Kvennaframboðið - 01.05.1982, Síða 6
B StnA
Mai 1982
Sigrún Sigurðardóttir:
Rætt við Laufeyju Jakobsdóttur
arnir i dag séu skilningsrikari en
við vorum i þá daga. Núna sér
maöur varla að gert sé grln að
fólki sem er eitthvað öðru visi. En
i gamla daga var svoleiðis fólk
lagt i einelti. Hingað i Grjóta-
þorpið kemur mikiö af heyrnar-
lausum krökkum og ég veit að
þeim liði betur ef hinir krakkam-
ir skildu táknmálið þeirra og það
er nú eitt sem ég vil endilega að
verði lögð áhersla á: að táknmál-
ið veröi kennt I skölum landsins,
samhliða lestrar- og islensku-
námi. Ég held að við sem eigum
börn sem hafa mál skiljum þetta
ekki. — Já það er nú öðru visi i
dag en hér áður fyrr. Ég var nú
ekki nema fimmtán ára þegar ég
fluttist til Reykjavikur og ég gat
alltaf komist inn á böll þegar ég
vildi.”
„Og ef unglingar
voru með vini, var
eins og enginn vildi
sinna þeim, hvorki
foreldrar né lög-
regla”.
Hvað á að hafa forgang?
Laufey Jakobsdóttir sem skip-
ar heiðurssætið á lista kvenna-
framboðsins er mörgum ungum
Reykvikingum að góðu kunn
fyrir starf sitt i Grjótaþorp-
inu. Hún starfar nefnilega sem
klósettvörður á cina klósettinu
sem opið er á næturnar i Reykja-
vík. En Grjótaþorpið og nánasta
umhverfi þess er vist óhætt að
segja að sé stærsti samkomustað-
ur unglinga í Reykjavik. Þótt
Laufey hafi starfað á klósettinu I
fimm ár hdf borgin ekki að
greiða henni laun fyrr en fyrir
tveimur árum. Fyrstu árin rak
hún kiósettið á eigin kostnað.
— En hvað fékk Laufeyju til
þess að fara að sinna þessum
málum ?
Nokkrar stöllur hennar úr
Kvennaframboðinu röltu sér í
heimsókn á heimili Laufeyjar I
Grjótaþorpinu.
Enginn sinnir ungling-
unum
„Þegar Tónabæ var lokað fóru
krakkar að safnas't saman hér
niður á Hallærisplani. Og það var
eins og við manninn mælt: dag-
blöð, útvarp og sjónvarp gerðu
sér mat úr þessu og fyrir vikið
fjölgaði stöðugt á Planinu.
Fleiri leiksvæði færri
bfla
— Við hressum okkur nú á
kaffisopa.ræðum um gamla tiðog
spjallið súýst aðGrjótaþorpinu og
þeim húsum sem enn standa.
„Þetta hús sem ég bý i er nú
orðið hundrað ára gamalt og ég
get ekki hugsað mér vinalegri
stað til að búa á.
Siðan ég flutti hingað hef ég
starfað með ibuasamtökum þvi
að þó þetta sé góður staður má
samt ýmislegt betur fara. Mér
dettur i hug öll umferðin sem við
verðum að þola. Ég kemst oft
ekki á milli húsa vegna bila sem
lagt hefur veriö hér þvers og
kruss. Að ekki sé talað um hávað-
ann og mengunina sem fylgir
þessu. Trén hérna fyrir utan
standa nú blaðlaus allt árið. Og
göturnar hérna allt i kring eru að
breytast I hraðbrautir. Það er
ekki notaleg tilfinning fyrir fólkið
sem býr héma að senda börnin
sin yfir þessar hræðilegu götur.
Viö i ibúasamtökunum erum lika
að berjast fyrir þvi að fá leik-
svæði hérna og þá langar okkur til
þess að hafa gamlar kassafjalir,
bát og eitthvað annað en þessi
stöðluöu leiksvæði. Hérna rétt
fyrir ofan var þessi fini leikvöllur
á gömlum húsgrunni með trjám,
en þessu var öllu rutt i burtu og
eftir stendur róla, sandkassi og
rennibraut. Ef hverfasamtök
hefðu meiri viid, væri hægt að
koma i veg fyrir svona kjánaleg
og dýr mistik.”
Laufeyju liggur mikið á hjarta.
Hún talar um konur sem béittar
eru ofbeldi: þær vantar verndað
húsnæði og engu siður ungling-
ana. En við sláum botn I spjallið
með orðum Laufeyjar:
„Ég hef trú á að þetta breytist
allt saman fái konur meiri völd.
Þvi það er eins og konur hafi isér
þörfina til að bæta úr fyrir þá sem
minna mega sin.”
Það heyrist stundum að vanda-
mál unglinganna á Hallærisplan-
inu séu konum að kenna — þessar
kerlingar eiga bara að vinna inni
á sinum heimilum, kenna börnun-
um góða siði, uppfræða þau og
veita þeim þá ástúð, sem öllum
mönnum er nauðsyn til að þrifast
— til að vera til.
Já mikil er ábyrgð kvenna. Þó
er auðvelt að sjá að „hallæris-
plön” þjóðlifsins eru viðar en við
Vallarstrætið, og ætla má að þeir
sem þar velkjast hafi i æsku notið
uppeldis i fjölskyldu, þar sem
móðirin vanninni á heimilinu.
