Morgunblaðið - 13.01.2017, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.01.2017, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2017 VIÐTAL Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Bregðast þarf við þeim nýja veru- leika sem fylgir uppgangi nýrra stjórnmálaafla og popúlistaflokka. Rótgrónir stjórnmálaflokkar geta virst leiðinlegir og gamaldags í samanburði við flokka sem bjóða ein- faldar lausnir á flóknum málum. Þetta segir Karen Ellemann, ráð- herra jafnréttismála og samstarfs- ráðherra Norðurlanda í dönsku ríkisstjórninni, í viðtali við Morgun- blaðið. Hún segir öflugt Norður- landasamstarf ekki eingöngu gagnast í samskiptum á milli nor- rænu þjóðanna, heldur nýtist það þeim einnig á alþjóðavettvangi. Ellemann, sem situr á þingi fyrir Venstre-flokkinn, tók við ráðherra- embætti í nóvember síðastliðnum. Hún er þó ekki ókunnug á þeim vett- vangi, því áður hefur hún gegnt emb- ættum innanríkis- og félagsmálaráð- herra og umhverfisráðherra. Þá var hún samstarfsráðherra Norðurlanda 2010-2011 og fulltrúi Danmerkur í Norðurlandaráði 2011-2015. Karen Ellemann veitti blaðamanni Morgunblaðsins viðtal á skrifstofu sinni í danska utanríkisráðuneytinu í Kaupmannahöfn fyrr í vikunni og var m.a. spurð hverjar væru stærstu áskoranir sem norrænt samstarf stæði frammi fyrir um þessar mund- ir. Hún sagðist sjá talsverðan mun á þeim frá fyrri ráðherratíð sinni sem samstarfsráðherra Norðurlanda. „Áður voru Norðurlandaráð og Nor- ræna ráðherraráðið vettvangurinn þar sem hlutirnir gerðust; þar sem heilmiklar breytingar urðu. Það hef- ur breyst í áranna rás og þegar ég varð fyrst samstarfsráðherra Norðurlanda sagði ég að við yrðum aftur að komast að þessum upp- runalega kjarna. Það er stutt síðan ég settist aftur á þennan vettvang en ég sé, mér til mikillar ánægju, að margt af því sem ég lagði þá til er orðið að veruleika. En það er alltaf hægt að gera betur og til þess að svo megi verða þurfa samskipti á þess- um vettvangi að vera góð. Það er hagur Norðurlandabúa og gagnast samskiptum landanna á alþjóðavett- vangi.“ Ellemann segir að ráðin tvö mættu gjarnan vera sýnilegri þannig að íbúar aðildarlandanna væru betur meðvitaðir um það sem fram fer á þessum vettvangi. Tilgangur þessa samstarfs þurfi að liggja ljós fyrir. Hún segir að samstarf um mót- töku flóttafólks og aðlögun þess að samfélaginu hafi talsvert verið rætt á vettvangi norræna ráðherraráðs- ins. „Ég er vel meðvituð um hversu miklar hömlur fylgja auknu landa- mæraeftirliti á Eyrarsundssvæð- inu,“ segir hún og á þar við landa- mæraeftirlit á landamærum Sví- þjóðar og Danmerkur sem tekið var upp á síðasta ári. „Þetta er dæmi um að við lifum við norrænan veruleika, en hann er einnig evrópskur. Stund- um stangast það á og veldur mót- sögnum.“ Bjóða einfaldar skyndilausnir Hvernig metur þú stjórnmála- ástandið á Norðurlöndunum hér og nú og uppgang popúlistaflokka? „Ég sé stjórnmálaástandið á Norðurlöndunum á svipaðan hátt og á alþjóðavísu. Ég hef vissar áhyggj- ur, það er ljóst. Fram hafa komið flokkar sem bjóða auðveldar lausnir á afar flóknum vandamálum. Þeir bjóða upp á skyndilausnir og það er að vissu leyti skiljanlegt að sumir óski þess að málin séu svona einföld, að hægt sé að leysa þau á þennan fljótlega hátt. En svo erum það við, frá gömlu sígildu stjórnmálaflokk- unum sem hljómum leiðinleg og gamaldags í samanburði við þessa nálgun popúlistaflokkanna. Kannski finnst sumum stofnanabragur á hefðbundnu flokkunum. En núna reynir á hversu vel okkur tekst til að koma okkar stefnu á framfæri, hversu vel okkur tekst að eiga sam- skipti og hvernig við getum nálgast erfið mál.“ Norræna jafnréttisparadísin Í framhaldi af þessu segir Elle- mann að nýr taktur hafi verið sleg- inn í samfélaginu með samfélags- miðlunum og síauknum frétta- flutningi. „Allt gerist svo hratt, fréttir streyma til okkar allan sólar- hringinn og við fáum mikið af upp- lýsingum. Það að vera borgari í lýð- ræðissamfélagi er einfaldlega hörkuvinna. Við megum ekki gleyma því að frelsi verður ekki til af sjálfu sér og við verðum áfram að standa vörð um þætti eins og jafnrétti og lýðræði.