Kvennaframboðið - 01.05.1982, Blaðsíða 21

Kvennaframboðið - 01.05.1982, Blaðsíða 21
Mal 1982 SÍÐA 21 fORÐflDÚRIÐ FA GUR F/SKUfí Í SJÓ —verður fallegri hjá okkur ViO crum rcu sioltir af nýju finu búðinni scm virt crum búnir að opna. Hún cr i Borgartúni 29 og |iai cr liægt að fá fyrsta flokks fisk. sælkcrakrækling. sköluscl. Ia\. rækjur. humar. krabba. lúðu o.l’l. o.fl. Við jeggjum áhcr/Ju á gððar vörur og fallcgt uiii hvcrfi. I.ittu inn i flottustu fiskhúð i hænum. lalaðu við kokkinn okkar. hann Rúnar og smakkaðu á fisksalatinu hans. FORÐfl BORIÐ gSHér erum við BORCARTUN Klúbburinn' J RESTAURANT Opiðkl. 10-23.30 Borðapantanir í síma 13303 Borgartún29 Simi29640. til sjálfsbjargar Brautryðjendastarf i Brettandi Bresk kona að nafni Erin Pizzey vann mikilvægt braut- ryðjendastarf i Bretlandi, þegar hún byrjaði að hafa opið hús fyrir konur árið 1971 i London. Fljótlega tóku konur að beiðast gistingar þar, eftir að hafa rætt mál sin og sagt frá þvi að eigin- menn þeirra berðu þær til óbóta. Þær sögðust ekki þora eða geta snúið heim. Húsið átti ekki að vera opið allan sólarhringinn en Erin Pizzey ákvað að gista með þeim nótt og nótt. Brátt fréttist af þessum stað, þar sem konur gætu leitað skjóls undan bar- smiðum eiginmanna og húsið varð allt of lítið. Byggingafyr- irtæki eitt lagði til stærra hús i Chiswick og fyrsta kvennaat- hvarfið var stofnað. Starfsemin þar hefur vakið mikla athygli viða um heim, Erin Pizzey skrifaði bókina „Scream quietly or the neighbours will hear” (öskraðu ekki svona hátt, nágrannarnir geta heyrt i þér”), sem kom út 1974 og varð mikilvægt innlegg i umræðuna. Siðan hafa margar bækur og skýrslur verið skrifaðar um sama efni en athugunum og rannsóknum á þessu sviöi heíur fleygt mjög fram siðustu árin. t kringum 1976 stofnuðu konur i Bretlandi landssamtökin „National Womens Aid Feder- ation” i þvi skyni að aðstoða rúmlega 150 kvennaathvörfum i Englandi og Wales. Samtökin hafa einnig athugað hvernig meðferð mál kvenna fá fyrir dómstólum og komist að þvi að dómstólar leggja blessun sina yfir ofbeldi karla með þvi hvernig haldið er á málum.Þær hafa t.d. bent á að konur fái harðari dóma fyrir ofbeldisverk en karlar. Yfir 25% af árásum, segja þær, eru árásir karla á eiginkonur og karlar fá sjáldan f a n g e 1 s i s d ó m a fyrir slikar árásir. Ennfremur hefur NWAF kvartað undan þvi hve dauflega lögreglan tekur i að blanda sér i oíbeldi á heimiium. Bresku landssamtökin NWAF telja að barátta samtakanna hljóti nú aö beinast að þvi að koma á fót athvörfum i öllum stærri bæjum, þvi eitt athvarf þurfi fyrir hverjar 60.000 konur. En það þurfi að útvega mun betri hús þvl við hafi sveitar- félög lagt niðurrifshjalla undir þessa starfsemi. Samtökin telja einnig að bráðnauðsynlegt sé að athvörfin hafi beinan aðgang að dagvistun fyrir börn, endur- hæfingu fyrir mæður og bráða- birgðahúsnæði, þar sem þær geta búið meðan beðið er eftir skilnaði eða framtiðarhúsnæðis utan fyrra heimilis. Gagnrýnendur NWAF segja að margar kvennanna snúi aft- ur til manna sinna, en athugun sýnir að 17% kvennanna fer aft- ur heim til „að reyna