Víkurfréttir - 19.01.2006, Blaðsíða 12
BRUNAVARNIR SUÐURNESJA ANNALL 2005
Arið 2005 er að mörgu
leiti sögulegt hjá
Brunavörnum Suður-
nesja. Þrátt fyrir stækkandi
samfélag s.s. fólksfjölgun
og aukin umsvif á flestum
sviðum, þó sérstaklega í bygg-
ingariðnaði, eru færri útköll
í ár og brunatjón eru í sögu-
legu lágmarki; þetta ár er ein-
stakt að því leiti að ekki hefur
þurft að boða heildarútkall á
slökkviliðið vegna bruna eða
annarra tilfella á útkallssvæði
BS, þ.e. í Garði, Reykjanesbæ
eða Vogum, en með góðri sam-
vinnu hefur slökkviliðið að-
stoðað í stórbrunum í öðrum
nágrannabyggðarlögum.
Margir þættir starfseminnar
eiga þátt í þessu „góðæri" hjá
BS en árangurinn endurspeglar
sig fyrst og fremst í jákvæðu
viðhorfi íbúa, meiri meðvitund
og þátttöku þeirra í forvörnum.
Við erum að uppskera sýni-
legan árangur m.a. af árlegu
fræðsluátaki og forvarnarstarfi
BS, en síðan 1998 höfum við
staðið fyrir umfangsmiklum
rýmingaræfingum í leik-og
grunnskólum á öllu útkallssvæð-
inu. Markmiðið með þeim er
að skipuleggja, endurskoða
og æfa innra skipulag s.s. hlut-
verk starfsfólks og nemenda í
neyðartilfellum og sannreyna
brunavarnir í mannvirkinu þ.e.
brunahólfun, reykþéttingar,
flóttaleiðir og virkni öryggis- og
brunakerfa. Mikil og góð sam-
vinna hefur verið við starfsfólk
og stjórnendur þessara stofn-
anna og hafa æfingarnar því tek-
ist vonum framar og skilaboðin
öflug; fjöldi þátttakenda í ár var
um 3640, eða um 3100 börn og
nemendur og 540 starfsmenn.
Helstu brunatjón
og útköll
á árinu 2005 voru:
7. desember, eldur í íbúðar-
húsi að Hraunholti 8 í Garði.
Slökkvilið BS fékk tilkynningu
frá Neyðarlínu um klukkan 9:20
þar sem tilkynnt var um eld í
íbúðarhúsi. Þegar slökkvilið
kom á staðinn var töluverður
eldur í eldhúsi og kom í ljós
að kviknað hafði í feiti vegna
eldamennsku. Ein kona var í
húsinu og komst hún út af sjálfs-
dáðum og tilkynnti um eldinn.
Vel gekk að ráða niðurlögum
eldsins og var slökkvistarfi lokið
Heildarfjöldi útkalla Samanburður milli ára 2004 og 2005 Sjúkraflutningar árið 2004 og 2005
Forqanqur 2004 2005
Forgangur á staðinn 378 321 0,9
Án forgangs 786 855 2,3
Með fyrirvara 67 0
Samtölur 1231 1 176 3,2
Svæðisskipting sjúkraflutninga
Svæðaskiptina 2004 2005 á daq
Utansvæðaútköll / flt. 477 477
Innansvæðaútköll / flt. 682 699
Samtölur 1159 1 1 76 3,2
Forgangsröðun sjúkraflutninga
Forqanaur 2004 2005
Forgangur á staðinn 378 321 0,9
Án forgangs 786 855 2,3
Með fyrirvara 67 0
Samtölur 1 23 1 1 176 3,2
Brunaútköll og sjúkraflutningar
Heildar fjöldi útkalla, samanburður milli ára.
Sjúkraflutningar 1231 1176
Brunaútköll 192 193
Samtölur 1423 1369 3.8
1 útköllum færri . -5 4 1
Heildarfjöldi útkalla á árinu 2005 eru 1369 útköll, eöa 54 útköllum færri en árið 2004; munar þar um að út-
köll vegna sjúkraflutninga eru færri í ár. Að meðaltali voru tæp fjögur útköll á dag hjá slökkviliði BS. Mikil
auknlng er í sjúkraflutningum frá Flugstöð LE, samtals voru 139 sjúkraflutningar sem tengdust Flugstöð LE
og er það mun fleiri tilfelli en árið áður. Aðrir þættir í sjúkraflutningum eru í svipuðu hlutfalli á milli ára.
um kl. 10:12. Töluvert tjón var
af völdum hita og reyks sem fór
um allt húsið.
5. desember, eldur í Ofna-
smiðju Suðurnesja, Víkur-
braut. Slökkvilið BS fékk til-
kynningu frá Neyðarlínu um
mikla bruna- og gaslykt þegar
starfsmaður var að mæta til
vinnu um kl 08:00 um morg-
uninn. Örskömmu síðar kom
slökkvilið á staðinn. Þá kom í
ljós að eldur var að mestu kuln-
aður en mikill reykur var um
alla bygginguna. Frekari skoðun
leiddi í ljós að eldur hafði logað
í „ruslakörum“ inni á gólfi, en
kvöldið áður hafði verið unnið
við að fúaverja timbur og senni-
lega orðið sjálfsíkveikja í olíu-
blautri tusku í ruslakari. Af
óskiljanlegum ástæðum hafði
eldurinn ekki náð að breiðast
út. Töluverð ummerki voru um
hita, m.a. höfðu gluggar í austur-
hlið hússins sprungið og annað
brennalengt efni í nálægð við
brunann sviðnað og kolast.
Tjón var að mestu tengt þrifn-
aði, en mikil mildi þykir að ekki
fór verr.
24. nóvember, eldur í Mal-
bikunarstöðinni í Helguvík.
Slökkviliðið fékk tilkynningu
um töluverðan eld sem logaði
í rykskilju í verksmiðjunni.
Hárrétt viðbrögð starfsmanna
blöstu við slökkviliðsmönnum
þegar slökkvilið kom á staðinn
og höfðu þeir náð að slökkva
eldinn að mestu, tjón var minni-
háttar.
29. október, eldur í iðnaðar-
húsi/spilasal í Grófinni 7.
Þegar slökkvilið kom á staðinn
var töluverður eldur í rýminu
sem er innan við 100 fermetrar.
Kom í ljós að kviknað hafði í
sófa. Greiðlega gekk að ráða nið-
urlögum eldsins og var slökkvi-
starfi lokið á innan við 30 mín-
útum, tjón var minniháttar.
11. október mengunaróhapp í
m/s Geysir. Beiðni barst slökkvi-
liði BS um aðstoð vegna þess að
gámur hafði laskast þegar m/s
Geysir sigldi stórsjó milli USA
og íslands. Skipið hafði fengið
á sig brotsjó og nokkrir gámar á
dekki losnað. Eldfimt polyester
efni hafði lekið úr þrem 1000
lítra plastkörum á dekk skipsins.
Brunavarnir Suðurnesja aðstoð-
uðu við að losa gáma frá borði
og tryggja vettvang meðan verið
var að meðhöndla varninginn.
27. febrúar eldur um borð í
m/s Breka KE 61. Tilkynnt var
um eld um borð í Breka sem
var staðsettur í Njarðvíkurhöfn.
Þegar slökkvilið BS kom á stað-
inn var töluverður eldur í stakka-
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
12
VÍKURFRÉTTIR i 3.TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR