Morgunblaðið - 13.01.2017, Side 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2017
✝ Hrafnkell Ósk-arsson fæddist í
Reykjavík 8.sept-
ember 1942. Hann
lést 28. desember
2016.
Foreldrar hans
voru Sólveig Sig-
urðardóttir, f. 7.
apríl 1920, d. 28.
apríl 2003, og Ósk-
ar Þorgilsson, f. 5.
mars 1919, d. 6.
september 2006. Systur sam-
mæðra eru Erna, Pálína, d. 23.
maí 2015, og Sigrún Ágústs-
dætur. Systkini samfeðra eru
Guðný, Kolbrún, Óskar Gunnar
og Pétur. Þann 30. júní 1963
kvæntist Hrafnkell eftirlifandi
rúnar frá fyrra sambandi er
Helgi Bernódus Helgason.
Hrafnkell ólst upp hjá móðurfor-
eldrum sínum, þeim Sigurði
Guðnasyni og Kristínu Margréti
Árnadóttur. Barnsskónum sleit
Hrafnkell á Bergþórugötunni,
hann fór til sjós um 13 ára aldur
með móðurbróður sínum Guðna
Sigurðssyni og var sjómaður
lengst af sinni starfsævi. Eftir að
Hrafnkell kom í land vann hann
hjá Varnarliðinu, átti og rak
Veiðiverk netagerð ásamt vini
sínum Ólafi Þórðarsyni, vann hjá
Olíusamlagi Keflavíkur og ná-
grennis og lauk hann starfs-
ævinni hjá N1 í Helguvík.
Útför Hrafnkels hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hins látna.
eiginkonu sinni,
Báru Þórðardóttur,
f. 26. október 1943.
Börn þeirra eru: 1)
Þórir Björn, f. 18.
maí 1963, giftur
Lilju Guðjóns-
dóttur. Barn þeirra
er Guðjón Snær,
börn frá fyrra
hjónabandi eru
Hrafnkell Þór og
Bára Kristín. 2) Sig-
ríður Kristín, f. 15. maí 1967.
Synir hennar eru Björn Leví og
Hrafnkell Björnssynir. 3) Guð-
rún, f. 20. júlí 1975, gift Eðvaldi
Ragnarssyni. Dætur þeirra eru
Thelma Rún, Ásdís Bára og
Ragnheiður Steina, barn Guð-
Þakklæti er mér efst í huga
þegar ég kveð þig, elsku Keli
minn. Ungan og fallegan sá ég þig
fyrst og var ákveðin að kynnast
þér. Mitt happ í lífinu var að fá þá
ósk mína uppfyllta og vel það. Ég
fékk að deila lífi mínu með þér, ala
með þér þrjú yndisleg börn og
vera þín alla tíð. Þú varst þínum
góður, stoð og stytta allra í fjöl-
skyldu minni og börnum okkar
góður faðir á öllum sviðum. Þú
varst einstakur félagi, sterkur,
húmorískur, góður, verndandi og
hlýr.
Dagurinn kveður, mánans bjarta brá
blikar í skýja sundi.
Lokkar í blænum, leiftur augum frá,
loforð um endurfundi.
Góða nótt, góða nótt,
gamanið líður fljótt,
brosin þín bíða mín,
er birtan úr austri skín.
Dreymi þig sólskin og sumarfrið,
syngjandi fugla og lækjarnið.
Allt er hljótt, allt er hljótt
ástin mín, góða nótt.
(Ási í Bæ)
Á þínum síðustu árum hvarfstu
mér hægt og rólega og sjúkdómur
þinn tók yfir. Ég hef saknað þín
lengi og geri enn. Kveðjustundin
er þó alltaf erfiðust. Minningarnar
okkar geymi ég djúpt í hjarta
mínu og vernda með kærleik. Ég
hugga mig við að við munum hitt-
ast aftur, ástin mín. Nú ertu frjáls
og ég veit að vel var tekið á móti
þér af okkar fólki. Góður guð
blessi minningu þína sem verður
mitt ljós. Þín,
Bára.
