Kvennaframboðið - 01.05.1982, Síða 22

Kvennaframboðið - 01.05.1982, Síða 22
22. SÍÐA Mai 1982 I ílil :: y ■ í J <' * ' i iil lleiðrún ólafsdóttir (t.v.) og Agústa Vigfúsdóttir: kaupinu.” ,,Við myndum vilja losna við bonusinn en fa sama kaup. I dag er ekki nægt ao lita at tlma- Þrjár konur sem vinna í Bæjar- útgerð Reykjavikur komu til við- tals við „blaðamenn” Kvenna- framboðsins Í lok april sl. til að ræða starf sitt og vinnuaðstöðu. Þær eru: Agústa Vigfúsdóttir, Helga Helgadóttir og Heiðrún ól- afsddttir. Ilclga hefur unnið I Bæjarútgerðinni siðan 1958, Agústa I rúm 3 ár en Heiðrún, sem er 18 ára, hefur unnið þar I 2 1/2 ár. Hvað finnst ykkur um bónusinn? „Bónusinn eykur stressið og vinnubrögðin verða verri. Sumir Helga Helgadóttir: „Það væri nú samt gaman ef Kvennaframboðið gengi vel. Þær gætu þá komið ýmsu góðu til leiðar.” Hvernig eru launin og vinnutiminn? „Við vinnum allan daginn frá kl.8-17 og er sjaldnast unnið eftir kl. 17. Fólk vill ekki vinna lengur eftir að bónusinn kom. Það vill frekar vinna á laugardögum en þá er næturvinnutaxti. Dagvinnu- taxtinn er kr. 33.03 en fer upp i 34.04 eftir 4 ár. Næturvinnutaxt- inn er kr. 59.41 á timann en fer upp i 61.33. Við fáum mest tæpar 46- krónur i' bónus á ti'mann og þaðer ekki hægt að fá hærra, en við getum lika lent i þvi að fá bara 5,- kr. 1. febrúar sl. voru bónussamn- ingar lausir og ætlunin er að fara i bónusverkfall 3. mai (það er,við vinnum þá bara i timavinnu) þvi við viljum fá betri bónussamn- inga. Það er ekkert eðlilegt að margar þaulvanar ná ekki bónus. Eftir 4ra ára starf kemst maður á hærri timavinnutaxtann,en sið- an kemst maður ekkert hærra, hversu lengi sem maður vinnur. Hins vegar er unga fólkið þræl- duglegt og okkur finnst að allir ættu að fá sama kaup. Eftir eitt ár er fólk orðið þaulvant.” En hvað um atvinnuöryggið? Eftir 3ja mánaða heilsdags- starf fáum við fastráðningu. Séum við fastráðnar er mánaðar uppsagnafrestur ef breyta á rekstri á húsinu. Ef um hráefnaskort er að ræða er uppsagnarfresturinn vika. Við fengum viku uppsagnarfrest þeg- ar verkfallið var i vetur. Eftir að farið var að fastráða fólk,hafa togararnir minnkað það að sigla meö aflann.” l>að vantar alla gleöi í starfið hugsa bara um peningana og djöflast áfram, hugsa ekkert um nýtinguna. Aður talaði fdlk saman en nú er ekki tími til þess. Það er talsvert rifist og pexað yfir þvi, hve fólk hefur mismunandi i bónus og þessi sundrung er lika slitandi. Við myndum vilja losna við bónusinn en fá sama kaup. í dag er ekki hægt að lifa á timakaup- inu. Þá hefðum við betri tima til að vinna vöruna og nýtingin yrði betri. 1 bónusinum er ekkert metið, hvort við vinnum vel eða illa. Þær sem vinna vel eru oft með minni bónus. Oft er hægt að fá betri bónus úr slæmum fiski. Já, t.d. þroskurinn sem er dýr- asti fiskurinn og fer á Ameriku- markað. Við reynum að vinna hann vel og vanda okkur svo að hann missi ekki gæðastimpilinn, en við fáum minnst fyrir hann. Þetta er sá fiskur sem húsið græðir mest á. Aftur á móti fáum við mest fyrir karfann sem fer á Rússlandsmarkað. Oft fáum við ekki nógugott hráefni. Kassarnir koma ekki dagsettir úr togurun- um og fiskurinn getur verið allt að 13 til 15 daga gamall innan um Viðtöl við konur íBÚR nýjan fisk. Við verðum því að meta hvort fiskurinn er vinnslu- hæfur og verkstjórinn metur svo, hvort vinna á fiskinn eða ekki.” Hvaða atvinnusiúkdóm- ar fylg.ia fiskvinnunni? Það er stress og vöðvabólga. Ég verð að vera i nuddi vegna slæmrar vöðvabólgu i herðum og baki. Hávaðinn er einnig óskaplegur og það er mjög þreytandi. Eyrnahli'far eru skylda i véla- sal en við notum þær litið. Þær eru óþægiiegar — maður er al- gjörlega einangraður með þær og við getum þá ekki talað saman. Læknir kemur öðru hvoru en hefur aðeins komið einu sinni sið- an ég byrjaði að vinna fyrir rúm- um þrem árum. Eftir að bónusinn kom er vinnu- álagið gifurlegt. Við skilum i reynd 16 klst. afköstum á 8 tim- um. Oft erum við skjálfandi af þreytu eftir tarnirnar og reynum að setja okkur I góðar stellingar i matartimum til að slappa af og láta þreytuna liða úr okkur. Það vantar alla gleði i starfið eftir að þessi bónus kom. Allir grúfa sig yfir borðin og reyna að afkasta sem mestu.” Hvernig er aðstaðan á vinnustaðnum? „Hreinlætisaðstaða er góð og á- gætis matsalur. Það mætti draga úr hávaðanum með þvi að ein- angra vélarnar betur, en það stendur til að byggja nýtt hús og það verður betra þar.” Hvað með barnagæslu? „Það hefur komið til tals i starfsmannafélaginu að koma upp barnaheimili i nágrenni vinnustaðarins og hafa einstæðar mæður sérstakan áhuga á þvi. Við vitum reyndar ekki hvað þvi máli liður. Ég á 9 ára son, sem er svo heppinn að vera i skólaathvarfi á meðan ég er i vinnu. Slik athvörf eru nauðsynleg.annars er maður með sifelldar áhyggjur af börn- unum.” Hvernig eru félagsfund- ir i verkalýðsfélaginu sóttir? „Þeir eru illa sóttir yfirleitt nema fyrir siðustu samninga. Siðastliðinn sunnudag var aðal- fundur hjá Framsókn og þar mættu innan við 60 manns en fé- lagsmenn eru rétt innan við 4000.” Hvað segið þið um kvennaframboðið? Það er allt í lagi en nokkuð ein- hliða þó. Það er mikil áhersla lögð á kröfur um fleiri dagheim- ili — það mætti huga að mörgu öðru. Það er líka nokkuð mikill rauð- sokkublær yfir þvi/ En það væri nú samt gaman ef Kvennaframboðið gengi vel, þær gætu þá komið ýmsu góðu til leið- ar. Það er aldrei að vita nema þið komist i oddastöðu og við óskum ykkur góðs gengis.” Margrét Einarsdóttir Anni G.Haugen

x

Kvennaframboðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennaframboðið
https://timarit.is/publication/1266

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.