“ Oft er talað um norrænu löndin sem jafnréttisparadís. Er það rétt lýsing? „Ef við berum Norðurlöndin saman við önnur lönd í heiminum virðist það vera þannig. Við höfum vissulega náð langt en við eigum svo sannarlega fleiri verkefni fyrir hönd- um,“ segir Karen Ellemann. Að vera borgari er hörkuvinna  Stundum stangast norrænn og evrópskur veruleiki á, segir Karen Ellemann, jafnréttisráðherra Danmerkur og samstarfsráðherra Norðurlanda  Norðurlandasamstarf þyrfti að vera sýnilegra Ljósmynd/venstre.dk Ráðherra „Kannski finnst sumum stofnanabragur á hefðbundnu flokkunum,“ segir Karen Ellemann, jafnréttis- og Norðurlandaráðherra Danmerkur. Karen Ellemann er 47 ára, fædd í ágúst 1969. Hún er menntaður grunnskólakennari og starfaði sem slíkur um tíma en starfaði einnig m.a. sem blaða- maður og við rekstur fyrirsætuskrifstofu. Hún var kosin á þing fyrir Kaupmannahafnarkjördæmi árið 2007 og tveimur árum síðar varð hún innanríkis- og félagsmálaráðherra og gegndi hún þeim embættum til 2010. Árin 2010-11 var hún umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda og innanríkis- og félagsmálaráðherra 2015-16. Hún hefur gegnt núver- andi ráðherraembættum síðan í nóvember síðast- liðnum. Faðir Karenar er Uffe Ellemann-Jensen, sem var utanríkisráðherra Danmerkur 1982-93 og formaður Venstre 1984-98. Fjölbreyttur ferill ráðherradóttur HVER ER KAREN ELLEMANN? Uffe Ellemann-Jensen Stefnt er að því að Unnur Brá Kon- ráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, verði kjörin forseti Al- þingis á fyrsta fundi eftir jólahlé, en fundurinn hefur verið boðaður þriðjudaginn 24. janúar. Unnur Brá verður 10. forseti Al- þingis frá því deildaskipting þings- ins var aflögð og Alþingi gert að einni málstofu árið 1991. Hún verður jafnframt fjórða konan sem gegnt hefur þessu virðulega embætti. Forsetar Alþingis frá 1991 hafa verið þessir: Salóme Þorkelsdóttir (1991-1995), Ólafur G. Einarsson (1995-1999), Halldór Blöndal (1999- 2005), Sólveig Pétursdóttir (2005- 2007), Sturla Böðvarsson (2007- 2009), Guðbjartur Hannesson (2009), Ásta R. Jóhannesdóttir (2009-2013), Einar K. Guðfinnsson (2013-2016) og Steingrímur J. Sig- fússon (2016-2017). Guðrún Helgadóttir var forseti Sameinaðs Alþingis 1988 til 1991. „Meginhlutverk forseta Alþingis er að sjá um að ákvæði stjórn- arskrár, sem varða Alþingi og þing- sköp Alþingis, séu haldin. Forseti Alþingis er einn handhafa forseta- valds ásamt forsætisráðherra og for- seta Hæstaréttar í fjarveru og for- föllum forseta Íslands,“ segir m.a. í kynningu á embættinu á vef Alþingis. Þar segir ennfremur að þingforseti stjórni fundum Alþingis. Hann hefur rétt til að taka þátt í um- ræðum líkt og aðrir þingmenn og gegnir þá einhver varaforsetanna fundarstjórninni á meðan. Forseti Alþingis hefur atkvæðisrétt í þing- salnum. Sættir ólík sjónarmið „Þingforsetinn stýrir störfum Al- þingis. Oft þarf hann að sætta ólík sjónarmið og gæta hagsmuna margra aðila. Þannig getur þing- forseti ekki látið sjónarmið eigin flokks ráða gerðum sínum heldur verður hann að gæta þess að tekið sé á erindum allra þingmanna af sann- girni og réttsýni,“ segir ennfremur í kynningunni. Forseti Alþingis kem- ur víða fram fyrir hönd Alþingis og tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi for- seta þjóðþinga. sisi@mbl.is Fjórða konan í stóli forseta  Unnur Brá verður 10. forseti Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir ...sem þola álagið! TRAUSTAR VÖRUR... VIFTUR Í MIKLU ÚRVALI Það borgar sig að nota það besta! • Bor›viftur • Gluggaviftur • I›na›arviftur • Loftviftur • Rörablásarar • Ba›viftur • Veggviftur Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.