Kvennaframboðið - 01.05.1982, Blaðsíða 12

Kvennaframboðið - 01.05.1982, Blaðsíða 12
12. SIÐA Mai 1982 Sonja Jónsdóttir: Ef þú vildir elska mig skyldi ég segja þér sögur lesa þér ljóð og syngja fyrir þig segja þér frá frummyndakenningu Platons og öllu sem ég veit og skil gripa glóandi hlustum gullkornin sem hryndu af vörum þinum þar til ég yrði svo þrey tt að ég gæti ekki hugsað meir þá skyldi ég þvo af þér strauja og pressa ala þér börn fæða þau og klæða skúra og elda og baka fyrir þig þar til ég yrði svo þrey tt að ég gæti ekki elskað meir Fréttir að norðan Kvennaframboðiö á Akureyri hefur ekki veriö ýkja mikið i fréttum undanfarna mánuöi, reyndar þykir staiisystrum okkar nyrörasem þær séu þagaöar I hel bæöi af bæjarblööum og þeim ntiölum sem þykjast þjóna land- inu öilu. Þögn þýðir þó hvorki deyfð né drunga, miklu fremur sýnir hún ugg þeirra sem sitja á valdastólunum og vilja sitja þar ótruflaðir. Kvennaframboöskon- ur á Akureyri eru hinar hress- ustu, þær vinna mikið og vel og hafa gripiö til nýrra og ferskra meðala I kosningabaráttunni. Einn daginn meöan noröanvindar hrelldu landsmenn slógum viö á þráöinn norður til að leita frétta. Við svörum varö Gunnhildur Bragadóttir kosnin gastjóri Kvennafraboösins á Akureyri. Gunnhildur sagöi aö Kvenna- ' ‘ framboðið væri búið að koma sér vel fyrir i Kvennarisinu að Hafn- arstræti 86. Kosningaskrifstofan var opnuð formlega með kaffi og meðlæti á skirdag. Helgina 1—2. maí var haldin ráðstefna um fjöl- skylduna og heimilið og hverfa- fundir með flokkunum verða haldnir fram að kosningum, þar sem tækifæri gefst til að ræða málin. Blaðaútgáfa hefur verið stór þáttur i starfinu fyrir norðan, alls eru komin út fjögur tölublöð af „Kjósum konur” og hið fimmta er væntanlegt rétt fyrir kosning- ar. Um siðustu helgi var ætlunin að fara út á göturnar og koma upp eins konar útikaffihúsi, en það er á valdi veðurguðanna hvort slikt tekst. Þá er málverkasölusýning i gangi þar sem getur að lita verk eftir fjölda listamanna jafnt að norðan sem sunnan. Gunnhildur sagði að þær kvennaframboðskonur rynnu blint i sjóinn hvað varðar fylgi. Engin skoðanakönnun hefur farið fram, en þær eru hinar bjartsýn- ustu. Félags- og atvinnumál verða aðalhitamálin þarnyrðra, reyndar var slæleg þjónusta Al- ureyrarbæjar ein meginástæða þess að Kvennaframboðið kom fram. Hvað atvinnumálin varðar gæla sumir norðanmenn við hug- myndir um stóriðju sem allra meina bót, en Kvennaframboðið á Akureyri hefur tekið afstöðu gegn álveri við Eyjafjörð. Að lokum skal minnt á það að Kvennafram- boðið á Akureyri heitir V-listi á kjörseðlinum og auðvitað visar V-ið veginn. —ká Elsku Reykjavlk, mig langar til að hripa til þin nokkrar línur áður en ég fer, ekki fyrir fullt og allt en um tima. Ég hef átt méð þér svo margt ánægjulegt og gott. Þú hefur séð mér fyrir menntun, skemmtun atvinnu og allskyns lifsins lystisemdum. Þó man ég hvaö mér þótti þú skritin fyrst þegarég kom til þin, steinsteypt stræti þin voru mér hörð undir fæti og næðingurinn af Esjúnni napur eftir mjúkt öryggiö i Firðinum minum fyrir austan. Fólk er dálitiö eins og plöntur. Þegar þvi er kippt upp með