Morgunblaðið - 13.01.2017, Side 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2017
✝ John ErnestGabriel Bene-
dikz fæddist í
Reykjavík 30. apríl
1934. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 24. des-
ember 2016.
Foreldrar hans
voru Eiríkur Bene-
dikz, sendiráðu-
nautur íslenska
sendiráðsins í
London, f. 5. febrúar 1907 í
Reykjavík, d. 1. ágúst 1988, og
Margaret Benedikz, fædd Sim-
cock, f. 11. janúar 1911, d. 12.
maí 1999. John átti fjóra bræð-
ur; Benedikt, f. 4. apríl 1932, d.
25. mars 2009, Leif, f. 4. febrúar
1938, d. 19. nóvember 1991,
Þórarin, f. 2. maí 1939, og Pét-
ur, f. 20. mars 1946, d. 3. júní
2006.
Árið 1957 kvæntist John Ás-
gerði Hannesdóttur, f. 15. sept-
ember 1939, d. 23. desember
1983. Börn þeirra eru: 1) Mar-
grét, f. 22. október 1959, gift
Jon Buscall. Börn þeirra eru: a)
Sebastian, f. 14. mars 1984, gift-
ur Shimu og eiga þau Leo. b)
Leifur, f. 17. júní 1993, faðir
Vörður Þórisson. 2) Eiríkur, f.
26. desember 1962, maki Janne
Jensen. Börn hans eru: a) Ás-
ember 2006, faðir þeirra er Dav-
íð Björgvinsson. Unnusti Sig-
rúnar er Evangelos Tsagkouros.
John ólst upp í Reykjavík til
1943 en þá sigldi fjölskyldan til
Englands og settist að í Bamp-
ton. John hóf nám í læknisfræði
1952 við St. Bartholomews Ho-
spital Medical College í London
og lauk þaðan B.Med-gráðu
1957. Hann flutti til Íslands og
lauk Cand. Med. frá HÍ árið
1961. Hann starfaði á Landspít-
alanum og á Landakoti til 1963
þegar fjölskyldan flutti til Eng-
lands þar sem hann stundaði
sérfræðinám í lyflæknisfræði og
taugalækningum. Að námi
loknu, 1969 flutti fjölskyldan
aftur til Íslands. Árið 1972 fékk
hann stöðu í Zimbabwe og bjó
fjölskyldan þar í ár. John sér-
hæfði sig í MS-sjúkdómnum,
stundaði rannsóknir og sótti
ráðstefnur hér heima og erlend-
is í taugalækningum og fylgdist
ávallt vel með nýjungum. Hann
átti þátt í stofnun MS-heimilis-
ins í Reykjavík árið 1985 og
starfaði þar í mörg ár. Árið
1991 hlaut hann kosningu sem
„fellow“ í Royal College of Phy-
sicians (FRCP) í London. John
starfaði á Landspítalanum,
Borgaspítalanum, St. Jóseps-
spítala, Landakoti, Grund auk
þess sem hann var með stofu.
Útför Johns fer fram frá
Landakotskirkju í dag, 13. jan-
úar 2017, klukkan 13.
gerður, f. 1. apríl
1984, maki hennar
er Wouter og eiga
þau Gwen og Quin-
ten. b) Andri, f. 5.
ágúst 1993, giftur
Liselotte. Barns-
mæður Ásthildur
Hjaltadóttir og
Eygló Ingólfs-
dóttir. 3) Kristína,
f. 3. apríl 1966, gift
Martin Regal. Börn
þeirra eru: a) Tristan, f. 17.
september 1990, faðir Svanur
Sigurgíslason. b) Ísak f. 20.
mars 1994. c-d) Matthías og
Lúkas, f. 8 maí 1999. Börn Mart-
ins eru: Baldur, f. 22. september
1977, Kári f. 17. ágúst 1979, og
Sara f. 27. september 1989. 4)
Ríkharður Þór, f. 11. febrúar
1970, giftur Gillian Benedikz.
Börn þeirra eru Robyn, f. 26.
ágúst 1994, Patrick, f. 23. októ-
ber 1998, Krista, f. 10. apríl
2000, og Freyja, f. 17. nóvember
2007.
