Kvennaframboðið - 01.05.1982, Síða 15

Kvennaframboðið - 01.05.1982, Síða 15
Maí 1982 ISÍfg /. SIÐA 15 Ast og Þvi hefur verið haldið fram að aðeins sé hægt að stjórna gerðum fólks á tvennan hátt, með ást og með stjórnmálum. Þessi tvö hugtök eiga hvort sitt svið, ástin snýr að nánasta um- hverfi hvers og eins, en stjórnmál að samfélag- inu öllu. Einhver kynni að segja að stjórnmál eigi ekki við þar sem ástin á við og öfugt. En einstaklingurinn býr i samfélagi og samfélagið samanstendur af ein- staklingum og þvi fer viðs fjarri að ást og stjórnmál séu hvort öðru óviðkomandi. Einstak- lingar geta þvi aðeins lifað mannsæmandi lifi að samfélaginu sé vel stjórnað. Stjómum get- ur þvi aðeins tekist vel að þegnar samfélagsins sjái tilgang og merkingu með þvi skipulagi, sem samfélagið mótar og lýtur. Ást og stjórnmál hljóta þvi að vera tengd órjúfanlegum böndum, skarast og hafa áhrif hvortáannað. Lita má á að Kvennaframboðið sé reist á þessari skörun, sem andsvar við þvi hversu reynsla einkalifsins er litils metin þegar ákvarðanir i stjórnmálum eru teknar. Æ fleiri finna til van- máttakenndar gagnvart stjórn- málum, þar sem áhersla er stöð- ugt lögð á fræðilega gerð og tæknilega virkni samfélagsins og lögmáleinkalifsins litt i hávegum höfð. Eins og málum er háttað mun einstaklingurinn ráða sifellt minna yfir sinum eigin at- höfnum og samhliða þvi glata þeirri ábyrgðartilfinningu sem hvert lýðræðisþjóMélag byggist á. Efnahagsleg sjónarmið á kostnað manneskju- legra Hér er timabært að staldra við og hugleiða hvort hinn almenni þjóðfélagsþegn, konur og karlar eigi ekki erindi á stjórnpall. Það er svo sannarlega timi til kominn að draga fram i' dagsljósið þann vanda sem konur, karlar og af- kvæmi þeirra biía við i einkali'fi sinu og li'ta á hann sem sam- félagslegt vandamál. Margt af þvi sem skapar þennan aðstöðuvanda einkalifsins stendur djúpum rótum i þeim samfélagsháttum sem mótast Eftir Astu Ragnarsdóttur hafa með okkur á siðustu ára- tugum. Viðhöfum lagt alltkappá að styrkja stjórnmálalegt og efnahagslegt sjálfstæði þjóðar- innar og jafnframt efnahagslega uppbyggingu fjölskyldunnar. Flest önnur mál hafa fallið i skugga þessara baráttumála Is- lendinga. An þess að draga i efa mikilvægi þessara þátta hlýtur hverjum og einum að vera ljóst að meira þarf til svo einstakl- ingar fái dafnað i þjóðfélaginu. Röskun á búsetu milli sveita og bæja og lausnir húsnæðismála, þróun launa- trygginga- og skóla- mála eru meðal þeirra þátta, er valdið hafa þvi að losnað hefur um rætur einstaklingsins i fjöl- skyldunni og rætur fjölskyld- unnar í samfélaginu. Með nokkr- um ýkjum má segja að þróunin stefni iþá átt að gera sérhvern ts- lending að einstæðingi sem lifir i ópersónulegu og vélrænu um- hverfi. I stað aðhalds og hlýju fjöl- skyldunnar, sem áður var hluti af rótgrónu samfélagslifi, hefur komið þjónusta til einstakra sundurgreindra og sér- hæfðra þarfa. Þessi þjónusta er vissulega góðra gjalda verð. A hana berþófyrst og fremst að lita sem hjálpartæki til viðhalds fjöl- skyldunni en ekki sem staðgengil hennar. Nýjar aðstæður fjöl- skyldunnar — breytt viðhorf Sá misskilningur virðist vera rikjandi meðal fólks að Kvenna- framboðið sé til komið vegna þarfa kvenna til að losna úr faðmi fjölskyldunnar. Hér er um dæmi- gerða einföldun að ræða, sem hefur án efa orðið til þess að villa mörgum sýná tilgangi framboðs- ins. Eitt af megin baráttumálum þess er einmitt að sýna fram á mikilvægi fjölskyldunnar og gera hlut hennar meiri við ákvarðana- töku í stjórnmálum. Það er staðreynd að breyttir þjóðfélagshættirhafa í rikummæli komið niður á stöðu kvenna. Sú staða og reynsla, sem henni teng- ist, hefur gert konum ljóst að samfélagið þrjóskast við og tekur mið af fjölskylduformi sem ekki er lengur við lýði. Vissulega kemur engum i hug að snúa megi þjóðfélagsþróuninni við. Viðleitnin til að viðhalda fjöl- skyldunni er fyrir hendi hjá flestum, en ef vel á að takast, verður hún að byggja á nýjum forsendum, þar sem lausna er leitað með tilliti til nýrra að,- stæðna og breyttra viðhorfa. Ef einstaklingum er ekki gert kleift að bera hag sinna nánustu fyrir brjósti geta þeir vart talist hæfir til að taka ákvarðanir og axla ábyrgð.sem varðar þjóðina i heild. Það er þvi óvéfengjanlegt að þeir aðilar, sem starfa að stjórn samfélagsins verða ætiðað láta ást og stjórnmál haldast i hendur. Asta Ragnarsdóttir Stærðir: 0 m vórum. — 16 ára. KVENNA ^ ERAMBOÐIN 1908—1926 eftir Auði Styrkársdóttur Kemur út i april i bókinni er rakin saga kvennaframboðanna í upphafi þessarar aldar og fjallað um stefnu- mál þeirra, árangur i kosningum, forystu- konur og tengsl þeirra við valdakerfið, þjóðfé- lagslegan jarðveg framboðanna og endalok. Kynnið ykkur kvennaframboðin 1908—1926! Kvennaframboð þá og kvennaframboð nú! / __ Utg. Félagsvísindadeild Háskóla íslands og Örn og Örlygur

x

Kvennaframboðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennaframboðið
https://timarit.is/publication/1266

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.