á ný”. Hins vegar er ómögulegt að ráðleysi opinberra stofnana sem enga björg geta veitt, aðeins þjónustu og skrifstofu- tima og allar stofnanir yfir- fullar, ekkert bráðabirgða- húsnæði. Það er þvi oft margt um manninn i kvennaathvörfunum og erfitt að halda öllu eins snyrtilegu og konurnar óska eða eiga stund i ró og næði sem oft er þörf. Það vakti sérstaka at- hygli mina þegar ég heimsótti nýlega kvennahúsið Grevinde Danners hus i Kaupmannahöfn, hve vandlega kvennaathvarfs- álman þar hafði verið gerð upp. Húsnæði i Danmörku er oft ekki eins gott og við þekkjum hér á landi og sérstaklega ekki það sem áhugamannasamtök gera upp. Þegar ég dáðist að þessu sagði konan sem sýndi mér húsið að þær konur sem unniö hafa að lagfæringu á þessu gamla húsi heföu talið sérlega mikilvægt að gera athvarfið eins snyrtilegt og þægilegt til ibúðar og mögulegt væri. Það væri sérlega mikilvægt fyrir konur sem flýðu heimili sin i miklu andlegu uppnámi og oft með alvarlega likamlega áverka að þær þyrftu ekki að hola sér niður i lélegu húsnæði. Þetta er sama sagan og ég hef heyrt frá Bretlandi, þó þar sé greinilega búið verr að konum i athvörfunum, en þar sem þau hafaopnaðnú hvertá fætur ööru á Norðuriöndum á síðustu árum. Um kvennaathvarf og ofbeldi í fjölskyldum barðar konur en þær voru mjög reiðar Erin Pizzey fyrir þær skýringar sem hún gaf á ofbeldi karla gagnvart konum og þeim fannst aðstoð hennar einkennast af ofstjórn og ofverndun. Þær sögðu að hún legði of mikla áherslu á þá skýringu að konur sem yrðu fyrir ofbeldi karla kæmu frá fjölskyldum þar sem ofbeldi hefði verið algengt og að þærhefðusjálfartilhneigingu til að beita ofbeldi. Konurnar sem stofnuðu NWAF höfnuðu þessari skýringu og bentu á að breskt samfélag liti fram hjá ofbeldi karla, i raun væri það enn trú fjölmargra að konur skyldu vera mönnum sinum undir- gefnar, þess vegna væri þeim frjálst að aga konur sinar og beita þær likamlegum refsing- um. Auk þess væru konur fjárhagslega háðar eiginmönn- um sinum og ættu þess vegna oft erfitt með að brjótast undan of- riki karlanna, þó þær óskuðu einskis frekar. Þær fengju hvorki húsnæði, atvinnu sem nægði til framfæris, né dag- vistun fyrir börnin, ef þær ákvæðu að yfirgefa heimili sin vegna barsmiða, nauðgana og annars ofbeldis. Þær stæðu þvi oft frammi fyrir þvi að geta hvorki séð sér eða börnunum farborða. Athvarf er ekki nóg! Konur i NWAF lögðu einnig áherslu á að enginn einn ætti að stjórna kvennaathvörfunum, ibúar þar ættu að standa sam- eiginlega fyrir rekstri hvers húss. Þannig fengju konur þjálfun i að taka ákvaröanir sjálfar.Þetta væri mikilvægt þvi að eiginmenn þessara kvenna hefðu y firleitt alltaf refsað þeim fyrir að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Með þvi að sjá um húsin sjálfar myndi sjálfstraust þeirra aukast. Nú hefur NWAF komið á fót segja hve margar myndu raun- verulega snúa aftur ef þær ættu kost á betra húsnæði, dagvistun og atvinnu. Þá hefðu konurnar raunverulegt val um hvernig þær vildu haga lifi sinu. Ef til vill kysu þær að snúa aftur heim til eiginmanna sinna. Ef til vill ekki. Ég hef valið