Víkurfréttir - 19.01.2006, Blaðsíða 2
SVART
6* SYKURLAUST
Allir áfram...
Fyrstu línur í bæjarpólitxk-
inni fyrir sveitarstjórnar-
kosningar á koniandi vori
eru að skýrast. Þannig gefa
allir bæjarfulltrúar Sjálfstæð-
isflokksins í Reykjanesbæ
kost á sér til bæjarstjórnar-
kosninganna í vor. Vefur sjálf-
stæðisrnanna í Reykjanesbæ
segir að Árni Sigfússon
bæjarstjóri gefi kost á sér
til að leiða lista sjálfstæðis-
manna áfram. Hann segist
ekki hafa hug á alþingisfram-
boði, vilji helga krafta sína
bæjarmálum í Reykjanesbæ.
Björk Guðjónsdóttir, Böðvar
Jónsson, Steinþór Jónsson,
Þorsteinn Erlingsson og Sig-
ríður Jóna Jóhannesdóttir
segjast aðspurð einnig gefa
kost á sér til áframhald-
andi setu í bæjarstjórn...
...flaggað í febrúar
Fréttir af sameiginlegu fram-
boði Samfylkingar og Fram-
sóknar eru hins vegar litlar
en miðað við greinar sem
korna frá núverandi bæjarfull-
trúum flokkanna þá virðist
ljóst að Guðbrandur Einars-
son, Sveindís Valdimarsdóttir
og Kjartan Már Kjartansson
ætli að taka slaginn. Bæjar-
stjóraefnið er ekki komið upp
á yfirborðið hjá þeim en því
verður „flaggað” í febrúar...
Jón Forseti í Vogum
Fyrsti bæjarstjórnarfúndur
Sveitarfélagsins Voga var
haldinn í síðustu viku. Tals-
verðar gangtruflanir urðu í
startinu hjá nýju bæjarfélagi.
Helst var það að menn voru
ávarpaðir sem hreppsnefnd-
armenn, oddvitar og sveitar-
stjórar í stað bæjarfúlltrúa,
forseta bæjarstjórnar og
bæjarstjóra. Þá er Jón Gunn-
arsson, forseti bæjarstjórnar
í Vogum nú kallaður Jón
Forseti og ekkert annað...
Landsbankinn
MUNDI
Notar húti þjóð- eða
þjófskrá til aðfinna
kentiitölnrnar?
fre'títir
Nýrframkvæmda-
stjóri Lífeyrissjóðs
Suðurlands
Stjórn Lífeyrissjóðs Suð-
urlands samþykkti ein-
róma á stjórnarfundi í
dag að ráða Gylfa Jónasson
sem nýjan framkvæmda-
stjóra Lífeyrissjóðs Suður-
lands. Gylfi mun hefja störf
í apríl 2006. Þetta kemur
fram í tillcynningu frá lífeyr-
issjóðnum.
Gylfi Jónasson hefur gegnt
stöðu framkvæmdastjóra Líf-
eyrissjóðs Vesturlands undan-
farið fimm og hálft ár, en hann
tók við því starfl í september
2000. Hann starfaði áður sem
deildarstjóri hjá Lífeyrissjóði
stofnana Sameinuðu þjóð-
anna í New York (1997-2000)
og sem deildarstjóri í fjármála-
deild aðalskrifstofu Samein-
uðu þjóðanna (1992-1997).
Gylfi er viðskiptafræðingur
frá Háskóla Islands, með fram-
haldsmenntun (MBA) frá
Bandaríkjunum. Hann hefur
einnig hlotið löggildingu í
verðbréfamiðlun (júní 2005).
Gylfi, sem er 45 ára, er giftur
Ásdísi Kristmundsdóttir, sér-
fræðingi hjá Einkaleyfisstofu
og eiga þau tvær dætur 10 og
14 ára.
Fráfarandi framkvæmdastjóri
er Friðjón Einarsson.
Bláalónsvegurinn:
Svíkur út sterk lyf á nöfn og
kennitölur fólks í Keflavík
Frá slysinu v
ð Bláa lónið á þriðjudag.
Vörubílstjóri slasast í bílveltu
Geo-Plank ehf
eykur framleiðslu-
getu um 50%
Harðviðarfyrirtækið
GeoPlank ehf. sem
staðsett er í Grinda-
vík hefur að
undanförnu
verið að auka
framleiðslu-
getu sína um
40-50%.Við-
skiptablaðið greinir frá.
