Kvennaframboðið - 01.05.1982, Blaðsíða 19

Kvennaframboðið - 01.05.1982, Blaðsíða 19
Mal 1982 w. .« SÍÐA 19 „6-9 mánaða fæðingarorlof vel við hæfi” Rabbað við nokkrar ljósmæður „Konur hafa tvímælalaust verri samningsstöðu en karlar.” Heilbrigðisstéttin er ein af þeim starfsstéttum þar sem konur eru I miklum meirihluta. Tveir fjöl- mennustu hóparnir, þ.e. hjúkr- unarfræðingar og sjúkraliðar auk ljósmæðra á Landspitalanum hafa sagt upp störfum vegna óánægju i kjaramálum. Sam- staða hjá þessum hópum hefur verið mjög góð og má nefna að 90—95% ljósmæðra tóku þátt I uppsögnunum. Svipað mun hafa verið meðal hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Okkur þótti þvi tilvalið að taka einhverjar þessara kvenna tali og varð það úr að við lögðum leið okkar á Fæðingardeild Land- spitalans að kvöldi siðasta vetrardags. Aldrei sliku vant var mjög litið að gera þetta kvöld. Við veltum þvi fyrir okkur hvort það stafaði af þvi að fullt tungl var ekki alveg á næsta leyti. Ljós- mæðurnar gáfu hins vegar litið út á þá tilgátu. Þær sem á vegi okkar urðu voru þær Gróa Margrét Jónsdóttir, Elisabet M. Erlendsdóttir, Guð- laug Björnsdóttir, Agústa Jó- hannsdóttir og Maria Hreins- dóttir sem allar eru starfandi ljósmæður og Hildur Nielsen sem er hjúkrunarfræðingur að mennt, en stundar nú nám sem ljós- móðir. Umræðurnar beindust fljótlega að kjarabaráttunni. — Hafa konur verri samnings- stöðu en karlar og þá hvers vegna? hinum að kenna, þar sem við er- um bara alls ekki nógu harðar I kjarabaráttunni. Annars er það nú að breytast til batnaðar. Það hefði t.d. aldrei gerst fyrir nokkr- um árum,að ljósmæður segðu upp störfum til að knýja á um si'nar kröfur. En i dag eru um það bil 90—95% allr ljósmæðra, sem kjaradómur nær til,búnar að segja upp störfum frá og með 20. april sl. Uppsagnirnar eru af- leiðing úrskurðar kjaradóms, sem hljóðaði upp á,að byrjunar- kaup ljósmæðra yrði 12. launa- flokkur. Ljósmæður hafa verið i sama launaflokki, eða þeim tiunda.siðastliðin 12 ár og virðast hafa litið á starf sitt sem eins konar góðgerðarstarfsemi. Nú gerum við sömu kröfur og hjúkr- unarfræðingar um byrjunarlaun, sem eru 16. launaflokkur. Fram að þessu höfum við verið einum launaflokki neðar en hjúkrunar- fræðingar.” Hildur: ,,Svo finnst bara þvi miður svo mörgum konum það vera frekt af sér að fara fram á hærri laun. Þær tala um að þjóð- félagið hafi bara alls ekki efni á hærri greiðslum til þeirra. Það er nú heldur dapurlegt að heyra þettajþar sem þjóðfélagið virðist hafa efni á svo mörgu öðru,sem ég vil draga i efa að sé eins mikil- vægt og störf heilbrieðisstéttar- innar.” Ljósmæður bera mjög mikla ábyrgð þar sem þær sjá um nánast allt er viðkemur fæðing- unni. Yfirleitt gengur fæðingin eðlilega og þá er læknirinn aðeins tilstaðarum það bilsem barnið fæðist og aðstoöar ljósmóðurina ef með þarf. En þaö fæðast að meðaltali 8—10 börn á sólarhring. Þá kom fram i máli þeirra að aðbúnaöur á Fæðingardeild Landspitalans er með þvi sem best gerist i heiminum, eins og nýlegar tölur um barnadauða sýna. Þar kom i ljós aðhann er lægstur á tslandi. Þessi góði að- búnaður felst að þeirra mati I góðu mæðraeftirliti, fullkominni nýburadeild og gjörgæslu, og ekki sist góðri menntun ljósmæðra. — Eru konum veittar nógu góðar upplýsingar á meðgöngu- timanum og eftir fæðingu? „Okkur finnst konur yfir höfuð ekki sækjast nógu mikið eftir upplýsingum, en þær sem á annað borð gera það( fá góðar upplýs- ingar að okkar mati. Hér eru tveir félagsráðgjafar starfandi. Þeir ræða við allar ein- stæöar mæður um félagsleg rétt- indi þeirra.