Morgunblaðið - 13.01.2017, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.01.2017, Blaðsíða 35
burg, 5. verðlaun í Carl Nielsen- fiðlukeppninni í Danmörku 1988, bronsverðlaun í Sibeliusarkeppninni í Helsinki 1990, 2. verðlaun í Lexus- fiðlukeppninni 1992 á Nýja-Sjálandi og 2. verðlaun í Carl Flesch- keppninni í London sama ár sem og Emilý Anderson-verðlaunin. Þá hlaut hún Bjartsýnisverðlaun Brøste 1993, tók þátt í Masterklössum hjá Sandor Vegh í Prussia Cove í Englandi 1992 og einnig á kammermúsíkhátíðum þar 1992 og1993, lék á L’emperi- tónlistarhátíðinni í Aix en Provence 1994, lék fiðlukonsert Leifs Þórarins- sonar á Norrænni hátíð með BBC Skosku þjóðarhljómsveitinni árið 1993. Sigrún var stofnandi og meðlimur Miami-strengjakvartettsins sem kom fram 1988-90, kenndi við New World School of the Arts, lék með Björk á tónleikaferðum 1998 og 2003. Sigrún var sæmd hinni íslensku fálkaorðu ár- ið 1998. Sigrún hefur verið 1. konsert- meistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá 1998, fyrst ásamt fyrrverandi kennara sínum, Guðnýju Guðmunds- dóttur og síðan frá 2011, ásamt Nicola Lolli. Sigrún hefur gefið út nokkra geisladiska, m.a. „Cantabile“ og Ljúf- lingslög, ásamt Selmu Guðmunds- dóttur, og hefur leikið inn á diska sem og fyrir Íslensku tónverkamiðstöðina með „Poemi“ Hafliða Hallgrímssonar, Fiðlukonsert Leifs Þórarinssonar og rómönzum Árna Björnssonar. Auk þess með Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir Chandos og fleiri. Hún lék fiðlu- konsert Hauks Tómassonar sem var skrifaður fyrir hana með Caput hér heima og erlendis og auk þess inn á geisladisk. Áskell Másson tileinkaði Sigrúnu fiðlukonsert sinn og flutti hún hann ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands 2006. Einnig tileinkaði Guðmundur Hafsteinsson henni verk sitt fyrir ein- leiksfiðlu, Spuni 2 en það kom einnig út á geisladiski. Þá lék hún á Kuhmo- hátíðinni 1994 og hélt tónleika í Weill Recital Hall í New York og í Wig- more Hall í London 1996. Sigrún hefur leikið á tónlistar- hátíðinni Music Festivals at Sea með P.O Cruises og síðan ferðast með þeim til skemmtilegra staða, síðast til Eystrasaltslandanna síðastliðið sum- ar. Hún lék á Tónlistarhátíðinni Sangat sem haldin var í Mumbai á Indlandi 2003-2004, ásamt gömlum félögum sínum úr Curtis-tónlistar- skólanum. Sigrún hefur verið gestakonsert- meistari hjá útvarpshljómsveitinni í Stokkhólmi, Fílharmóníuhljómsveit- inni í Bergen og í sex mánuði hjá Konunglegu dönsku óperuhljóm- sveitinni 2013-14. Sinfóníuhljómsveit Íslands gaf út geisladisk með tónleikaupptökum af leik Sigrúnar í fjórum fiðlukonsertum ásamt hljómsveitinni 2016. Sigrún lék Sibelius-fiðlukonsertinn á Norrænni hátíð í Winnipeg í Kan- ada með Sinfóníuhljómsveitinni í Winnipeg 2014. Hún var dómari í Sibeliusar-fiðlukeppninni í Helsinki árið 2015, eftir að 25 ár voru liðin frá því að hún var vinningshafi þar, og hún lék Tsjaikofsky-fiðlukonsertinn með Prima la Musica í Belgíu í októ- ber sl. við frábærar undirtektir. Hún mun leika hann aftur í Vestmanna- eyjum með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands í byrjun mars en í byrjun febr- úar verður hún einn af dómurunum í tónlistarkeppni í Þórshöfn í Fær- eyjum. Fjölskylda Fyrrverandi maki Sigrúnar er Leigh Mesh, f. 28.11. 