Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.01.2006, Side 13

Víkurfréttir - 19.01.2006, Side 13
Hreyfingar slökkviliðs Samanburður milli ára eftir tegund útkalls Tegund útkalls 2001 2002 2003 2004 2005 Eldur I byggingu 15 17 13 25 6 Ekki eldur I byggingu 46 30 22 25 30 Viðvörunarkerfi 40 37 29 61 69 Grunur um eld / skoðun 6 13 7 10 10 Narr I eld 0 0 1 1 0 Umferðarslys 5 3 14 12 6 Leki hættulegra efna 6 1 16 6 16 Vatnstjón 7 11 6 19 10 Óveður 0 0 3 0 0 Dýr I hættu 0 0 0 1 0 Sennileg Björgun 0 0 0 0 0 Æfingar 27 36 31 20 31 Hreinsun á vegum 5 10 4 5 2 Opna hurð 4 0 4 4 4 Öryggisvakt 3 3 2 2 5 Dæling 4 5 2 1 4 Sprinkler (prófun) 2 0 0 0 0 Samtals hreyfingar 170 166 154 192 193 Fjöldi brunaútkalla er svipaður á milli ára. Staðfestir eldar í byggingum hafa þó aldrei verið færri og bruna- tjón á útkallsvæðinu í sögulegu lágmarki, þó má greinilega sjá aukningu í umsvifum slökkviliðsins og er það vegna fjölgunar brunaviðvörnunarkerfa, aukning er í útköllum vegna mengunaróhappa. geymslu; reykkafarar voru strax sendir inn og réðu niðurlögum eldsins á fáum mínútum. Litlu mátti muna að þarna yrði stór- tjón en með vasklegri fram- göngu slökkviliðsmanna tókst að forða því; tjón var því ein- angrað við stakkageymsluna og minniháttar í heild sinni. 15. janúar, eldur um borð í m/b Grímsnes. Slökkvilið BS fékk tilkynningu frá Neyðalínu um klukkan 9:00 á laugardags- morgni, þá var áhöfn að mæta um borð til að fara í róður, eldur var í lúkar bátsins en greiðalega gekk að slökkva eld- inn og var tjón minniháttar. Þrátt fyrir færri útköll hefur árið liðið á ógnarhraða, margt hefur þó áunnist þegar rnaður lítur um öxl, má þar helst nefna: 1 upphafi ársins var ráðið í lausar stöður í varaliði og endur- nýjun í fastaliðinu. Ráðnir voru sjö nýliðar og í framhaldi haldið 80 klukkustunda fornám sem slökkviliðsmenn BS skipulögðu og sáu alfarið um. Brunamáls- skólinn viðurkennir námskeiðið og gefur nýliðum réttindi til almennra slökkviliðsstarfa og réttindi til reykköfunar með löggiltum slökkviliðs-og sjúkra- flutningamönnum. Unnið var að uppbyggingu á gámaeiningum og þjálfunar- svæði og nú liggur fyrir að á árinu 2006 munum við taka það í notkun. Niðurstaða og framtíðarlausn náðist í húsnæðisvanda BS; og er fyrirhugað að byggja nýtt húsnæði fyrir starfsemina á lóð ofan Iðavallar. Með því skap- ast betri tenging sem styttir út- kallstíma í nágrannabyggðir og byggðarkjarna Reykjanesbæjar. Töluverð endurnýjun og upp- bygging átti sér stað í útkallsbún- aði má þar m.a. nefna endur- nýjun á tankbíl, öflugri fjarskipti fyrirreykkafara, mengunarvarn- arbúnað og nýja hitamyndavél, sem er ein sinnar tegundar á landinu. Áhersla var lögð á þjálfun á ár- inu og er áætlað að hver slökkvn- liðsmaður hafi skilað að meðal- tali um 160 klukkustundum í þjálfun á árinu. Auk þjálfunar og símenntun hér heima útskrifuðust fjórir úr grunnámi sjúkraflutninga, tíu slökkviliðsmenn sóttu ár- lega þjálfun til Lindesberg í Svíþjóð, en þetta er þriðja árið sem slökkvilið BS skipuleggur slíka ferð þ.e. leigir aðstöðu og þjálfunarsvæði til verklegra þjálfunar, fjórir sóttu námskeið fyrir leiðbeinendur í Revinge í Svíþjóð. Tveir útskrifuðust úr framhaldsnámskeiði í sjúkra- flutningum (Neyðarflutningar). Hér hafa verið rakin helstu að- gerðir og útköll slökkviliðsins á líðandi ári. Góður árangur liðs- ins byggir á liðsheild og góðri samvinnu við íbúa og aðra í sam- félaginu; brunatjón á árinu er í flestum tilfellum minniháttar og sannarlega í sögulegu lágmarki. Starf slökkviliðsmanna er oftar en ekki við erflðustu aðstæður og mjög hættulegt; einn mesti árangur liðins er án efa „slysa- laust ár“ innan slökkviliðsins. Sá árangur einn og sér er oft vanmetinn. Með tilliti til þeirra verkefna sem eru í vinnslu og þeirra augljósu tækifæra sem felast í ört stækkandi samfélagi á Suðurnesjum er árið 2006, og framtíðin í heild, spennandi tími fyrir BS. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ormur Guðjón Ormsson rafvirkjameistari, Framnesvegi 20, Keflavík, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 17. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Sveinbjörg Jónsdóttir, Guðrún S. Guðjónsdóttir, Gunnar Indriðason, Helga M. Guðjónsdóttir, Anton Már Aritonsson, Erling R. Ormsson, Jóhanna Björnsdóttir, Erla Ormsdóttir, Marteinn Gíslason, Hrafnhildur Ormsdóttir, Kristján Þórarinsson, Njáll Torfason, Kristín Ársælsdóttir, Ásdís Móeiður Sigurðardóttir, Árni G. Árnason, Róbert Rósmann, Beta Rósmann, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Aðalbjörn Jónsson, Vesturgötu 36, Keflavík, áður til heimilis að Hólavöllum, Garði, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 20. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd. Kristný Rósinkarsdóttir, Ester Aðalbjörnsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Jón Aðalbjörnsson, Aldís Árnadóttir, Haraldur Aðalbjörnsson, Sigrún Harðardóttir, Jakobína Aðalbjörnsdóttir, Björgvin Skarphéðinsson, Rósinkar Aðalbjörnsson, Olöf Guðrún Albertsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar innilegustu þakkirtil allra þeirra sem sýndu okkur samhug og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa og bróður, sr. Ólafs Odds Jónssonar, sóknarprests í Keflavík. Sérstakar þakkir færum við sóknarnefnd og starfsfólki Keflavíkurkirkju ásamt starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Guð blessi ykkur og varðveiti. Birgir Örn Ólafsson, Helga Ragnarsdóttir, Ólafur Ragnar Ólafsson, Kristinn Jón Ólafsson, Bergþóra Hallbjörnsdóttir, barnabörn og systur. STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN19. JANÚAR 2006 13

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.