Þar að auki geta allar konur, sem hér liggja, leitað til þeirra”. — Er einhver karlmaður menntaður sem ljósmóðir? Elisabet: „Nei, það er enginn karlmaður með þá menntun. Það hefur reyndar einn karlmaður sótt um skólann, en hann hefur sennilega hætt við eftir að hann heyrði hver launin yrðu að námi loknu.” — Þá voru þær aliar sammála um að uppeldið og hefðin ætti ansi stóran þátt i að i þetta starf hefðu ávallt valist konur. Allar höfum við sennilega einhvern tima ætlað okkur að verða hjúkrunarkonur eða ljósmæður, gengið með ein- hvers konar Flórens Nightingale hugmynd i kollinum. Hildur benti aað þótt farið væri að kenna hjúkrunarfræði I Háskólanum, hefði aðsókn karlmanna i það nám ekki aukist. Þetta taldi hún ekki mundi breytast fyrr en launamisréttið yrði leiðrétt. — Hvað með fæðingarorlofið? „1 dag geta konur fengið 3ja mánaða fæðingarorlof og þar af geta karlmenn fengið einn mánuð. Þetta teljum við allt of stutt orlof, ekki sist með tilliti til hins nýfædda einstaklings. Okkur fyndist 6—9 mánaða fæðingaror- lof vera vel við hæfi.” Þess má til gamans geta að i Sviþjóðer fæðingarorlofið 9 mán- uðir. 1 Noregi er það 4 1/2 mánuð- ur og þar að auki gefst kostur á að taka orlof i 1 ár án launa. Og i Danmörkuer boðið upp á 4 vikna orlof fyrir fæðingu og 14 vikna orlof eftir fæðingu. Eins og sést á þessu gefst íslendingum kostur á mun styttra fæðingarorlofi en gerist i þessum löndum. — Aðlokum. Hvað finnst ykkur brýnast að leggja áherslu á til að stuðla að jafnrétti kynjanna? Agústa: „Það þarf i fyrsta lagi að breyta hugmynd kvenna um imynd konunnar og annað grund- vallaratriði er að bæta laun kvenna almennt.” — Og allar voru þær sammála um að fyrir ljósmæður væri hækkun grunnkaups það sem leggja yrði mikla áherslu á. Fyrr næðist ekkert jafnrétti á vinnu- markaðinum. Að þeim orðum sögðum hurfu þær hver á fætur annarri til að sinnasinum störfum. Við þökkum þeim kærlega fyrir rabbið og óskum þeim góðs gengis i kjara- baráttunni. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Hulda ólafsdóttir Hildur: „Já konur hafa tvi- mælalaust verri samningssfoðu en karlar. Það stafar af þvi að þær hafa ekki staðið nógu vel saman i sinni kjarabaráttu. Það hefur sýnt sig,að töluverður hluti giftra kvenna sem er úti á at- vinnumarkaðinum, einkum þ.ó þeirra.sem komnar eru á miðjan aldur, dregur mjög úr launa- kröfunum. Þetta eru þær konur sem ekki eru fyrst og fremst að vinna til að afla heimilinu tekna, þa r sem eiginmaðurinn sér um þá hlið málanna. Fyrir þessar konur þýða hærri laun of háir skattar. Þvi eru það alltaf þó nokkrar konur sem ekki vilja semja um miklar launahækkanir, sem kemur auðvitað niður á okkur hinum.” „Það hefur reyndar einn karlmaður sótt um skólann, en hann hefur Gróa: „Það er alveg rétt, en sennilega hætt við eftir að hann heyrði hver launin yrðu að námi loknu” mér finnst þetta llka vera okkur „Ljósmæður hafa verið i sama launaflokknum eöa þeim tiunda, siðastliðin 12 ár og virðast hafa litið á starf sitt sem eins konar góðgerðarstarfsemi”

x

Kvennaframboðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennaframboðið
https://timarit.is/publication/1266

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.