Morgunblaðið - 13.01.2017, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2017
Fangar telja að viðveruskylda um
kvöldmat á Áfangaheimilinu Vernd
samrýmist illa vinnu sem þeir eiga
kost á og einnig stundum námi. Nám
og vinna er síðan skilyrði fyrir því að
þeir geti afplánað á heimilinu.
Dómþoli, sem afplánar fangelsis-
refsingu eða vararefsingu fésektar,
getur sótt um að afplána hluta hennar
á Áfangaheimili Verndar til að aðlag-
ast lífinu utan fangelsis. Skilyrði er að
hann stundi vinnu, nám, starfsþjálfun
eða meðferð. Í reglum Fangelsis-
málastofnunar frá 28. desember sl. er
kveðið á um að fanga er óheimil úti-
vist á nóttunni. Þá skulu allir mæta í
hús á kvöldverðartíma virka daga,
fyrir klukkan 18 og dvelja til kl. 19.
Aldrei komið í veg fyrir nám
Einstakir fangar og Afstaða sem er
trúnaðarráð fanga gagnrýna regluna
um viðveru á Vernd um kvöldmatar-
leytið. Telja þeir ekki að slíkar höml-
ur þjóni sérstökum tilgangi enda
gangist einstaklingurinn undir það að
ávallt sé hægt að ná í hann símleiðis. Í
tillögu Afstöðu, sem birt er á vef fé-
lagsins, kemur fram að algengt sé að
einstaklingar sem eru að feta sig út í
lífið taki að sér störf í þjónustugrein-
um og iðnaði. Vinnu í verslun, bygg-
ingariðnaði eða á skyndibitastað sé
vart lokið um klukkan 17 þannig að
viðkomandi geti komið sér í tíma á
dvalarstað. Þá séu dæmi um að nám,
til dæmis til matsveins og háskóla-
nám í fjarnámi, hefjist klukkan 17 og
standi fram eftir kvöldi.
Í svari frá Fangelsismálastofnun
kemur fram að Vernd telji mikilvægt
að allir komi saman eftir daginn til að
fara yfir stöðu þeirra. Með því móti sé
hægt að hafa eftirlit með mönnum, til
dæmis hvort þeir séu í neyslu. Fram
kemur að Vernd telji þessa reglu
grundvallaratriði fyrir starfsemina og
því standi ekki til að endurskoða hana.
Erla Kristín Árnadóttir, sviðsstjóri
fullnustusviðs Fangelsismálastofnun-
ar, segir að þessi regla hafi ekki valdið
teljandi vandræðum. Vernd hafi veitt
undanþágur, til dæmis vegna náms,
og hafi viðveruskyldan aldrei komið í
veg fyrir nám manna. Það hafi til
dæmis gerst þegar próf hafi verið á
kvöldmatartíma. Sama eigi við ef
fangar hafa þurft að fara til læknis á
þessum tíma. helgi@mbl.is
Vilja sleppa síðdeg-
isviðverunni á Vernd
Fangar telja að viðveran hamli námi og störfum
Morgunblaðið/Eggert
Áfangi Heimilislegt er á áfangaheimilinu hjá Vernd. Hópurinn kemur allur
saman á kvöldmatartíma virka daga. Það er liður í eftirliti með föngum.
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Skráaskiptanetsíðan deildu.net er
nú orðin aðgengileg undir nýju léni
sem hleypir notendum framhjá lög-
banni, sem samtök rétthafa fengu
sett á síðuna. Hingað til hafa not-
endur ýmist notast við svonefndar
DNS-hjáleiðir til þess að komast að
síðunni en nú er slíkt óþarfi. Með
nýja léninu er farið beint á inn-
skráningarsíðu deildu.net. Miklar
efasemdir hafa verið um hvort lög-
bannið, sem sett var á síðuna í októ-
ber 2014 myndi skila tilskildum ár-
angri. Má t.d. nefna að sama dag og
lögbannið tók gildi var sett upp lén-
ið iceland.pm sem speglaði notendur
á deildu.net.