En hvað sem öllum „hallæris-
plönum”liður, þá er sá timi liðinn
að konan hafi næg verkefni innan
fjölskyldunnar. Það er töluleg
staðreynd að um 85% giftra
kvenna vinna utan heimilisins og
það er lika staðreynd að aöeins
3% kvenna ná meðaltekjum. Þau
störf sem konur áður fyrr unnu
inni á heimilum eru nú að hluta
unnin utan þeirra. Þær vinnuað-
ferðir sem konur hafa þróað með
sér frá kynslóð til kynslóðar eru
litils metnar þegar út á vinnu-
markaðinn kemur. Konur eru
flestar I láglaunastörfum eins og
tölurnar sýna sem vitnað er i hér
á undan. Einhvemveginn kem ég
þvi ekki heim og saman þegar I
öðru orðinuertalað um mikilvægi
þess að konan gefi bömunum
óskiptan tima sinn, og þess hve
konur eða svokallaðar kvenna-
stéttir eru illa launaðar. Kjara-
barátta fóstra, hjúkrunarfólks og
ljósmæðra sýnir glöggt að konur
sætta sig ekki lengur við það
starfsmat sem þeirra stéttir hafa
hlotið. Það að hafa konuna inni á
heimilinu á að leysa öll uppeldis-
vandamál, en þeir sem sinna upp-
eldis- og fræðslustörfum á vinnu-
markaði nútfmans mega sætta
sig við starfsmat sem er i engu
samræmi viöþá ábyrgö sem felst
i þvi að leiða börn og unglinga til
þroska.
Ég skal játa að málefni fjöl-
skyldunnar eru mér ofarlega I
huga, kannski af þvi að mer finnst
börnin vera svo dýrmæt. Það er
svo mikilvægt að við sem erum
þeim samferða veitum þeim þann
stuðning og hvatningu sem þau
þurfa til að verða sjálfstæð — til
að geta valið sjálf hvað þau vilja
gera viðlíf sitt. Mér finnstlika að
samfélagið verði að gera ráð fyrir
þvi að nútimakonan vill fá að
sinna hvoru tveggja — heimili og
starfi.Þærkonur semnú sameina
krafta sina i Kvennaboðum hér i
Reykjavfk og á Akureyri leika sitt
hlutveik i þjóðfélaginu af bestu
samvisku, en eru ekki ánægðar
með það hlutverk sem samfélag-
ið leikur. Það eru of margir sem
halda þvf fram að þær konur sem
vilja vinna úti og sinna starfi og
frama eigi að láta það vera að
eiga böm. Tæpast hefur jafnrétt-
isbarátta kvenna verið háö til að
„Ef hverfasamtök
hefðu meiri völd,
væri hægt að koma
i veg fyrir kjánaleg
og dýr mistök”.
láta dætrum framtiðarinnar það
eftir að velja milli þess að sinna
þvi starfi sem þær hafa kosið sér,
og þess að eignast heimili og
börn. Það má lika hafa I huga i
þessu sambandi að þjóðfélagið
gerir ráð fyrir að konan taki virk-
an þátt i atvinnulifinu og að bar-
áttan fyrir brauðinu býður ekki
öllum fjölskyldum upp á að laun
einnar fyrirvinnu hrökkvi til.
Flestum. er t.d. nauðugur einn
kostur að leggja á sig mikla vinnu
til að koma yfir sig þaki, sem þó
verður að teljast til frumþarfa
mannsins.
Konan viðheldur lifinu og
verndar það. Þetta hlutverk sitt
skilja konur mæta vel. Þær
skynja þá nauðsyn að þjóðfélagið
verður aðbúa vel að fjölskyldunni
til að fólkið dafni. Reynslu og við-
horf kvenna verður að nýta betur
viö mótun þjóðfélagsins og það
veröur varla betur tryggt en með
þviaðkjósakonur.
Sú kona sem þekkir af eigin
' raunhvernighægt erað láta enda
ná saman veit að spurningin er
ekki hve margar krónumar eru,
heldur hvernig þeim er varið.
Þessi kona veit upp á hár hvað
þarf að hafa forgang.
Sigrún Sigurðardóttir
Krakkar söfnuðust saman alls
staðar að. Satt að segja blöskraði
mér alveg aðstöðuleysi ungling-
anna. Og ef unglingar voru með
vini, sem vill stundum brenna
við, var eins og enginn vildi sinna
þeim, hvorki foreldrar né lög-
regla.”
— Finnst þér þetta klósett
leysa vandann að einhverju leyti?
„Ja, það var náttúrlega algjört
neyðarástand i bænum, en eitt
klósett er alls ekki nóg fyrir allan
þennan fjölda. — Og þetta eina er
nú ansi oft bilað, enda allar leiðsl-
ur ónýtar og álagið mikið.”
Hefð fyrir rúntinum
— Er aðsóknin að Planinu allt-
af jafn mikil?
„Já, það er ekki annað að sjá.
Hingað koma allir, þótt krakk-
arnir sæki félagsmiðstöðvarnar
lika. Krakkarnir koma bara hing-
að á eftir. — Annars hefur
rúnturinn alltaf verið til. I gamla
daga var þétt gengið i miðbænum
en þá var líka músik á tjörninni
og mikið um að vera.”
— Finnst þér einhver munur á
unga fólkinu nú á timum og þegar
þú varst ung?
„Nei, þetta er ósköp svipað.en
samt finnst mér eins og ungling-