Morgunblaðið - 13.01.2017, Side 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2017
Seljalandsfoss Margir ferðamenn nutu náttúrufegurðarinnar á Suðurlandi í gær. Það var tilvalið að taka mynd af ferðafélaganum við dynjandi undirleik Seljalandsfoss.
Eggert
Ný ríkisstjórn hefur litið dags-
ins ljós. Með henni verða þátta-
skil í utanríkismálum. ESB-
aðildarmálinu er enn á ný ýtt til
hliðar. Það vaknar ekki til lífsins
á ný nema flutt verði tillaga um
aðild á alþingi, hún samþykkt á
þingi og síðan í þjóðaratkvæða-
greiðslu.
Um þetta segir svo í stjórnar-
sáttmálanum frá 10. janúar 2017:
„Komi fram þingmál um
þjóðaratkvæðagreiðslu um
aðildarviðræður við Evrópusambandið eru
stjórnarflokkarnir sammála um að greiða skuli
atkvæði um málið og leiða það til lykta á Al-
þingi undir lok kjörtímabilsins. Stjórnarflokk-
arnir kunna að hafa ólíka afstöðu til málsins og
virða það hver við annan.“
Evrópusambandinu var tilkynnt árið 2015
að umsóknin frá 2009 væri afturkölluð. Gunnar
Bragi Sveinsson, þáv. utanríkisráðherra, gerði
þetta í bréfi sem hann afhenti forráðamönnum
ESB 12. mars 2015. Þar sagði að ríkisstjórn Ís-
lands hefði samþykkt á fundi sínum 10. mars
2015 að hún hefði ekki í hyggju að taka upp að-
ildarviðræður við ESB á nýjan leik. Ríkis-
stjórnin teldi að Ísland væri ekki lengur í hópi
umsóknarríkja og færi þess á leit við ESB að
sambandið tæki hér eftir mið af því. Jafnframt
var tekið fram að nýja stefnan kæmi í stað
skuldbindinga þeirra sem gefnar hefðu verið í
aðildarviðræðum fyrri ríkisstjórnar.
Fram að kosningunum 29. október 2016
voru Viðreisn og Björt framtíð þeirrar skoð-
unar að umsóknin frá 2009 væri enn í gildi og
vildu að greitt yrði þjóðaratkvæði um hvort
halda ætti áfram viðræðum við ESB á grund-
velli hennar.
Stefna Viðreisnar gagnvart ESB hefur verið
þessi: „Þjóðin kjósi strax um hvort ljúka skuli
viðræðum um fulla aðild að Evrópusamband-
inu til þess að ná megi aðildarsamningi sem
borinn verði undir þjóðina.“
Fylgi ESB-viðræðuflokkanna, Viðreisnar,
BF og Samfylkingar, í kosningunum 29. októ-
ber 2016 reyndist 23,4% (þar af 5,7% hjá Sam-
fylkingu). Sjálfstæðisflokkurinn
hlaut 29,1% fylgi. ESB-stefna
hans ræður í stjórnarsáttmál-
anum.
Varla dettur nokkrum í hug að
þingið blási lífi í dauðu umsókn-
ina frá árinu 2009? Hreyfi meiri-
hluti þingmanna sig í áttina að
ESB fyrir árið 2020 verður ekk-
ert formlegt skref stigið nema
með samþykki meirihluta í
þjóðaratkvæðagreiðslu.
Reistar hafa verið meiri girð-
ingar gagnvart ESB-aðild en
nokkru sinni. Þar ræður mestu
reynslan frá 2009 og staðföst afstaða
Sjálfstæðisflokksins.
Viðskiptahagsmunir gagnvart Bretum
Í stjórnarsáttmálanum er leyst úr við-
kvæmu ESB-aðildarmálinu með sögulegri sátt
milli stríðandi fylkinga sem að lokum deildu
svo hart að leiddi til klofnings Sjálfstæðis-
flokksins. Í sáttmálanum segir einnig:
„Ríkisstjórnin mun byggja samstarf við
Evrópusambandið á samningnum um Evr-
ópska efnahagssvæðið. Fylgjast þarf vel með
þróun Evrópusambandsins á næstu árum og
gæta í hvívetna hagsmuna Íslands í samræmi
við aðstæður hverju sinni. Sérstakan gaum
þarf að gefa mögulegri úrsögn Bretlands úr
sambandinu. Alþingi fylgist grannt með þróun
mála í Evrópu og efli tengsl við systurstofn-
anir í öðrum Evrópuríkjum.“
Þetta er raunsæ afstaða og framkvæmd
þessa liðar stjórnarsáttmálans hlýtur að taka
mið af því hve mikilla viðskiptahagsmuna Ís-
lendingar hafa að gæta gagnvart Bretum. Þró-
un þessara mála allra hlýtur að lokum að ráða
miklu um hvort nokkrum dettur í hug að
hreyfa við ESB-aðild að nýju á alþingi fyrir lok
kjörtímabilsins.
Guðlaugur Þór Þórðarson, nýr utanríkis-
ráðherra, hefur árum saman tekið þátt í
EFTA-samstarfi þingmanna. Hann hefur því
þekkingu á öllu sem þau mál varðar auk pólit-
ískra tengsla á EFTA- og ESB-vettvangi sem
ættu að nýtast vel.
