Kvennaframboðið - 01.05.1982, Blaðsíða 8

Kvennaframboðið - 01.05.1982, Blaðsíða 8
8. SIÐA Og enn um dagvistarmál Eftir Guðrúnu Jónsdóttur Ein af ástæðunum fyr- ir valda- og áhrifaleysi kvenna er sú að uppeldi og umönnun barna hvilir nær eingöngu á þeim. Afleiðing þessa er m.a. að meirihluti kvenna býr við margfalt álag vegna vinnu innan og utan heimilis. Auk beins vinnuálags eru konur þjakaðar af sekt- arkennd og ótta vegna þess að þeim hefur oft ekki tekist að tryggja nægilega örugga og góða gæslu fyrir bömin. Æ fleiri konur vinna nú ut- an heimilis og skiptir ekki máli i þessu sam- hengi hvort það er að eigin ósk eða að fjár- hagsleg afkoma heimil- isins byggist á því að báðir foreldrar afli tekna. Vandinn að finna góða og örugga dagvist fyrir bömin er sá sami, og hann hefur verið gerður að einkavanda þeirra sem hlut eiga að máli. Hver á að bera ábyrgð- ina? Hvað er konan aö fara kann nil einhver aö spyrja. Er það ekki sjálfsagt að fjölskyldan, en það þýðir i raun oft móðirin, beri ábyrgð á börnum sinum? Er það ekki einkamál hvers og eins hvernig hann stendur aö uppeldi barna sinna? Málið er rai ekki svona einfalt. Flestir munu vera á einu máli um það að „lengi býr aö fyrstu gerð”. t niitima þjóðfélagi hefur fjöl- skyldan ekki lengur bolmagn til aö standa ein aö uppeldi barna. Góð og örugg dagvistun barna er ein leið til þess að hlaupa undir j bagga við uppeldið og er ' jafnframt viðurkenning á mikil- vægu hlutverki kvenna sem upp- alenda og rétti þeirra til áhrifa i samfélaginu. Það að hafa góða og örugga dagvist fyrir börn er þvi ekki einkamál fólks. Það er sið- ferðileg skylda hvers samfélags, að tryggja börnum og foreldrum þeirra slika lágmarksþjónustu. Fögur fyrirheit Siðustu áratugi hefur mikið' verið rætt um dagvistarmál barna i Reykjavik. Undirskrifta- listarhafa verið lagðir fyrir borg- aryfirvöld þar sem þúsundir borgarbúa hafa skrifað undir kröfu um næg og góð dagvistar- heimili. Kannanir hafa verið gerðar og áætlanir um uppbygg- ingu, en skammt hefur miðað þrátt fyrir það. Hvað skyldi Vcilda? Það skyldi þó aldei vera að borgaryfirvöld hafi, að loknum kosningum og fögrum fyrirheit- um, litið á þennanmálaflokk sem litt arðbæran, kvennamálefni, sem gæti beðið? En hvað er arð- bært, ef ekki það að tryggja börn- um og unglingum sómasamleg uppvaxtarskilyrði? Ég býst við að ýmsir hafi búist við stórátaki i byggingu dagvist- arheimila þegar svokallaður „vinstri meirihluti” tók við stjórn borgarinnar eftir borgarstjdrnar- kosningarnar 1978. Vart getur það talist óeðlilegt miðað við kosn- ingafyrirheit um að þessi mála- flokkur yrði forgangsverkefni. Stóðust þessi fyrirheit? Nei, þvi miður ekki. Litum aðeins á tölur um byggingudagvistarheimila sl. 8 ár. Um áramótin 1973 - 74 var rými fyrir 559 börn á dagheimilum og 1417 börn á leikskólum borgarinn- ar, —samtals 1976 rými fyrir 22% barna á aldrinum 0 - 5 ára. Næstu fjögur árin voru byggð dagheimili fýrir 234 börn og leik- skólar fyrir 228 börn. Um áramót 1977 - 78 var dagvistarrými fyrir 2438börneða 30% bama. Á þessu timabili fjölgaði dagvistarrým- um um 8%. „Vinstrimeirihlutinn i borgarstjóm setti niður starfshóp i april 1979 og átti hann að gera áæöun um uppbyggingu dagvist- arstofnana. Starfshópur þessi skilaði tillögum snemma vors 1981 og voru þær samþykktar i borgarstjórn skömmu siöar. í til- lögunum er gert ráð fyrir ,,að óskað verði eftir daggæslu fyrir u.þ.b. 70% barna á forskólaaldri, þar af vistun á dagvistarstofnun- um fyrir 66,6% eða 2/3 hluta allra barna í Reykjavik”. Jafnframt kemur fram að af þeim börnum sem dvelja á dagvistarstofnunum þurfi 62,5% dagheimilispláss en 37,5% nægi leikskólapláss. Aætl- unin var gerð til 10 ára og skyldu ofangreind markmið hafa náðst árið 1990. 