1963, kontra- bassaleikari við Metropolitan- óperuna í New York. Annar fyrrver- andi maki Sigrúnar er Halldór Pétur Þorsteinsson, f. 12.10. 1956, vélaverk- fræðingur hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. Systkini Sigrúnar eru Sigurlaug Eðvaldsdóttir, f. 3.1. 1963, fiðluleik- ari, búsett í Sandgerði; Eðvald Örn Eðvaldsson, f. 16.3. 1983, búsettur í Reykjavík, og Anna Margrét Eð- valdsdóttir, f. 25.6. 1988, nemi í hjúkr- unarfræði, búsett í Reykjavík. Foreldrar Sigrúnar: Erna Más- dóttir, f. 26.5. 1934, fiðlukennari og Eðvald Eðvaldsson, f. 8.3. 1937, d. 2.10. 2008, skipstjóri. Úr frændgarði Sigrúnar Eðvaldsdóttur Sigrún Eðvaldsdóttir Elín Eyjólfsdóttir húsfr. í Rvík Guðjón Kristinn Jónsson múrari í Rvík Magnea Sigurveig Guðjónsdóttir vinnukona í Rvík Már Einarsson úrsmiður í Hafnarfirði Erna Másdóttir fiðlukennari í Garðabæ Eirný Bjarnadóttir húsfr. í Hafnarfirði Einar Þórðarson úrsmiður í Hafnarfirði Jón Eðvaldsson sjómaður í Sandgerði Grétar Már Jónsson fyrrv. alþingism. María Eiríksdóttir húsfr. á Kálfshamri Guðmundur Kristjánsson b. á Kálfshamri Guðmundína Margrét Guðmundsdóttir húsfr. á Skagaströnd og í Hafnarfirði Eðvald Júlíusson b., sjóm. og landpóstur á Skagaströnd Eðvald Eðvaldsson skipstjóri í Garðabæ Ingibjörg Jónsdóttir húsfr. á Efri-Skúfi Rósent Júlíus Jósefsson b. á Efra-Skúfi í Höskuldsstaðasókn ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2017 Sigvaldi Kaldalóns fæddist íVaktarabænum í Grjótaþorp-inu 13.1. 1881, sonur Stefáns Egilssonar múrara og k.h., Sesselju Sigvaldadóttur, ljósmóður Reykja- víkur um árabil. Stefán var hálfbróðir Jóns í Litlabæ, föður Guðmundar Kamban rithöfundar og Gísla Jónssonar al- þingismanns. Í móðurætt var Sig- valdi þremenningur við séra Bjarna Þorsteinsson á Siglufirði. Bróðir Sigvalda var Eggert söngvari. Sigvaldi lauk stúdentsprófum frá Lærða skólanum 1902, embættis- prófi í læknisfræði frá Læknaskól- anum í Reykjavík 1908 og stundaði framhaldsnám í Kaupmannahöfn. Þar kynntist hann danskri og evr- ópskri tónlist og einnig eiginkonu sinni, Karen Margrethe Mengel Thomsen hjúkrunarkonu. Sigvaldi varð héraðslæknir í Nauteyrarhéraði 1910, sem náði yfir innri hluta Ísafjarðardjúps. Hann bjó í Ármúla, örskammt sunnan við hið ægifagra Kaldalón þar sem skriðjökull úr Drangajökli skríður niður í lónið. Svo hugfanginn varð hann af þessu svæði að hann tók síð- ar upp ættarnafnið Kaldalóns. Sigvaldi veiktist alvarlega af taugaveiki 1917 og náði sér aldrei að fullu. Hann dvaldist á Vífilsstöðum og á heilsuhæli í Kaupmannahöfn, var síðan héraðslæknir í Flateyjar- héraði 1926-29 og í Keflavíkurhéraði með aðsetur í Grindavík 1929-41. Hann var læknir í Grindavík til 1945 en flutti þá til Reykjavíkur. Sigvaldi var sannkallað söngva- tónskáld og er eitt vinsælasta tón- skáld þjóðarinnar, fyrr og síðar. Hann lærði nótur og fékk aðra tónlistartilsögn hjá dómorganist- unum Jónasi Helgasyni og Brynjólfi Þorlákssyni og varð fyrir áhrifum af vini sínum Sigfúsi Einarssyni tón- skáldi. Meðal þekktustu laga Sig- valda eru t.d. Ísland ögrum skorið; Á Sprengisandi; Suðurnesjamenn; Svanasöngur á heiði; Erla, góða Erla; Ave María; Draumur hjarð- sveinsins og Ég lít í anda liðna tíð. Sigvaldi lést 28.7. 