Árið 1991 hóf John sambúð
með Rósu Kristínu Marinós-
dóttur, f. 28. nóvember 1953, og
gengu þau í hjónaband árið
2012. Dóttir Rósu er Sigrún
Halla Ásgeirsdóttir, f. 7. ágúst
1979. Börn hennar eru Ívar, f. 9.
ágúst 2003, og Victor, f. 4. sept-
Fallinn er frá John Benedikz
taugalæknir. Kynni okkar hóf-
ust þegar hann kvæntist systur
minni Ásgerði haustið 1957.
Foreldrar hans voru hjónin Ei-
ríkur Benedikz, sendiráðunaut-
ur við sendiráð Íslands í Lond-
on, og Margret Benedikz sem
var breskrar ættar. Æskuheim-
ili Johns var mikið menningar-
heimili þar sem heimilisfaðirinn
var maður mennta og menning-
ar í senn jafnvígur á íslenska
og enska tungu og húsmóðirin
listræn bókmenntakona sem
talaði íslensku eins og hún væri
hennar móðurmál.
Það lék ekki á tveim tungum
við fyrstu kynni, að John var
menntaður í Englandi (Oxford),
en hann var skjótur að fóta sig
í íslensku samfélagi. Haustið
1958 innritaðist hann í lækna-
deild Háskóla Íslands og lauk
prófi vorið 1961. Árið 1963 tók
við þriggja ára framhaldsnám
og starf í Manchester.
Þegar horft er til baka er
augljóst að John Benedikz hef-
ur verið mikilhæfur læknir,
sem fylgdist vel með þróun í
taugalækningum og miðlaði til
annarra af þeim þekkingar-
brunni.
Starf hans fyrir MS-félagið
var mikið og fyrir það var hann
gerður að heiðursfélaga þess
árið 2003.
Við það tækifæri var þess
minnst að John hefði um árabil
unnið sem sjálfboðaliði mikið
og óeigingjarnt starf fyrir fé-
lagið.
Á kveðjustund er margs að
minnast. Alltaf var létt yfir
okkar fundum og stutt í gam-
ansemina. John var skemmti-
legur viðmælandi með fastmót-
aðar skoðanir og tók oft sterkt
til orða. Þá er mér í huga ein-
stök vinátta hans og foreldra
minna.
Í fornum sögum eru mann-
kostamenn kallaðir drengir
góðir. Þeirrar gerðar var John
Benedikz og þannig mun ég
minnast hans.
Bragi Hannesson.
Í dag kveðjum við með sökn-
uði föðurbróður okkar, John
Ernest Gabriel Benedikz. John
var fæddur 30. apríl 1934 í
Reykjavík, næstelstur fimm
bræðra, sonur hjónanna Eiríks
Benedikz, sendiráðunautar, f.
1907, d. 1988, og Margaretar
Simcock, BA, f. 1911, d. 1999.
Þau hjónin höfðu kynnst í
enskudeildinni í háskólanum í
Leeds, giftu sig 1931 og fluttu
heim þar sem þau stofnuðu fjöl-
skyldu og störfuðu bæði um
árabil við kennslu og þýðingar.
Á stríðsárunum flutti fjölskyld-
an til Bretlands, þar sem fjöl-
skyldufaðirinn Eiríkur, tók við
starfi skrifstofustjóra í þá ný-
stofnuðu sendiráði Íslands í
London.
Í Bretlandi ólust þeir bræður
því upp. Þrír bræðranna áttu
eftir að ílengjast þar en tveir,
þeir John og Þórarinn, kvænt-
ust íslenskum konum og fluttu
heim.
John var heilmikill töffari á
sínum yngri árum. Hann þótti
uppátækjasamur í æsku, var
fjörmikill og energískur og
spilaði rugby meðfram skóla-
göngunni. Hann lifði viðburða-
ríku lífi og hafði ætíð frá mörgu
að segja, vann líka mikið og
ferðaðist víða.
Árið 1972 flutti hann með
alla fjölskylduna til Rhodesiu,
sem nú heitir Zimbabwe. Þegar
þau sneru frá Afríku fylgdu
þeim ljónsfeldur, sebraskinn,
spjót, skildir og grímur. Hann
keyrði líka hraðskreiða bíla,
reykti stóra vindla og hafði
yndi af góðum vínum og mat.