Bretum og ESB-mönnum er ljóst að úrsögn
Breta er ekki auðleyst mál. Það er ekki síður
flókið fyrir gamalgrónar viðskiptaþjóðir
Breta. Hér þurfa íslensk stjórnvöld að ganga
fram af aðgát og framsýni.
NATO-aðildin og þjóðaröryggisráð
Samhliða því sem gætt er hagsmuna gagn-
vart Bretum og ESB ber að huga að Norður-
Atlantshafssvæðinu í heild og breytingum þar,
ekki síst í öryggismálum. Ráðstefnu- og funda-
röð á vegum Varðbergs, Nexus og Alþjóða-
málastofnunar HÍ haustið 2016 leiddi í ljós að
eftir 25 ára hernaðarlegt slökunartímabil á
norðurslóðum og Norður-Atlantshafi fer
spenna vaxandi að nýju.
Í stjórnarsáttmálanum segir:
„Grunnstoðir utanríkisstefnu Íslands eru
samstarf vestrænna ríkja, evrópskt og nor-
rænt samstarf, aðild að Sameinuðu þjóðunum
og NATO, varnarsamningurinn og friðar- og
öryggissamstarf, samanber nýsamþykkta
þjóðaröryggisstefnu.“
Við gerð sáttmála fráfarandi ríkisstjórnar
Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks
gleymdist að setja inn ákvæði um aðildina að
NATO og varnarsamninginn. Það varð þó síð-
ur en svo til þess að stjórnin sinnti ekki
öryggismálum. Bar þar hæst sameiginleg yfir-
lýsing sem Lilja Alfreðsdóttir utanríkis-
ráðherra og Robert O. Work, varavarnarmála-
ráðherra Bandaríkjanna, rituðu undir 29. júní
2016 um samstarf á sviði varnarmála. Yfirlýs-
ingin rúmast innan tvíhliða varnarsamnings
Íslands og Bandaríkjanna frá árinu 1951.
Fyrir utan að standa að þessari yfirlýsingu
beitti fráfarandi stjórn sér fyrir samþykkt
þingsályktunar og laga um þjóðaröryggismál.
Kemur í hlut nýju ríkisstjórnarinnar að hrinda
nýmælum á þessu sviði í framkvæmd og öll
ráðuneytin þrjú sem þar skipta mestu, for-
sætis-, dómsmála- og utanríkisráðuneytin, lúta
öll stjórn sjálfstæðismanna. Flokkur þeirra
hefur jafnan haft forystu í umræðum um ör-
yggi og varnir landsins. Ábyrgð ráðherra hans
er því mikil í öllu tilliti þegar stigin eru ný og
mikilvæg skref í þessum efnum.
Verkefni þjóðaröryggisráðs
Lögbundin verkefni þjóðaröryggisráðs und-
ir forystu forsætisráðherra eru:
1. að hafa eftirlit með því að þjóðaröryggis-
stefna fyrir Ísland sé framkvæmd í samræmi
við ályktun Alþingis og er jafnframt samráðs-
vettvangur um þjóðaröryggismál.
2. að meta ástand og horfur í öryggis- og
varnarmálum og fjalla um önnur málefni er
varða þjóðaröryggi.
3. að stuðla að endurskoðun þjóðaröryggis-
stefnunnar eigi sjaldnar en á fimm ára fresti.
4. að beita sér í samvinnu við háskólasamfé-
lagið, hugveitur og fjölmiðla fyrir opinni og
lýðræðislegri umræðu um þjóðaröryggismál
og eflingu fræðslu og upplýsingagjöf um þau
mál.
Forsætisráðherra ber að sjá til þess að þess-
um verkefnum sé sinnt af þekkingu og mynd-
ugleika. Í öryggismálum leggja Íslendingar
borgaralegan skerf af mörkum en óhjá-
kvæmilegt er að þjóðaröryggisráðið ráði einn-
ig yfir þekkingu á hernaðarlegum þáttum.
Þekkingin og reynslan innan íslenska
stjórnkerfisins á framkvæmd öryggismála
liggur mest á starfssviði dómsmálaráðuneyt-
isins og stofnana þess. Að öðru leyti er þekk-
ingin og reynslan, einkum varðandi hern-
aðarlegt samstarf, innan utanríkis-
ráðuneytisins.
Að skapa hæfilegt jafnvægi á milli utanríkis-
ráðuneytisins annars vegar og dómsmálaráðu-
neytisins hins vegar í varnarmálum er mikil-
vægt og hefur ef til vill ekki tekist til fulls.
Undir forystu forsætisráðuneytisins verður að
skilgreina verkaskiptingu, skerpa boðleiðir og
skapa nauðsynlegt jafnvægi milli ráðuneyta
sem bera ábyrgð á framkvæmdinni.
Eftir Björn Bjarnason »Reistar hafa verið meiri
girðingar gagnvart
ESB-aðild en nokkru sinni.
Þar ræður mestu reynslan
frá 2009 og staðföst afstaða
Sjálfstæðisflokksins.
Björn Bjarnason
Höfundur er fyrrv. ráðherra.
Ný ríkisstjórn tekur ESB-aðildarmál
af dagskrá stjórnmálamanna