Morgunblaðið - 13.01.2017, Síða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2017
Selhella 13 | 221 Hafnarfjörður | Sími 564 1400 | kerfi@kerfi.is | kerfi.is
Fagleg & persónuleg þjónusta
Dæmi:
COSMETAL AVANT
Nýjasta brúsavatnsvélin
4.600,- án VSK
Þjónusta- & leigugjald á mán.
Drykkjarlausnir
fyrir þitt fyrirtæki
Hagkvæmara en þú heldur!
Enn á ný hefur um-
ræðan um hvort geð-
veiki beri ábyrgð á
gjörðum fólks og
hugsanlegu ofbeldi
sem það kann að beita
verið tekin á dagskrá.
Þetta er því kjörið
tækifæri til að leið-
rétta þennan leiða
misskilning sem fjöl-
miðlar eiga mikinn
þátt í að skapa. Fátt er nefnilega
fjær sanni. Það er hins vegar ekki
sá veruleiki sem birtist af geðrösk-
unum í gegnum fjölmiðla og þá á ég
við jafnt prentmiðla, myndmiðla,
vefmiðla og bókmenntir.
Miðlarnir eru ólíkir og það verður
að hafa í huga og neytendur upplifa
þá á mismunandi hátt. Prentmiðlar
krefjast meira af notandanum, en
myndmiðlar eiga greiðari leið að
undirmeðvitundinni.
Fjölmiðlar ýta undir meint
tengsl geðsjúkdóma og ofbeldis
Meirihluti þess fjölmiðlaefnis sem
hefur verið rannsakaður með tilliti
til birtingarmynda geðraskana og
fólks með geðraskanir er enskur og
bandarískur að uppruna, efni sem
við Íslendingar höfum greiðan að-
gang að. Það er því
ekki bara við íslenska
fjölmiðla að sakast.
Rannsóknir hafa
sýnt fram á að allar
tegundir fjölmiðla sýna
eða gefa í skyn að fólk
með geðraskanir sé of-
beldisfyllra en almennt
gerist, sem er ekki í
takt við raunveruleik-
ann. Víða erlendis hafa
verið gerðar fjölmarg-
ar rannsóknir á
tengslum umfjöllunar
um geðraskanir í fjölmiðlum og
áhrifum hennar á almenning. Rann-
sóknir á dagblaðsgreinum hafa t.d.
leitt í ljós að í morðmálum sé oft og
iðulega tekið fram ef meintur morð-
ingi sé með geðröskun eða hafi
dvalið á geðdeild og þá oftast í fyr-
irsögn. Slíkar fyrirsagnir ýta undir
hugmyndir um bein tengsl geð-
sjúkdóma og morðingja, þ.e. að fólk
með geðsjúkdóma fremji frekar
morð en aðrir borgarar. Því má
spyrja hvers vegna þess er ekki
getið ef meintur morðingi er hjart-
veikur eða gigtveikur. Getur það
ekki alveg eins verið meg-
insöguþráðurinn? Hvers vegna virð-
ist það ekki eins áhugavert?
Kvikmyndir eins og hinn klass-
íski sálfræðiþriller Psycho eftir
Alfred Hitchcock, sem fyrst var
sýnd árið 1960, skilur eftir sig skýr-
ari mynd í huga fólks af manneskju
með geðröskun, sem og Hannibal
Lecter í The Silence of the Lambs,
en skýrsla sem birt er á prenti og
sýnir að raunverulega séu lítil
tengsl á milli geðröskunar og of-
beldisfullrar hegðunar. Þá hafa
rannsóknir sýnt að 6-20 sinnum
fleiri persónur sýna ofbeldisfulla
hegðun á besta tíma í sjónvarpi í
Bandaríkjunum en fólk með geð-
raskanir í raun gerir.
Áhrif birtingarmyndanna
Því verður ekki neitað að fólk
með geðraskanir beitir ofbeldi rétt
eins og fólk sem ekki er haldið geð-
röskunum. Rannsóknir höfðu lengi
bent til þess að ekki væru nein
tengsl á milli geðraskana og ofbeld-
is en nýjustu rannsóknir sýna að
um einhver tengsl er að ræða þó að
þau séu ekki mikil – og langt frá því
sem ýjað er að í fjölmiðlum. Það eru
oft aðrir þættir sem spila inn en
geðraskanir, eins og félagslegur
bakgrunnur, atvinnuleysi, aðgengi
að heilbrigðisþjónustu, viðeigandi
meðferð og persónuleiki viðkom-
andi. Að beita ofbeldi er því fremur
einstaklingsbundið en hitt. Það eru
meiri líkur á að fólk sem misnotar
áfengi og vímuefni beiti ofbeldi en
fólk með geðraskanir, en það fyrr-
nefnda á að minnsta kosti þátt í
fjórðungi allra ofbeldisverka.
Ónákvæmar birtingarmyndir í
kvikmyndum þar sem dregin er upp
sú mynd að fólk með geðraskanir sé
öðuvísi, hættulegt eða hlægilegt
hafa margvísleg áhrif á fólk með
geðraskanir, m.a. vegna þess hvern-
ig aðrir koma fram við þá. Við kvik-
myndirnar má bæta við bók-
menntum eins og spennu- og
glæpasögum þar sem oft er gefið í
skyn að glæpamaður sé haldinn
geðveiki af einhverjum toga.