1946. Merkir Íslendingar Sigvaldi Kaldalóns 90 ára Bjarni Guðmundsson Steingrímur Pálsson Þórunn Guðmundsdóttir 85 ára Anna Ingólfsdóttir Jón Guðmundsson Laufey Sigurðardóttir Sjöfn Sigurjónsdóttir Sveinn Elías Jónsson Valgeir Magnússon 80 ára Ásgeir Hjörleifsson Bergur Adolfsson Jóhann Kjartansson Marel Andrésson 75 ára Aldís Hjaltadóttir Hjörtur Guðbjartsson Kristmundur K. Sigurðsson Sigurbjörn Einarsson Sigurveig Inga Hauksdóttir Sólveig Þ. Ásgeirsdóttir 70 ára Anna E. Antonsdóttir Bergmann Ólafsson Gunnar Hafsteinsson Ingþór Jónsson Jón Dalbú Hróbjartsson Klara K. Guðmundsdóttir Marteinn Webb Sigurður Sigurpálsson 60 ára Angantýr Agnarsson Antonio Jose G. Mendes Ágúst Kárason Björn Axelsson Edward Bronislaw Bas Elísa Þ. Löve Guðmundur Guðmundsson Guðmundur Magnússon Guðrún Vilhjálmsdóttir Helga Kristinsdóttir Hilmar Hauksson Margrét Héðinsdóttir Óli Rúnar Ástþórsson Ólöf Guðmundsdóttir Sigrún Björgvinsdóttir Skúli Unnar Sveinsson 50 ára Birgir Albertsson Björn A. Ingimarsson Guðmundur K.F. Jónasson Hafdís Hafsteinsdóttir Hildur Pálsdóttir Ingibjörg Karlsdóttir Nadia Katrín Banine Óskar Páll Sveinsson Sigrún Eðvaldsdóttir Veronica Wall 40 ára Aðalbjörn Þorgeir Valsson Árni Baldvin Ólafsson Ómar Þór Skúlason Roxana Maribel V. Pulache Sigurður Jón Ævarsson Sigurður Victor Chelbat Tinna Ösp B. Skúladóttir Valgeir Sigurðsson Þorbjörn Ingi Steinsson 30 ára Bel Bahadur Gurung Bjarnþór Elíasson Björn Þór Jóhannsson Damian Giers Eiríkur Níels Níelsson Guðni Már Kristinsson Hermann Bjarnason Hlynur S. Sigurðsson Joaquin Páll Palomares Józef Pawel Lada Magnús Þór Reynisson Rakel Kemp Guðnadóttir Sigurður Halldórsson Sylvía Rut Sigfúsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Sigurður ólst upp í Neskaupstað, býr þar og er baadermaður á togara. Bróðir: Eyþór Halldórs- son, f. 1989, húsa- og húsgagnasmiður og kenn- ari við Verkmenntaskóla Austurlands. Foreldrar: Halldór Gunn- laugsson, f. 1963, fyrrv. trillusjómaður, búsettur í Neskaupstað, og Elsa Björg Reynisdóttir, f. 1965, hótelstýra á Mjóa- nesi á Völlum. Sigurður Halldórsson 30 ára Gunnar Örn ólst upp á Ísafirði og í Reykja- vík, býr þar, lauk BA-prófi í lögfræði við HÍ og er tekjustjóri Icelandair Hotels. Maki: Edda Þorgeirs- dóttir, f. 1987, nemi. Dóttir: Óskírð Gunn- arsdóttir, f. 2016. Foreldrar: Erna Jóns- dóttir, f. 1951, bankamað- ur, og Guðmundur Gunn- ar Þórðarson, f. 1949, húsasmíðameistari. Gunnar Örn Guðmundsson 30 ára Ellert ólst upp í Hafnarfirði, býr þar, lauk stúdentsprófi frá FG og starfar hjá Sundstöðum Hafnarfjarðar. Maki: Linda Guðmunds- dóttir, f. 1992, nemi í sál- fræði við HÍ. Foreldrar: Vilborg Elís- dóttir, f. 1955, sjúkraliði, og Hafsteinn „Haukari“ Ellertsson, f. 1951, sím- virki og starfar hjá Síman- um. Þau eru búsett í Hafnarfirði. Ellert Ingi Hafsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.