Þrátt fyrir þetta segir Guðrún
Björk Bjarnadóttir, framkvæmda-
stjóri STEF, Sambands tónskálda
og eigenda flutningsréttar, að heim-
sóknir á síðuna eftir lögbannið hafa
minnkað, en STEF var hluti af þeim
hópi samtaka sem fóru fram á lög-
bannið. „Við sáum síðurnar hrapa
niður á lista yfir mest sóttu síðurnar
hér á landi stuttu eftir lögbannið.“
Vefsvæðið ólögmætt
Guðrún segir einnig að þrátt fyrir
að nýtt lén geri vefinn aðgengilegan
án hjáleiða sé líklega hægt að loka á
það án þess að fara í annað dóms-
mál.
„Við höfum gert samkomulag við
stærstu fjarskiptafyrirtækin sem
voru í fyrri lotu lögbannsmálanna,
þar sem kveðið er á um að það sé
búið að dæma viðkomandi vefsvæði
ólögmætt burtséð frá því hvaða lén
er notað til að komast þangað. Við
ættum því að geta óskað eftir lokun,
þrátt fyrir að það sé komið nýtt
lén.“
Á vefsíðunni deildu.net kemur
ekki fram hverjir eru eigendur
hennar en vefsíðan er skráð erlend-
is. Miklu af íslensku efni er deilt þar
án leyfis. Sjónvarpsþátturinn Satt
eða logið, sem frumsýndur var 8.
janúar síðastliðinn hefur verið sótt-
ur 1.517 sinnum svo dæmi sé tekið.
Nýtt lén sem leið
framhjá lögbanni
Deildu.net aðgengilegt með nýju
léni DNS-hjáleiðir ekki nauðsyn
Getty Images
Niðurhal Íslenskt efni er aðgengi-
legt á deildu.net án leyfis.
Vilhjálmur A. Kjartansson
Viðar Guðjónsson
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir
harðlega allan undirbúning og að-
draganda að mótun nýrrar mennta-
stefnu, sem samþykkt var á fundi
borgarstjórnar á þriðjudag.
„Ég lýsi undrun minni á því að
borgarstjóri telji eðlilegt að ráða
hóp innlendra og erlendra ráðgjafa
undir forystu finnska fræðimanns-
ins Pasi Sahlberg áður en málið er
kynnt borgarstjórn. Það er sjálf-
sagt að heyra hans sjónarmið en í
stefnumótunarvinnu í menntamál-
um er mikilvægt að leita fanga sem
víðast og rétt að sá hópur, sem val-
inn verður til að sinna verkefninu,
hafi fullt frelsi til að velja sér ráð-
gjafa,“ segir Kjartan en skipað hef-
ur verið í þverpólitískan stýrihóp
með það að markmiði að hægt verði
að samþykkja nýja menntastefnu
Reykjavíkurborgar til 2030 um
miðjan nóvember á þessu ári. „Boð-
að var til fundar með þessum manni
áður en tillaga um að hefja um-
rædda stefnumótun var lögð fram
og áður en skipað hafði verið í
stýrihóp verkefnisins, án nokkurs
samráðs við fulltrúa minnihluta
borgarstjórnar. Ég lýsi yfir furðu á
þessum vinnubrögðum og óskað eft-
ir því að betur verði staðið að fram-
haldi verkefnisins.“
Viðurkennir ranga ákvörðun
Kjartan segir rétt að fagna til-
lögu um að halda skuli áfram lang-
tímastefnumótun í menntamálum
en slík stefnumótun hófst að frum-
kvæði Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks í febrúar 2009 þegar
sérstök tillaga um málið var sam-
þykkt í borgarstjórn. „Þetta er við-
urkenning á því að ákvörðun Sam-
fylkingar og Besta flokks að hætta
allri stefnumótunarvinnu árið 2010
hafi verið röng. Reynslan hefur
sýnt að það var rangt að hætta um-
ræddri stefnumótun á miðri leið.
