Kvennaframboðið - 01.05.1982, Blaðsíða 4

Kvennaframboðið - 01.05.1982, Blaðsíða 4
4. SÍÐA Þvert a flokksböndin Þórhildur Þorleifsdóttir flutti erindi um daginn og veginn i útvarpinu þ. 19. april s.l. Vegna fjölda áskorana birtum við hér siðari hluta erindisins, en þar fjallar Þórhildur um stjórnmálaflokka og Kvennaframboð. Þórhildur byrjaði á því að reifa hugmyndir sínar um stóriðju og tækni- hyggju. i framhaldi af þvf gat hún hreyfinga, sem upp hafa komið utan stjórnmálaflokka, svo sem græningjahreyfinga,náttúr verndarsamtaka, friðar- hreyfinga og kvennasam- taka. Þá spyr Þórhildur: Hvers vegna leitar fólk í sívaxandi mæli í félags- störf utan hinna hefð- bundnu flokka? „Stafar það af ábyrgðarleysi, vill þetta fólk ekki takast á við vandamálin á raunsæjan hátt?" Siðan segir: Uppbygging og aöferöir stjórn- málaflokkanna eru heldur ekki þannig, að öllum finnist fýsilegur vettvangur baráttu. Þeir eru, eins og þjóðfélagið allt, skipulagðir af körlum, stýrt af körlum, þjónaog taka mið af hagsmunum karla, þ.e. karla á besta aldri. Tungutak og starfsaðferðir stjórnmála færast slfellt fjær skilningi venju- legs fólks, verða flóknari og sér- fræðilegri. Þetta er ein af að- ferðum flokka og valdhafa til að halda fólki i skefjum. Hver skilur t.d. skýrslu Þjóðhagsstofnunar (nema þann einfalda boðskap að heimtufrekju verði að halda i skefjum, um launahækkanir geti ekki verið að ræöa),hver skilur til fulls hvað visitala er og af hverju verðbólga stafar? Hver skilur arösemisútreikninga þá, sem lagðir eru til grundvallar umræðu um orku- og stóriðjumál. Jú, kannski hópur sérfræðinga og sumir stjórnmálamenn, en al- menningur skilur þetta ekki. Vill samt ekki láta saka sig um heimsku og/eða þekkingarleysi og þegir þvi þunnu hljóði. Afleiö- ing alls þessa er svo, að stórir hópar fólks fyllast vanmætti og vonleysi um tilgang baráttu. Aðrir skella sér i slaginn, utan hins viðurkennda kerfis og leita nýrra lausna og nýrra baráttuað- ferða. Slikt framtak er nú ekkert vel þegiö hjá þeim sem eru i fleti fyrir. Þeir lita á það sem ógnun við sig eöa sinn flokk og finnst það ganga guðlasti næst að efast um aö lausnir sé að finna innan núverandi kerfis. Skýrt dæmi um þetta eru viðbrögð við nýframkomnu Kvennaframboði. Það er reynt að hártoga og litilsvirða á alla lund, rökin mismunandi, eftir þvi hvaða flokkur á i hlut. En eitt er þeim öllum sameiginlegt. Þær konur sem að Kvennaframboði standa og hugsanlegir kjósendur þeirra, eru i raun og veru eign einhvers flokks. Þetta eru þá ýmist konur sem ekki hafa komist nógu fljótt til valda innan sins flokks, orðið fyrir vonbrigðum með sinn flokk, hafa svikiö sinn flokk.eru aö refsa sinum flokkiog munu væntanlega ganga til liðs við sinn flokk fljótlega aftur, gott ef ekki daginn eftir kosningar. A enn aö auka sundrungina á vinstri vængnum segir Sjálfstæðisflokk- urinn hlakkandi og þykist greina

x

Kvennaframboðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennaframboðið
https://timarit.is/publication/1266

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.