Við vissum að þessi stund kæmi
fyrr en síðar, elsku pabbi. Senni-
lega óskaðir þú þess að hún yrði
fyrr við þessar aðstæður en ég
vildi hafa þig lengur, því dagarnir
urðu einfaldlega betri eftir heim-
sókn til þín. Kveðjustundin er
samt svo óskaplega tregakennd,
en ég veit fyrir víst um nokkra
sem biðu þín hinum megin með
verkefni sem þurfti að leysa. Ég
hugsa til þín oft á dag, hversu
heppin ég var að eiga þig að. Eftir
situr ákveðið tómarúm sem erfitt
reynist að fylla. Þú varst klettur-
inn minn. Einstaklega þolinmóð-
ur, úrræðagóður, skilningsríkur,
hógvær, greiðvikinn, sanngjarn,
hnyttinn, handlaginn, traustur og
ástríkur pabbi.
Hlutverk okkar pabba snerust
við síðustu árin, hann sem hafði
tekið á móti mér varnarlausri inn í
þennan heim þurfti nú sömu um-
hugsun og ég þá. Nú var komið að
mér. Ég þurfi að standa sem klett-
ur, reyna að útskýra fyrir honum
af hverju hann væri kominn á nýtt
heimili, af hverju hann gat ekki
bara fengið að fara heim. Hjartað
mitt sundurtætt af sársauka og
helst hefði ég ekki viljað víkja frá
honum. Þetta er alzheimer-
sjúkdómurinn – hann tekur fólkið
okkar og skilur það eftir svo varn-
arlaust.
Pabbi var einstaklega falleg sál,
það sem hann var ekki tilbúinn að
leggja á sig svo okkur systkinun-
um liði vel, skapa minningar sem
lifa áfram í hjörtum okkar um
ókomna tíð. Pabbi ólst upp á erf-
iðum tímum, hann bjó hjá ömmu
sinni og afa sem gáfu honum allt
sem þau gátu en 13 ára gamall
þurfti hann að fara til sjós. Mér
finnst ótrúlegt hvernig þetta var á
þessum tímum. Æskan er ein-
hvern veginn tekin frá börnunum.
Pabbi var alla tíð vinnusamur. Ef
hann var ekki að smíða innrétt-
ingar eða að vinna í garðinum þá
var hann líklega að vaska upp eða
ryksuga. Pabbi kenndi mér svo
ótal margt og verð ég honum æv-
inlega þakklát fyrir það. Pabbi
sýndi barnabörnunum öllum
mikla væntumþykju, hann gerði
ekki upp á milli þeirra, allir áttu
sinn hlut í afa. Það besta sem hann
gaf var tími og þolinmæði sem
hann átti endalaust af, hvort sem
það var í bílskúrnum að smíða
með börnunum, við eldhúsborðið
að teikna eða að syngja og barna-
vísan „Einn var að smíða“ kemur
reglulega upp í huga mér og söng
ég vísuna oft fyrir pabba nú undir
það síðasta. Börnin mín minnast
afa með þakklæti og einstakri
væntumþykju.
Hér við skiljumst
og hittast munum
á feginsdegi fira;
drottinn minn
gefi dauðum ró,
hinum líkn, er lifa.
(Úr Sólarljóðum.)
Þar til við hittumst aftur, hafðu
þakkir fyrir allt og allt. Lífið hefði
ekki verið eins gott án þín, elsku
pabbi. Ég veit þú vakir yfir okkur,
ég passa mömmu fyrir þig.
Þín dóttir,
Guðrún.
Minn klettur. Mín stoð. Mín
vetrarsól. Minn pabbi. Minning-
arnar streyma fram um saklausa
æsku í þínum faðmi. Þú sem varst
alltaf til staðar. Þú með þína þægi-
legu nærveru. Þú sem kenndir
mér svo mikið. Að elska, virða,
setja mörk, gefa eftir, sjálfsbjarg-
arviðleitni, vinnusemi, að meta
fegurð og rækta garðinn. Þú
reyndir líka að kenna mér að
teikna, taka myndir, tefla, leysa
gátur og fleira sem þú varst góður
í. Þú varst nákvæmur og natinn
fagurkeri. Mikill listamaður og
þúsundþjalasmiður sem gerði allt
sjálfur. Allt. Þú skapaðir fallegt
heimili með mömmu sem hafði
mikla sál og hlýju og fullt af tón-
list. Alls kyns tónlist. Jafnaðargeð
þitt var einstakt. Ég klessti hvern
bílinn á fætur öðrum og baðaði
stofuna þína með bleiku kampa-
víni. Þú sagðir að þetta væri allt í
lagi, þetta væru bara bílar, og
málaðir stofuna aftur án þess að
segja orð. Þolinmóður og rauna-
góður. Bestur.