Slælega hefur verið staðið að yf-
irstjórn menntamála hjá Reykjavík-
urborg frá árinu 2010 og í fram-
kominni gagnrýni frá fagfólki í
skólamálum sem og foreldrum hef-
ur oftar en ekki verið nefnt að
skortur sé á stefnumótun í mála-
flokknum,“ segir Kjartan.
Skúli Helgason, borgarfulltrúi
Samfylkingar og formaður skóla-
og frístundaráðs segist hafa skiln-
ing þessum sjónarmiðum Kjartans
sem fram komu á fundi borgar-
tjórnar. Málið hafi atvikast þannig
að tækifæri hafi verið notað til að
ræða við Sahlberg á ráðstefnu í
Kanada fyrir tæpum tveimur árum
til að velta því upp hvort hann væri
fáanlegur til að vinna með borginni
að mótun menntastefnu. „Stóra
verkefnið í þessu samhengi er að fá
svona mann til þess að samþykkja
að vinna með okkur. Það er eitt að
taka umræðu um það hverja væri
gaman að fá í svona vinnu en
stærsta verkefnið er að fá slíkan
feng til liðs við okkur,“ segir Skúli.
Undrast vinnubrögð meirihlutans
Hópur innlendra og erlendra ráðgjafa við mótun menntastefnu Reykjavíkur áður en borgarstjórn var
kynnt málið Gagnrýnir að vinnu hafi verið hætt 2010 Skúli segir liðsinni Finnans mikilvægast
Byggingafélag námsmanna mun
byggja 250-300 íbúðir fyrir fé-
lagsmenn sína á næstu árum. Dag-
ur B. Eggertsson, borgarstjóri í
Reykjavík, Salome Guðmunds-
dóttir, formaður stjórnar Bygg-
ingafélags námsmanna, og Böðvar
Jónsson, framkvæmdastjóri félags-
ins, skrifuðu í gær undir vilja-
yfirlýsingu þessa efnis. Í tilkynn-
ingu frá Reykjavíkurborg segir að
borgin veiti vilyrði fyrir 100 íbúð-
um á KHÍ reit í Stakkahlið. Kann-
aður verði möguleiki á að fjölga
íbúðum Byggingafélags náms-
manna í Grafarholti.
Þá var lýst yfir vilja til við-
ræðna við ríkissjóð um að fá afnot
af hluta af lóð Sjómannaskólans
við Háteigsveg 35-39 og að endur-
skoða deiliskipulag á lóð á Há-
teigsvegi 31-33 og reisa þar um 50
íbúðir. Ljósmynd/Reykjavíkurborg
Reistar
verði 250-
300 íbúðir
Karl á þrítugsaldri hefur verið
dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið
fangelsi fyrir að hafa tekið fyrrver-
andi kærustu sína hálstaki og ýtt
henni upp að þaki bifreiðar sem
hann ók meðan konan var til hálfs út
úr henni. Þá hafi konan haldið í stýri
bifreiðarinnar og dregist með henni,
uns maðurinn stöðvaði bílinn við
Haukatorg á Völlunum í Hafn-
arfirði.
„Með háttseminni stofnaði ákærði
á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu … í
augljósan háska,“ segir í ákærunni.
Þar er tilgreindur ýmis miski og
meiðsli sem konan varð fyrir. Þá
tapaði hún í þessum atgangi heyrn-
artæki auk þess sem maðurinn
beygði með handafli og eyðilagði
farsíma konunnar. Vegna alls þessa
þjáðist hún af áfallastreituröskun,
eins og mat sálfræðings sýndi en það
var meðal málsskjala. Héraðsdómur
taldi að sjö mánaða fangelsisvist,
bundin skilorði til tveggja ára, væri
hæfleg refsing mannsins sem jafn-
framt skal greiða konunni um 900
þús. kr. í miskabætur. sbs@mbl.is
Skilorðsdómur fyrir
árás og glæfraakstur