Kvennaframboðið - 01.05.1982, Síða 7
Æ, þetta kynslóðabil
Spjallað við tvo reykvíska unglinga
Nanna Maja: „Unglingavinnan er alltof illa borguð”.
Gunnar Baldur: „Foreldrarnir veröa nú oft þreyttir þegar heimiliö
breytist i félagsmiðstöð”.
Nanna Maja og Gunnar Baldur
eru 13 og 15 ára gömul systkini,
sem voru alveg til i að rabba við
Kvennaframboðsbla ðið. Við
mæltum okkur þvi mót niður á
Hótel Vík einn daginn og létum
gamminn geysa.
— Jæja, hvernig eruð þið vön
að eyða fristundum ykkar?
G: Það er nii misjafnt — ég
hangi mikiðheima. Svo fer ég til
dæmis á hjólabretti (ég hand-
leggsbraut mig á þvi um daginn)
og oft i bió.
N.M.: Ég er mest heima og
hlusta á plötur eða er heima hjá
öðrum krökkum.
— Getið þið alveg haft gesti
eins og þið viljið?
N.M.: Ja, þetta með gestina
getur nú farið Ut i öfgar.
G: Foreldrarnir verða nú oft
þreyttir þegar heimilið breytist i
félagsmiðstöð. Flestir vina okkar
fá ekki að hafa krakka heima hjá
sér. Það er oft svo fint þar að
varla má koma þangað inn.
— Hafið þið einhver sérstök á-
hugamái?
G: Já, að hlusta á plötur, fara á
skiði og i borðtennis. Ég hef llka
verið i líkamsrækt og sjálfsvörn,
aðallega til að reyna á likamann
og svitna svolítið. Svo er ganlan á
böllum.
N.M.: Mér þykir mest gaman á
böllum og i partium og bara að
vera með fólki. Ég hlusta lika
mikið á plötur.
— Hvað með fjármálin?
N.M.: Við fáum 100 kall á viku I
vasapeninga hvort. Mér finnst
það alveg ókei.
G: Vá, 100 kall er nU ekkert — ef
maður fer til dæmis á sveitaball
kostar svona 100 krónur inn og þá
er eftir að borga rUtuna. Maður
þarf lika að eiga peninga fyrir
bió, sælgæti, sigarettum og ýmsu
öðru.
— Farið þið oft á sveitaböll?
N.M.: Ég fór oft i fyrrasumar,
en hef ekkert fárið i vetur. Það er
eitthvað svo mikið vesen að fara á
vetuma.
G: Mér finnst alveg frábærlega
gaman á sveitaböllum, hvort sem
er sumar eða vetur. Böllin hérna
ættu að vera svoleiðis — allir
saman hvort sem þeir eru þrettán
ára eða fimmtugir. Samt mætti
ekki vera of mikið af gömlu döns-
unum.
— En hvernig eru skólaböllin?
N.M.: Þau em yfirleitt alveg
frábær og i Vogaskóla em þau
frekar oft.
G: Mér finnst þau lika alveg
æðisleg, en þau mættu vera leng-
ur en til tólf. Þess vegna fömm
við lika i bæinn eftir böllin.
— Hvað gerið þið um heigar ef
ekki eru böll?
N.M.: Ég fer i parti ef það eru
einhver,annars á Planið. Ýfirleitt
er alveg ferlega leiðinlegt þar.
G: Ef maður er ekki fullur á
Planinu er gónt á mann og pælt i
þvi hvaða fyrirbæri þetta sé eig-
inlega. Þá lendir maður stundum
á sjússafyllerii.
— Hvað með félagsmiðstöðv-
arnar?
G: Þær eru ágætar fyrir svona
13 ára krakka en mér finnst borð-
tennisinn eini kosturinn við þær.
Fellahellir er þó skárri en Þrótt-
heimar.
N.M.: Mér finnst Fellahellir
ömurlegur, það er eitthvað svo
mikið diskólið þar. Þó veit ég um
marga krakka sem stunda félags-
miðstöðvarnar og skemmta sér
ofsa vel þar. Sjálf fer ég oftast i
Þróttheima á þriðjudagskvöld-
um.
G: Ég viidi nú frekar hafa staði
þar sem væru böll eins og sveita-
böllin og þar mætti reykja og
drekka ef maður vildi það.
N.M.: Æ, þetta kynslóðabil.
Það er svo asnalegt að vera alltaf
að flokka alla svona i börn, ungl-
inga, fullorðna o.s.frv.
— Hvað gerið þið á sumrin?
N.M.: Siðasta sumar vann ég I
bókabúðinni hjá ömmu, sumrin
þar á undan var ég í Danmörku.
G: Ég hef aldrei verið i bænum
á sumrin, alltaf i sveit eða úti.
Þegar við bjuggum i Danmörku
slæptumst við á sumrin...
N.M. : .. lágum á ströndinni og
létum okkur liða vel.
G: Mér finnst ekkert leiðinlegt
að vinna og vil það frekar en að
liggja i leti. Það er fint að vinna
erfiðisvinnu og vera úti.
N.M: Helst vildi ég lika úti-
vinnu, en ekki unglingavinnuna.
Hún er alltof illa borguð.
— Hvernig var að bda i Dan-
mörku?
N.M.: Það var ekkert sérstakt
það er miklu betra að búa hér.
G: Við bjuggum lika i lélegu
hverfi úti, eintómar háar blokkir
og hundfúlt. Reykjavik er lang-
skemmtilegasti staðurinn sem ég
hef búið á.
N.M.: Fullt af skemmtilegum
krökkum og góður mórall.
ALDIRNAR
Lifandi saga liðmna atbrnða
í máli og myndum
,,Aldirnar” eru sjálfsögð eign á sérhverju
menningarheimili. Með útkomu seinni hluta
Aldarinnar sextándu, 1551-1600, eru bindin alls
orðin ellefu talsins:
Öldin sextánda I-II 1501-1600
Öldin sautjánda 1601-1700
Öldin átjánda I-II 1701-1800
Öldin sem leið 1-11 1801-1900
Öldin okkar I-IV 1901-1970
Látið ekki undir höfuð leggjast að bæta
nýjasta bindinu við þau sem fyrir eru.
FERÐASKRIFSTOFA, Iönaöarhúsinu Hallveigarstígl. Símar 28388 og28580
Engin gylliboö-
bara