Það er því ekki að undra að
okkur bræðrabörnunum hafi
fundist viss ævintýraljómi yfir
„onkel John“. Höfðum við
systkinin sérstaklega gaman af
því að heimsækja hann og fjöl-
skyldu hans á æskuárunum.
Það voru ánægjulegar stundir í
leik með frændsystkinum á
svipuðu reki, meðan foreldrarn-
ir ræddu heimsins gagn og
nauðsynjar áttunda áratugar-
ins.
John var sérfræðingur í lyf-
lækningum og taugalæknis-
fræði. Hann þótti góður læknir,
með gott klínískt nef og breiða
þekkingu. Naut hann virðingar
sem fagmaður, bæði meðal
sjúklinga og kollega sinna.
Fjölskyldan naut einnig góðs af
læknisþjónustu hans og treysti
mikið á hans dómgreind, sem
ávallt reyndist okkur vel.
John var traustur sínum
nánustu og sá föðurbróðir sem
stóð okkur næst. Alltaf tók
hann okkur vel ef við áttum er-
indi við hann. Ávallt átti hann
einhver ráð og var tilbúinn að
hjálpa.
Síðustu æviárin átti hann við
vaxandi heilsubrest að stríða.
Alltaf hélt hann þó reisn og
eigin vilja. Nú er ferðalaginu
lokið. Við þökkum John fyrir
samfylgdina og að hafa verið
okkur kær og góður frændi og
mikilvægur partur af lífi okkar.
Elísabet, Sigrún, Eiríkur
og Þórunn Helga
Þórarinsbörn, Benedikz.
John var giftur móðursystur
minni og hefur verið órjúfan-
legur hluti af mínu lífi. Þegar
mamma var barnshafandi voru
læknavísindin ekki lengra kom-
in en svo að enginn vissi um
okkur tvíburana. Ekki var að
undra þótt móðuramma mín
hefði tekið John mátulega trú-
anlega þegar hann fyrstur
færði henni þær frétti að
mamma hefði eignast stelpu og
strák, enda lúmskur spaugari.
John var mikill lífskúnstner
og mentor í þeirri starfsgrein
sem ég síðar valdi mér, nefni-
lega taugalækningum, og
reyndist bæði mér og öðrum
góð fyrirmynd. Hann var frá-
bær kokkur en maturinn var þó
aldrei nægilega vel kryddaður
fyrir hans smekk og hafði hann
til siðs að pipra flesta rétti –
oftast áður en hann bragðaði á
þeim.
Yndislegu „exotísku“ matar-
boðin hans eru ennþá í fersku
minni. Eitt þeirra var á Berg-
staðastrætinu þar sem í boði
var indverskt karrí. Gnægð var
matar og rauðvíns, en mikla
orku þurfti til að melta allar
kræsingarnar. Því fór svo að
John, ég og systir mín sofn-
uðum eftir matinn og þurfti
dóttir hans Margrét að halda
uppi samræðum við aðra gesti.
En það var ekki nóg að gera
góðan mat. John fannst einnig
nauðsynlegt að ganga frá eftir
sig. Áður en gestgjafinn vissi af
var hann kominn í eldhúsið að
vaska upp.
John opnaði sömuleiðis fyrir
mér stórkostlegan heim enskra
bókmennta, enda um auðugan
garð að gresja. Hann var mikill
lestrarhestur og voru bækurn-
ar aldrei langt undan, ásamt
læknaritum, enskum dagblöð-
um og Punch-tímaritunu
smellna. John var hörkudugleg-
ur og afskaplega röskur þegar
á þurfti að halda og lét iðulega
hendur standa fram úr ermum
svo heimili hans gæti orðið sem
hlýlegast og hikaði ekki við að
rífa niður veggi til að ná fram
markmiðum sínum. Hýbýli
Johns báru með sér sterk er-
lend áhrif þar sem notalegheit-
in voru alltaf í fyrirrúmi.
John hafði ekki síður gaman
af íþróttum. Hann meiddist illa
í rugby þegar hann lenti undir
stórri þvögu vaskra sveina á
námsárunum í Englandi.
