Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.01.2006, Side 26

Víkurfréttir - 19.01.2006, Side 26
ÍÞRÓTTIR í BOÐI LANDSBANKANS Keflavík sigraði Ham ar/Sel foss í Iceland Express deild karla 4 döguum, 88- 77. Leikurinn var hreint eldd auðveldur fyrir meistar- ana sem hristu gestina ekki af sér fyrr en í lokafjórð- ungnum. Með sigrinum eru Keflvík- ingar komnir upp að hlið UMFN á toppi deildarinnar, en framhaldið er óvíst þar sem Keflvíkingar voru með ólöglegan leikmann, Guðjón Skúlason, á leikskýrslu. Verið getur að Hamri/Selfossi verði dæmdur sigur í leiknum þess vegna. Atvinna Vegna aukinna verkefna vantar okkur fóik til starfa. Bæði dag- og næturvinna í boði. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu okkar að Njarðarbraut 3b. Læram ai lækma ©kkiir sjálf án lyfja Birgitta Jónsdóttir Klasen heldur námskeið í þrýstipunktameðferð og um heilsu og næringu á Flughótelinu mánudaginn 23. janúar frá kl. 19-21. Fjallað verður um mismunandi mataræði fyrir sólartýpur og tungltýpur Námskeiðsgjald 3500 kr. Skráningar í sím'a 847 6144 eða bírgitt2@simnetls Tóti og Magnús Þorsteins aftur til Keflavíkur Keflvíkingum er að ber- ast liðsstyrkur úr kunn- uglegri átt, en framherj- arnir Þórarinn Kristjánsson og Magnús Þorsteinsson eru á leið tii liðsins eftir árs íjaiveru. Þórarinn, sem fékk sig lausan frá Þrótti eftir sumarlanga dvöl, hefur verið í viðræðum við Kefl- víkinga um nokkra tíð. Hann fór í speglun á hné fyriri skemmstu og kom vel út úr henni. Magnús flutti sig yfir til Grinda- víkur eftir missætti við Guðjón Þórðarson, þáverandi þjálfara Keflavíkur, en sagðist í spjalli við Víkurfréttir vera afar glaður með að snúa aftur. „Keflavík er auðvitað mitt félag og eina ástæðan fyrir því að ég fór var Guðjón. Þannig komst ég að samkomulagi við Grindavík um að segja upp samningi okkar og mun væntanlega ganga frá samn- ingi við Keflavík í vikunni.” Magnús segist ekki óttast sam- keppnina um framherjastöð- urnar í liðinu, en nú eru þeir fjórir um hituna. Magnús, Þórar- inn, Hörður Sveinsson og Guð- mundur Steinarsson. „Nei, alls ekki. Þetta gæti orðið barningur, en við erum búnir að vera að berjast um sæti í liðinu í mörg ár. Maður kemst að ef maður stendur sig nógu vel.” Annars er það að frétta úr her- búðum Keflvíkinga að þeir Issa Kadir og Kenneth Gustavsson eru komnir til landsins til æf- inga og Branko Milisevic er væntanlegur á næstunni. Ekki er enn útséð með að Jó- hann B. Guðmundsson snúi aftur til liðsins eftir fjarveru í atvinnumennsku, en hann mun ekki hafa gefið upp vonina um að komast að hjá liði erlendis. Lórý og Hákon tóku Rastarskjöldinn Hin árlega barátta um Rast- arskjöldin, sem í upphafi var gefin af þeim bræðr- unurn Herði og Hólmgeir Guðmundssonum, fór fram þannl2 janúar 2006 36 púttarar mættu til leiks, 26 karlar og 10 konur. Fyrst var leikið um 16 efstu sætin hjá körlum og 4 hjá konum, sem síðan léku til úrslita um skjöldinn, lokastaðan varð sem hér segir: Konur: 1. sæti Lórý Erlingsdóttir, 2. sæti Regína Guðmunds- dóttir, 3.-4. sæti Sesselja Þórðardóttir og Hrefna Ólafsdóttir. Karlar 1. sæti Hákon Þorvaldsson, 2. sæti Valtýr Sæmunds- son, 3.-4. sæti Andrés Þorsteinsson og Heiðar Viggóson. Veitingar voru í boði húss- ins, en næsta mót er þann 27. janúar sem er í boði Happasæls. Fríar sætaferðir í Hólminn Á vefsíðu KKD Njarðvíkur kernur fram að . ^_ fríar sætaferðir / -[ séu í boði fyrir stuðnings- menn liðsins á viðureign Snæfells og Njarðvíkinga í 8 liða úrslitum Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í körfuknattleik. Leikurinn fer fram sunnudaginn 22. janúar og eru 70 sæti í boði en Körfuknattleiksdeildin býður til fararinnar í samvinnu við SBK. Rútan fer frá íþróttamiðstöð Njarðvíkur kl. 15:30 á sunnudag. L _____ _____ ____ _____ J KR-stúlkur mættu svo sannarlega ofjarli sínum þegar Keflavikurstúlkur tóku þær i kennslustund í lceland Express deild kvenna í síðustu viku, 93 - 39. Fjör á nýju ári hjá Perlunni Nýja árið fer vel af stað hjá likamsræktastöð- inni Perlunni og hefur tímataflan aldrei verið eins öflug að sögn Sigríðar Krist- jánsdóttur, eiganda Perlunnar. „Mesta fjörið hjá okkur núna er Body-jam dansnámskeiðið og svo erum við líka með 50 manns í stórátaki Perlunnar. Svo erum við auðvitað með spinning námskeiðin og Bryndís Kjart- ansdóttir er byrjuð með yoga á miðvikudögum og margt fleira þannig að það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.” Sigga bætir því við að unglingar séu mest að stunda Body-jam og Box, en þar er 13 ára aldurs- takmark. Þau í Perlunni munu líka fá marga góða gestakennara á næstunni þar sem Unnur Pálma- dóttir er fyrst á dagskrá. Hún verður með tíma á laugardaginn kemur. VfKURFRÉTTIR Á NETINU -www.vf.is* LESTU NÝJUSTA SPORTIÐ DAGIEGA! 26 IVÍKURFRÉTTIR I (ÞRÓTTASÍÐUR

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.