Æskuminningar um ferðalögin
með Simon og Garfunkel í spilar-
anum á leið í sveitina, við að veiða
saman, við að byggja fleka saman
sem við renndum niður ánna, við
að plana að flytja til Reykjavíkur.
Þú að gróðursetja blómin og
hugsa um garðinn þinn af mikilli
natni. Þú að framkalla myndir í
framköllunarbúrinu. Við á leið í
Lágafellskirkjugarð til afa Sig-
urðar og ömmu Kristínar með
kross sem þú varst búinn að
skreyta með alúð og ást á Þorláks-
messu.
Þú að mála herbergið mitt fyrir
hver einustu jól alla mína barn-
æsku. Mamma að strauja ný
sængurföt og þvo ný náttföt á Þor-
láksmessu. Ég að fara að sofa á
Þorláksmessukvöld með hreint á
rúmum í nýjum og hreinum nátt-
fötum. Reykelsislyktin þín á jól-
unum. Þú með kaffibollann þinn.
Þú að leggja parket. Þú að mála.
Þetta eru minningarnar sem
munu alltaf lifa með mér. Það var
ástin og umhyggjan sem fyllti
heimili ykkar mömmu sem við
systkinin nutum í ómældu magni
og skapaði öryggið sem ég áttaði
mig seinna á að væri grunnurinn
af öllu í lífinu. Þú kunnir að meta
fjölskylduna þína og veittir henni
alla þína athygli og ást. Samband
ykkar mömmu var einstakt.
Aldrei sá ég ykkur ósátt, aldrei
fann ég fyrir öðru en hamingju,
friðsæld og gagnkvæmri virðingu.
Þegar ég flutti að heiman varst
þú ráðgjafi minn í öllu, ég gerði
aldrei nokkurn hlut án þinnar
blessunar. Þegar synir mínir
fæddust reyndi á sterkan ættar-
höfðingjann. Hrafnkell minn, sem
fékk ekki úr sömu spilum að spila
og flestir, var augasteinn þinn að
öðrum barnabörnum ólöstuðum.
Hann þurfti mest á þér að halda
og naut styrksins frá þér. Ósér-
hlífni þín var einstök. Þú sast yfir
honum á Barnaspítalanum dag
eftir dag, ár eftir ár og keyrðir á
milli Keflavíkur og Reykjavíkur
eftir því sem við þurftum á þér að
halda. Þið mamma tókuð alltaf við
þegar ég brást. Samband ykkar
Hrafnkels var ólýsanlega sterkt
og hann horfði alltaf á afa sinn
með lotningu sem sagði meira en
þúsund orð. Þú varst og ert hans
besti.
Takk elsku pabbi, fyrir allt og
allt. Það eru forréttindi að vera
dóttir þín. Ég elska þig til tungls-
ins og til baka. Milljón sinnum.
Minning þín lifir með mér og lýsir
leið mína. Þín dóttir,
Sigríður (Sigga Stína).
Bjarta brosið, styrkar hendur,
hlý sálin þín. Við áttum ólýsanlegt
samband, ég og þú. Ég bíð enn eft-
ir að þú birtist í dyrunum með
gleraugun og leikir við mig. Þú
barst mig í gegnum margar þraut-
irnar með gleði í hjarta, varst
styrkur minn á erfiðum tímum og
gleði mín á góðum stundum. Sálir
okkar verður aldrei hægt að skilja
að.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.J.H.)
Hjartans þakkir fyrir allar
góðu stundirnar í hlýjum faðmi
þínum, elsku afi. Góður Guð styrki
elsku ömmu mína. Þinn,
Hrafnkell.
Tíminn flýgur, ógnar hraði
Blómstrar upp fjölskyldutré, enginn
vafi
Þú ert mitt lífvesti, í miðju hafi
Frá styrk með ást til öryggis
Hvíldu vel elsku afi
Takk fyrir allar góðu stundirn-
ar okkar, elsku afi minn. Hlýjan
þín og minningin um þig verður
okkar ljós um ókomna tíð. Þinn,
Björn Leví.