Rugby er nefnilega „alvöru“
íþróttagrein, leikin af hreysti-
mönnum, og mun „kalmann-
legri“, að mati Johns, en amer-
ískur ruðningur. Við þessa
iðkun hlaut hann krossbanda-
áverka sem hann glímdi við í
hljóði alla tíð. Ég gleymi því
seint þegar ég, sem lítill strák-
ur, sá hann á skautum í fyrsta
sinn á Tjörninni. Þó að kalt
væri í veðri var ekki mikið ver-
ið að fást um það. John mætti
bara í skyrtu og þunnum blaz-
er-jakka með trefil um hálsinn.
Hann þurfti hvorki vettlinga né
húfu, en vindillinn var á sínum
stað. Brösuglega gekk honum
þó að fóta sig á svellinu.
Önnur skemmtileg minning
er þegar móðursystir mín fékk
hann til að leika jólasveininn.
Þetta var á aðventunni. Ekki
þótti það tíðindum sæta að
John þyrfti að skreppa frá á
spítalann, enda oft á vakt. Öllu
skrítnara þótt mér að sjá sjálf-
an jólasveininn koma skömmu
síðar með vindil í munninum.
Ég man ekki til þess, hvorki
fyrr né síðar, að hafa séð neina
jólasveina reykja. Ég hélt að
þeir vissu betur.
Ég er John innilega þakk-
látur fyrir samfylgdina og vin-
áttuna alla tíð. Blessuð sé
minning hans.
Albert Páll Sigurðsson.
Á aðfangadagskvöld kvaddi
John Benedikz þennan heim, en
á Þorláksmessu fyrir 33 árum
misstum við móðursystur okk-
ar, Ásgerði Hannesdóttur
Benedikz, fyrrverandi eigin-
konu Johns. Þau hjónin og börn
þeirra, Margrét, Eiríkur, Krist-
ína og Ríkharður, skipuðu stór-
an sess í okkar lífi. Systurnar
Ásgerður og móðir okkar Guð-
laug voru alltaf nánar þótt
þrettán ára aldursmunur hefði
verið á milli þeirra. Samband
mömmu og Johns var sömuleið-
is mjög sterkt, enda höfum við
alltaf litið á John sem góðan
frænda og systkinabörn okkar
sem væru þau bræður og syst-
ur.
Í huga okkar er John sveip-
aður ljúfum minningum. Við
munum til dæmis seint gleyma
veislunum heima hjá þeim John
og Ásgerði, einstaklega fallegt
og listrænt heimili þeirra var
ævintýri líkast þar sem boðið
var upp á framandi mat og
skemmtilega leiki. Að vísu fékk
maður oft ekki að borða fyrr en
upp úr miðnætti, en það gerði
ekkert til því aldrei varð maður
vonsvikinn með matinn. Þau
hjónin voru nefnilega bæði af-
bragðs kokkar. Það reyndist
hins vegar nokkuð erfitt að
tosa einhverjar uppskriftir upp
úr John þegar maður ætlaði
seinna meir að læra af honum
því réttirnir byggðust fyrst og
fremst á næmum bragðlaukum;
„dash“ af þessu og „pinch“ af
hinu. Matargerðarlistin var
honum í blóð borin og hann
þurfti lítið á kokkabókum að
halda. John vann mikið en tók
einnig virkan þátt í heimilis-
haldinu. Hann var matgæðing-
ur hinn mesti og fannst sjálf-
sagt að taka að sér uppvaskið
eftir stórmáltíðir, gjarnan með
London Docks-vindling í munn-
vikinu, eins og ýmsar myndir af
honum við eldhússtörfin bera
vitni.
John ílengdist á Íslandi þótt
hann hafi vaxið úr grasi og
stundað fyrri hluta læknanáms-
ins og allt sitt sérfræðinám á
Englandi. Börnin ólust aðallega
upp hér heima með viðkomu á
Englandi og í Afríku, þar sem
áður hét Rhodesia, en settust
að erlendis að námi loknu nema
dóttir hans Kristína. Hún sinnti
pabba sínum af mikilli álúð
ásamt eiginmanni sínum Mart-
in. Börnin, tengdabörnin, afa-
og langafabörnin voru John af-
ar kær og þar sem hann hafði
fjarskalega gaman af að ferðast
heimsótti hann reglulega sitt
fólk í Svíþjóð, Englandi og
Frakklandi allt þar til heilsan
endanlega gaf sig.