rótum og snögglega sett i annan jarðveg þrifst það ekki og fölnar. Það má segja að þetta sé hálfgerð fyrirtekt i plöntum og fólki og þaö sýnir sig lika að flestir komast yfir þetta. Plönt- urnar fá græna litinn aftur og fólkð tekur gleði sina. Þannig fór fyrir mér Reykja- vik. Mér fór að þykja svo vænt um þig. Utlit þitt og innræú strætin og ftílkið á þeim. Tlsku- klædd ungmennin, eldra ftílkið með sögu þina skráða i andlitin, sögusnauðari buisnessmenn i blóma lifsins skáld með von- leysi i augunum, menntaskóla- nema i leit aö hugsjón, hús- mæður með innkaupatöskur, ilmandi skrifstofustúlkur, snyrtilega bankamenn, hippa og pönkara. Þannig er viðmót þitt fjölbreytilegt og spennandi, mannlifiö blómstrar þrátt fyrir oft fremur erfiðar aðstæður. Það sýnir best næturlifið i hjarta þfnu, fólk i röðum fólk I flokkum fólk allsstaðar þó hita- mælirinn á Borginni sýni -=- 8 og hart blási áö norðri. Éða göngu- stúfurinn Austurstræti sem fær yfirbragð suðrænna stræta um leið og sólin fer að teygja sig yfir mænin á Hressingarskál- anum, þannig ertu Reykjavík bjartsýn glöð og spennandi, en kannski ekki beinlinis mjúk og blið. Sumir segja lika aö borgir eigi ekki að vera mjúkar og bliðar. Borgir séu í eðli sinu harðar, miskunnarlausar, hraðar og flóknar, og að ef þig vanti einhverja eðlisþætti þá sé þaöharkan sex. Ég hef tala við og heyrt á tal margra manna sem sjá menningu þinni bezt borgið með hraðri og stórfelldri uppbyggingu, miðbæinn þéttbú- inn turnatippum a la Man- hattan. Þeir likja götum þinum við kalkaðarhjartaæöar ogvilja skera upp og koma fyrir hrað- brautum, þeim hefur ekki komið i hug að það sem rennur um æðarnar, bilaflóðið, sé kannski oröið of þykkt. Að kannski að þær þrjú til fimm þúsund manneskjur sem ferðast fótgangandi um miðbæinn hverja klukkustund eigi lika sinn tilverurétt. Framþróunin erí augum þessara manna, það sama og bætt akstursskilyrði um borgina. Ég segi manna og meina karlmanna (undantekn- ingin sannar regluna). Þvi ég held að það séu fyrst og fremst karlmenn sem vilja hraða spennandi og hættulega borg. Lög frumskógarins hafa alla tið höfðaö sterkar til karla en kvenna. Þess vegna skapar maðurinn sér frumskóg úr borginni, frumskóg það sem konan og krakkamir eiga helzt aö vera örugg ihellinum sinum i Árbænum eða Hliðunum og maðurinn geti tekið reiðskjót- ann og henzt á honum eftir lifs- hættulegum nútfmaeinstigum, á núti'ma veiðilendur borgarsam- félagsins, fil að afla til að skaffa til að taka þátt I amstri og akt- ion dagsins og geta siðan komið heim i héllinn sinn i örbylgju- steik hjá konunni og ævintýra- heim videosins. Börnin fara á planið, þau eru ennþá óleyst vandamálen vaxa sjálfsagtupp úr þvi, samsamast og verða eðlilegir og dugandi þjóðfélags- þegnar eins og hann. Reykjavfk forsjá þin er I höndum þessara manna, þeir vilja ummynda þig, gera þig stóra flókna og erfiða yfir- ferðar. Þeir vilja deila þér og drottna yfir þér. Ibúöahverfin, hellarnir eiga aö vera sem

x

Kvennaframboðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennaframboðið
https://timarit.is/publication/1266

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.