Í bernskuminningum er Hrafn-
kell bróðir minn ljóslifandi. Hann
var orðinn unglingur þegar ég
man fyrst eftir mér og bjó hjá afa
og ömmu. Fallegur drengur, líkur
mömmu, hæglátur og ljúfur. Við
yngri krakkarnir í fjölskyldunni
fengum að skoða dótið hans, sem
var bæði skrýtið og skemmtilegt,
og leika okkur með það. Svartur
haus sem gleypti peninga,
skuggamyndavél og hreyfimynda-
vél, Þetta voru undratæki í barns-
minninu. Brósi, eins og hann var
kallaður, var einstaklega góður
við okkur yngri krakkana, þolin-
móður og skemmtilegur. Í sumar-
bústaðnum stóð hann fyrir veiði-
ferðum í nærliggjandi vatn, síðan
voru fiskarnir steiktir yfir eldi og
borðaðir hálfhráir af bestu lyst.
Hann stóð líka fyrir sundi í smá-
hyl í ánni og mörgum skemmti-
legum ævintýraferðum. Ég minn-
ist þess að hann bauð mér
nokkrum sinnum í bíó og var þá
ekki endilega að velja barnamynd-
ir, þessar ferðir enduðu líklega
flestar með því að ég hallaði mér
upp að honum og sofnaði vært.
Brósi var mjög ungur þegar
hann fór til sjós. Hann kom þá
gjarnan færandi hendi heim eftir
siglingar með sælgæti og smádót.
Strax á unglingsárum varð hann
góður dansari og heillaðist af
rokkinu. Hann sýndi rokkdans á
veitingahúsum og mér fannst
hann sannkallaður rokkkóngur og
var afar stolt af honum. Bára kær-
astan hans kom svo inn í fjölskyld-
una þegar þau eru bæði rétt um
tvítugt. Hún var ljóshærð, blá-
eygð og gullfalleg stúlka, og ekki
síður dugleg og myndarleg. Þau
hófu sambúð og fóru að eignast sín
börn og samband þeirra var
traust og fallegt. Þau eignuðust
gott heimili og voru umhyggju-
samir og góðir foreldrar barna
sinna.
Brósi var handlaginn og naut
sín vel þegar hann var að dytta að
heimilinu, breyta bæta og laga.
Hann hélt áfram að fara í veiði-
ferðir svo lengi sem hann hafði
heilsu til. Hann hélt líka dans-
kunnáttunni við og átti það til á
góðum stundum að sveifla okkur
systrum sínum og Báru í dansin-
um. Hann lifði fyrst og fremst fyr-
ir fjölskyldu sína og hugsaði af
umhyggju um þau öll.
Ég átti góðan bróður og kveð
hann með þakklæti og virðingu.
Báru, Þóri, Siggu Stínu, Guðrúnu
og fjölskyldum þeirra votta ég
samúð mína.
Blessuð sé minning um góðan
dreng.
Sigrún Ágústsdóttir.
Elsku mágur.
Nú hefur þú kvatt þennan heim
og ert kominn á leiðarenda. Síð-
ustu árin hafa verið þér erfið sök-
um sjúkdómsins sem lagðist á
þinn fallega lífs farveg.
Þú varst ávallt traustur
fjölskyldumaður og vinur. Við
þökkuðum Báru systur fyrir að
hafa komið með þig í fjölskylduna
okkar. Fjölskyldan var ríkari að
hafa þig sem einn af okkur. Við
reiddum okkur mikið á þig og
ávallt varst þú til staðar. Ef eitt-
hvað þurfti að laga, dytta að, kom-
ast að hvernig ný tækni virkaði, þá
var fjölskyldumantran „hringjum
í Kela“ og eftir á „Keli reddaði
þessu“. Aldrei kvartaðir þú og
aldrei heyrðist þú hallmæla
nokkrum manni. Það var alltaf
stutt í stríðni og hlátur þegar þú
varst viðstaddur. Kímnigáfan þín
var frá hjartanu og ávallt leið
manni vel í þinni návist.
Hjartans Bára okkar, þú hefur
misst sálufélaga þinn og sorgin er
mikil fyrir þig. Þið Keli kynntust
ung að árum og mynduðuð ynd-
islegt líf fyrir ykkur, börnin þrjú
og barnabörnin. Fjölskyldulífið
var ykkur allt og það vissu allir.
Við erum vissar að Keli veit
hversu vel þú hugaðir að honum
hans síðustu ár. Nú er hann kom-
inn í frið og ró.
Elsku Keli okkar, þér hefur
verið mikið fagnað af þeim sem á
undan okkur eru farin. Okkar er
missirinn mikill en það er huggun
að vita að nú færðu hvíld.