Við kveðjum yndislegan
frænda og kæran vin, en eftir
sitja margar góðar og hlýjar
minningar.
Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur til Margrétar, Eiríks,
Kristínar, Ríkharðs og fjöl-
skyldu þeirra, sem og eftirlif-
andi eiginkonu Johns, Rósu, og
bróður hans, Þórarins.
Jón, Hannes og Ólöf (Lóa).
Ef ilm af vindlareyk lagði
fram á gang gat maður reitt sig
á að John Benedikz væri á
skrifstofu sinni og hvorugur
farið dagavillt. Löngu eftir að
ríkisvaldið hafði forboðið reyk-
ingar á opinberum vinnustöðum
þóttust þefvísir starfsmenn enn
geta greint þennan sama ilm.
En hvernig var hægt að ætlast
til að hálfbreskur íhaldsmaður,
aristókrat og bóhem, gæti fest
sér í minni reglur sem sviptu
frjálsborinn mann slíkri lífs-
nautn. Hjá honum var vindill-
inn líka svo ómissandi þáttur í
nærveru og heildarsvip að eng-
inn vildi kannast við að hafa
séð hann púa sinn vindil á með-
an hann velti vöngum með við-
mælanda sínum, hvort heldur
það var um viðfangsefni líðandi
stundar eða löngu liðna tíð í
fjarlægum löndum.
Í miðju seinna stríði fluttist
John, þá níu ára gamall, með
foreldrum sínum til Englands
og tók þar út þroska við að-
stæður sem ekki voru á allan
hátt auðveldar ungum dreng,
þótt heita ætti að fjölskyldan
tilheyrði efri lögum hins stétt-
skipta þjóðfélags. Í hugsun og
háttum varð hann þó snemma
heimsmaður í bestu merkingu
orðsins, of vænn og vel gefinn
til að telja sig öðrum fremri.
Síðari hluta læknisprófs síns
kaus hann að taka hér heima
en hélt síðan til Manchester
þar sem hann sérhæfði sig
bæði í lyflækningum og tauga-
lækningum, en samþættingu
þessara greina sagði hann oft
hafa skipt sköpum um skilning
sinn á flóknum viðfangsefnum.
Og þrátt fyrir hrakandi heilsu
hin síðari ár glataði hann aldrei
áhuga sínum á læknisfræðinni
og velferð þeirra fjölmörgu sem
áttu honum svo margt að
þakka. Þess á milli var hug-
urinn helst bundinn við velferð
fjölskyldunnar, breska Íhalds-
flokkinn, Manchester United og
fágætar víntegundir. Fyrir
bragðið fannst einhverjum að
maðurinn hlyti heldur að vera
heimspekingur eða listamaður,
sem hvort tveggja mátti þó vel
til sanns vegar færa.
Ásamt Sverri heitnum Berg-
mann var John um áratuga-
skeið sá læknir sem langflestir
MS-sjúklingar reiddu sig á.
Þótt víðtæk þekking og reynsla
réðu vitaskuld mestu um þetta
vissu allir að hér skiptu ekki
minna máli næmur mannskiln-
ingur og einlæg virðing – eðl-
iskostir sem ekki verða lærðir
af námsbókum. John mátti ekki
til þess hugsa að skjólstæðing-
ar hans væru einir með áhyggj-
umál sín og vildi þá heldur að
þeir hringdu strax í sig. Hann
var líka sannfærður um að ein-
ungis vitneskjan um þann
möguleika væri oft besta lækn-
isráðið, en um margslungið
samspil líkama og sálar hafði
hann vel grundaðar hugmyndir
sem hann sagði að ættu sér
flestar djúpa rót í reynslu kyn-
slóðanna.
Séntilmaðurinn John sóttist
ekki eftir því að fólk væri hon-
um sammála um lífsviðhorf eða
lífshætti. Þvert á móti hugnað-
ist honum best að hver maður
lifði samkvæmt sinni eigin
sannfæringu. Á sínum tíma
hafði hann verið skírður til
kaþólskrar trúar og hafði hún
mikil áhrif á viðhorf hans og
framkomu. Það skynjuðum við
glöggt sem urðum þeirrar gæfu
aðnjótandi að eignast að vini
þann góða dreng sem John
Benedikz var.
