Víkurfréttir - 19.01.2006, Blaðsíða 20
Sr\ VÍKURFRÉTTIR MAÐUR ÁRSINS 2005 Á SUÐl
GUÐMUNDUR KRISTINN JÓNSSON hefur staðið í ströngu í tónlistarlífinu að undanförnu, en hann er,
að öðrum ólöstuðum, maðurinn á bak við hljómsveitirnar Hjálma og Baggalút. Þær hafa átt mikilli velgengni að fagna
síðustu misseri, en auk þess er Kiddi, eins og hann er jafnan kallaður, einn eigenda Upptökuheimilis Geimsteins.
Tónlistarferill Kidda hefur verið
á stöðugri uppleið í gegnum
árin, en á síðasta ári varð algjör
sprenging hjá þessum þrítuga
gítarleikara og upptökustjóra.
Hlutdeild hans í hljómsveit-
unum Hjálmum og Baggalúti
hefur vakið verðskuldaða athygli
þrátt fyrir að hann hafi ætíð
unað sáttur í bakgrunninum.
Hljómsveitirnar seldu þúsundir
eintaka af plötum sínum á árinu
og sýndu með eftirminnilegum
hætti að hægt er að ná eyrum
landans þrátt fyrir að farnar séu
ótroðnar slóðir. Þá voru hljóm-
sveitirnar tilnefndar til fimm
verðlauna á íslensku Tónlistar-
verðlaununum. Baggalútur til
þriggja og Hjálmar til tveggja.
Segja má að Kiddi sé maðurinn
á bak við tjöldin hjá hljómsveit-
unum því hann sér um að bóka
sveitirnar á tónleika og stjórnar
upptökum. Hann segist mjög
sáttur við að vera í bakgrunn-
inum. „Ég hef ekki áhuga á því
að vera frontur í hljómsveit.
Fyrir það fyrsta er ég Iélegur
söngvari og svo er ég ekki mjög
góður gítarleikari þannig að
mér finnst best að halda mig
við það sem ég get og geri vel.“
Skipti boltanum út fyrir
gítarinn
Kiddi segist alltaf hafa haft mik-
inn áhuga á tónlist en hann tók
þó ekki upp hljóðfæri fyrr en í
elstu bekkjum grunnskóla: „Gít-
arinn varð fyrir valinu einfald-
lega því að hann var til heima.
Ef mamma og pabbi hefðu átt
píanó hefði ég kannski endað á
því að læra á það.”
Fram að því hafði hann
stundað körfubolta eins og
svo margir ungir Keflvíkingar
en segist sjálfur hafa hætt á
toppnum. „Ég áttaði mig á því
að ég var sennilega ekki í réttri
stærð til að ná langt í körfunni
svo ég hætti rétt eftir að ég var
búinn að vinna mig upp í A-
liðið í mínum flokki. Ég teymdi
Davíð litla bróður minn hins
vegar inn á hans fyrstu æfmgu
og þó að hann hafi verið tregur
til í fyrstu varð hann nokkuð
góður og er nú margfaldur Is-
landsmeistari.”
Gróskan var mikil í tónlistarlíf-
inu í Keflavík í upphafi tíunda
áratugarins og nægir þar að
nefna bönd eins og Deep Jimi
and the Zep Creams, Kolrössu
Krókríðandi, Moðfisk og fleiri
sem náðu eyrum landans. Kiddi
var sjálfur í rokksveitinni Þusl.
„Þá voru Nirvana og Pearl Jam
flottustu sveitirnar. Við áttum
okkar eigin rútu og fórum um
allt og spiluðum og það var rosa-
lega gaman fyrir sautján og átján
ára stráka. Við gáfum út eina
plötu og svo fór ég í hljómsveit
sem hét Fálkar og við gáfum út
tvær plötur.” Á þeim tíma fór
Kiddi að prófa sig áfram við að
taka upp tónlist og var kominn
með nokkuð fullkomið stafrænt
stúdíó í bílskúrnum hjá sér.
„Þarna fann ég mig virkilega
vel. Ég var að vinna að tónlist
án þess að þurfa að vera alltaf
að spila sjálfur. Stúdíóið hjá mér
var nokkuð gott, en ég hafði
eklci nógu góða aðstöðu. Rúnar
var hins vegar ekki enn kominn
með stafræna upptöku í Geim-
steini en var með góða aðstöðu
þannig að við græddum báðir
á því að sameinast. Þá erum við
með gott stúdíó, toppaðstöðu og
mig sem fastan starfsmann sem
heldur utan urn hljóðverið.”
Upptökustjórn er
þjónustustarf
Auk þess að vinna í Geimsteini
starfar Kiddi á Ríkisútvarpinu
við upptökur á tónlist, en hann
segir upptökustjórn vera fjöl-
breytt og skemmtilegt starf.
„Þetta er í grunninn þjónustu-
starf. Þú ert milliliður í að korna
listamanninum á álcveðið form.
Ég fer ekki í manngreinaálit
þegar kemur að því að vinna
með fólki og tók m.a. upp tvær
plötur fyrir Leoncie. Því sam-
starfi lauk svo þegar ég gat
ekki látið hana liljóma eins og
Michael Bolton. Það var svolítið
skrítið.”
Kiddi segir tónlistarmenn mis-
jafna þegar kemur að því að
taka við ábendingum eða gagn-
rýni frá upptökustjóra. „Maður
VÍKURFRÉTTiR Á NETiNLI • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTiR DAGLEGA!
20 I ViKURFRÉTTIR , 3.TÖLUBLAÐ . 27. ÁRGANGUR