ábyrgð á mörgu, en þeim tekst flestum ótrúlega að vikja sér undan ábyrgð á einkallfi sinu og sinna. Fyrir utan fjár- hagslega ábyrgð, sem konurnar deila nú oftast með þeim, bæði i tekjuöflun og ráðstöfun tekna, bera þeir fyrst og fremst ein- hverja huglæga ábyrgð. Ég efast ekki um að karlmenn vilji börn- um sinum vel, vilji að þeim vegni vel i lifinu, hvaða skilning sem við svo leggjum I það, en það er ekki nóg að vilja vel, það eru verkin og framkvæmdin sem skipta máli. A þann eina hátt öðlast maður reynslu af starfi að maður vinni það. Finni á sinum eigin skrokki hvað það er erfitt, timafrekt, skemmtilegt, leiðinlegt, frjótt, niðurdrepandi og mikilvægt. Meðan karlmenn sleppa að mestu við þessi störf, þ.e. heim- ilisstörf i viðtækustu merkingu, geta þeir ekki skilið mikilvægi þeirra, skilið hvað þau eru tima- frek, geta ekki borið þessa reynslu með sér út I þjóðfélagið, geta ekki tekið tillit til hennar i uppbyggingu og skipulagningu. Geta ekki skilið að á timum eins og þessum, þegar konur bæði vilja og verða að hasla sér völl utan heimilis lika, verður að lúta að þvi að þeir þættir sem þær önnuðust áður einar og gera að stórum hluta enn, séu leystir með öðru móti, fundnar nýjar lausnir. Þess vegna er flest það sem flokkast undir félagsmál (eða kvennamál) svo aftarlega á óska- lista stjórnmálakarlmanna. Þeir einfaldlega skilja þau ekki. Ekki á sama hátt og konur. En einmitt vegna þessa skilningsleysis veitist þeim svo létt að vanmeta störf kvenna, jafnt innan heimilis sem utan. Þessi sérstaka, reynsla og sýn kvenna á svo sannarlega erindi inn á öll svið þjóðlifsins. En til þess að hún nái þangað verða konur að bera hana fram sjálfar. Til þess að það sé mögulegt verð- ur að breyta ýmsu. Krefjast auk- innar ábyrgðar samfélagsins sem heildar á börnum og málefnum sem varða fjölskylduna. Að þjóð- félagsuppbyggingin taki mið af þörfum kvenna, lifi kvenna. Krefjast aukinnar félagslegrar þjónustu. En tæknilausnir eins og stofn- anir, dagvistunarheimili, mötu- neyti o.fl. leysa ekki allan vanda. Koma ekki i stað heimilis, for- eldra og fjölskyldu. Enda vilja konurþað ekki, nema innan skyn- samlegra marka. Þær vilja sinna hefðbundnum hlutverkum sinum áfram, þær vilja lika vinna úti, vera fjárhagslega sjálfstæðar, afla sér menntunar og taka þátt i félags- og menningarlifi. Þetta verður ekki gert, nema konur kalli karla til ábyrgðar á heima- vigstöðvum. Til þess að þaö sé hægt, þarf að sveigja atvinnulifið að breyttum þörfum og kröfum og það held ég að verði ekki gert án þátttöku kvenna. En er þetta ekki allt tóm eigin- girni i konum. Barlómur vegna þess að það sé svo leiðinlegt að vera kona, þær bara öfundi karl- menn? Nei, alls ekki. Þvi aðeins fer maður upp á dekk, að maður telji sig eiga þangað eitthvert erindi. Tryði þvi að það gæti iika verið karlmönnum til góös að til- einka sér meira lifssýn kvenna. Það held ég að kæmi til góða, ekki bara inni á heimilum, heldur úti i þjóðfélaginu lika. Þar eru svo ótai mörg verkefni, sem þarfnast „mýkri lausna” en nú er. Kvennaframboði er fundið það til foráttu, að á lista þess séu upp til hópa menntakonur. Spurt hvar húsmæðurnar og verkakonurnar séu. Ja, sá flokkur sem gæti svarað þvi og státað af fjölda - verkakarla- og kvenna, hús- mæðra og annarra undirmáls- hópa i þjóðfélaginu á framboðs- lista sinum, hann ætti atkvæði mitt vist. En sannleikurinn er sá, að menn spyrja svona spurninga annað hvort af gáleysi eða gegn betri vitund. Framboðslisti Kvennaframboðs er auðvitað þverskurður af þeim konum sem þar starfa. Fyrir utan það að vera flestar húsmæður, eru þær for- réttindakonur i þeim skilningi orðsins, að það eru forréttindi að hafa til þess menntun, sjálfs- öryggi, tima og aðstöðu, eða hvað það nú er, að geta tekið þátt i fésagslifi. En það er einmitt eitt af höfuð- baráttumálum Kvennaframboðs að konur fái til þess aðstöðu, efnahagslega, pólitiska, menntunarlega og vitundarlega, að geta tekið þátt i mótun eigin lifs og umhverfis. Ef þessa aðstöðu skorti ekki, væri ekkert Kvennaframboð. Flutt 19. april 1982. Þórhildur Þorleifsdóttir. Islenzk sófasettfyrir íslenzk heimili GREIÐSLUSKILMÁLAR: 20% út — eftirstöövar á 10 mánuðum Húsgagnavorzlun Guðmundar Smiðjuvcgi 2. Sími 45100. Veljum vandað — veljum íslenzkt

x

Kvennaframboðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennaframboðið
https://timarit.is/publication/1266

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.