Blessuð sé minning hans.
Garðar Sverrisson.
Flestir tengjast vináttubönd-
um ungir að árum, í hverfinu
heima eða á skólagöngu. Sú
vinátta varir yfirleitt ævilangt.
Stundum hittir maður einstak-
linga síðar á lífsleiðinni sem
heilla mann svo að maður hugs-
ar ósjálfrátt: Þessi er áhuga-
verður, þessum langar mig til
að kynnast betur, eyða með
honum meiri tíma, deila
reynslu og þekkingu; eiga hann
að vini.
Þannig háttaði til að fyrir-
tæki mitt var með umboð fyrir
lyfjafyrirtæki sem markaðssetti
lyf er átti að gagnast MS-sjúk-
lingum.
Ég vissi ekkert um MS, en
eftir að hafa spurst fyrir, var
það samdóma álit allra að það
væri aðeins einn maður, með
svo yfirgripsmikla þekkingu á
MS, að mér bæri að leita til
hans eftir frekari upplýsingum,
John Benedikz. Ég hringdi í
John og hann tók mér vel, bauð
mér í heimsókn á læknastofu
sína sem þá var í kjallara elli-
heimilisins Grundar. Ég viss
ekkert hverju ég átti von á.
John tók brosandi á móti mér,
bauð mér sæti, en bað mig
fyrst að færa pappíra úr stóln-
um, skjöl og eftirprentanir vís-
indagreina, yfir á skoðunar-
bekk, sem gegndi nú hlutverki
skjalaskáps. Síðan bauð hann
mér vindil. Þannig kynntist ég
John fyrst og hann var hafsjór
af fróðleik; deildi með ánægju
þekkingu sinni á MS og ýmsum
meðferðarúrræðum og ég átt-
aði mig fljótlega að John var
ekki bara læknir, hann var
merkur vísindamaður.
Þarna hófst samband sem
varði í mörg ár og varð með
tímanum nánara en venjulegt
viðskiptasamband. Veit ekki
hvort John yrði mér sammála,
en mig skortir betra orð til að
lýsa þessu sambandi en vinátta.
Vinátta er nefnilega, að mínu
mati, ekki mæld í fjölda sam-
verustunda, heldur hversu inni-
haldsríkar samverustundirnar
eru; trúnaði og trausti. Þrátt
fyrir aldursmun náðum við ein-
staklega vel saman og skemmt-
um okkur konunglega. Við sótt-
um vísindaráðstefnur erlendis
og eru mér sérstaklega minn-
isstæðar ferðir til Genfar og
með eiginkonunum til Parísar.
Svo fórum við að hittast u.þ.b.
mánaðarlega á Jómfrúnni í
Lækjargötu, á föstudagseftir-
miðdegi, og gerðum vel við
okkur í mat og drykk. Í fyrstu
voru þessir fundir viðskiptalegs
eðlis, ég reyndi að rekja úr
John garnirnar, hvernig með-
ferðirnar gengju, hvað sam-
keppnisaðilarnir væru að bralla
o.s.frv. En fljótlega hættum við
slíku spjalli og fórum að ræða
ýmis dægurmál, áhugamál okk-
ar, ferðalög til framandi staða,
stjórnmál, börnin okkar, mat
og drykk og síðast en ekki síst
íslenska heilbrigðiskerfið, sem
John hafði mjög ákveðnar
skoðanir á og sumum kann að
hafa þótt óvægnar. En hann
hafði margt til síns máls. Þetta
eru ógleymanlegar stundir.
Svo kom hrunið og ég taldi
mig svo upptekinn við að stýra
fyrirtæki mínu í gegnum þann
ólgusjó að þessum eftirminni-
legu föstudagsfundum fækkaði
og lögðust loks af. Þegar um
hægðist, var ég alltaf að hugsa
um að nú þyrfti ég að end-
urnýja kynni mín við John. Nú
er það of seint.
Um leið og ég votta Rósu og
fjölskyldunum innilega samúðu
mína, hugsa ég með þakklæti
til þess tíma sem ég fékk að
John Benedikz