Morgunblaðið - 13.01.2017, Side 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2017
www.danco.is
Heildsöludreifing
Umbúðarúllur í öllum
stærðum og gerðum
Mikið úrval af pakka-
böndum/krulluböndum
Skreytingaefni
Fyrirtæki og verslanir
Heildarlausnir í umbúðum
Gjafa- og
flöskupokar
Kraftpappír litaður
og ólitaður
Með því að velja hráefnið
af kostgæfni, nota engin aukaefni
og hafa verkhefðir fyrri tíma
í hávegum, framleiðum við
heilnæmar og bragðgóðar
sjávarafurðir.
Söluaðilar:
10-11, Hagkaup, Kostur,
Iceland verslanir, Kvosin,
Melabúðin, Nettó, Samkaup,
Pure Food Hall flugstöðinni
Keflavík, Sunnubúðin.
Bandaríska hreyfingin Open Doors
USA, sem fylgist með ofsóknum gegn
kristnum mönnum í heiminum, hefur
birt lista yfir 50 lönd þar sem kristið
fólk sætir mestum ofsóknum. Hreyf-
ingin segir að nær 215 milljónir
manna sæti „miklum, mjög miklum
eða skefjalausum ofsóknum“ í þessum
50 löndum.
Hreyfingin hefur birt slíkan lista í
25 ár og á þeim nýjasta er Norður--
Kórea í efsta sæti, fimmtánda árið í
röð. Íbúum landsins er jafnvel bannað
að eiga biblíu og einræðisstjórnin í
Pjongjang hefur látið hneppa marga
kristna menn í fangelsi.
Hreyfingin segir að ofsóknirnar
gegn kristnum mönnum hafi aukist í
heiminum í fyrra, þriðja árið í röð.
Mest hafi þær aukist í löndum í Suður-
og Suðaustur-Asíu, þar sem kristnir
menn séu næstum því í jafnmikilli
hættu og í Mið-Austurlöndum og lönd-
um í Afríku sunnan Sahara þar sem of-
sóknirnar hafa verið mestar.
„Listi Open Doors er skýr vísbend-
ing fyrir okkur kristna menn á Vestur-
löndum um að við þurfum að beita
okkur í þágu þeirra sem búa ekki við
sama trúfrelsi og við,“ segir David
Curry, formaður hreyfingarinnar.
„Við vonum að stjórn Trumps láti trú-
frelsi til sín taka á 100 fyrstu dögunum
eftir að hún tekur við völdunum.“
Íslömsk öfgahyggja var megin-
ástæða kúgunarinnar gegn kristnu
fólki í 35 af löndunum 50 á listanum.
Ofsóknirnar jukust mest í Vestur-
Afríkulandinu Malí, sem fór úr 44.
sæti í númer 32. Indland er í fimm-
tánda sæti og hefur aldrei áður verið
svo ofarlega á listanum. Ástæðan er
sú að árásum þjóðernissinnaðra
hindúa á kristna menn og kirkjur hef-
ur fjölgað. Að meðaltali var tilkynnt
um fjörutíu árásir á kristna menn á
Indlandi í hverjum mánuði á nýliðnu
ári.
Sýrland er í sjötta sæti og Írak í
því sjöunda þrátt fyrir hernaðinn
gegn Ríki íslams, samtökum íslam-
ista, sem misstu stóran hluta yfir-
ráðasvæða sinna á síðari helmingi
ársins sem var að líða. bogi@mbl.is
2016201520142013
Heimild: Open Doors (skýrsla um tímabilið nóvember 2015 til október 2016)
Kristnir menn drepnir vegna trúar sinnar
1.1732.123
4.344
Fjöldi kristinna manna sem
voru drepnir af trúarástæðum
1
2
7
6
5
9
10
10
38
4
Sómalía
AfganistanÍran
Efstu lönd á
lista yfir ríki
þar sem
ofsóknirnar
eru mestarPakistan
Súdan
Jemen
Erítrea
SýrlandSkefjalausar ofsóknir
Mjög miklar
Miklar
Írak
N-Kórea
300
Kína
38
Víetnam
35
Srí Lanka
33
Nígería
23 159Eþíópía
600
Önnur
1.188
Pakistan
Kirkjur sem voru eyðilagðar,
skemmdar eða bannaðar
7.100
Alls
695
Nígería
76
Pakistan
37
Kenía
24
Sýrland
225Önnur
Mexíkó
23
Eftir löndum
1.173
Alls
Skráð tilvik þar sem
kristnir menn voru
beittir ofbeldi eða ofsóttir
#
Nær 215 milljónir kristinna
manna sæta ofsóknum
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Christopher Steele, fyrrverandi njósnari bresku
leyniþjónustunnar MI6, er sagður hafa farið í fel-
ur þar sem hann óttist um líf sitt eftir að fjölmiðlar
skýrðu frá því að hann hefði skrifað 35 síðna
skýrslur um meint tengsl Donalds Trumps, verð-
andi forseta Bandaríkjanna, við stjórnvöld í Rúss-
landi.
