Kvennaframboðið - 01.05.1982, Blaðsíða 11

Kvennaframboðið - 01.05.1982, Blaðsíða 11
Maí 1982 SIÐA 11 eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur Guðrún segir: tiskuframboð — Bessi segir barbídúkkur — hvað seg- ir þú? Kjörbók kvenna á öllum akftri Mállijlog menning skrá sem ætti að vera I brenni- depli en ekki 42 andlit á lista. Og að lokum þetta: Heima- hagar okkar sem að Kvenna- framboðinu störfum eru hvorki i Alþýðubandalaginu né i öðrum stjórnmálaflokkum. Sumar okkar hafa að visu prófað að vera innan flokkagirðingarinnar um tima en við erum i miklum meiri hluta sem höfum látið okkur nægja að standa utan girðingar og gaum- gæfa það sem fram fer. Okkar heimkynni eru fyrst og fremst innan þeirrar hreyfingar sem berst fyrir bættri stöðu kvenna. Ingibjörg Sólrún Glsladóttir. Nýi kvennafræðarinn svarar spurningum kvenna á öllum aldri Tískuframboð af Barbi- dúkkum?! t leiðara siðasta tölublaðs Kvennaframboðsins var litillega minnst á notkun stimpla gegn Kvennaframboði. Síðan þá hefur mikið vatn til sjávar runnið, viö höfum haft okkur meira i frammi og verjendur flokkanna hafa heldur ekki legið á liði sinu. Ekki hefur skort nafngiftir á Kvenna- framboðið og þær vinsælustu, a.m.k. meðal forystukvenna flokkanna, eru að sjálfsögðu há- móðins. 1 útvarpsræðu á Alþingi kallaði Guðrún Helgadóttir okkur tískuframboð og Bessi Jó- hannsdóttir kaus að kalla okkur „barbidúkkur” á fundi hjá Kven- réttindafélaginu. Þessar nafn- giftir geta reyndar stafað af þvi að mörgum er svo tamt að telja mig sig og kaunski eru þær búnar að finna snertifleti allra kvenna á öllum framboðslistum. Eigum við konur kannski að taka höndum saman og vekja athygli á okkur með svohljóðandi auglýsingu: „Kjósendur athugið að það er stóraukið tiskuframboð af barbi - dúkkum á framboðslistunum i vor! Kjósið konur!”. Þetta myndi örugglega vera jafnréttisbarátt- unni til mikils framdráttar! Dillibossahugarfar Nafngiftir af þessu tagi eru síst konum til framdráttar. I fyrsta lagi vegna þess’ að þær bera hugarþeli höfundanna i garð kyn- systra sinna ófagurt vitni. Þarna er um svipað dillibossahugarfar að ræða og hjá afturhaldssömum körlum sem enn hafa ekki vanist þvi að lita á konur sem vitsmuna- verur. í öðru lagi vegna þess að þær þjóna ekki öðru hlutverki en þvi að losa flokkana við óþægi- lega sjálfsgagnrýni Með þvi að afgreiða Kvennaframboðið með einni handarsveiflu sem hjal og fyrirtektir i óábyrgum konum.er hægt að firra flokkana allri á- byrgð á tilurð þess og gefa þeim Get ég fengið pilluna án þess að fara til læknis? Er ekki sárt að fara í kvenskoðun? Er brjóstkrabbamein ættgengt? Hvað ef hann gengst ekki við barn- inu? Hvað er óhætt að vera lengi í einu á pill- unni? Minnkar kynhvötin þeg- ar legið er tekið? Er hægt að fá blóðtappa af hormónameðferð? Nýi kvennafræðarinn seldist upp á fáeinum dögum fyrir jól en er nú aftur fáanlegur Tískufraoiboð frið til að malla sjálfsánægða á- fram i sama gamla farinu, konum til.mikillar óþurftar. Það er með þessar nafngiftir eins og stein sem maður kastar upp i loftið. Maður getur aldrei verið viss um að hann hitti mann ekki sjálfan i höfuðið. Þetta gamla far er mörgum öruggt skjól og hagvön heim- kynni. Þeir sem eiga þar örugga hagagöngu fá sig ekki til að skilja að sumir vilji bita annað gras i öðrum haga. í þeirra huga eiga allir „heima” i gulnuðum högum flokkanna. Þeir eru þess fullviss- ir, að þótt einhverjar konur standi nú utan girðingar og krefjist réttar sins, þá muni þær allar snúa „heim” aftur þegar af þeim brái eftir kosningar. Andlit á lista Þeir eru margir sem telja að við i Kvennaframboðinu séum hagvanastar i Alþýðubandalags- horni hagans. Svo ég vitni aftur i þær stöllur Guðrúnu og Bessi, þá segir Guðrún t.d. að mörg andlit á lista Kvennaframboðsins séu „Alþýðubandalagsmönnum af- skaplega kunnugleg”. Þetta er hægt að skilja fyrr en skellur i tönnunum. I aðeins lengra máli segir Bessi: „Má þvi segja að kvennalistinn sé „hinn listi Al- þýðubandalagsins”. Þeir, sem draga vilja úr skattheimtu og stöðugt vaxandi afskiptum mis- viturra stjórnmálamanna af at- hafna- og efnahagslifi hafna lista sem þessum, enda er atkvæði til hans, atkvæði til kommúnista.” t rauninni má segja að þarna sé Bessi heldur málefnalegri en Guðrún þvi hún heldur sig þó við stefnuskrá Kvennaframboðsins. Af þeirri skoðun okkar, að i mannlegu samfélagi séu allir samábyrgir fyrir velferð ein- staklingsins, dregur hún þá niðurstöðu að við séum bara kommar og svo ekki orð um það meir. Andlitin kunnuglegu vega greinilega þungt á vogarskálum Guðrúnar en hitt athugar hún ekki að ýmsum sem ekki fylla hennar flokk getur lika fundist sem þeir eigi aðild að einhverjum andlitum á listanum. En þessi andlit tilheyra ákveðnum konum sem sitja á ákveðnum lista vegna þess að þeim var treyst til að fylgja eftir ákveðinni stefnuskrá. Og það er einmitt þessi stefnu-

x

Kvennaframboðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennaframboðið
https://timarit.is/publication/1266

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.