Aukning framleiðslugetunnar
er meðal annars sprottin af
aukinni eftirspurn en Ingi G.
Ingason, nýráðinn framkvæmda-
stjóri félagsins, segir verkefna-
stöðu GeoPlank ehf. vera góða.
Félagið mun m.a. annars opna
sína fyrstu verslun í Síðumúla
13 í samstarfi við Trésmiðjuna
Borg.
Aðsetur GeoPlank ehf. eru í
Grindavík að Seljabót 7 og starfa
9 rnanns hjá félaginu og er gert
ráð fyrir að bæta við starfsfólki
á næstunni vegna aukinna verk-
efna.
Oreglukona hefur síðustu mánuði svikið
út sterk lyf á nöfn og kennitölur kvenna
úr Keflavík. Lyfin hafa öll verið svikin
út á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæð-
inu. Dæmi eru um 4-5 lyfjaúttektir á einn og
sama einstaklinginn í desembermánuði
einum, en úttektirnar spanna yfir
Iengra tímabil eða frá haustmán-
uðum í fyrra.
Samkvæmt heimildum Vík-
urfrétta var það hjúkrunar-
fræðingur sem þekkir vel til
Keflavíkur sem komst að því
að óhreint mjöl væri í poka-
horninu. Vakti það athygli
hjúkrunarfræðingsins að fólk
suður með sjó væri að leita
til heilsugæslustöðvar á höf-
uðborgarsvæðinu í stað þess að
leita til stöðvarinnar í Keflavík,
Kannaðist hjúkrunarfræðingurinn
við nöfn fólks og því var farið að grennsl-
ast fyrir um lyfjaúttektirnar.
Óreglukonan mun hafa notað nöfn og kennitölur
kvenna úr Keflavík með því að hringja m.a. í
heilsugæslustöðvar í Garðabæ, í Hlíðunum í
Reykjavík og á Læknavaktina. Einnig mun hún
hafa farið á heilsugæslustöðvar og gefið upp nöfn
og kennitölur sem ekki var hennar og fengið
ávísað sterkum lyfjum.
Málið hefur nú verið kært til lögreglu og einnig
er embætti landlæknis komið með það inn á borð
til sín.
„Það virðist vera mjög auðvelt að blekkja
kerfið,” segir heimildarmaður Víkur-
frétta. „Fólk getur valsað á rnilli
læknastofa og fengið ávísað
sterkum lyfjum á aðra einstak-
linga en það er sjálft. Fólk þarf
að framvísa skilríkjum þegar
það sækir stundaskrár í fram-
haldsskóla eða ætlar inn á
skemmtistaði, en það getur
fengið ávísað lyfjum án þess
að læknar hafi á hreinu hverja
þeir séu að skipta við”.
Heilsugæslustöðvar hafa ekki
miðlægan gagnagrunn þannig að
erfitt er að fylgjast með því þegar
fólk fer á milli læknastofa í þeim tilgangi
að svíkja út lyf.
Viðmælandi Víkurfrétta sagði að nú færi í hönd
að hreinsa mannorð sitt á lyfjaskrám því óafvit-
andi sé ferillinn í lyfjaúttektum orðinn mjög
skrautlegur þegar kemur að sterkum lyfjum. Það
á við um fleiri einstaklinga.
Bílstjóri vörubifreiðar
var fluttur á sjúkrahús í
Reykjavík eftir bílveltu
á veginum að Bláa lóninu síð-
degis á þriðjudag. Bílstjórinn
missti stjórn á bifreiðinni með
þeim afleiðingum að hún valt
á hliðina út fyrir veg. Vorubif-
reiðin, bíll með stóran tengi-
vagn, var fulllestaður af grjóti
og hafnaði farmurinn úti í
hrauni.
Bílstjórinn var einn í bílnum
og var hann fyrst fluttur á Heil-
brigðisstofnun Suðurnesja og
þaðan til frekari skoðunar á
sjúkrahús í Reykjavík. Hann
mun hafa hlotið innvortis
áverka, samkvæmt upplýsingum
lögreglunnar í Keflavík.
Á þriðjudag varð árekstur
tveggja sendibifreiða á Reykja-
nesbraut. Þar urðu ekki slys á
fólki en báða bílana varð að fjar-
lægja af vettvangi með dráttar-
bílum.
Auðvelt að blekkja kerfið:
2 IVÍKURFRÉTTIR ' 3.TÖIUBLAÐ 27. ARGANGUR
VfKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!