Steele er 52 ára og var njósnari MI6 í Moskvu á
síðasta áratug aldarinnar sem leið. Hermt er að
hann hafi starfað fyrir leyniþjónustuna í 20 ár og
verið sérfræðingur hennar í málefnum Rússlands.
Hann stofnaði ráðgjafar- og rannsóknafyrirtækið
Orbis Business Intelligence árið 2009.
Óttast viðbrögð Rússa
Steele flúði frá heimili sínu í Surrey á Suðastur-
Englandi á miðvikudagsmorgun eftir að fjölmiðlar
skýrðu frá því að fyrrverandi breskur leyniþjón-
ustumaður væri höfundar skýrslna þar sem fullyrt
er m.a. að fulltrúar Trumps hafi átt leynilega fundi
með rússneskum embættismönnum og samþykkt
tölvuinnbrot Rússa til að hafa áhrif á forsetakosn-
ingarnar í Bandaríkjunum 8. nóvember. Ennfrem-
ur er þar sagt að rússneskir leyniþjónustumenn
hafi aflað upplýsinga, sem gætu skaðað Trump, í
því skyni að geta notað þær síðar til að hafa áhrif á
stefnu hans. Þeir eru m.a. sagðir hafa tekið mynd-
ir af Trump með vændiskonum á hóteli í Moskvu.
The Telegraph segir að Steele hafi flúið frá
heimili sínu, skilið kött sinn eftir hjá nágranna og
sagt honum að hann yrði að heiman „í nokkra
daga“. Blaðið hefur eftir heimildarmanni, sem
tengist Steele, að njósnarinn fyrrverandi „óttist
um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar“ vegna máls-
ins. Hann sé hræddur um að viðbrögð stjórnvalda
í Kreml verði „skjót og hugsanlega hættuleg“.
Gagnrýnir stofnanir og fjölmiðla
Skýrslunum var lekið í fjölmiðla eftir að skýrt
var frá því að yfirmenn leyniþjónustustofnana
Bandaríkjanna hefðu afhent Trump, Barack
Obama forseta og leiðtogum þingsins í Wash-
ington tveggja blaðsíðna samantekt um ásakanir
sem koma fram í skýrslunum. Trump neitaði þess-
um ásökunum á blaðamannafundi í fyrradag.
Hann gagnrýndi leyniþjónustustofnanirnar fyrir
að hafa lekið skýrslunum og fjölmiðla fyrir að hafa
birt þær. James Clapper, yfirmaður leyniþjón-
ustumála, kvaðst hafa rætt málið við Trump og
sagt honum að hann teldi ekki að stofnanirnar
hefðu lekið skýrslunum í fjölmiðla.
„James Clapper hringdi í mig í gær til að for-
dæma ranga og tilhæfulausa skýrslu sem var birt
með ólöglegum hætti. Spunnin upp, ósannindi,“
tísti Trump á Twitter í gær um samtalið. Clapper
tók hins vegar fram að skýrslurnar kæmu ekki frá
bandarískum leyniþjónustustofnunum og þær
hefðu ekki tekið afstöðu til þess hvort ásakanirnar
væru réttar. Hann gagnrýndi lekana og kvaðst
vera sammála Trump um að þeir væru mjög
„skaðlegir fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna“.
Á blaðamannafundinum í fyrradag sagði Trump
í fyrsta skipti að hann teldi að Rússar stæðu á bak
við innbrotin í tölvur demókrata fyrir forsetakosn-
ingarnar, eins og bandarísku leyniþjónustustofn-
anirnar höfðu haldið fram. Áður hafði hann dregið
þá niðurstöðu stofnananna í efa.
Njósnarinn fyrrverandi
sagður óttast um líf sitt
Höfundur skýrslna um meint tengsl Trumps og Rússa farinn í felur
AFP
Horfinn Fjölmiðlamenn fyrir utan skrifstofur
fyrirtækis njósnarans fyrrverandi í London.
Norski fjöldamorðinginn Anders
Behring Breivik sagði fyrir rétti í
gær að fimm ára einangrunarvist í
fangelsi hefði gert hann róttækari
en hann var áður en hann var
dæmdur fyrir að verða alls 77
manns að bana í árásum í Ósló og
Útey í júlí 2011. Saksóknari hafði
áður sagt fyrir réttinum að fjölda-
morðinginn væri í „mjög góðu lík-
amlegu og andlegu ástandi“, þrátt
fyrir einangrunina. Í fangelsinu
dvelur morðinginn í þremur klefum
þar sem hann getur spilað tölvu-
leiki og horft á sjónvarp. Hann hef-
ur einnig tölvu án netaðgangs, lík-
amsræktartæki, bækur og blöð.
Undirréttur í Ósló úrskurðaði að
fjöldamorðinginn sætti „ómann-
úðlegri meðferð“ í fangelsinu, eink-
um vegna einangrunarinnar, og
hún samræmdist ekki mannrétt-
indasáttmála Evrópu. Saksóknarar
áfrýjuðu þeim úrskurði og áfrýj-
unardómstóll fjallar nú um málið.
NOREGUR
Kveðst hafa
orðið róttækari
í einangruninni
AFP
Fjöldamorðinginn Breivik fyrir
rétti í áfrýjunarmáli í gær.