Kvennaframboðið - 01.05.1982, Blaðsíða 13

Kvennaframboðið - 01.05.1982, Blaðsíða 13
Mal 1982 SÍÐA 13 l-r, ; vinnum r I lengst frá ys og þys hins daglega lifs. Upp viö Rauöavatn eða Korpúlfsstaöi, atvinnufyrir- tækin eru á öörum reitum þar kemur ekki lifandi sála eftir klukkan 7 á kvöldin nema vakt- menn, frumskógalögreglan, annar reitur er svo merktur þjónustu, þar er komiö viö á leiö úr atvinnureit i ibúöarreit og farkosturinn hlaöinn daglegu brauði. Þannig á aö gera þig aö einskonar skema yfir þarfir nú- timamannsins. A reit eitt er sofið, á reittvöunniö, á reit þrjú keyptir stærri hlutir á reit fjögur minni, á reit fimm eru börn á reit sex gamlir á reit sjö dánir o.s.frv. os.frv. Til aö halda svo öilum þessum reitum saman þarf svo öflugt sam- göngukerfi, hver fjölskylda þarf einn helst tvo eða þrjá bila til að rjúfa þá einangrun sem þessi deilistefna skapar. . J tor evApctavnAi . £>e.kv» áíAá, teíl. k»ij ,bi(- Hvaö er til bragös, eigum viö að trúa því að meirihluti ibúa þinna vilji þessa þróun, ég held ekki. Hvaöheldur þií? Ég get til dæmis sagtþér af mjög jákvæöu framtaki nokkurra kvenkyns- barna þinna, þá á ég viö kvennaframboöið. Við ætlum aö bjóða fram f kosningunum I vor ivon um að viö getum látiö eitt- hvaö gott af okkur leiða. Ekki þar fyrir aö viö trúum þvi aö fulltrúar í borgarstjórn séu ein- hli't lausn á vandamálum þinum heldur sjáum viö þetta tiltæki sem eina leið af mörgum til aö koma aö nýjum og breyttum viöhorfum. Viö viljum gera upp viö þá rikjandi hugmynd aö borg veröi til á teikniboröum sérfræöinga og viö Ibúarnir séum bara tölur og stærðir og þarfir okkar mældar i fermetr- um og bllastæöafjölda. Við viljum staldra við og spyrja okkur sjálfar og ibúa þina, hvernig borg viljum viö, hvernig viljum viö lifa. Okkar innlegg i þá umræöu er kannski gjörólíkt viöhorfi Jóns Jóns- sonar og margra annarra en á að sjálfsögöu sama rétt þess vegna viljum viö koma þvi aö Innblásnar af kjarna þlnum og sál þ.e.a.s. gamla bænum sjáum við fyrir okkur þetta og marg- slungna borg, þar sem hvert hverfi þjónar ekki eöeins einu hlutverki heldur flestum þeim er varöar daglegt lif. Viö sjáum fyrir okkur borg smansetta úr lifandi hverfum sem hafa inni að halda húsnæöi fyrir allskonar fólk, unga gamla og hálfgamla, fyrir allskonar fjölskylduform. Stórfjölskylduna þar sem afi og amma eru ennþá með i leiknum, kjarnafjölskylduna velþekktu, sambýlið þar sem eintaklingar og fjölskyldur velja samneyzl- una fram yfir einkaneyzluna. Hverfi þar sem eru bæöi at- vinnufyrirtæki, ibúöarhúsnæöi verzlanir, skólar, kontorar, bankar, matsöluhús, öldurhús þvottahús, barnaheimili, al- menningsgaröar, kartöflu- garöar og torg. Hverfi þar sem gangandi og hjólandi umferð situr i fyrirrúmi og bilaumferð er hæg. Hverfi þar sem ibúar hafa bein áhrif á gang mála i gegnum hverfasamtök. Hverfi þar sem fólk hittist og þekkist og leysir vandamálin I samein- ingu. Viö hugsum okkur aö sllk hverfi myndu síðan mynda þetta og heilstæöa borg þar sem sá þeytingur milli heimilis, vinnustaða, barnaheimila og skóla gæti stórlega minnkaö. Ekkisvo aö skilja að Ibúar ættu ekkert erindi út fyrir sitt hverfi lengur, þaö teljum viö hvorki æskilegt né mögulegt. Viö imyndum okkur þvert á móti að hverfin renni hvert inn i annað og styðji hvert Viö annað i at- vinnulegu þjónustulegu og ööru tilliti. Hvaðmeð umferöarmálin i slikri borg? Aö sjálfsögöu yröu áfram til einhverjar aðalum- feröaræðar en mikin hluta hinnar þungu einka bilaum- ferðar mætti losna viö með styttri vegalengdum milli staöa og meö auknum feröum al- mennigsvagna sem um leiö gætu veriö minni og liprari i umferöinni, smátt er fagurt sagöi einhverntima einhver góö manneskja og viö viljum heils hugar taka undir þau orö. Elsku Reykjavik ég ætla hér aö ljúka þessum skrifum, ég skrifa þér kannski aftur seinna ég óska þér alls hins bezta og vona aö þú eigir eftir að vaxa og dafna ekki aö ummáli heldur gæöum. Þln vinkona Þóra Guðmundsdóttir, Ps. Heldurðu ekki að þaö væri gott að losna viö flugvöllinn úr Skerjafirðinum*? texa. feuBmuihhstettir Jóhanna Sveinsdóttir: Til vonar og vara aldrei veit ég undir hvers eiginlega konar menn ég er að drekka mig hugsaði bitin stúlka útá austurvelli aðfaranótt sunnudags i blómabeði jóns forseta borgaróðals og alþingis leit himininn alvarlegum augum og sagði uppúr þurru: skýjafar er betra en karlafar og þvi tek ég fegins fæti að sparka ykkur útyfir allar minar spássiur fór sem fór ó fór fóru sem fóru ó fóru i leit að hóru tuldraði hún og beit i eina hálmstráið sem eftir lifði nóttu r1-1 Símamálið // Kvennaf ramboðið hefur tekið þá afstöðu að sækja ekki um afsláttá afnotagjaidi og skrefatalningu kosn- ingasíma sinna þar sem það telur alla meðferð þessa máls með eindæmum ógeðfellda. Sýnir þetta berlega samtryggingarkerfi stjórnmálaflokkanna og mis- notkun þeirra á almannafé i eigin þágu. Kvennaframboðið vekur athygli á að ákvæðin um það að einungis stjórnmálaflokkarnir njóti þessara hlunninda samræmist illa þeim ummælum sem höfð voru eftir ráðherra þess er fer með yfirstjórn Póst- og símamála, um að afsláttur af símgjöldum sé til- kominn til að auka lýðræðið í landinu. Kvennaframboðið telur mótmæli og fyrirhugaðar aðgerðir félags símvirkja í þessu máli mjög eðli- legar, og bendir á það ósamræmi sem felst í því að greiða ekki launþegum mannsæmandi laun á sama tíma og f jármunum almennings er varið til að standa straum af kosningaáróðri flokkanna". ww

x

Kvennaframboðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennaframboðið
https://timarit.is/publication/1266

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.