1 áætluninni kemur fram að leikskóiarými eru of mörg i borg- inni, dagheimilisrými hinsvegar alltof fá miðað við að komið verði til móts við raunverulegar þarfir fólks fyrir daggæslu. Þvi er lagt til að hætt verði að byggja leik- skóla en áhersla verði lögð á að hraða uppbyggingu dagheimila. Stefnumótun það er ekki nóg Við skulum á ný aðeins lita á hvernig þessari stefnumótun hef- ur verið fylgt sl. kjörtimabil. Frá áramótum 1977 - 78 til dagsins i dag hafa leikskólarými aukistum 410 en dagheimili aðeins um 203. Nú eru þvi 2055 leikskólarými og 996 dagheimilisrými i rekstri á vegum borgarinnar. Fjöldi dag- vistarrýma hefur þvi aukist um 9% á tfmabilinu, úr 30% i að rýma 39% barna f borginni. Miðað við tittnefnda áætlun eru leikskóla- rýmin 555 fleiri nú en gert er ráð fyrir að þörf verði á árið 1990. Hinsvegar skortir enn 1504 dag- heimilisrými skv. áætluninni. Þetta þýðir að næstu tvö kjör- timabil verður að byggja sem svarar 188 dagheimilispláss á ári éigi áætlunin að standast, en að meðaltali hefur dagheimilisrým- um fjölga ð um 54 á ári sl. 8ár. Ég býst viðaðmargur muni nú spyrja hversvegna mennirnir séu að semja áætlanir og fa ri svo ekk- ert eftir þeim. Ég hygg að svarið sé fólgið i þvi að það er þrefalt ódýrara að reka leikskóla en dag- heimili. Þetta er að minu viti dæmi um það, að ráðamenn borg- arinnar eru ekki fyrst og fremst að hugsa um velferð og öryggi barna ogfjölskyldna Það eru pen- ingasjónarmiðin ein sem ráða. „ Það var vissulega þarft verk að gera úttekt og áætlun um dag- vistarmál borgarinnar, en vafa- laust fer fleirum eins og mér að finnast varlega farið i sakirnar þegar aðeins var reiknað með að 66,6% barna þyrfti á dagvist að halda á dagvistarstofnunum og að 10 ár þyrfti til að ná þvi marki, svo brýnt sem það er að leysa þessi mál á viðunandi hátt. „Vinstri meirihlutanum” hefur jafnvel ekki tekist að standa við áætlunina það sem af er. 1 dag vantar 100 dagheimilisrými fyrir börn einstæðra foreldra miðað við fjölda barna þeirra á aldrinum 0 - 5ára. Biðlistareru enn langir fyr- irbörn svokallaðra forgangshópa að dagheimilum hvað þá fyrir aðra. Með sama lagi mega for- eldrar þvi búast við áframhald- andi þeytingi og bráðabirgða- lausnum á daggæslu barna sinna. Eiga skólabörnin að sjá umsigsjálf? Slæmt er ástandið i dagvistar~. málum, en þó tekur steininn úr þegar hugað er að þjónustu fyrir foreldra skólabarna. NU er rými fyrir 170 böm á skólaaldri á skóladagheimilum borgarinnar. Ekki er að vænta úrbóta i þeim málum verði sama stefna ráðandi i dagvistarmálum. t áðurnefndri skýrslu um áætlun um uppbygg- ingu dagvistarheimila erað finna kafla um skóladag- heimili. Þar kemur fram að aðeins er gert ráð fyrir að 15% barna 6 - 9 ára fái vist á skóladag- heimilum á áætlunartimabilinu. Hin 85% og öll börn eldri en 9 ára eiga samkvæmt þvf að sjá um sig sjálf utan skólatima, nema for- eldrum þeirra takist að finna ein- hverja aðra lausn. Fleiri og góð! Mér hefur orðið tffirætt um skortinn á dagvistarheimilunum, en aldrei má það gleymast i um- ræðu um þessi mál að tryggja verður að saman fari magn og gæði. Rekstur dagvistarheimila er dýr, en þrátt fyrir það má aldrei slaka á kröfunum um gæði þessara stofnana. Hlutverk þeirra er ásamt með foreldrum að ala upp komandi kynslóðir og það er ábyrgðarmikið starf. Að lokum. — Hraða verður byggingu dagvistarheimila. Þau verða að vera góð. Leita þarf nýrra leiða i rekstri og byggingu þeirra. Minnka stofnanabraginn og gera þau heimilislegri. Reynsla siðustu átta ára hefur sýnt okkur að hvorki „hægri” né „vinstri” borgarstjórnir hafa veitt þessum málaflokki forgang. Nú er komið að okkur konum að standa saman að hrinda þeim málum i' framkvæmd, sem brýn- ast er að leysa. Guðriín Jónsdóttir Steinunn Eyjólfsdóttir: Barnagæla með nýlegum viðauka Ein ég sit og sauma (Veslingur, það hlýtur að vera leiðinlegt Þú ert kannske kvenimyndin margumrædda?) inni i litlu húsi (Stendur heima. Þvi labbarðu bara ekki út?) Enginn kemur að s já mig (Nei, það veit ég. Hefurðu ekki sima?) utan litla músin (Það er nú fallegt að vera dýravinur.) Hoppaðu upp (Til hvers? Blessuð vertu ekki að láta það snúa þér.) Lokaðu augunum (Fyrir hverju? Fáðu þér heldur sjónauka.) Bentu i austur (Það er ekki tryggt. Við getum útfært stjórn- málinsjálfar) Bentu i vestur (Nei, endilega ekki. Prófaðu heldur að hugsa) Bentu á þann sem að þér þykir bestur. (Komdu þá út úr þessum kofaskratta. Ekki finnurðu hann þar.) Óþekktur höf. Viðaukar frá þessari öld eftir Steinunni Eyjólfsdóttur

x

Kvennaframboðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennaframboðið
https://timarit.is/publication/1266

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.