að taka þróun þessara mála i Bretlandi sem dæmi vegna þess að mjög svip- aðir hlutir hafa gerst þar og i öðrum löndum og umræðan likist einnig. Hjálp til sjálfshjálpar Á Norðurlöndum voru konur i Osló fyrstar til að opna kvenna- athvarf 1978. Þar eins og i Bretlandi féllust opinberir aðilar á að taka þátt i kostn- aði eftir nokkuð málaþóf. At- hvörfin i Noregi eru nú yfirleitt kostuð að hálfu leyti af riki og hálfuleyti af sveitarfélögum, en rikið hefur frá árinu 1982 heitið athvörfum 4 ára rekstrarstyrk að hálfu ef sveitarfélögin leggja hinn helminginn til. Kvennaat- hvörfineru þar sem viðar rekin sem sjálfstæðar stofnanir með sjálfstjo'rn ibúa og samtaka sem um þauhafa verið stofnuð. Lögð er áhersla á að athvörfin þrrfist ekki yfir i að verða stofnanir. Hjálp til sjálfshjálpar er iykil- orðið i þeirri aðstoð sem ibúum er veitt., ekki er ráðið sérhæft starfslið til að aðstoða konur sem þangað leita. Félagar i samtökum um athvarfið og starfslið sem oft er ráðið timabundið tekur vaktir, stundum gera það einnig konur ' sem búa i athvarfinu eða hafa gert en eru fluttar út i bæ. Viða er það regla að neita aldrei konu um gistingu þó at- hvarfið sé yfirfullt og er lögð á þetta mikil áhersla. Þetta er viðurkenning á þeirri neyð sem konur eru yfirleitt I þegar þær ákveða loksins að flýja að heiman, en einnig svar við Athvarf hér á Iandi Eins og áður segir hefur litillega verið minnst á ofbeldi i islenskum fjölskyldum i fjöl- miðlum á undanförnum árum, en siðan hefur orðið hljótt um það þar að nýju. Meira hefur hins vegar verið rætt um það i fárra manna hópi. Þrjár konur hafa nú nýlega iokið við fyrstu athugun sem gerð hefur verið hér á landi um ofbeldi i islenskum fjölskyldum. Hún staðfestir að töluvert ofbeldi eigi sér stað. Lesa má um at- hugun þessa i timariti Geö- verndarfélags Islands, sem kom út nú rétt eftir páska. Siðastliðið ár hefur hópur kvenna sem áhuga hefur á að láta þetta mál til sin taka, kom- ið saman og rætt um hvað sé til ráða. Á þessum fundum hefur mest verið rætt um neyðarsima og kvennaathvarf. í ljós hefur komið að konur i mörgum kvennasamtökum eru fúsar að leggja þessu máli lið og vafa- laust einnig margar sem ekki eru i neinum samtökum. Þegar samtök um kvennaframboð voru stofnuð byrjuðu félagar þar strax að ræða um nauðsyn þess að koma á fót kvennaat- hvarfi. Samtökin hafa gert þetta mál að stefnuskráratriði, en telja að þetta sé mál sem rétt sé að vinna að óháð framboðs- málinu. Hópur um kvennaat- hvarf starfar þvi sjálfstætt núna og hefur hann leitað samstarfs við aðrar konur sem áhuga hafa á þessu máli. Nýlega var haldinn fundur þessara aðila og ákveðið að stefna að stofnun samtaka um kvennaathvarf. Allar konur sem áhuga hafa á að vinna að þessu máli munu geta gerst félagar þar. Væntan- lega verður þess ekki langt að biða að boðað verði til stofn- fundar samtaka um kvennaat- hvarf. Reykjavik, 14. april 1982., Guðrún Kristinsdóttir.

x

Kvennaframboðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennaframboðið
https://timarit.is/publication/1266

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.