Elsku Bára okkar, Þórir, Sigga
Stína, Guðrún og fjölskyldur, okk-
ar innilegu samúðarkveðjur og
megi Guð styrkja ykkur.
Þórdís og Jóhanna.
Hrafnkell Óskarsson hafði sér-
staka nærveru – hlýr, ljúfur, bros-
mildur, notalegur – góður maður.
Stærstur og bestur var hann í
hlutverki fjölskylduföðurins. Sem
ástin hennar Báru og eiginmaður
– pabbinn skemmtilegi, afinn vilj-
ugi. Svona sé ég Hrafnkel, sem nú
hefur kvatt. Eftir sár veikindi sem
tóku hann og tóku á ástvini hans.
Söknuður fylgir kveðjustundum
en einmitt þá er mjög mikilvægt
að muna gleðina yfir öllum góðu
minningunum.
Minningum sem Hrafnkell
skapaði með lífi sínu. Við Hrafn-
kell vorum móðurafi og föður-
amma fallegu, yndislegu bræðr-
anna – Björns Levís og Hrafnkels,
Siggu Stínu og Björnssona, þeir
eru barnabörnin okkar kæru. Sá
yngri, Hrafnkell nafni hans, er
„einstakur drengur“. Drengur
sem þarf sérstaka umönnun,
drengur sem afi nafni tók undir
sinn stóra verndarvæng – umvafði
og hlúði að á sinn mjúka hátt. Með
mildi og elsku, gleði og þolinmæði.
Það var unun að sjá þá nafna sam-
an – Hrafnkell yngri ljómaði þeg-
ar Hrafnkell eldri birtist. Þeir töl-
uðu saman á sínu máli, nutu
samvista innilega – milli þeirra
kærleiksstrengur sterkur.
Hrafnkell var hagleiksmaður –
allt lék í höndunum á honum. Oft-
ar en ekki hitti ég hann hjá dóttur
hans og dóttursonum að hjálpa við
að fegra heimili og garð. Alltaf
tilbúinn með Báru sína sér við
hlið. Hrafnkell og Bára voru falleg
hjón, bundust ung ástarinnar
böndum, samstíga í lífi og leik, vin-
irnir bestu. Ég kveð góða mann-
inn og elskaða ættföðurinn Hrafn-
kel Óskarsson, ég þakka honum af
alhug fyrir allt sem hann var son-
arsonum mínum. Spámaðurinn
Kahlin Gibran sagði:
Og hvað er að hætta að draga andann
annað en að frelsa hann frá friðlausum
öldum lífsins,
svo að hann geti risið upp í mætti sínum
og ófjötraður leitað á fund guðs síns?“
Guð veri með Hrafnkeli Ósk-
arssyni á nýjum leiðum í ljóssins
landi – Guð veri með Báru hans og
börnunum þeirra öllum.
Helga Mattína Björnsdóttir.
Hrafnkell Óskarsson
Elskuleg systir okkar og mágkona,
MARÍA GRÉTA SIGURÐARDÓTTIR
ABBEY
frá Sandgerði,
lést á heimili sínu í Maryland, USA,
3. janúar.
.
Systkini, tengdafólk og fjölskyldur,
Hafsteinn Guðnason.
Ástkær móðir, tengdamamma, amma og
langamma,
GUÐLAUG Ó. JÓNSDÓTTIR,
lést á Landspítalanum 11. janúar.
Útför auglýst síðar.
.
Smári Hauksson, Sigurrós Einarsdóttir,
Haukur Hauksson, Hilde Kjerstin Kaasa,
Ingi Hauksson, Súsanna Andreudóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar,
ERLA BJARNADÓTTIR,
Aflagranda 40, Reykjavík,
lést á Landakoti laugardaginn 7. janúar.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 20. janúar klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta
Krabbameinsfélagið njóta þess.
.
Regína, Ragnheiður og Kári Harðarbörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
STELLA BERGLIND
HÁLFDÁNARDÓTTIR,
lést á heimili sínu 24. desember 2016.
Útförin hefur þegar farið fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
.
Viðar Guðmundsson,
Sólrún Viðarsdóttir, Jón Wendel,
Brynjar Viðarsson, Gyða Björnsdóttir,
Agnes Viðarsdóttir, Þórir Magnússon,
Hilmar Viðarsson, Erla Björgvinsdóttir,
Heiða Viðarsdóttir, Kristján Kristjánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.