Vísanir í geðveiki
En geðveikin er hvorki jafn-
ofbeldisfull né jafnspennandi og
hún er viðruð og sýnd í fjölmiðlum
– og er satt best að segja oft langt
frá raunveruleikanum. Geðröskun,
af hvaða tagi sem er, er fyrst og
fremst sjúkdómur sem oft er hægt
að meðhöndla, sérstaklega á upp-
hafsstigum, en hún getur verið erfið
og jafnvel hrjáð fólk ævilangt. En
fólk með geðröskun er ekki að öllu
jöfnu líklegra til að meiða aðra,
nauðga eða myrða frekar en hver
annar borgari.
Ég, sem er geðveik, óska því eftir
réttlátari umfjöllun í umgengni við
þennan oft erfiða sjúkdóm og dauða
staðalímyndarinnar, þ.m.t. vísanir í
geðveiki líkar þeim orðum sem
Bjarni Benediktsson fjármálaráð-
herra lét falla í þættinum Kryddsíld
á Stöð 2 á gamlársdag, en þar lagði
hann út af því að það þyrfti nátt-
úrulega einhverja geðveiki til að sjá
ekki hvað þetta er frábært land sem
við búum á. Jæja, úr því að ég er að
skrifa þessi orð vil ég segja við
væntanlegan forsætisráðherra að
það er víða pottur brotinn á þessu
oft frábæra skeri, t.d. í geð-
heilbrigðismálum, en þess má geta
að ástæða örorku er í 40% tilfella
geðraskanir og nokkuð skortir upp
á mannsæmandi örorkulaun í góð-
ærinu. Ég held að margir þeirra
upplifi þetta ekki sem frábært land
– jafnvel þó að þeir séu með lækn-
isvottorð upp á geðröskun. Ég tek
því öllu tali um geðveiki í þessum
skilningi sem beinni móðgun og bið
alla þá sem koma að málum geð-
sjúkra, hvort sem er í fjölmiðlum
eða á opinberum vettvangi, um að
vanda sig. Það skiptir okkur máli.
Eftir Unni H.
Jóhannsdóttur
»Rannsóknir hafa
sýnt að fjölmiðlar
gefa ítrekað til kynna
að fólk með geðröskun
sé ofbeldisfyllra en
aðrir borgarar.
Unnur H. Jóhannsdóttir
Höfundur er kennari, blaðamaður og
með diploma í fötlunarfræði.
Er geðveikin ofbeldisfull?
Það þarf Kraft til að
takast á við krabba-
mein. Lífið er núna.
Þessi einkunnarorð
eru yfirskrift átaks
Krafts, stuðnings-
félags fyrir ungt fólk
sem greinst hefur með
krabbamein og að-
standendur þess.
Þessi orð geta allir
tekið undir sem
greinst hafa með
krabbamein og einnig ástvinir þeirra.
Þegar þessi vágestur bankar upp á í
fjölskyldum tekur lífið aðra stefnu og
enginn verður samur eftir að hafa
upplifað sambúð með honum. Allir
sem glíma við krabbamein end-
urmeta líf sitt og öðlast oft og tíðum
ný lífsviðhorf. Flestir þeir sem grein-
ast með krabbamein eru komnir yfir
miðjan aldur. Engu að síður greinast
um 70 manns á aldinum 18-40 ára
með krabbamein árlega. Þótt alltaf
sé erfitt að fá slíka sjúkdómsgrein-
ingu er það ungu fólki e.t.v. þung-
bærara en þeim sem
eldri eru. Ungt fólk er á
vordegi lífsins og hefur
háleit markmið um
framtíðina. Á þessum
aldri stunda margir
nám, festa kaup á hús-
næði, koma sér fyrir á
vinnumarkaði og stofna
fjölskyldu. Þegar ungur
einstaklingur fær
skyndilega krabbamein
breytist allt. Mikill tími
fer í læknismeðferðir,
lyfjagjafir og fleira sem
tengist því að sigrast á
sjúkdómnum, svo ekki sé talað um
óvissuna sem honum fylgir. Sú
óvissa tengist ekki einungis lífs-
horfum viðkomandi – heldur ekki
síður því hvernig hann og fjölskylda
hans takast á við þær fjárhagslegu
áhyggjur sem fylgja því að greinast
með krabbamein. Tekjumöguleikar
fjölskyldunnar minnka þegar ann-
arri, eða jafnvel einu, fyrirvinnu
hennar er skyndilega kippt úr sam-
bandi. Veikindin sjálf ættu í sjálfu
sér að vera nægilegt áhyggjuefni ef
ekki kæmi til stórfelldur kostnaður
vegna læknismeðferða, rannsókna
og lyfja. Með öðrum orðum: Á með-
an ungur krabbameinssjúklingur er
að berjast fyrir lífi sínu þarf hann
einnig að hafa stórfelldar áhyggjur
af afkomu fjölskyldunnar. Það er því
ekki að ástæðulausu sem Kraftur
setti á laggirnar sérstakan neyð-
arsjóð til að styrkja unga krabba-
meinsveika einstaklinga til að
standa straum af kostnaði í heil-
brigðiskerfinu. Það er heldur ekki að
ástæðulausu að Kraftur boðar til vit-
undarvakningar um málefni ungs
krabbameinsveiks fólks og biðlar um
leið til almennings að styrkja starf-
semina. Þörfin er til staðar í boði
stjórnvalda sem hafa ákveðið að
senda reikninginn að stórum hluta á
fársjúkt fólk.
Það þarf Kraft til að takast
á við krabbamein
Eftir Ragnheiði
Davíðsdóttur » Flestir þeir sem
greinast með
krabbamein eru komnir
yfir miðjan aldur.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Krafts.
Ragnheiður
Davíðsdóttir
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS